Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987
Greinargerð vegna ágrein-
ings um Lánasjóð námsmanna.
- til Steingríms Hermannssonar for-
sætisráðherra frá Finni Ingólfssyni
Finnur Ingólfsson, fulltrúi Fram-
sóknarflokksins í samvinnunefnd
stjómarflokkanna vegna breytinga
á lögum um námslán og náms-
styrki, hefur beðið Morgunblaðið
að birta eftirfarandi greinargerð:
1. Hinn 28. apríl 1986 skipaði
Sverrir Hermannsson, mennta-
laráðherra, samvinnunefnd til
samræma sjónarmið stjómar-
flokkanna, Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks, varðandi hugs-
anlegar breytingar á lögunum um
námslán og námsstyrki. I nefndinni
áttu sæti m.a. ég og Friðrik Sophus-
son, alþingismaður, sem var
formaður nefndarinnar. Friðrik
lagði strax í upphafí mikla áherslu
á að trúnaður ríkti milli nefndar-
manna og þess væri sérstaklega
gætt að ekkert fréttist opinberlega
af nefndarstarfínu, á meðan að
unnið væri að því að samræma sjón-
armið nefndarmanna. í september
átti Friðrik Sophusson fund með
námsmönnum í Svíþjóð og kynnti
*Jár þær tillögur sem samvinnu-
nefndin var að vinna að og senda
átti menntamálaráðherra í frum-
varpsdrögum. Þetta gerði for-
maður nefndarinnar þrátt fyrir
að hann sjálfur ítrekaði marg-
sinnis meðan á nefndarstarfinu
stóð að fyllsti trúnaður þyrfti að
rikja milli manna og ekkert
mætti fréttast opinberlega af
nefndarstarfinu. Þessum vinnu-
brögðum Friðriks mótmælti ég og
taldi að um trúnaðarbrest væri að
lítða.
2. Þann 6. október sendi sam-
vinnunefndin menntamálaráðherra
þær tillögur sem hún hafði komist
að samkomulagi um. Þess var sér-
staklega getið að þær hefðu ekki
verið kynntar hagsmunaaðilum,
enda taldi nefndin það ekki hlutverk
sitt. Nefndin taldi hins vegar eðli-
legt að það yrði gert á síðari stigum.
Hinn 23. október 1986 boðaði
menntamálaráðherra samvinnu-
nefndina ásamt fulltrúum náms-
mannasamtakanna . til fundar um
frumvarpsdrögin. Þá höfðu náms-
mannasamtökin haft þau til athug-
unar og umsagnar í nokkum tíma.
Á þessum fundi óskaði mennta-
•^lálaráðherra eftir því, að sam-
vinnunefndin tæki upp viðræður við
námsmenn og kannaði hvort hugs-
anlega gæti náðst samstaða um
meginmarkmið framkominna til-
lagna, þ.e. að hækka innheimtu-
hlutfall námslána og styrkja þannig
í framtíðinni fjárhagsstöðu Lána-
sjóðsins. Á þetta féllst samvinnu-
nefndin. Á þessum fundi var
ákveðið með samþykki allrar sam-
vinnunefndarinnar, menntamála-
ráðherra og námsmanna að leggja
til hliðar fyrirliggjandi frumvarps-
drög. Námsmenn settu það reyndar
sem skilyrði fyrir viðræðunum. Það
var því ekki lengur til umfjöllunar.
Áframhaldandi nefndarstarf átti að
byggjast á því að útbúa nýjar tillög-
ur og leita annarra leiða til að ná
sama meginmarkmiði og stefnt var
að í fyrri frumvarpsdrögum. Frá
23. október tel ég mig því hafa
verið óbundinn af þeim tillögum
sem fram koma í þeim drögum
að lagafrumvarpi sem samvinnu-
nefndin lagði fyrir menntamála-
ráðherra 6. október 1986.
3. Hinn 28. nóvember sl. lagði
samvinnunefndin fram drög að
samningsgrundvelli milli samvinnu-
nefndarinnar og forustumanna
námsmanna um málefni Lánasjóðs
ísl. námsmanna. Þau drög fylgja
hér með. Hinn 2. desember svöruðu
fulltrúar námsmanna með nýjum
drögum að 'samningsgrundvelli,
sem einnig fylgja hér með. Þegar
þessir tveir samningsgrundvellir
eru bomir saman er ljóst að lítið
ber á milli. Þá var hins vegar ljóst
að samvinnunefndin var komin
langt frá upphaflegum frumvarps-
drögum. Því lagði Friðrik Sophus-
son, formaður nefndarinnar, mikla
áherslu á að menntamálaráðherra
yrði kynnt staða málsins, sem gert
var í bréfí 4. desember 1986. Það
var hins vegar munnlegt samkomu-
lag milli mín og Friðriks, að áður
en ég undirritaði þetta bréf, tryggð-
um við það, hann hjá menntamála-
ráðherra og ég hjá forsætisráð-
herra, að samstarfí við
námsmannasamtökin yrði haldið
áfram og okkur tveimur yrði falið
að annast framhald þeirra við-
ræðna.
