Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987
Hvað hafði Karpov í huga?
Skák
Margeir Pétursson
FYRIR rúmri hálfri öld voru
uppi háværar raddir um að það
þyrfti að gera mannganginn í
skák flóknari, þar sem meistar-
amir væru langt komnir að
tæma þá möguleika sem taflið
byði upp á. Síðan þá hafa marg-
ir stórkostlegir meistarar
komið fram á sjónarsviðið, en
þrátt fyrir það kemur engum
til hugar að það þurfi að breyta
reglunum. Það virðast engin
takmörk fyrir því hversu mörg
ný afbrigði og stef er hægt að
finna upp. Þetta sést hvað bezt
á þróun í byrjanateoríu, þar
virðist endalaust vera hægt að
finna nýjar hugmyndir og end-
urbætur, jafnvel í stöðum sem
byijanasérfræðingar hafa af-
greitt fyrir löngu.
Eitt af flóknustu byijanaaf-
brigðum sem eru í tízku í dag er
hið alræmda drekaafbrigði í Sikil-
eyjarvöm. Það leiðir til gífurlegra
snarpra sviptinga, ef hvítur velur
hvössustu leiðina. Drekinn hefur
fengið á sig mörg hvöss spjótalög,
en ávallt staðið þau af sér og af-
brigðið hefur sjaldan eða aldrei
verið vinsælla en nú. Tveir ný-
justu áhangendumir em ekki
ófrægari stórmeistarar en Júgó-
slavinn Ljubojevic og V-Þjóðveij-
inn Hubner.
Síðustu 15 árin er það Anatoly
Karpov, fyrmrn heimsmeistari,
sem hefur verið hættulegasti óvin-
ur drekaafbrigðisins. Hann hafði
ávallt haft sigur gegn því og þó
mætt mestu sérfræðingunum.
Nægir þar að nefna Viktor Korc-
hnoi, Hollendinginn Sosonko og
Tony Miles.
Á Ólympíumótinu í Dubai um
daginn kom Karpov með nýja og
hættulega endurbót gegn hinum
búlgarska stórmeistara Kiril Ge-
orgiev:
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Kiril Georgiev
I. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4
- Rf6, 4. Rc3 - cxd4, 5. Rxd4
- g6, 6. Be3 - Bg7, 7. f3 -
Rc6, 8. Dd2 - 0-0, 9. Bc4 -
Bd7, 10. h4 - h5
Tony Miles hefur gert þessa
vamaraðferð vinsæla. Afbrigðin
10. - Da5 og 10. - Hc8, 11.
Bb3 - Re5, 12. h5 - Rxh5 em
hins vegar ekki lengur í tízku.
II. 0-0-0 - Re5, 12. Bb3 -
Hc8,13. Bg5! - Hc5,14. Kbl!?
Nýlega hefur fundist vöm gegn
hinni hættulegu árás: 14. g4 —
hxg4, 15. h5 eða 15. f4. Nýjung
Karpovs felst i því að hann blæs
ekki til sóknar á kóngsvæng fyrr
en eftir að leikjunum 14. Kbl —
b5 hefur verið skotið inn í. Þessi
lítilfjörlega breyting virðist bæta
stöðu hvíts vemlega.
14. - b5, 15. g4
15. - a5!
Það þarf hraustmenni til að
leika slíkum leik, sem virðir að
vettugi sóknaraðgerðir hvíts á
kóngsvæng. Líklega hefur Karpov
aðeins búist við 15. — hxg4, a.m.
k. fær hann ekki góða stöðu:
16. Bxf6 - Bxf6, 17. a3?! -
hxg4, 18. f4 — Rc4, 19. Dd3 —
Dc8!, 20. Rd5 - Hxd5!, 21. exd5
- Bf5, 22. Rxf5 - Dxf5
Svartur hefur leyst öll sín
vandamál með skiptamunsfóm,
sem er dæmigerð fyrir drekaaf-
brigðið. 23. Bxc4 — bxc4, 24.
