Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 14 Minning: Dr. med. Jón Sigurðs■ son fv. borgarlæknir Fæddur 29. júní 1906. Dáinn 28. desember 1986. Dr. Jón Sigurðsson fyrrum borg- arlæknir sem nú er kvaddur var tímamótamaður í íslenskum heil- brigðismálum. Hann var frumkvöð- ull á ýmsum sviðum þeirra, baráttumaður allan sinn starfsferil fyrir bættum heilbrigðisháttum. Ævistarf hans var að gæta hags- muna Reykvíkinga á því sviði, í senn að þjóna þeim og leiða. Hann var ötull baráttumaður fyrir sjálfs- forræði Reykvíkinga í heilbrigðis- málum. Þótt starfsvettvangur hans væri Reykjavík og nágrenni, var áhrifa- svið hans heilbrigðismál landsins alls. Mestallt af því sem hann fékk áorkað er falið, svo sem vera ber, m.a. í heilbrigðisskýrslum, því dr. Jón Sigurðsson var fyrst og fremst forystumaður í heilsuvemd en árangur í þeim málaflokki er lengi að koma fram og byggist á sám- stilltu átaki margra. Þegar svo var komið að ástandið í sjúkrahúsmálum þjóðarinnar var orðið bágborið og engar líkur á að ríkisvaldið risi undir skyldum sínum var hann í forystuliðinu sem und- irbjó og reisti Borgarspítalann. Hið síðasta sem hann lét til sín taka á opinberum vettvangi skömmu fyrir andlát sitt var að rísa upp þegar honum þótti að spítalanum vegið. Sjálfsforræði sveitarfélaga í heil- brigðismálum var honum helgur dómur. Það var mér gæfa að kynnast dr. Jóni Sigurðssyni og fjölskyldu hans og vera í þjónustu hans um nokkurra ára skeið. Var hann ákaf- lega nákvæmur í allri embættis- færslu og gekk ríkt eftir því við aðra að þeir temdu sér nostursam- leg vinnubrögð. Um yfirvinnu var ekki spurt. Hann var heiðarlegur í samskiptum, kom fram af áreynslu- lausri hreinskilni gagnvart þeim sem hann átti skipti við en var ekki gefinn fyrir að trana sér fram. Þeg- ar hann þurfti að koma málum áleiðis kaus hann fremur að gera það í rituðu máli en töluðu. Opin- berar kappræður og karp var honum ekki að skapi. Dr. Jón Sigurðsson var hollur starfsmaður Reykjavíkurborgar, honum var treyst og hann virtur af borgarstjórunum sem hann starf- aði með. Ekki síst var eindrægni í samskiptum hans og Bjama Bene- diktssonar. Það var hann sem fékk dr. Jón til að snúa heim til starfa. Ragna og Jón komu hingað frá Danmörku með syni sínum ungum að lokinni heimsstyijöldinni þar sem þau höfðu eins og ýmsir fleiri búið við harðan kost. Hafði dr. Jón lokið sérfræðinámi og vildi nú umfram allt taka til starfa hér á landi. Þá vom, svo sem oft fyrr og síðar, nokkrar væringar í samskiptum ríkis og borgar. Til að höggva á hnútinn réð Bjami Benediktsson dr. Jón í þjónustu borgarinnar sem heilbrigðisfulltrúa árið 1946. Hér steig dr. Jón áhættuskref, sem hvorki færði honum þá vegtyllur né góð laun. Hins vegar gaf það honum tækifæri til að koma heim og starfa að hugðarefnum sínum, heilsuvemdarmálum, eðlilegu fram- haldi af berklavamastörfum hans í Danmörku og verkefni því um tengsl kúaberkla í. mönnum og nautgripum sem varð efni doktors- ritgerðar hans árið 1945. 1948 var hann ráðinn borgarlæknir og þegar héraðslæknisembættið losnaði vom þessi tvö embætti sameinuð og hef- ur svo verið síðan. Gegndi dr. Jón hinu sameinaða embætti frá árs- byijun 1950 til síðari hluta árs 1974. Við komuna til landsins urðu skil í hollustuháttum hér í borg og síðar á landinu öllu. Hér skulu ekki raktar breytingar eða ástandinu lýst eins og það var. Margir muna enn hve þá var gengið fram af mikilli röggsemi til að þvinga fram nauðsynlegar umbætur. Vakti það þjóðarathygli og hafði áhrif til larig- frama. Þar gekk fram á völlinn eldhugi sem vissi hvað hann vildi en gætni hans var honum traust leiðsögn um hve langt mætti ganga. Smám saman kom hann upp í kringum sig liði traustra samstarfs- og aðstoðarmanna sem hélt uppi þeirri stefnu sem