Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 Áhrif verkfallsins mjög mismunandi eftir sjávarplássum SJÓMANNAVERKFALLIÐ sem hófst um áramótin er farið að hafa áhrif á atvinnulíf landsmanna. Áhrifa þess gætir þó mismikið um landið. Á sumum stöðum gætir þess lítið sem ekkert, menn róa sem fyrr og næg atvinna er í landi. Annars staðar liggur bátaflotinn við festar, fiskverkunarfólki verið sagt upp og menn kvíðnir framhaldinu, einkum þó ef samningar dragast á langinn. Morgunblaðið hafði samband við nokkra fréttaritara um landið og spurði tíðinda. Morgunblaðið/Gunnlaugur Sumir dorga þótt ekki sé róið. Frá Seyðisfirði. Ekki komið til uppsagna Ólafsvík. Atvinnan afmarkast af sjó- mannaverkfallinu en þó hefur ekki komið til uppsagna ennþá og er víða verið að vinna í frystihúsunum þó framleiðslan sé engin. Það er því ekki farið að taka í hnjúkana hjá verkafólki þrátt fyrir telqutap. TVeir bátaeigendur hafa látið skrá sig á báta sína og einn bátur, sem er innan við 12 tonn, fer senn til veiða enda ekki í verkfalli. Eftir 15. janúar fara bátar undir 10 tonnum til veiða en það er einungis dropi í hafið og bíða allir spenntir eftir því að verkfallið leysist. Helgi Feykilega dauft hljóð Þíngeyri. Ollu starfsfólki í frystihúsinu hefur verið sagt upp störfum og er feykilega dauft hljóð í fólki. Jólin voru öllum dýr því þrátt fyrir að búist var við verkfalli eru menn alltaf bjartsýnir á að úr rætist áður en til þess kemur. Annar togaranna á staðnum er í viðgerð í Þýskalandi en hinn liggur bundinn við bryggju. Tveir bátar róa héðan yfir vetrar- mánuðina þegar gefur og aflaði annar þeirra vel fyrir áramótin þeg- ar gæftir voru. Að sögn elstu manna hefur aldrei verið önnur eins ótíð og í vetur og lítið gefíð á sjó. Hulda Brjáluð vinna HÓImavík. Sjómannafélagið hér á staðnum og á Drangsnesi samþykktu að fara ekki í verkfalli. Er hér bijáluð vinna allt í einu og unnið frameftir. í haust leit illa út með rækjuna en nú er hún að glæðast. Nægan fisk er að fá og hörpudiskveiðar ganga vel. Frystitogarinn Hólmadrangur fór á sjó fyrir áramótin eftir hlé yfír hátíðamar. Baldur Lítil vinna Sauðárkrókur. Togarar Útgerðarfélags Skag- firðinga eru allir á veiðum. Fóru 31. desember og er áætlað að þeir selji í Þýskalandi 20. til 23. þessa mánaðar. Frysihúsin tvö, Skjöldur og Fiskiðjan, sögðu upp sínu starfs- fólki með mánaðar fyrirvara 23. desember og er áformað að nota tímann til námskeiðahalds á meðan lítil vinnsla er í frystihúsnunum. Yfirleitt er lítið að gera í frystihús- unum á þessum árstíma þegar togaramir eru í landi yfir hátíðam- ar, en verkfallið setur strik í reikninginn. Kári Atvinnulífið lamað ólafsfjörður. Allt atvinnulíf er lamað vegna verkfallsins. Enginn sjómaður á sjó og landverkafólk því atvinnulaust. Starfsfólki í frystihúsinu og í rækju- vinnslunni hefur verið sagt upp störfum. Dauft hljóð er því í fólki Morgunblaðið/RAX Bátaflotinn er víða lagstur að bryggju og sjómenn gengnir á land þar sem verkfalls sjómanna gætir. Myndin er tekin í Garðinum á miðvikudag. enda byggist afkoman á að menn rói. Fréttaritari Næg vinna