Dxc4? má nú svara með 24. —
Hb8, 25. b3 - Hc8, 26. Dd3 -
Dxf4. Hvítur er kominn í krappa
vöm, en Karpov slapp með jafn-
tefli:
23. c3 - Re3, 24. Dxf5 - gxf5,
25. Hd2 - a4, 26. Ba2 - Hc8,
27. h5 - Rc4, 28. He2 - Hc5,
29. Hdl - Kg7, 30. Kcl - Rb6,
31. Hd3 - Kh6, 32. Hh2 - Rc4,
33. Kdl - Hc8, 34. Kcl - Hc5,
35. Kbl - Hc8, 36. Kal - Hc5,
37. Hhl - Rb6, 38. Hddl -
Rc4, 39. Hd3 - Rb6, 40. Hh2 -
Rc4, 41. Hhl — Rxa3!?
Stórkostleg fóm, sem því miður
dugar ekki til vinnings. Þá hefði
skákin orðið ódauðleg!
42. bxa3 — Hxc3, 43. Hxc3 —
Bxc3+, 44. Kbl - Bd4, 45. Hdl
- Bf2, 46. Kb2! - g3, 47. Bbl
- g2, 48. Bxf5 - gl=D, 49.
Hxgl — Bxgl, 50. Bd7 — Kxh5,
51. Kc3 - Bc5, 52. Bxb5 -
Kg4, 53. Bxa4 - Bxa3, 54. Be8.
Jafntefli, því vegna mislitu bisku-
panna getur svartur ekki unnið.
Þessi skák var mikið áfall fyrir
Karpov, þar eð þetta mun vera í
fyrsta sinn sem honum tekst ekkj
að vinna gegn drekaafbrigðinu. í
síðustu umferð Ólympíumótsins
fékk hann aftur að tefla gegn
drekaafbrigðinu og beitti þá sömu
leikaðferð:
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Sznapik (Pólland)
Ifyrstu 15 leikimir em þeir
sömu og í Karpov—Georgiev.)
15. — hxg4
Að sjálfsögðu hefur Sznapik
vitað að Karpov lumaði á endur-
bót við skák sína gegn Georgiev.
Hann velur því hefðbundnari leið,
en þá er Karpov vel með á nótun-
um:
16. h5 - Rxh5,17. Rd5 - He8
18. Hxh5!
Þegar drekinn er tefldur þýðir
ekki að láta efnishyggjuna ráða.
Reyndar lék aðstoðarmaður
Karpovs, stórmeistarinn Igor Za-
itsev, hér 18. Dg2 árið 1983. Það
er athyglisvert að þegar meistarar
undirbúa sig fyrir tafl við Karpov,
borgar það sig oft að skoða skák-
ir Zaitsevs. Hann prófar oft
hugmyndir sem Karpov notar
síðar meir, er nokkurs konar til-
raunadýr.
18. - gxh5, 19. Dh2 - Hc4?
19. — Hxd5 er vafalaust betra,
en í úrslitum brezka meistara-
mótsins hálfum mánuði síðar vann
Chandler Mestel eftir 19. — Hxd5,
20. Bxd5 — Db6, 21. Dxh5 — e6,
22. Bb3 - Dc5, 23. Bh6 - Bf6,
24. f4, en ennþá sterkara var 24.
Be3!
20. Bxc4 — bxc4, 21. Dxh5 —
f6, 22. f4! - Rf7, 23. Bh4 -
Db8, 24. Hhl - c3, 25. b3 -
Db7, 26. f5 - Re5, 27. Re6 og
svartur gafst upp.
í annarri umferð alþjóðlega
skákmótsins í Hastings, sem nú
stendur yfir, mætti ég enska stór-
meistaranum Murray Chandler
með svörtu. Ég vissi ekki að hann
hefði aðeins tveimur vikum áður
unnið Mestel með hugmynd
Karpovs og beitti því drekaaf-
brigðinu óhræddur.
En eftir að Chandler hafði leik-
ið fyrstu leikjunum afar hratt og
ég sá hvert stefndi, fóru að renna
á mig tvær grímur. Fyrst Karpov
tefldi afbrigðið aftur gegn Sznap-
ik, hlaut hann að hafa endurbót
á reiðum höndum, og Chandler
hafði vafalaust fundið hana líka.
