Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 47 Víkingur og Gdansk í Höllinni í kvöld: Med góðum stuðningi og toppleik er möguleiki - segir Guðmundur Guðmundsson fyrirliði Víkings „GDANSK er eitt sterkasta hand- knattleikslið í Evrópu, en Pól- verjarnir vanmeta Víkingana og í því fellst styrkur íslands- og bik- armeistaranna. Þá geta áhorf- endur mjög auðveldlega slegið pólska liðið út af laginu, en það gerðist á jólamótinu í Þýskalandi, þar sem það tapaði fyrir Skoda Pilsen fyrst og fremst vegna þess að áhórfendur voru á bandi Tékkanna og hvöttu þá óspart til sigurs,11 sagði Ólafur Jónsson, þjálfari 1. deildarliðs KR í hand- bolta, en KR tók þátt í fyrrnefndu móti og Ólafur sá þrjá leiki með Gdansk. Gdansk er í efsta sæti í pólsku deildinni og hefur sett stefnuna á Evrópumeistaratitil meistaraliða, sem það missti naumlega af í fyrra. Þá lék Gdansk til úrslita við júgó- slavnesku meistarana Metala- plastica, sigraði heima með fimm marka mun, en tapaði í Júgóslavíu með sex mörkum. Gdansk eitt sterkasta lið sem hingað hefur komið Pólverjarnir unnu KR í jólamót- inu 28:20 eftir að staðan hafði verið 11:11 í hálfleik. „Þeir léku á fullu gegn okkur og þegar þessum mönnum tekst upp eru þeir illvið- ráðanlegir. Bogdan Wenta, sem valinn var maður Flugleiðamótsins í fyrra, er meiri háttar stórskytta og það eru ekki til orð yfir Daniel Waszkiewicz, sem er einn albesti leikmaður í heiminum í dag. Hann skoraði 13 mörk gegn okkur í seinni hálfleik og það segir sína sögu," sagði Ólafur. Waszkiewicz skrifaði undir samning við þýska liðið Kiel fyrir HM í Sviss í fyrra, en fékk ekki leyfi til að fara eftir slaka frammi- stöðu Póllands í keppninni. Hann fær hins vegar að fara í vor og leikur með þýska liðinu á næsta keppnistímabili. Wenta er einn besti handknatt- leiksmaður Austur-Evrópu, gífur- lega sterkur sóknarmaður og snjall varnarleikmaður. Örfhenti horna- maðurinn Plechoc er margreyndur landsliðsmaður og þeir sem fylgd- ust með Flugleiðamótinu í fyrra muna sjálfsagt eftir stórgóðum leikjum hans. Auk þessara þriggja stjarna leika margir snjallir leikmenn með liðinu og er Gdansk eitt sterkasta lið, sem hingað hefur komið og leikið í Evrópukeppni. Morgunblaðið/Bjarnl • Daníel Hilmarsson náöi sfnum besta árangri f svigi á alþjóðlegu móti í Austurríki í gær og hafnaði í 10. sæti af 90 keppendum. Besti árangur Daníels í svigi DANÍEL Hilmarsson náðl sfnum besta árangri í svigl á alþjóðlegu móti, sem fram fór f Altenmarkt í Austurrfki f gær. 90 keppendur tóku þátt og hafnaði Danfel f 10. sæti. Daníel fékk tímann 1.28,12, sem gaf honum 41,55 FIS stig. Örnólfur Valdimarsson lenti í 22. sæti á 1.31,59 og fékk 68,89 stig fyrir. Mathias Berthold, Austurríki sigr- aði á 1.25,03 og landi hans, Robert Zoller, varð annar á 1.25,52. Guðrún H. Kristinsdóttir varð sjötta af 59 keppendum í svig- keppni kvenna á sama stað í fyrradag. Húnfékktímann 1.58,12, sem gaf henni 89,42 stig. Chiaki Ozeki frá Japan sigraði á 1.54,23. Þetta er besti árangur Guðrúnar, en Tinna Traustadóttir var dæmd úr leik. Víkingar sterkir Víkingar hafa staðið sig mjög vel í vetur, aðeins tapað einum leik í 1. deildinni, gert eitt jafn- tefli, unnið 8 leiki og eru í efsta sæti deildarinnar ásamt FH með 17 stig en eiga leik inni. Þeir léku gegn færeyska liðinu Vestmanna í 1. umferð Evrópukeppninnar og komust í 8 liða úrslit eftir frækileg- an sigur gegn svissnesku meistur- unum St. Otmar í Höllinni eftir að hafa tapað fyrri leiknum úti. „Við erum með mjög ungt lið og reynslulitla leikmenn í lykilstöð- um, en blandan er góð og okkur hefur gengið vonum framar í vet- ur. Við fengum mjög góðan Árni Friðleifsson: Erfiðir leikir „BÁÐIR leikirnir gegn Gdansk leggjast vel í mig, en ég geri mér grein fyrir að þeir verða grfurlega erfiðir. Samt er ég bjartsýnn, þvf ég veit, að ef áhorfendur styðja vel við bak- ið á okkur eins og þeir