hann hafði mótað. Um leið gafst honum færi á að snúa sér að öðrum verkefnum í heilbrigðismálum, þar sem skórinn kreppti, stofnun og rekstri heilsu- vemdarstöðvar, byggingu og skipulagi Borgarspítala, læknis- þjónustu í Reykjavík, svo nokkrir meginþættir séu nefndir. Þeir sam- anstanda svo af sérverkefnum sem hvert um sig er mikilsvert og gefa þarf gaum, móta með faglegum hætti og starfa síðan að þannig að ávinningur verði af. Dr. Jón Sig- urðsson var vakinn og sofinn við stjóm þessara verkefna. Stjómarhættir hans byggðust á vinsamlegri afstöðu til samstarfs- liðs. Hann otaði hugmyndum að mönnum, hvatti þá til dáða en var aftur á móti tregur við að hleypa mönnum út í framkvæmdir, opin- berar yfirlýsingar eða greinaskrif nema hann væri fullviss um að rétt væri á máli haldið. Þetta latti suma en hvatti aðra. Þegar hann svo sannfærðist um að rétt væri að halda málinu áfram sparaði hann hvergi krafta sína við að aðstoða þann sem í hlut átti, lesa áætlanir og skýrslur. Venjulega skilaði hann af sér slíku verkefni morguninn eftir að hann tók það að sér. Starfsmönnum dr. Jóns gat liðið vel í návist hans. Hann brást við áhugamálum þeirra og vanda af hlýhug og velvilja, tók þátt í skemmtanalífí þeirra sem félagi, fylgdist með lífi þeirra og fjöl- skyldna þeirra sem faðir. Þegar hann kom af erlendum fundum skýrði hann af eldmóði frá því nyt- sama sem þar hafði komið fram og ætlaðist til hins sama af öðrum. Eins og sannur heilsuvemdar- maður einskorðaði hann sig ekki við embættisfærsluna. Framfarir í borginni voru hluti af heilsuvemd- inni í hans augum. Dr. Jón tók snemma þátt í starfí KFUM undir leiðsögn séra Friðriks Friðrikssonar sem síðar gaf hann og Rögnu sam- an í tjaldi í Vatnaskógi. Hann stóð ungur í fararbroddi knattspymufé- lagsins Vals, reisti það úr ösku- stónni og var formaður þess og fararstjóri í keppnisferðum félags- ins á háskólaárum sínum þótt það íþyngdi honum í námi. Síðar tóku enn fleiri félagsstörf við og yfírleitt var allt sem horfði til framfara honum gleði að taka þátt í að móta: Skálatúnsheimilið, Þroskahjálp, bygging Domus Medica og þannig má lengi telja. Þeir Ragnar í Smára unnu mjög saman að fegrun borgarinnar, m.a. með starfi sem tengdist málefnum Fegrunarfélagsins. Sumt skilaði árangri og hlóð utan á sig, annað ekki, eins og gengur. Eftir heimkomuna gekk dr. Jón til liðs við Rauða krossinn og var kjörinn í stjóm Reykjavíkurdeildar félagsins þar sem hann sat rúman áratug eða þar til hann var kjörinn formaður Rauða kross íslands 1961. Fram að því hafði félagið starfað með nokkuð fomlegum hætti mótuðum á ófríðarárunum. Ekki var þá heldur full eining í forystu félagsins. Fljótlega tókst dr. Jóni að setja niður deilur. Lét hann nú einskis ófreistað að koma starfsháttum félagsins á svipað stig og tíðkaðist í grannlöndunum. Fram að því hafði samband við Rk-félög grannalandanna ekki verð mark- visst. Innan tíðar komst á hið besta samstarf við Rk-félög í grannlönd- unum og alþjóðasamtökin. Þá tókst honum og að fá fleiri en áður til þátttöku í starfínu. Naut félagið þar persónuþokka dr. Jóns. Fram að þessu hafði RKÍ lifað á bón- björgum, verið í lánshúsnæði. Dr. Jón sá að við svo búið mátti ekki standa og hafði forystu um kaup húsnæðis. Þetta ásamt fleiru mark- aði straumhvörf í félaginu. Þegar hann skilaði formennskunni af sér 8 ámm síðar var nýr þróunarferill hafinn. í félagsstarfí hans kom að haldi vitund hans um að framfarir og þróun taka sinn tíma og tekst því aðeins vel að grundvöllurinn sé með fyrirhyggju lagður og starfið knúið áhuga og framsýni. Dr. Jón Sigurðsson stundaði íþróttir frá ungum aldri og var alla tíð útivistarmaður. Hann var vel að manni, snar í snúningum, var á hlaupum og tók tvær tröppur í skrefi bókstaflega mælt. Hann var alla