Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 ,] ‘tía.nrx heFur gnsett svö vel ó. bru99'inu." * Ast er... ... þegar það ert þú sem hann hugs- ar um. TM Bag. U.S. Pat Otf.-afl rights rtsar.od 01986 Los Angetes Times Syrtócate Með morgnnkaffínu á stundinni, væruð þið ekki svona ótrúlega lík í ykkur, þú og hún! HEILRÆÐI Á heimilum leynast víða hættur sem fjölskyldan verð- ur að vera meðvituð um. Gæta verður þess að höldur og sköft ílátanna á elda- vélinni snúi til veggjar, þannig að stuttir handleggir geti ekki teygt sig í þau og steypt yfir sig sjóðandi og brennheitu innihaldinu. Sýnið meira af myndum með Clint Eastwood Magga og Stína hringdu: Við viljum taka undir með Guðr- únu sem skoraði á forráðamenn sjónvarpsstöðvanna tveggja að sýna fleiri vestra í sjónvarpinu. Góðir vestrar eru líklega eitt það vinsæl- asta sjónvarpsefni sem fýrirfinnst, en því miður er það sárasjaldan, sem við fáum sjá slíkar myndir í sjónvarpi. Satt best að segja mun- um við ekki hvenær vestri var síðast sýndur. Það er líklega ár og dagur síðan. Sérstaklega hvetjum við sjón- varpsstöðvamar til að sýna fleiri myndir með Clint Eastwood, og þurfa það þá ekki endilega að vera vestrar, þó að það væri auðvitað best. Magga og Stína taka undir með Guðrúnu sem vildi sjá fleiri myndir með hinni gömlu kempu Clint Eastwood. Sagan um brúðuna hans Borgþórs hittir í mark Sigrún Schneider skrifar: Undanfaxna daga hef ég á hverj- um morgni átt góða stund um níuleytið. Góða stundin mín tengist sög- unni um brúðuna hans Borgþórs. Þessi saga hans Jónasar Jónas- sonar, sem höfundur les af snilld fyrir böm á öllum aldri, hittir svo sannarlega í mark. Hún höfðar til bamsins í mér þó að ég sé fyrir löngu búin að slíta bamsskónum. Og þessir slitnu bamsskór em ábyggilega innan seilingar hjá öllum eftir fermingu. Það þarf aðeins að stjaka ofur- lítið við þeim, þessum slitnu bams- skóm, og virðast þeir þá taka við sér á ný og er það vel. Landsmenn ættuað líta sér nær Elvar Jóhannesson skrifar: Kæri Velvakandi. Ég skrifa þetta bréf þar sem ég flnn mig mjög svo knúinn til þess. Mér flnnst það alveg til háborinnar skammar fyrir Rauða kross íslands að vera með safnanir þar sem stefnt er að einhveijum svimandi upphæð- um og barma sér svo yfir því og hreinlega skamma fóik ef það markmið næst ekki. „Landsmenn sinntu ekki kalli Rauða krossins" stóð t.d. í einu dagblaðanna. Ég held að landsmenn ættu að líta sér nær. Það er til fólk hér á landi sem varla hefur ofan í sig og á. Lítum t.d. á nauðungaruppboðin. Á Suðumesjunum em 30 nauðung- aruppboð í það minnsta auglýst vikulega og væri nær að hjálpa þessu fólki sem nú er alveg að missa eignir sínar. Víkverji skrifar Inýjasta hefti breska viku- ritsins Economist er rætt um drykkjuskap Dana, Finna og Svía. Þar er vakið máls á því, að þrátt fyrir ólíkar drykkjuvenjur þessara þjóða og jafnvel enn ólíkari áfengis- löggjöf leiði alkóhól álíka marga til dauða í löndunum þremur á ári hvetju. 1984 hafi áfengissýki í einni eða annarri mynd orðið 19 manns að fjör- tjóni í Danmörku og Finnlandi og 21 í Svíþjóð sé miðað við hvetja 10.000 íbúa. í blaðinu segir, að í Finn- landi hafi bráð áfengiseitrun orðið 274 að bana (íbúar: 4,9 milljónir) og 304 í Svíþjóð (íbú- ar: 8,4 milljónir). Danir (5,1 milljón) fari sér hægar að þessu leyti. Danir, 15 ára og eldri, drekka að meðaltali 12 lítra af hreinu alkóhóli hver maður á ári hvetju, sjö lítra í bjór, þijá í víni og tvo í brennd- um drykkjum. Áfengiseitrun gerði út af við 50 Dani; hins vegar létust 618 Danir úr skorpulifur 1984, 316 Finnar og 680 Svíar. xxx Economist segir, að þessar tölur, sem félagsmála- stofnun sænska ríkisins sendi frá sér fyrir hátíðamar í því skyni að minna fólk á áfengis- bölið, hafi vakið umræður um áfengislöggjöfína í löndunum þremur. I Danmörku er frjáls- ræði í sölu áfengis en Svíar og Finnar búa við ströng for- sjárlög. í Svíþjóð eru áfengis- búðir ríkisins samtals 320 eða ein búð fyrir hverja 26.000 íbúa. í Finnlandi eru áfengis- búðir ríkisins 212 eða ein fyrir hverja 23.000 íbúa. í Danmörku er hins vegar talið, að áfengisbúð sé á hverja 300 íbúa. Enginn veit raunar, hve víða er selt áfengi í Dan- mörku, því að þar þurfa menn ekki opinbert leyfr til þess. Þá er hægt að fá sér í staupinu í 8.800 veitingastöðum í Dan- mörku, í Finnlandi eru slíkir staðir aðeins 1.600 en 5.000 í Svíþjóð. XXX Hér á landi eru áfengisút- sölurnar 12, það er ein á hverja 20.400 íbúa. Á Reykja- nesi er útsala í Keflavík, en þrjár útsölur eru í Reykjavík og þjóna þær höfuðborgar- svæðinu, þar sem búa um 130.000 manns. Þannig að 43.000 eru á hverja áfengisbúð í borginni. Þarf engann að undra, þótt þar sé örtröð, þeg- ar eftirspurn eftir veigunum er mikil. I dálkum Velvakanda hafa viðskiptavinir haft uppi kvartanir, meðal annars yfír því, að áfengisútsölunum er lokað í hádeginu. Það er mis- skilningur, að þar sé um nýmæli að ræða. Þessi háttur hefur lengi tíðkast og kannski frá upphafi. í ágúst verður brotið blað í áfengissölu hér á íandi, þegar ríkið opnar útsölu með kjör- búðarsniði í Kringlunni eða Hagkaupshúsinu. Heldur er ólíklegt, að þar verði sá háttur á hafður að loka í hádeginu. Víkveiji hefur ekki tiltækar tölur um drykkjuskap íslend- inga til samanburðar við það, sem að ofan segir um Dani, Finna og Svía. Ætli það kæmi ekki í ljós að summa lastanna sé svipuð hér og þar, þrátt fyrir ólíka löggjöf?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.