Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 Varaflugvöllur eftir Ingimar K. Sveinbjörnsson Mér brá bara töluvert, er ég las í einu dagblaðanna, að flugvöllurinn á Egilsstöðum væri ófær vegna aurbleytu. Þegar ég hætti sem eftirlitsflug- stjóri á F-27 vorið 1981 og fluttist yfir á B-727 þotur Flugleiða, fannst mér að það væri búið að ákveða stæði fyrir flugvöll á Egilsstöðum meðfram fljótinu, þvert af núver- andi flugvelli. Var ég ánægður með þessa staðsetningu. En nú heyrir maður rétt fyrir jólin, að F-27 flugvélar Flugleiða þyrftu helst að vera með fjórhjóla- drif til þess að geta athafnað sig á ýmsum flugvöllum landsins í hláku- tíð. Þetta færir manni náttúrlega heim sanninn um fjárveitingar til íslenzkra flugvalla í gegn um árin. Ég er hræddur um, að forráða- menn flugmála og ráðamenn fjármála fái ekki mjög góð eftir- mæli í framtíðinni vegna fjárfram- laga til flugsins. Mér finnst, að Alþingismenn okkar ættu að hafa það í huga, t.d. á vetrum, þegar mikið hefur snjóað og vegir illfær- ir, er vanalega fljótlegast að opna flugvellina, til þess að nauðsynlegar samgöngur geti haldið áfram. Slæmt ástand flugvalla í bleytu- tíð hefur í för með sér stóraukinn kostnað fyrir Flugleiðir og aðra flugrekstraraðila vegna aukins við- halds á flugvélum. En það hefur verið hrein sorgarsaga í gegnum árin, hversu litlu fé hefur verið veitt til flugmála. Enda hefur verið talað um það, að flugið hefði ekki þing- fylgi. Sannleikurinn er sá, að langmest af þeim framförum, sem orðið hafa í öryggismálum flugs á Islandi, hafa flugmenn Flugleiða náð í gegn með þrýstingi. Égget hinsvegar ekki sagt annað en að ég held að menn hafí varla verið með öllum mjalla þegar valin hafa verið ýmis flugvallarstæði á íslandi. Þingmenn hafa verið látnir skaffa fáeinar gamlar milljónir, og svo var byggður „flugvöllur" fyrir þá upphæð, það er að segja burðar- lagið sjálft, þó ekki sé hægt að telja það nægilegt til þess að flugvöllur sé nothæfur. Ég man þá tíð, þegar allir innan- landsflugmenn FÍ voru boðaðir um borð í DC-3, og þeim flogið til Ísa- íjarðar til þess að gera einhveijar athuganir á fyrirhuguðu flugvallar- stæði, þar sem flugvöllurinn nú stendur. Ég og einhveijir aðrir af- þökkuðum ‘boðið. Mér fínnst, að ákvörðun sú sem tekin var og byggt var eftir, hafí verið mjög misráðin. Eg og ýmsir aðrir töldum fráleitt að byggja flugvöllinn þar sem hann nú stendur. Það hefði átt að byggja flugbrautina með uppfyllingu á því grunnsævi, sem núverandi smá- bátahöfn er nú, við hliðina á þorpinu. Það er engin spuming, að það flugbrautarstæði hefði orðið miklu betra, þó svo það hefði nátt- úrlega kostað meira fé í upphafí. Hversu happasæll núverandi flugvöllur á ísafírði hefur verið er fyrst og fremst því að þakka, hversu strangar öryggiskröfur Flugleiða eru þama og á ýmsum öðrum flug- völlum á landinu. Ég man vel eftir því, er ég sat á fundi með flugmálastjóra og ör- yggisnefnd FÍA, og verið var að ræða um það, hvemig hægt væri að fá fyllingarefni í að lagfæra í kringum flugbrautina í Vestmanna- eyjum. Þá var bara ekkert efni að fá vegna náttúruvemdarsjónar- miða. En það gaus bara í Vest- mannaeyjum viku seinna og þá varð til nóg efni. Þegar róaðist eft- ir gosið, var ekið miklu af gosefnum og gert öryggissvæði við flugbraut- irnar. Áður voru flugbrautirnar eiginlega eins og á flugmóðurskipi. Svo hátt var út af þeim, að hefði flugvél farið út af, hefði getað orð- ið stórslys. Nú liggur austurendi flugbrautar inn í hlíðina á Sæfellinu og var áður fyrr sprengt inn í fellið til þess að koma flugbrautinni fyrir. Við þjálfunarflugstjóramir vildum láta flytja austurendann meira til norðurs eftir gos, þegar nóg efni var á boðstólum, svo hann væri settur mitt á milli Helgafells og Sæfells. Þannig myndum við losna við töluvert af þeirri ókyrrð, sem er þama í suðaustanátt. Og einnig væri þá hægt að lenda í myrkri til vesturs, sem er bannað í dag hjá Flugleiðum. Lengingarmöguleiki á