Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 19 Átta prófessorar í læknisfræði senda heilbrigðisráðherra bréf: Sérstök sljórn ein- stakra ríkisspít- ala varhugaverð - að mati prófessoranna sem telja slíkt fela í sér ókosti fyrra kerfis ÁTTA prófessorar í læknis- fræði hafa sent heilbrigðisráð- herra sameiginlegt bréf varðandi yfirstjórn ríkisspítala, í tengslum við hið svokallaða Borgarspítalamál, þar sem þeir vara eindregið við „öllum hug- myndum um að einstakir ríkis- spítalar fái sérstaka stjórn. Slíkt fyrirkomulag myndi fela í sér ókosti fyrra kerfis án nokkurs ávinnings." Prófessorarnir, sem að bréfinu standa, eru: Ásmund- ur Brekkan, Gunnar Guðmunds- son, Gunnlaugur Snædal, Hjalti Þórarinsson, Jónas Hallgríms- son, Tómas Helgason, Víkingur Arnórsson og Þórður Harðar- son. Bréfíð hljóðar svo: Undanfarið hafa átt sér stað miklar umræður um hugsanlegar breytingar á eignaraðild ríkis og Reykjavíkurborgar í Borgarspítal- anum. Undirritaðir vilja að svo stöddu láta í ljós afstöðu til þess, hvort slíkar breytingar séu æski- legar. Leiði þær hins vegar til þess að ríkið kaupi spítalann og taki við rekstri hans er nauðsynlegt að hyggja vandlega að því, hvernig yfirstjórn hans skuli háttað. í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1983 segir (30. gr.): „Sjúkrahús þau, sem ríkið á og starfrækir (ríkisspítalar), skulu vera undir yfirstjórn heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, en stjóm þeirra allra a.ö.l. falin sjö Flugleiðir: manna stjómamefnd. Nefndin skal vera skipuð þannig, að starfs- mannaráð ríkisspítala, sbr. 32. gr. 3. tölulið, tilnefni tvo menn, sam- einað Alþingi fjóra og ráðherra skipar einn án tilnefningar og skal hann vera formaður. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn. Við ríkisspítala skal starfa einn for- stjóri skipaður af ráðherra, að fengnum tillögum stjómamefndar. Forstjóri stjómar fjármálum og daglegum rekstri ríkisspítalanna í umboði stjómamefndar og ráðu- neytis." Hér er skýrt kveðið á um yfir- stjóm ríkisspítalanna og mikilsvert að ekki verði bragðið út af. Sam- eiginlegur rekstur allra spítala í eigu ríkisins gerir kleift að koma á þeirri nauðsynlegu hagræðingu og verkaskiptingu, sem ekki hefur tekist við núverandi aðstæður. Aukin verkaskipting sjúkrahúsa í Reykjavík getur ótvírætt leitt til spamaðar og betri nýtingar á út- gjöldum til heilbrigðismála, en hefur hingað til m.a. strandað á mismunandi stjómarkerfi spítal- anna. Sameiginlegur rekstur ríkis- spítala undir einni stjórn auðveldar samstarf við Háskóla íslands og skipulagningu háskólakennslu. Við viljum því eindregið vara við öllum hugmyndum um að einstakir ríkisspítalar fái sérstaka stjórn. Slíkt fýrirkomulag myndi fela í sér ókosti fýrra kerfís án nokkurs ávinnings. Morgunblaðið/Ami Sœberg Nýju stólarnir og borðin í sali Alþingis eru enn í vinnslu og ekki komin lokamynd á þegar ljós- myndarinn smellti þessum myndum af í gær. Þingmenn fá nýja stóla og borð SKIPT verður um húsgögn í þingsölum Alþingis í vor. Mun þar mestu ráða að þingmönnum fjölgar um þrjá, en 63 þingmenn kom- ast ekki fyrir nema keyptir verði nýir stólar og borð. Friðrik Ólafsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, sagði að nú væri það þröngt í þingsölum að úti- lokað væri að bæta við fleiri borðum og stólum af þeirri gerð sem nú er notuð. „Það verður skipt um húsgögn þegar þingi verður slitið í vor. Þá verður búið að smíða 63 nýja stóla og borð og verður það hvort tveggja innlend framleiðsla. í fýrstu stóð til að skipt yrði um húsgögn í jólaleyfi þingmanna, en tíminn reyndist of naumur. Kostnaður- inn við þetta verður um 5-6 milljónir." Friðrik sagði að borðin, sem era í smíðum hjá Gamla komp- aníinu, verði minni en þau sem nú era notuð. „Stólarnir, sem Kristján Siggeirsson hf. smíðar, verða einnig nettari en stólamir okkar era og þeir verða snúan- legir. Núna verður að draga þá fram og til baka, sem er þungla- malegt og fyrirferðarmikið. Þess verður þó gætt að viðhalda þeim blæ sem verið hefur á þingsöl- um.“ Hjá fyrirtækjunum tveimur sem framleiða húsgögnin, feng- ust þær upplýsingar að stólamir væru ósamsettir, búið að senda sessur í bólstran og borðin væru hálfklárað. Enginn uggur var þó í mönnum um að húsgögnin yrðu ekki tilbúin á réttum tíma. Auk þess sem skipt verður um húsgögn í sölum Alþingis er nú verið að endurnýja teppi á kaffistofu og skrifstofu forseta sameinaðs þings. Friðrik sagði að ýmsar aðrar lagfæringar væri verið að gera og flokkist þær undir eðlilegt viðhald. Yfir 800 Jiúsund farþegar í fyrra Metár í sögu félagsins FLUGLEIÐIR fluttu rúmlega 800 þúsund farþega á siðasta ári og er það mesti farþegafjöldi á einu ári í sögu félagsins. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar, blaða- fulltrúa Flugleiða, er gert ráð fyrir enn auknu sætaframboði á árinu sem nú er hafið, um 55 þúsund sæti umfram það sem var árið 1986. I áætlunarflugi árið 1986 fluttu Flugleiðir samtals 773.146 farþega á móti 729.893 farþegum árið 1985. Þar við bættist leiguflug fyrir ferða- skrifstofur og ýmsa aðra aðila. Skiptingin í áætlunarfluginu var þannig að í innanlandsflugi vora fluttir 260.512 farþegar á móti 244.027 árið 1985, sem er 6,8% aukning. í flugi milli íslands og annarra Evrópulanda voru fluttir 257.579 á móti 219.518 árið 1985, sem er 17,3% aukning. í Norður- Atlantshafsfluginu á milli Banda- ríkjanna1 og Evrópu voru fluttir 255.100 farþegar á móti 266.300 árið 1985, sem er samdráttur upp á 4,2%. Sæmundur Guðvinsson sagði að þessi samdráttur hefði þó verið minni en búist var við þar sem á síðasta ári var dregið úr sæta- framboði sem nemur 10% á þessari áætlunarleið. Hann sagði ennfrem- ur að samdráttur Flugleiða á þessari leið væri minni en annarra flugfélaga sem var um 6 til 8% að meðaltali samkvæmt opinberam skýrslum. Varðandi árið 1987 sagði Sæ- mundur að gert væri ráð fyrir að auka sætaframboðið hjá félaginu um allt að 55 þúsund sæti. Þar af væri um að ræða 8% aukningu í áætlunarflugi á milli íslands og Evrópu, 4 til 5% aukningu í innan- landsflugi og 6 til 7% aukningu á Norður-Atlantshafsleiðinni. í lok mars verður þafið áætlunarflug milli Boston, Islands og Lúxem- borgar og verður tvisvar í viku flogið á þeirri leið. Þá munu Flug- leiðir hefja flug á milli Bergen og Færeyja í vor og verður flogið einu sinni í viku. Þá er gert ráð fyrir að fjölga ferðum á milli Færeyja og Glasgow úr einni ferð í tvær yfir sumarmánuðina. Auk þess verður fjölgað ferðum til ýmissa áfangastaða í Evrópu með sumrinu og'er gert ráð fyrir 3 ferðum á dag til Kaupmannahafnar þegar mest verður. Einnig er í ráði að fjölga ferðum til London, Osló og Stokk- hólms næsta sumar. Flugleiðir hafa nú tekið á leigu Boeing 727-200-þotu til þriggja ára og verður hún tekin í notkun 1. júní næstkomandi. í Evrópufluginu verða þá þijár Boeing-þotur og ein DC 8 55-þota. BU ’87: Landbúnaðarsýning í ágúst Landbúnaðarsýningin BÚ '87 verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík dagana 14.—23. ágúst næstkomandi. Framkvæmdum við Reiðhöllina á að verða lokið á þeim tíma og frágangi á lóð og verður höllin opnuð með þessari sýningu. Sýn- ingin er haldið í tilefni af 150 ára afmæli búnaðarfélagsskaparins. Búnaðarfélag íslands hefur haft forgöngu um undirbúning sýningar- innar en hún er haldin í samvinnu við Stéttarsamband bænda, Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og land- búnaðarráðuneytið. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri er formaður sýn- ingarstjórnar og Magnús Sigsteins- son bútækniráðunautur er framkvæmdastjóri sýningarinnar. Mercedes Benz 280 E Árgerö 1980. Ekinn 92 þús. km. Rafm., sóllúga, central læsingar, aflstýri, afl- hemlar, velour innrótting. Litur: Brúnn sanseraður. Gullfallegur bíll. Verð kr. 585 þús. (Skipti + Mercedes Benz 350 SE Árgerð 1977. Ekinn aðeins 96 þús. km. Glæsi- legur bíll með öllum helstu aukahlutum. Litur: Ljósblár sans- eraður. Verð kr. 550 þús. (Skipti + skuldabréf). Skoda 130 L Árgerð 1986. Ekinn aðeins 3000 km (nýr bíll). Snjódekk, grjótgrind, dráttarkúla og hlífðarpanna. Litur: Grænn. Verð kr. 250 þús. (Skipti + skulda- bréf). BMW 730 Árgerð 1978. Ekinn 133 þús. km. Sóllúga, cent- ral læsingar, aflstýri, aflhemlar, velour innrétting, litað gler, drátt- arkúla, sportfelgur. Litur: Silfur sanseraöur. Verð kr. 480 þús. (Skipti + skuldabróf). Ford Sierra 2,0 LASER Árgerð 1984. Ekinn 50 þús. km. Sóllúga. Litur: Hvítur. Verð kr. 440 þús. (Skipti + skuldabréf). Mercedes Benz 190 E Árgerð 1985. Ekinn 40 þús. km. Snjódekk, sjálf- skiptur, litað gler, central læsing- ar. Litur: Grár sanseraöur. Verð kr. 1.050 þús. (Skipti + skulda- bréf). EfiSHfl BRAIII REYKJAVlK - SÍMAR 681502 CX5 681510

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.