Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987
Nýja flugstöðin;
Samið við íslensk
tölvufyrirtæki
Stefnt að vígslu 18. apríl
STEFNT er að því að taka
nýju flugstöðina í Keflavík í
notkun 18. apríl nk. Að und-
anfömu hafa verið undirritað-
ir samningar um gerð
eftirlits-, hljóð- og tölvukerfa,
við íslensk fyrirtæki, fyrir um
70 milljónir króna.
Jón Böðvarsson, fram-
kvæmdastjóri byggingamefndar,
sagði að stærsti samningurinn
væri við fyrirtækið Rafís um gerð
hátalarakerfis fyrir flugstöðina
sem mun kosta 25 milljónir
króna. Hátækni tók að sér að
hanna og setja upp tölvustýrt
„hússtjómarkerfi“ sem mun
fylgjast með ástandi flugstöðvar-
innar og hafa stjóm á ýmsum
þáttum svo sem birtu, hita, loft-
ræstingu og rakastigi í húsinu.
Allur hugbúnaður kerfísins verð-
ur unninn hér á landi. Hússtjóm-
arkerfið kostar 14,5 milljónir
króna. Örtölvutækni hreppti
samning upp á 15 milljónir króna
um gerð „flugupplýsingakerfis“
sem mun m.a. gefa farþegum
upplýsingar um komu og brott-
farartíma flugvélanna. Einnig
voru gerðir tveir samningar við
Radíóstofuna um sjónvarps-
gæslukerfi, upp á 6 milljónir
króna, og aðgangskortakerfi, upp
á 8,5 milljónir króna.
A næstunni verður gengið frá
samningum um eldhústæki, vogir
og færibönd. H.G. heildverslun
kemur til með að selja tæki í eld-
hús flugstöðvarinnar, en Vogir
hf. munu í samvinnu við hol-
lenska fyrirtækið Rapistan setja
upp færiböndin. Hvor þessara
samninga er upp á um 25 milljón-
ir króna. Þá voru nýlega opnuð
tilboð, frá 16 aðilum, í öll hús-
gögn innanhúss. Jón sagði að
meirihluti tilboðanna hefði verið
frá innlendum framleiðendum og
umboðsaðilum. Gengið verður til
samninga innan tíðar.
Allar framkvæmdir við flug-
stöðina ganga snurðulaust og
eftir áætlun, að sögn Jóns. Að-
eins er eftir að bjóða út einn
verkþátt sem er kaup og uppsetn-
ing á gróðri í flugstöðinni.
VEÐURHORFUR f DAG:
YFIRLIT á hádegi í gær: Á vestanverðu Grænlandshafi er 973
millibara djúp lægð á hreyfingu norður, en hæðarhryggur yfir Bret-
landseyjum.
SPÁ: Fremur hæg suðlæg átt og hiti víðast 2 til 4 stig. Siydduél
á vesturlandi en skúrir á suðurlandi. Þurrt fyrir norðan.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
LAUGARDAGUR og SUNNUDAGUR: Suðlæg átt og hlýtt. Skýjað
og víða súld eða rigning á sunnanveröu landinu en víöast þurrt
fyrir norðan.
TAKN:
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
*| Q° Hitastig:
10 gráður á Celsius
stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir
Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig. * V Él
Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
/ / / — Þokumóða
Hálfskýjað * / * 5 5 5 Súld
Skýjað / * / # Slydda / * / oo Mistur
* * * 4 Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 ígær að ísl. tíma
hlti veóur
Akureyri 5 skýjað
Reykjavík S skúr
Bergen -0 rigning
Helsinki -28 skýjað
Jan Mayen 0 alskýjað
Kaupmannah. -2 renningur
Narssarssuaq 0 snjókoma
Nuuk -9 snjókoma
Osló -12 skýjað
Stokkhólmur -16 snjólkoma
Þórshöfn S alskýjað
Algarve 12 súld
Amsterdam 0 súld
Aþena 13 skýjað
Barcelona 8 lóttskýjað
Berlin -7 þokumóða
Chicago -2 alskýjað
Glasgow -3 reykur
Feneyjar 0 heiðskírt
Frankfurt -4 skýjað
Hamborg -4 snjókoma
Las Palmas 21 skýjað
London -1 þoka
LosAngeles 7 heiðskírt
Lúxomborg -5 skýjað
Madríd 4 léttskýjað
Malaga 16 skýjað
Mallorca 11 skýjað
Miami 18 léttskýjað
Montreal -9 skýjað
NewYork 1 léttskýjað
Parfs 0 þokumóða
Róm S léttskýjað
Vín -7 snjókoma
Washington 4 skýjað
Winnlpeg -13 skýjað
Frakkamir Michel Aubert og Yves Sillard ásamt Vilhjálmi Lúðvíks-
syni framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins á fundi í Borgartúni.
Taka Islendingar þátt
í verkefni um fiski-
skip 9. áratugarins?
