Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 11
Oí
11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987
Ekki varð annað séð en þessar ungu dömur skemmtu sér vel á álfabrennunni.
Selfoss:
Jólin kvödd með blys-
f ör og flugeldasýningu
SOLEYJ/Mf
Enqjateigi I . simar 687701 og 687801.
Selfossi.
SELFOSSBÚAR kvöddu jólin á
þrettándakvöldi með blysför
frá Tryggvaskála, álfabrennu
og flugeldasýningu á íþrótta-
vellinum og unglingadansleikj-
um.
Hátíðahöldin á þrettándanum
eru orðinn árviss viðburður sem
fólk vill ekki missa af. Segja má
að flestir íbúar bæjarins hafi ver-
ið á íþróttavellinum til að fylgjast
með glæsilegri flugeldasýningu.
Að henni lokinni hélt hver til síns
heima nema unglingarnir sem
dönsuðu fram á nótt í Hótel Sel-
foss og í félagsmiðstöðinni.
Töluverð umferð var á götum
bæjarins fram eftir nóttu og nokk-
uð af fólki á ferli á Tryggvatorgi
enda veður með ágætum. Ekki
varð annað séð en ungir sem
gamlir skemmtu sér vel og á dans-
leikjum unglinganna var mikið
fjör og allir ákveðnir í að kveðja
jólin á friðsaman hátt.
Sig. Jóns.
Börnin klæddust hinum ýmsu búningum.
Við hjá Dansstúdíói Sóleyjar
bjóðum þér uppá ., aerobic
að hætti hússins".
Þessir tímar eru byggðir á góðum og
hressum teygjum sem jafnframt
auka þol þitt og þrek.
Þér gefst kostur á að koma í
aerobic ki. 8 á morgnana í 40 mín. tíma.
Að því loknu getur þú farið
í heita sturtu og snætt léttan morgunverð
áður en tekist er á við amstur dagsins.
Ef þú hefur í huga að stunda skíði í vetur
en vöðvar líkama þíns eru stirðir
eftir mikla kyrrsetu, þá togna þeir auðveldlega
og ánægjan verður því ekki sem skyldi.
Ti! þess að koma í veg fyrir óþarfa óhöpp þá er tilvalið
að bregða sér í skíðaeróbikk hjá Dansstúdíói Sóleyjar
og þú getur arkað óhræddlurj upp um öll fjöll.
timarnir okkar eru á sérstaklega
hagstæðu verði frá kl. 8-4 á daginn.
Af þrengingiim
frjálsra fjölmiðla
eftir ÓlafMixa
Þegar ríkisfjölmiðlamir urðu ekki
lengur einir um hituna við útvarps-
rekstur hér á dögunum, átti öll sú
atburðarás sér stað í nafni „frelsis-
ins“. Og í kjölfarið kom samkeppn-
in. Tíðkaðist nú að spyrða þessi
hugtök saman til að laða fram það
göfugasta og besta í framrás
mannsandans og það, sem heilla-
drýgst má reynast fyrir hvem
einstakling. Á þeim nótum skyldi
því líka komið á samkeppni í út-
varpsrekstri til framdráttar menn-
ingu í landinu. Atkvæðaseðill
fólksins skyldi vera auglýsingagildi
það, sem hlustandi/horfandi ljær
hveijum dagskrárlið með hlustun/
horfún sinni. Stund sannleikans
rann upp.