hafa alltaf gert, þá getur allt gerst og ég er hvergi smeykur," sagði Árni Friðleifsson, leik- stjórnandi Víkings og yngsti maður liðsins, aðspurður um ieikina gegn Gdansk í 8 liða úrslitum Evrópukeppni meist- araliða f handknattleik. Árni, einn efnilegasti hand- knattleiksmaður landsins að öðrum ólöstuðum, er aðeins 18 ára gamall, en stjórnar sókn- arleik Víkings og hefur gert það með sóma í vetur. Hann lék áður með Gróttu, hefur leikið fjölda unglingalandsleiki og 12 A-landsleiki. „Ég erekki gamall í árum, en ég finn aldrei fyrir því í leikjum. Ég fékk góða reynslu með Gróttu, landsleik- irnir hafa gefið mér aukið sjálfstraust og ég finn mig vel í Víkingsliðinu. Þeir reyndari í liðinu hjálpa okkur hinum mikið og Árni Indriðason, þjálfari, hefur náð að þjappa okkur vel saman. Það er stórkostlegt að vera í 8 liða úrslitum og spennandi að fá tækifæri til að leika á móti einu besta félagsliði heims sem Gdansk er óneitanlega. Ég ber alltaf virðingu fyrir and- stæðingunum, en það verður ekkert gefið eftir hjá okkur. Þetta verða hörkuleikir og ég vona að áhorfendur fjölmenni, því það er ekki á hverjum degi, sem svona sterk félagslið leika á íslandi," sagði Árni Friðleifs- son. Morgunblaðið/Ámi Sæberg • Þeir Bogdan Wenta, til hægri, og Daniel Waszkiewicz eru sterk- ustu leikmenn Gdansk og verða Vfkingar að gæta þeirra vel í kvöld. stuðning frá áhorfendum gegn St. Otmar og með slíkum stuðningi gegn Gdansk og toppleik eigum við möguleika á að sigra og kom- ast áfram í undanúrslit," sagði Guðmundur Guðmundsson, fyrir- liði Víkings, við Morgunblaðið. Hann varaði samt við of mikilli bjartsýni, því Gdansk væri mun sterkara en St. Otmar. Hilmar Sig- urgíslason, baráttujaxlinn á línunni, tók í sama streng, en sagði að Víkingar færu í leikina með því hugarfari að "sigra. Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Gdansk í Evrópukeppninni að þessu sinni. Liðið sat yfir í fyrstu umferö, en dróst gegn ítölsku liði i 2. umferð, sem hætti við þátt- töku. Forsala hefst í Höllinni klukkan 17 í dag og er fólki ráðlagt að kaúpa miða tímanlega, en leikurinn hefst klukkan 20. Pelebikarinn: Jafntefli hjá Brasilíu og Uruguay BRASILÍA og Uruguay gerðu markalaust jafntefli í fyrrakvöld í keppninni um Petebikarinn. Um 50 þúsund áhorfendur urðu fyrir miklum vonbrigðum með leik- inn. Uruguay lagði aðaláherslu á vörnina og komust Brasilímenn ekkert áleiðis í sókninni, en greini- legt var að bæði liðin sættu sig við jafntefli. Brasilía er með 3 stig að loknum tveimur leikjum, Vestur-Þýska- land, Argentína og Uruguay eru með eitt stig eftir einn leik, eri**’' Ítaiía hefur ekkert stig. Næsti leik- ur í keppninni verður á sunnudag- inn, en þá leika Uruguay og Ítalía. Lundemo látinn HINN fjölhæfi norski íþróttamað- ur, Magnar Lundemo, lést eftir hjartaáfall á heimili sínu í Noregi á miðvikudaginn 48 ára að aldri. Lundemo var þekktur skíða- göngumaður á sjötta og sjöunda áratugnum, og þjálfari síðar meir, auk þess sem hann lét mikið að sér kveða í langhlaupum á sumrin. Hann fékkst einnig talsvert við knattspyrnu og þá bæði sem þjálfari og leikmaður. Á þriðjudagskvöldið tók hann þátt í síðasta mótinu sínu en það var göngumót sem fram fór í heimabæ hans skammt frá Tromsö. Bjarni á mót í ParísL. BJARNI Friðriksson judókappi mun nú um helgina taka þátt í sterku móti í Paris f Frakklandi. Bjarni keppir á laugardaginn í þessu móti sem er boðsmót en ekki opið mót eins og oftast er. Knattspyrnuþjálfari óskast til Færeyja Færeyskt íþróttafélag óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu, sem leikur í annarri deild. Þjálfarinn þarf að geta hafið störf í Færeyjum um miðjan febrúarmánuð, en keppnistímabilinu lýkur í spetember. Æskilegt er að hann geti leikið með liðinu. Nánari upplýsingar fást hjá Hirti Gíslasyni í síma 14472 á kvöldin og um helgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.