fram að þessu Grímsey. Það hefur verið næg vinna fram að þessu, menn eru hér að pakka saltfiski og byggja við fiskverkun- arhúsið. Sjómenn eru vanir að dytta að veiðarfærum sínum á þessum árstíma og vinna við það nú sem endranær. Sex bátar fara út um miðjan mánuð, hér er enginn í sjó- mannafélagi og flestir eiga bátana sjálfir. Menn eru á þeirri skoðun að verkföll séu óskynsamleg. Við höfum alltaf tekið lífínu hér með ró frá miðjum desember fram í miðjan janúar og hér er því ekkert óeðlilegt á seyði. Alfreð Þrír bátar á línu Þórshöfn. Verkfallið hefur ekkert bitnað á okkur ennþá. Það er verið að lag- færa þá báta sem hefðu getað verið á sjó, en þrír minni bátanna róa daglega á línu. Næg vinna hefur verið í landi, það verður væntanlega ekki fyrr en undir mánaðarlok sem verkfallið fer að segja til sín. Þorkell Öllu starfsfólki sagft upp Eskifjörður. Það er búið að segja upp starfs- fólki Hraðfrystihússins, það hættir nú á föstudag og verða þar með um hundrað manns atvinnulausir. Allir bátar eru inni nema einn sem selur erlendis. Hann er á leiðinni heim og stöðvast væntanlega hér. Loðnubræðsla og hefðbundin fisk- vinnsla væru í fullum gangi ef ekki væri verkfall og ef það dregst á langinn kann svo að fara, að við missum af loðnuvertíðinni en það kæmi sér mjög illa fyrir byggðar- lagið. Ingólfur Námskeið í frystihúsinu Hðfn. Lausráðnu starfsfólki hefur verið sagt upp í frystihúsinu en ákveðið hefur verið að halda námskeið fyrir þá sem eru fastráðnir og hækka þeir við það í launum. Verkefni hafa verið hér í frystihúsinu, en þeim fer nú að ljúka. Þá stendur fiskvinnslufólki til boða að taka þátt í að úrbeina kindakjöt fyrir Japansmarkað í sláturhúsinu. Eig- endur tveggja smábáta róa enn og við fáum því nýjan fisk í soðið. Togarinn selur í Englandi og stöðv- ast hér ef ekki verður búið að semja. Hér væri næg atvinna ef ekki væri verkfall. Atvinnnuástand hefur verið gottt hér og betri staða hjá fyrirtækjum og fólk bjartsýnna en oft áður. Fréttaritari Enginn tekinn út af launaskrá Vestmannaeyjar. Hér heftir engum verið sagt upp í fískvinnslunni, aukinn kraftur er í starfsfræðslunni og verður starfs- fólki boðið upp á námskeið til launahækkunar. Allir bátar eru í landi, en 5 togarar fóru út rétt fyr- ir áramót og selja erlendis. Ifyrri hluti janúar hefur allaf verið fremur rólegur hjá okkur. Við höfum farið rólega af stað, en verkfallið kemur sér verst fyrir loðnusjómenn. -hkj. Tvær trillur fá að róa Þorlákshöfn Tvær trillur fá £ið róa héðan og færa okkur því einhvem físk. Meit- illinn hefur sagt öllu starfsfólki sínu upp, en flestir karlmenn eru þó enn í vinnu við að dytta að húsnæði og fleiru þessháttar. Suðurvör sagði upp starfsfólki sínu á Eyrarbakka fyrir áramótin vegna hráefnis- skorts. Það er nóg að gera við að pækla sfld og pakka saltfísk. Glett- ingur hefur enn ekki sagt neinum upp, menn eru þar að dytta að húsnæði og tækjum. Við höfum venjulega farið rólega af stað í ján- úar, en það er kvíði í fólki ef þessu heldur áfram, hér byggist allt á vertíðinni. J.H.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.