flugbrautinni hefði þá verið fyrir hendi. Ekki var hlustað á þetta, og nú er búið að byggja flugstöð á þessum stað, svo að þetta verður aldrei gert. Flugstöðin hefði betur verið sett við norðurhluta flugvall- arins, svo til ofan í bænum. Einu sinni var talað um að lengja austur-vestur flugbraut í Reykjavík út í sjó til vesturs í Skeijaíjörð, til þess að flugvélar hefðu meira at- hafnasvæði á flugvellinum. Bægja þannig mestu flugumferðinni frá miðborg Reykjavíkur og vestur- hluta Kópavogs svo Boeing-flugvél- ar Flugleiða gætu notað þessa flugbraut takmarkalítið ef Keflavíkurflugvöllur væri lokaður. Um þetta var verið að tala löngu áður en Fokker-flugvél Flugleiða fór fram af brautinni og út á Suður- götuna, þegar hún þurfti að hætta við flugtak vegna mikils vatns á flugbrautinni og þarafleiðandi lé- legra hemlunarskilyrða. Þetta em aðeins fáeinir punktar sem ég man eftir í svipinn í gegnum árin, en af nógu er að taka ef út í það væri farið. Ingimar K. Sveinbjörnsson „ Af því sem ég hef nú skrifað hér að framan, f innst mér ekki koma til greina að velja Sauð- árkrók. Það er tiltölu- lega lítil flugumferð um Sauðárkrók o g mér f innst það ekki skyn- samlegt að leggja þá miklu fjárfestingu, sem varaflugvallarbygging er, á stað, sem ekki hefur meiri flugum- ferð.“ Egilsstaðaflugvöllur Ég held, að þeir menn. sem mest áhrif hafa í flugmálum íslendinga í dag, og þar á ég ekki síst við flug- menn Flugleiða svo og flugmála- stjóm, verði að krefjast þess, að verði byijað á nýjum flugvelli á Egilsstöðum nú þegar. Byggð verði góð malbikuð flugbraut niður við fljót, og hún höfð það löng að Bo- eing-flugvélar geti lent á henni. Auk þessa þyrfti þama að vera aðstaða fyrir björgunarþyrlu og eldsneytisvél, sem gæti séð um að bjarga fólki úr sjávarháska austur af íslandi, eins og skemmst er að minnast frá þeim hörmulegu sjó- slysum, sem urðu nú um jólin. Eins og stendur er enginn flugvöllur á Austurlandi, sem getur leyst þetta hlutverk af hendi. Eru ekki mannslíf þess virði, að eitthvað verði gert í þesum málum hið fyrsta? V araflugvöllur Árið 1977 skrifaði ég grein í blaðið íslending á Akureyri um flugvallarmálefni. Þar sagði ég meðal annars efnislega, að fyrir utan Keflavíkurflugvöll, sem fíill- kominn blindaðflugsvöll, væri hægt að lagfæra eftirfrandi flugvelli til slíks aðflugs; Reykjavíkurflugvöll, ef flugbraut væri lengd út í Skeija- íjörð, sennilega Sauðárkróksflug- völl og Húsavíkurflugvöll. En vonlaust væri þetta á Akureyrar- flugvelli miðað við núverandi staðsetningu flugvallarins. Hinsvegar mætti byggja nýjan flugvöll á Gáseyri í Eyjafírði. Kost- imir væm, að aðflugs- og brott- flugsmöguleikar væm betri. Hægt væri að byggja þverbraut inn í Hörgárdal. Þá yrði sennilega hægt að lenda í hvassri austan- og vest- anátt. Flugvöllurinn myndi gefa byggðarlaginu mjög stöðugar sam- göngur. Á Akureyri sjálfri yrði minni hávaðamengun frá þotum í framtíðinni. Gallar væm þeir helst- ir, að flugvöllurinn væri lengra frá aðalbyggðarlaginu. Mikið er nú rætt um að byggja varaflugvöll og sýnist sitt hveijum um það mál. Umræðan virðist nú helst standa milli Sauðárkróks og Akureyrar. Tæknilega séð á enginn munur að vera á milli aðalflugvallar og varaflugvallar, vegna þess að lokist Keflavíkurflugvöllur, verður öll umferð að geta lent á varaflugvell- inum, sem þá verður að hafa tvær flugbrautir gegn aðalvindáttum, og hafa fullkomin blindaðflugstæki á aðra flugbrautina sem lágmarksút- búnað. Þar yrðu að vera fullkomin tæki til þess að hreinsa snjó af flug- brautum, fullkomin tæki til sand- burðar og bremsumælinga, fullkomið slökkvilið og góður spítali og hótelaðstaða í grenndinni. Hvað verður svo gert? Verður farið að klastra upp á eitt- hvað af þeim flugvöllum, sem em fyrir hendi, eða verður byggður nýr flugvöllur? Min skoðun er sú, að byggja eigi nýjan flugvöll. Af þvi sem ég hef nú skrifað hér að framan, fínnst mér ekki koma til greina að velja Sauðárkrók. Það er tiltölulega