4. Viku eftir að menntamálaráð-
herra hafði verið sent bréfíð var
ákveðið að við Friðrik önnuðumst
áframhaldandi viðræður við náms-
menn og freistuðum þess að ná
samkomulagi. Á fundi sem við átt-
um stuttu síðar með námsmönnum,
óskuðum við eftir því að þeir kæmu
fram með tillögur sem þeir teldu
að hægt væri að ná samkomulagi
um. Hinn 18. desember kom tillaga
að samkomulagi frá námsmönnuxn
og fylgir hún hér með. Námsmenn
ítrekuðu að full samstaða væri milli
þeirra um þessar tillögur og til við-
bótar sögðu námsmenn að þeir
myndu ekki mótmæla því að heimil-
að yrði í lögunum að námsmenn
sem skulda mjög mikið hjá sjóðnum
fái heimild til að færa þann hluta
af námsskuldinni sem komin er til
vegna maka viðkomandi náms-
manns, yfír á maka. Þetta myndi
tryggja sjóðnum hærra endur-
heimtuhlutfall og hraðari endur-
greiðslur.
5. Föstudaginn 19. desemþer
kynnti ég í þingflokki framsóknar-
manna tillögur sem ég taldi að
hægt væri að ná samkomulagi um
milli námsmannahreyfíngarinnar
og stjómarflokkanna. Þær voru
byggðar á tillögum námsmanna og
samvinnunefndarinnar. Þingflokk-
urinn treysti sér ekki á þeirri stundu
til að taka efnislega afstöðu til til-
lagnanna og óskaði eftir því að
málið kæmi síðar til umfjöllunar í
þingflokknum. Minnisblað, sem ég
dreifði til þingmanna á þessum
fundi, veit ég að forsætisráðherra
afhenti menntamálaráðherra.
Þennan dag lagði Friðrik Sophus-
son mikla áherslu á að reynt yrði
að ljúka þessu samstarfí við náms-
menn með því að við sendum
endanlegar tillögur frá okkur til
menntamálaráðherra um hvemig
fmmvarpið skyldi hljóða. Ég var
Finnur Ingólfsson
ekki tilbúinn til þess; af þeirri
ástæðu, að ég taldi töluverða vinnu
eftir til að ná samkomulagi við
námsmenn og vegna þess að þing-
flokkur framsóknarmanna hafði
ekki fengið tillögumar til efnislegr-
ar umfjöllunar. Eg lagði því áherslu
á að samstarfínu við námsmenn
yrði frestað fram yfír áramót. For-
sætisráðherra og menntamálaráð-
herra urðu sammála um að það
skyldi gert. Síðar þennan sama dag
hafði Friðrik Sophusson samband
við mig símleiðis og óskaði eindreg-
ið eftir því að frumvarpsdrögin sem
menntamálaráðherra fékk í hendur
4. desember ásamt framkomnum
tillögum til samkomulags yrðu send
námsmannahreyfingunum fyrir jól.
Þannig gátu námsmannahreyfíng-
amar á fundum sínum um jólin
áttað sig á því hver staða málsins
var og séð að verulega hafði þokast
í samkomulagsátt milli aðila. Þetta
samþykkti ég, m.a. af þeirri ástæðu
að árlegur jólafundur SÍNEer hald-
inn milli jóla og nýárs. Ég taldi
rétt að tillögumar yrðu þar til efnis-
legrar umfjöllunar.
Brids
Amór Ragnarsson
* ♦♦
Árgjöld Brids-
sambandsins
Bridssambandið minnir á að
gjalddagi fyrri hluta árgjalda félag-
anna til sambandsins er 15. janúar
nk. Greiðslu má koma í pósthólf
272 - 121 Reykjavík, eða beint til
Ólafs Lámssonar.
Árgjaldið er nú kr. 20 pr. spilara
pr. spilakvöld, fram að áramótum sl.
Bridsfélag
Akureyrar
Að loknum 13 umferðum af 15
á Akureyrarmótinu í sveitakeppni
er framundan mikil barátta þriggja
efstu sveitanna um sigur. Efsta
sveitin tapaði síðasta leik, á meðan
þær tvær næstu „hreinsuðu" upp.
