Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 7 Frederick Marvin Tónleikar og fyrirlestrar PRÓFESSOR Frederick Marvin frá Syracuse-háskól- anuin í Bandarikjunum, heldur fyrirlestra-tónleika í sal Tónlistarskólans í Reykjavík laugardaginn 10. janúar kl. 10.30 um tónskáldið Jan Ladislav Dussek og sunnudaginn 11. janúar kl. 17.00 um Padre Antonio Sol- er. Síðan mun hann halda opinbera tónleika að Kjar- valsstöðum mánudaginn 12. janúar kl. 20.30. Samhliða giæsilegum ferli sem píanóleikari hefur próf. Marvin einnig lagt stund á fræðistörf og eru rannsóknir hans á hinu lítt þekkta, spænska tónskáldi, Padre Antonio Soler, þekktar meðal tónlistarfólks. Hefur hann gefið út fjölmörg verk þessa athyglisverða tón- skálds. Þá er hann og þekktur fyrir kynningu sína á lítið þekkt- um píanóverkum Dusseks. Fyrirlestra-tónleikar hans í Tónlistarskólanum f Reykjavík eru opnir öllum píanókennurum, píanónemendum og öðrum áhugamönnum. Aðgöngumiðar að tónleikun- um að Kjarvalsstöðum verða seldir við innganginn. A efnis- skrá tónleikanna verða verk eftir Soler, Beethoven, Liszt og Chopin. (Fréttatilkynning) Gunnlaugur Stefánsson kjörinn prest- ur í Heydölum PRESTKOSNING fór fram í Heydala-prestakalli í Austfjarða- prófastsdæmi sunnudaginn 4. janúar. Umsækjandi var einn, Gunnlaugur Stefánsson cand theol. Atkvæði voru talin á Bisk- upsstofu fimmtudaginn 8. janúar. Á kjörskrá voru 540, atkvæði greiddu 375 eða tæplega 70%. Umsækjandi hlaut 367 atkvæði, auðir seðlar voru 8. Kosningin var lögmæt. Gunnlaugur Stefánsson er 34 ára, Hafnfírðingur, sonur hjónanna Margrétar Guðmundsdóttur og Stefáns Gunnlaugssonar sendiráðs- fulltrúa í London. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1982 og hefur síðan verið starfs- maður Hjálparstofnunar kirlqunnar. Kona hans er Sjöfn Jóhannes- dóttir sem ljúka mun guðfræðiprófí í vor. Eiga þau einn son Stefán Má. Sr. Kristinn Hóseasson hefur þjónað Heydalaprestakalli í nær 40 ár, en hlaut lausn frá embætti vegna aldurs nú um áramótin. Hann hefur verið prófastur Austfírðinga undanfarin ár. Hann hefur kvatt söfnuði sína í Stöðvarfjarðarsókn og Heydalasókn og er að flytjast til Reykjavíkur ásamt konu sinni Önnu Þorsteinsdóttur. ö* A*1— — fV SrS-vr Forsala í Höllinni frá kl. 17. I Höllinni í kvöld kl. 20 íkingur-Gdansk Þeir leikreyndu Guðmundur Guðmundsson éL Kristján Hilmar Sigmundsson Sigurgislason Þeir ungu Árni Siggeir Bjarki Friðleifsson Magnússon Sigurðsson MYNDASTERKA LIÐSHEILD Lærisveinar Bogdans gegn pólsku meisturunum! Með geto og á sunnudag kl. 20.15. I TRYGGINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.