En ber þá ekki svo til, eins og
fram hefur komið undanfarið í við-
ræðum við stýrimenn fijálsrar
fjölmiðlunar (þar sem nánast ekkert
er fjallað um innihald útvarpsefn-
is), að einhvetjar vomur em komnar
á þessa menningarkeppendur í
bransa, sem er ekki einu sinni sam-
keppni og hefur aldrei verið: annars
vegar fullkomlega fijálsir fjölmiðl-
ar, lausir við allar skyldur aðrar en
þær að laða til sín auglýsendur með
Ólafur Mixa
notalegu masi um dægurmálaefni
(sem tekst oft vel), að kunna að
fallbeygja íslensku eins og t.d. orð-
ið dóttir (sem tekst oft illa) og
flytja tómfyllandi tónlist, þar sem
t.a.m. klassík þykir greinilega að-
eins við hæfi leiðindapúka og því
ekki til auglýsingaöflunar fallin;
hinsvegar ríkisútvarp, sem er nán-
ast skyldugt til að halda á lofti því
sjónarmiði, að ekkert sé sæmilega
þroskuðum manni óviðkomandi og
miðla því í víðasta samhengi öllu
efni, spurulu og forvitnilegu, sem
það má, frá íslenskri sveitamennsku
„Mér finnst einhvern
veginn draga ský yf ir
birtu frelsisins og allt
það, þegar menn eru
með brambolti að bijót-
ast undan þeirri
„krumlu, sem seilist í
vasa skattborgarans“
til þess eins að vilja
sjálfir seilast einir og
óáreittir í vasa neyt-
andans.“
til heimslistar, frá löngu liðinni tíð
jafnt sem framúrstefnu. En nú vilja
keppendumir allt í einu ekki „sam-
keppni" lengur! Talað er um
,,þröngt“(!) verkefnasvið ríkisfjöl-
miðla. Menn eigi bara að gangast
við því eins og hveijum öðrum glæp
og láta skattborgarana borga sekt-
ina milliliðalaust. Sjálfir eigi þeir
að sitja einir að öllum auglýsingum
fyrir góðlátlega rabbið og ameríska
drauminn, sem þeim fínnst eftir
eigin sögn að dæma vera víðara
vitundarsvið heldur en þetta þijóska
og ólseiga lífsþekkingarpot, sem
gamla gufuradíóið hefur haldið að
mörlandanum sl. áratugi og gert
að þeirri menningarþjóð, sem við
öll stærum okkur af að vera.
Er nú svo komið, að mér fínnst
fijálslyndismenn vera famir að
hantera einstök hugtök einum of
ftjálslega, eins og t.d. eftirsóknar-
verð menningargildi andspænis því
með hveiju skuli drepinn tíminn eða
frelsi andspænis einokun. Því datt
mér í hug að hyggja nánar að því,
hvemig mínu eigin frelsi í þessum
málum háttaði til. Hvar skyldi minn
atkvæðaseðill vera? Hver skyldi
borga auglýsingar, þegar upp er
staðið. Þegar ég kaupi tannkrem,
er ég hreint ekki að eigin frum-
kvæði að ljá atkvæði mitt einhverri
fijálsri varpstöð. Samt er ég að
borga auglýsingakostnaðinn og þar
með varpsrekstur þeirrar stöðvar
sem auglýsir tannkremið mitt, þótt
ég notki kannski aldrei þá stöð né
hafí nokkum tíma verið spurður
álits. Mér finnst einhvem veginn
draga ský yfír birtu frelsisins og
allt það, þegar menn em með
hrambolti að bijótast undan þeirri
„kmmlu, sem seilist í vasa skatt-
borgarans" til þess eins að vilja
sjálfir seilast einir og óáreittir í
vasa neytandans.
En þegar málefni em á svo háu
plani að þau stijúka aðeins hæstu
tinda, hver spyr þá um einn tvíátta
dalbúa, sem kemst ekki hjá því að
vera hvort tveggja í senn, skatt-
greiðandi og tannkremsneytandi,
og þurfa sem slíkur, hvort sem
honum líkar betur eða verr, að
greiða með brosi á vör allt heila
spiliríið í víðasta skilningi, þ.m.t.
tolla, innflutningsgjöld og skatta
af tannkreminu góða rétt eins og
öðmm heilsu-, hjálpar- og öryggis-
tækjum án nokkurra undanbragða
nema því aðeins að hann skipi sér
í þann sérstaka flokk sérréttinda-
manna, sem hefur skv. menningar-
stefnu ríkisstjómarinnar loks náð
réttum áttum og keypt sér afrngl-
ara.
Höfundur er iæknir.
£
VEBOBH
niw (m;