En það varð ekki aftur snúið og
yflr borðinu þóttist ég sjá mjög
hættulega leið fyrir Chandler. Mér
létti talsvert er hann lék öðru, en
rannsóknir með öðrum þátttak-
endum í mótinu um kvöldið bentu
til þess að ég hefði haft rétt fyrir
mér. Þetta var siðan sannað í
skák sem tefld var síðar á mót-
inu. Hún birtist hér í Mbl. ein-
hvem næstu daga, en þangað til
geta lesendur spreytt sig á því
hvemig hægt sé að endurbæta
taflmennsku hvíts.
Hvítt: Murray Chandler
Svart: Margeir Pétursson
(Fyrstu 16 leikirnir eru eins
og hjá Karpov og Georgiev.)
17. gxh5!
Nú tapar hvítur manni, en fær
í staðinn hættuleg sóknarfæri á
kóngsvæng.
17. — a4, 18. hxg6 — axb3, 19.
Rxb3 — Hxc3!, 20. gxf7+ —
Kxf7, 21. Dxc3
Nú andaði ég léttar, þó hvítur
hafí 3 peð og hrók fyrir biskupa-
parið, hefur svartur virka stöðu
og kóngur hans era úr hættu í bili.
21. - Rc4, 22. Rd4 - Db6, 23.
Dd3
23. f4 mátti svara með 23. —
Bg4!
23. — Dxd4!, 24. Dxd4 — Bxd4,
25. Hxd4 - Kg6, 26. a4?!
Svartur hlaut að vinna eitt peð-
anna til baka og hefur þá virka
stöðu, en nú hefði ég getað leikið
26. — Re5! og haft vinningsmögu-
leika.
26. - e5?, 27. Hd3 - bxa4, 28.
Kcl - Ha8, 29. Hgl+ - Kh6,
30. Hg5 - Ha6, 31. Hg8 - Be6,
32. Hd8 - a3!, 33. bxa3 - Kg6,
34. He8 - Bf7, 35. Hc8 - Rxa3,
36. Kd2. Jafntefli.
Um fastráðningarsamn-
inga fiskvinnslufólks
Kolbeinn Bjarnason flauturleikari og Dagný Björgvinsdóttir píanó-
leikari.
Tónleikar Tónlistar-
félags Kristskirkju
eftir Ævar Inga
Agnarsson
Aðilar vinnumarkaðarins töldu
sig vera að stíga stórt skref, þegar
nýju fastráðningarsamningamir
tóku gildi. Það sem forráðamenn
Alþýðusambandsins náðu fyrir sína
umbjóðendur var:
A. Fjögurra vikna uppsagnarfrest-
ur.
B. Réttur til þess að sækja starfs-
fræðslunámskeið fiskvinnslufólks,
sem að námskeiðum loknum gæfu
tveggja launaflokka hækkun, að
viðbættum einum flokki við undir-
skrift, væri skrifað undir fyrir
31.12. ’86. Þetta gerði tæplega átta
prósent launahækkun.
Það sem samningamenn vinnu-
veitenda töldu sína umbjóðendur
hafa út úr fastráðningarsamningn-
um var:
A. Tryggara og stöðugra vinnuafl.
B. Eftir námskeiðin: betra vinnuafl.
C. Fleiri starfsmenn en ella myndu
leita eftir fastráðningu, vegna
launaflokkanna þriggja, og vegna
þess að þeir einir sem fastráðningu
hefðu, gætu fengið atvinnuleysis-
bætur.
D. Tryggari og ánægðari starfs-
menn.
Þetta leit allt saman vel út, og
nú var það bara að hrinda stærstu
endurmenntunarherferð í sögu
landsins í framkvæmd. Það er öllum
mönnum Ijóst að slíkt fyrirtæki
kostar mikla peninga. Námskeiðin
fóra af stað, þó ekki væri á áætl-
un, og ég held að allir séu sammála
um ágæti þeirra sem slíkra. Gallinn
Ævar Ingi Agnarsson
„Ábyrgðina bera þeir
sem sitja við samninga-
borðið og ekki annar
aðilinn frekar en hinn,
heldur er þetta sameig-
inlegur árangur
beggja.“
er bara sá að höfuðforsendumar
era allar brostnar.