lítil flugumferð um Sauðárkrók og mér fínnst það ekki skynsamlegt að leggja þá miklu íjárfestingu, sem varaflugvallar- bygging er, á stað, sem ekki hefur meiri flugumferð. Ég held til dæm- is, að gæti Boeing-flugvél frá Flugleiðum ekki lent. í Keflavík, og búið væri að byggja varaflugvöll á Sauðárkróki, en Akureyri væri opin, myndum við fljóga til Akureyrar, þó ekki væri nema vegna betri hót- elaðstöðu þar. Aðflugsmöguleikar á Akureyri hafa stórlagast á undanfömum ámm, en samt em veðurlágmörk þar til lendingar þannig, að skýja- hæð þarf að vera 730 fet og skyggni 3,2 km. Varaflugvöllur á Islandi er mjög nauðsynlegur fyrir starfsemi Flug- leiða. DC-8 þotur félagsins þurfa alltaf að hafa varaflugvöll erlendis, sem þýðir, að þær þurfa að hafa mjög mikið aukaeldsneyti meðferð- is, sem kostar fyrirtækið stórfé árlega. Það fer töluverður hluti af eldsneytinu í það eitt að fljúga með það. Boeing-vélamar geta notað Akureyri sem varaflugvöll ef veður er gott. Allar vélar félagsins í nútíð og framtíð þyrftu að hafa varavöll hérlendis, sem myndi hafa veruleg áhrif á rekstrarkostnað þess. Að mínum dómi kemur raun- vemlega enginn annar staður til greina, sem staður fyrir varaflug- völl, en að Gáseyri við Eyjaflörð. I suðvestan átt, þegar Keflavík- urflugvöllur getur lokast, getur verið hvass vestanvindur á Norður- landi. Sauðárkrókur getur þá orðið ófær vegna hliðarvinds og mis- vinda. Út úr Hörgárdalnum kemur þá tiltölulega hreinn vestanvindur, en núverandi Akureyrarflugvöllur getur þá verið ófær. í sambandi við blindaðflug að varaflugvelli emm við flugmenn að tala um skýjahæð sem er 200 fet eða lægra og skyggni upp á nokkra hundmð metra. Vegna þess hversu miklu meiri flugumferð er til Akur- eyrar en til Sauðárkróks, fínnst mér réttlætanlegra, útfrá fjárhagslegu sjónarmiði, að Ieggja í hinn mikla kostnað við byggingu varaflugvall- ar í Eyjafírði fremur en á Sauðár- króki. Ég er að vísu ekki bjartsýnn á, að hugmyndir mínar um varaflug- völl á Gáseyri verði að vemleika. Stórhugur í flugvallagerð hefur til þessa ekki einkennt framþróun í íslenzkum flugmálum, hvað svo sem verður... En ég er sannfærður um, að þessi leið væri farsælust og skyn- samlegust. Höfundur er flugstjóri. Bílanaust opnar stór- markað fyrir bíleigendur 35300 - 35522 - 35301 Bólstaðarhlíð 4ra-5 herb. Vorum að fá í sölu mjög góða ca 130 fm íb. á 4. hæð sem skiptist m.a í 3 stór svefnherb. með skápum og 2 stórar stofur. Nýtt eldhús. Tvennar svalir. Glæsilegt útsýni. Ákv. sala. FASTEIGNA HÖLLIN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR-HÁALEITISBRAUT58-60 SÍMAR-35300&35301 BÍLANAUST hf. opnaði laugar- daginn 3. janúar nýjan stórmark- að fyrir bíleigendur í Borgartúni 26. Bilanaust hf. er fjölskyldu- fyrirtæki, stofnað 1962 af hjónunum Matthíasi Helgasyni og Elínu Ragnarsdóttur ásamt fleiri aðilum. Matthías hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá upphafi. Nú em starfsmenn Bílanausts hf. 32 talsins. Umsjón með innkaup- um hafa Reynir og Baldvin Matt- híassynir. Fyrir heildversluninni er Lúðvík Matthíasson. Skrifstofu- stjóri er Lovísa Matthíasdóttir, Jónas R. Sigfússon veitir tölvudeild forstöðu en stjórnarformaður er Reynir Matthíasson. Með tilkomu nýja húsnæðisins verður vömvalið aukið til muna. Ráðgert er að bæta við allmörgum vömflokkum, t.d. viðtækjum og hljómflutningstækjum í bíla; vinnu- fatnaði og hlífðarbúnaði; jámvömm og verkfæmm; rafmagnsvörum og rafmagnsverkfærum; og málningu. Aðaláhersla verður þó sem endra- Morgunblaðið/Ámi Sseberg Bilanaust hf. hefur opnað stónnarkað fyrir bUeigendur í Borgart- úni 26. Með tilkomu þessa nýja húsnæðis ætlar fyrirtækið að auka vöruúrval sitt til muna. nær lögð á varahluti í nær allar .gerðir bifreiða. Bílanaust flytur nú inn um 90% þeirrar vöm sem fyrirtækið selur. Húsnæði fyrirtækisins er 2200 fer- metrar og hátt í 30.000 vömnúmer em fyrirliggjandi. (Fréttatilkynninff)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.