Staða efstu sveita er þá þessi:
SveitS.S. Byggir 257
Sveit Gunnlaugs Guðmundss. 254
Sveit Áma Bjamasonar 253
Sveit Hellusteypunnar hf. 221
Sveit Stefáns Vilhjálmssonar 217
Sveit Símonar I. Gunnarssonar 215
Sveit Gunnars Berg 214
Sveit Zarioh Hamadi 204
Sveit Stefáns Sveinbjömssonar 196
Lokakvöldið eigast n-..a. við sveit-
ir S.S. gegn Stefáni Sveinbj.,
Gunnlaugur gegn Símoni og Ámi
gegn Gunnari Berg.
6. Næsta sem ég frétti af þessu
máli er þegar ég les frétt í Morgun-
blaðinu 30. desember sl. um að
menntamálaráðherra hafí á blaða-
mannafundi verið að segja frá
drögum að frumvarpi um námslán
og námsstyrki sem samstaða væri
um milli stjómarflokkanna og að
námsmenn hefðu fengið veralegan
hluta af sínum tillögum inn í fram-
varpið. Það kom einnig fram í
fréttinni að daginn áður hafí hann
sent framvarpið til námsmanna.
Þetta kom mér mjög á óvart. í
fyrsta lagi hélt ég að tillögumar
hefðu verið sendar til námsmanna-
hreyfínganna fyrir jól, eins og
Friðrik talaði um. í öðra lagi skildi
ég ekki ástæðuna fyrir því að
menntamálaráðherra skyldi vera að
segja frá þessum framvarpsdrögum
á blaðamannafundi í miðjum samn-
ingaviðræðum milli stjómarflokk-
anna og námsmannahreyfinganna.
í þriðja lagi hafði enn ekkert endan-
legt samkomulag verið gert milli
námsmanna og fulltrúa stjómar-
flokkanna. I fjórða lagi er það mér
óskiljanlegt, hvers vegna mennta-
málaráðherra þurfí að leggja sér-
staka áherslu á, að ég væri þessum
framvarpsdrögum sammála.
7. Þegar ijölmiðlar fóra að
spyija mig út í þessar tillögur og
þann sérstaka stuðning sem ég
legði við þær, þá fyrst og fremst
mótmælti ég vinnubrögðum
menntamálaráðherra, þar sem
samningaviðræður við námsmenn
vora enn í fullum gangi. Strax eft-
ir áramót ákvað ég því að skrifa
menntamálaráðherra bréf, þar sem
ég sendi honum þær tillögur, sem
ég taldi að hægt væri að ná sam-
komulagi um við námsmenn. Það
era því þær tillögur sem ég nú vil
standa að. Þær hafði menntamála-
ráðherra fengið í hendur frá
forsætisráðherra 19. desember. Ég
ákvað hins vegar til að auðvelda
málið, að setja þessar tillögur fram
í drögum að lagaframvarpi. Bréfið
til menntamálaráðherra ásamt
framvarpsdrögunum sendi ég
Næsta keppni félagsins er Akur-
eyrarmótið í tvímenningskeppni,
sem er barometer. Skráð er í þá
keppni næsta spilakvöld og til
stjórnar félagsins.
Evrópumótið í tví-
menningi 1987
Bridssamband íslands minnir á
að frestur til að tilkynna umsókn
um þátttöku í Evrópumótinu í
tvímenningskeppni, sem spilað
verður helgina 27.-29. mars í
París, rennur út þriðjudaginn 20.
janúar nk.
ísland á rétt á að senda allt að
7 pör á mótið. Þetta er í annað sinn
sem Evrópumót í tvímennings-
keppni í Opnum flokki er haldið.
Hið fyrsta var í Monte Carlo 1985.
Enginn keppandi héðan tók þátt í
því móti.
Skráð er hjá Bridssambandi Is-
lands.
Bridssamband
Vestfjarða
Frestur til að tilkynna þátttöku
í undankeppni fyrir Islandsmótið í
sveitakeppni rennur út laugardag-
inn 31. janúar nk. Ævar Jónasson
á Tálknafirði, í vs: 2524 og hs:
2585 sér um þá hlið málanna og
veitir nánari upplýsingar. Vestfírðir
eiga eina sveit til íslandsmóts að
þessu sinni.
Bridshátíð um
miðjan febrúar
Bridshátíð 1987 verður haldin á
Loftleiðum dagana 13,—16. febrúar
nk. Að venju verður keppnin
tvískipt, annars vegar tvímenningur
með þátttöku 44 para og hins veg-
ar Opna Flugleiðamótið í sveita-
keppni. Tvímenningurinn hefst á
föstudag kl. 20 og stendur til kl.
Bíldudalur
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 2268
og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma
91-83033.
menntamálaráðherra kl. 14:00,
föstudaginn 2. janúar. Afrit af bréf-
inu ásamt drögunum að lagafram-
varpinu sendi ég einnig þennan
sama dag til forsætisráðherra og
Friðriks Sophussonar.