A. í dag eiga allir sem á annað
borð hafa tíma á bak við sig, rétt
á atvinnuleysisbótum, og breytir
engu hvort viðkomandi er með und-
irritaðan fastráðningarsamning eða
ekki.
B. Að loknum námskeiðum getur
starfsmaður sagt upp sínum samn-
ingi og verið lausráðinn, en heldur
samt sínum þremur launaflokkum,
verður sem sagt með sömu laun og
þeir sem kjósa að vera fastráðnir
áfram.
C. í nýafstöðnum kjarasamningum
var líka gengið á launaflokkana
þijá, og eftir standa tæpir tveir.
D. Við ákvörðun lágmarkslauna var
allt sléttað út, án tillits til starfsald-
urs, en starfsaldurshækkanir verða
að vera, því þær stuðla að stöðugra
vinnuafli.
Hér skal stöðvað við þessa upp-
talningu, en fleira er hægt að tína
til.
Ég er sannfærður um, að nefnd
sú er skipuð var 15. júní ’85 til
þess að ræða stöðu flskvinnslu-
fólks, gekk gott eitt til, og ekki við
hana að sakast þó þetta stærsta
endurmenntunarátak sé gjörsam-
lega rannið út í sandinn, eða öllu
heldur forsendumar fyrir nám-
skeiðunum.
Ábyrgðina bera þeir sem sitja við
samningaborðið og ekki annar aðil-
inn frekar en hinn, heldur er þetta
sameiginlegur árangur beggja.
Þetta er sorgleg staðreynd, því
hugmyndin var góð og framsækin.
Niðurstaða mín er því sú að þessi
tilraun til að lyfta fiskvinnslunni á
örlítið hærra plan hefur mistekist.
Höfundur er framleiðslustjóri
Hraðfrystihúss Fáskríiðsfjarðar.
FYRSTU tónleikar Tónlistarfé-
lags Kristskirkju á nýbyrjuðu ári
verða i Safnaðarheimilinu Há-
vallagötu 16 nk. sunnudag kl.
17.00. Þar munu koma fram þrír
ungir tónlistarmenn, Kolbeinn
Bjarnason flautuleikari, Dagný
Björgvinsdóttir píanóleikari og
Guðni Franzson Idarinettleikari.
Þau flytja verk frá 18., 19. og
20. öld, eftir C.F.E. Bach, Schu-
mann, Sjostakóvíts, Hindemith,
Fukushima og Martino. Tvö síðast-
töldu tónskáldin eru lítið sem ekkert
þekkt hér á landi, en þeir era frá
Japan og Bandaríkjunum og teljast
í fremstu röð tónlistarmanna í þeim
heimshlutum. Er flutningur verka
þeirra liður í þeim áformum félags-
ins að framflytja sem mest af
erlendum og innlendum tónverkum.
Aðrir tónleikar félagsins verða
svo í febrúar, en þá munu Simon
Kuran konsertmeistari, Sigurður I.
Snorrason klarinettleikari og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari
flytja verk eftir Beethoven, Leif
Þórarinsson og tékknesk nútíma-
tónskáld, en síðan era áformaðir
tónleikar með íslenskum nútíma-
verkum í aprfl. Að auki munu verða
a.m.k. þrennir tónleikar í Krists-
kirkju á vegum félagsins og mun
t.d. Helga Ingólfsdóttir leikar þar
verk frá barrokktímanum um
páskaleytið. (
Á tónleikunum á sunnudaginn
leikur Kolbeinn Bjamason í öllum
verkunum. Þau era rejmdar öll með
flautuna í forgranni og eitt þeirra,
Quodlibets (1980) eftir Donald
Martino, er meðal erfiðustu ein-
leiksflautuverkum sem samin hafa
verið á okkar tímum. Dagný Björg-
vinsdóttir leikur með á píanó í
hinum verkunum, en Guðni Franz-
son leikur á klarinett í 4 völsum
eftir Sjostakóvíts.
(Fréttatilkynning)