ISLENDINGAR geta tekið þátt í
verkefni um fiskiskip 9. áratug-
arins í samvinnu við Frakka og
Spánveija. Verkefnið er unnið
innan evrópska vísindasam-
starfsins EUREKA, sem íslend-
ingar urðu aðilar að s.l. sumar.
Undanfama daga hafa fulltrúar
frá Haftæknistofnun Frakklands
dvalið hér á landi og kynnt sér starf-
semi þeirra íslensku fyrirtækja sem
koma til með að vinna við þetta
verkefni ef af þessu samstarfi verð-
ur. Islensku fyrirtækin þurfa að
leggja fram tillögur fyrir lok mars-
mánaðar ef þau ætla að vera með
í þessu samstarfi.
Frakkarnir hafa m.a. heimsótt
Slippstöðina á Akureyri, Plastein-
angrun, Odda, Sæplast, Pólstækni
h.f., Hampiðjuna og Traust h.f. Þá
fóru þeir á fund háskólamanna sem
unnið hafa að hugbúnaðarverkefn-
um í tengslum við sjávarútveg.
Þeir héldu opinn fund í Borgartúni
6 í gær þar sem þeir gerðu grein
fyrir EUREKA vísindasamstarfinu
og þeim verkefnum sem unnin eru
í Frakklandi nú í dag á vegum þess.
Á fundinum kom fram að 62
verkefni eru nú í gangi á vegum
EUROKA í Frakklandi af 109 sem
samþykkt hafa verið og eru Bretar,
Italir og Þjóðverjar tíðustu sam-
starfsaðilar þeirra. Verkefnin eru
unnin á vegum 65 fyrirtækja.
Frakkar leggja talsvert fjármagn í
EUREKA verkefni, þeir stefna að
því að veija um 900 milljónum
franka á ári til evrópska vísinda-
samstarfsins, en veija í dag 600
milljónum til þessa samstarfs.
Gausdal:
Fyrsta umferð svæða-
mótsins tefld í dag
FYRSTA umferð svæðamótsins í
Gausdal verður tefld í dag. Is-
lendingar senda fjögurra manna
sveit til keppninar, skipaða stór-
meisturunum Jóhanni Hjartar-
syni, Jóni L. Arnasyni og
Guðmundi Siguijónssyni auk
Sævars Bjarnasonar. Níu um-
ferðir verða tefldar eftir
Monrad-kerfi, og lýkur mótinu
19. þessa mánaðar. „Það er þétt
skipað lið á þessu móti og bera
allir keppendumir utan tveir
titla. Keppnin ætti því að geta
orðið hörð og spennandi," sagði
Jóhann Hjartarson í samtali við
blaðið í gær.
Auk íslensku stórmeistaranna
bera þrír keppendur þann tit.il, þeir
Agdestein frá Noregi, Karlson frá
Svíþjóð og Rantanen frá Finnlandi.
Aðrir keppendur eru: Ögaard, Tiller
og Östenstad, frá Noregi, Emst,
Hector og Hellers frá Svíþjóð,
Ytjolá frá Finnlandi, Hansen frá
Færeyjum og þrír Danir, Morthens-
en, Kristiansen og Höi.
Margeir Pétursson
með lakari biðskák
SKAK Margeirs Péturssonar og
Gufeld í 9. umferð á alþjóðlega
skákmótinu í Hastings fór í bið
í gær og er Margeir með heldur
lakari stöðu. Larsen vann skák
sína við Large og er einn í efsta
sæti á mótinu með 6,5 vinninga.
Chiburdanidze, heimsmeistari
kvenna, vann Plaskett og Mest-
el vann Conquest. Jafntefli
varð í skákum Chandlers og
Speelman og Lputjan og Adoij-
an.
I samtali við Morgunblaðið í gær
taldi Margeir ekki útilokað að
bjarga biðskákinni í jafntefli, en
sagði að hann ætti við rammann
reip að draga. Hann sagði að skák-
in hefði verið fjörug. Gufeld hefði
fórnað hrók og hann í framhaldinu
orðið að gefa drottninguna fyrir
annan hrók.
Tíunda umferð verður tefld í dag
og teflir Margeir þá við Chiburdan-
idze.
Forseti sameinaðs
þings á Kýpur
FORSETI sameinaðs Alþingis,
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
kemur í dag til Kýpur þar sem
hann mun dvelja næstu viku í
boði forseta þjóðþingsins, dr.
Vassus Lesarites.
Að sögn Friðriks Ólafssonar,
skrifstofustjóra Alþingis, er þetta
fyrsti vísirinn að sambandi milli
þjóðþinga íslands og Kýpur. Á
meðan á heimsókninni stendur mun
Þorvaldur Garðar ræða við alla
æðstu ráðamenn landsins og kynn-
ast þingstörfum. Með honum í för
er Olafur Ólafsson frá skrifstofu
Alþingjs.