8. Samband íslenskra náms-
manna erlendis óskaði eftir að eiga
fund með mér þann 3. janúar. Á
þann fund mætti ég. Það er rangt
sem fram hefur komið í fjölmiðlum,
að á þeim fundi hafí ég lagt fram
þessi frumvarpsdrög. Ég kynnti
hins vegar þær tillögur, sem ég
lagði til grandvallar í framvarps-
drögum mínum, þau lagði ég ekki
fram og það veit Friðrik Sophusson
mæta vel, því hann var á þessum
fundi.
9. Ég tel mig engan trúnað hafa
brotið í þessu nefndarstarfí, síður
en svo. Ég tel mig hins vegar ekki
þurfa að sitja þegjandi undir trún-
aðarbrotum Friðriks Sophussonar
og tilefnislausum fullyrðingum
menntamálaráðherra. Þetta er í þau
einu skipti sem ég hef látið til mín
heyra opinberlega vegna þessa
Lánasjóðsmáls.
10. Ég tel að það sé hægt að ná
samkomulagi við námsmenn um
nauðsynlegar breytingar á lögunum
um námslán og námsstyrki, sem
ná því meginmarkmiði sem við sett-
um okkur strax í upphafí nefndar-
starfsins, þ.e. að hækka endur-
heimtuhlutfall sjóðsins. Ég áætla
að endurheimtuhlutfall Lánasjóðs-
ins verði ekki undir 91%, ef þær
tillögur sem ég hef lagt fram í fram-
varpsdrögum, ná fram að ganga.
11. Þegar menntamálaráðherra
óskaði eftir því að ég tæki þátt í
að ná samkomulagi við námsmenn,
þá tók ég því svo að full alvara
lægi þar að baki. Ég gekk til þessa
verks með það í huga að ná sam-
komulagi um þau meginmarkmið
sem stefnt var að með nefndarstarf-
inu. í samningum og samstarfí
þurfa menn að vera tilbúnir til til-
slökunar og sýna sanngimi, en ekki
ósveigjanleika og ósanngimi. Að ég
skuli hafa verið tilbúinn til að sýna
tilslökun í samningum við náms-
menn með því að hverfa frá tillögum
sem ég hafði áður stutt og styðja
frekar tillögur sem tryggja frekar
jafnrétti til náms, getur nú vart
talist óheiðarlegt og allra síst ef
sömu markmið nást með nefndar-
starfínu og stefnt var að í upphafi.
17 á laugardeginum og Flugleiða-
mótið hefst svo kl. 13 á sunnudegin-
um og verður framhaldið kl. 16 á
mánudeginum. Alls verða spilaðir 7
leikir eftir Monrad-fyrirkomulagi.
Skráning í tvímenningskeppnina
er hafín hjá Bridssambandi íslands,
svo og í Flugleiðamótið. Lokafrest-
ur til að tilkynna þátttöku í
tvímenningskeppnina er miðviku-
dagurinn 28. janúar nk., en í
Flugleiðamótið í sveitakeppni
þriðjudagurinn 13. febrúar nk.
Keppnisgjald er kr. 6.000 pr. par
í tvímenningskeppnina og innifalið
er matur í hádeginu á laugardag.
Spiluð verða 2 spil milli para, alls
86 spil. Erlendir gestir okkar (sem
vitað er um á þessari stundu) era:
Zia Mahmood frá Pakistan, Alan
Sontag og Billy Eisenberg og
Granovetter-hjónin frá USA, Alan
Graves og Georg Mittelman frá
Kanada, frá Indlandi kemur síðan
landsliðsspilari á móti Zia og frá
Danmörku, danska landsliðið, þeir
Hulgaard, Schou, Boesgaard og
Schaltz. Frá Grænlandi er von á 3
pöram og möguleiki er á fleiri pör-
um frá Danmörku. Erlend pör í
tvímenningskeppninni gætu því
orðið fleiri en 10, sem þýðir að rétt
yfír 30 sæti verða laus til ráðstöfun-
ar innanlands. Valið verður úr
umsóknum keppenda að venju.
Þátttaka í Opna Flugleiðamótið
er hins vegar opin öllu spilaáhuga-
fólki. Þar hefur þátttaka síðustu
árin verið á bilinu 34—38 sveitir.
Ef að líkum lætur gæti þurft að
takmarka þátttökuna að þessu sinni
(vegna húsnæðis) þannig að þeir
sem skrá sig fyrstir era öraggir í
það mót.
Eins og fyrr sagði, er skráning
hjá Bridssambandi íslands (Ólafi
Lárassyni) og veitir hann allar nán-
ari upplýsingar í s: 91-18350.