tíð grannholda, hvatur í hreyf- ingum, mildilegur, mikið kurteis og tillitssamur við alla menn. Hann varð ungur hvítur á hár, honum lá lágt rómur og var aldrei hávaði í návist hans. Hann virtist ætla að eldast vel en svo fór sem svo oft áður þegar athafnasamir menn setjast í helgan stein að kraftamir tóku brátt að slakna. Heimili þeirra Rögnu og dr. Jóns bar þeim hjónum fagurt vitni. Það var sett saman milli traustra hom- steina, bókakostur góður, málverk fögur, húsbúnaður látlaus og vel valinn og sem þeim hafði safnast allt frá fmmbýlingsárunum. Þau nutu gesta sinna og gestir gengu frá garði hýrir í lund því samræður voru samræður í því húsi. Þau hjón voru óvenju samrýnd, studdu hvort annað þar til undir það síðasta að annað studdi hitt. Við hjónin fæmm þeim frú Rögnu, syninum Emi og konu hans, Signýju Gunnarsdóttur innilegar samúðarkveðjur og þökkum fjöl- skyldunni það sem hún hefur fyrir okkur gert. Blessuð sé minning dr. Jóns Sig- urðssonar. Eggert Ásgeirsson Þegar ævisólin gengur til viðar lýsa stjömur endurminninganna. Jón Sigurðsson fæddist hér í Reykjavík 29. júní 1906. Foreldrar hans vom Sigurður Jónsson, tré- smiður, og kona hans, Margrét Guðmundsdóttir. í dag leitar hugur- inn liðinna ára, er við Jón og bræður hans, Ólafur og Ámundi, áttum okkar góðu tíma saman við leik og störf. Allir vom þeir bræður miklir og einlægir Valsmenn, unnu mikið og óeigingjamt starf að eflingu fé- lagsins. Ogleymanleg var okkur Valsmönnum ferðin til Danmerkur sumarið 1931, en þá fómm við til Kaupmannahafnar að heimsækja KFUM þar og ferðuðumst um landið og kepptum við ýmis KFUM lið. Fararstjóri í ferðinni var séra Friðrik Friðriksson, en honum til aðstoðar var Jón Sigurðsson. Þessi ferð var í alla staði vel heppnuð og lærdómsrík okkur Valsmönnum. I þá daga var ekki almennt að ungt fólk ferðaðist milli landa og kynnt- ist landi og þjóð, en viðtökur allar hjá frændum okkar Dönum vom til fyrirmyndar og oft var setið og rifj- uð upp ýmis atriði úr þessari fyrstu utanlandsför okkar félaganna. Já tíminn líður og nú er hópurinn, sem fór í þessa ferð, farinn að þynnast, en þetta er lögmál lífsins. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1926 og síðan kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Islands árið 1933. Hann sigldi til Dan- merkur til frekara náms og dvaldist þar í nokkur ár við nám og síðan við vinnu, en síðan hélt hann heim og vann landi sínu og þjóð meðan starfskraftar entust. Einn merkur stjómvitringur Frakka á hinum miklu umbrotatím- um stjómarbyltingarinnar miklu sagði einhvers staðar: „Hvort emb- ætti er mikilvægt fer aðeins eftir því, hvemig það er rækt.“ Vissulega hitti Frakkinn naglann á höfuðið, hér er lykill að gagni eða gagnleysi hvers starfs eða stöðu fyrir félög eða þjóðfélagið í heild. Gildið fer eftir því, hvemig starfíð er rækt. Jón rækti hvert það starf, sem hon- um var trúað fyrir af þeirri kost- gæfni og samviskusemi sem mest má verða, þess vegna hlaut að blessast allt það sem hann tók að sér. Traustleiki hans í orðum og athöfnum var frábær og öll hin umfangsmiklu störf fyrir landið sitt vann hann af kostgæfni. Að engu var rasað, allt vandlega athugað. Það er fágætt að fínna samein- aða í einum og sama manninum alla þá eiginleika, sem prýða mega einn mann: Drenglyndi, góðvild, fómfysi og skyldurækni. Allir vilja vinna hetjudáðir, en það er í rauninni smámunir einir, sem flestir afreka. Afreksmenn og konur eru þó til, fólk sem vinnur hetjudáðir á ýmsum sviðum mann- lífsins, en miklast þó aldrei. Ég hika ekki við að telja Jón í hópi yfir- burðamanna. Við hjónin sendum fjölskyldu Jóns okkar innilegustu samúðarkveðjur og ég þakka vini mínum fyrir allt og allt og kveð hann með þessum orðum: Bestu vinir okkar eru ekki þeir sem gera okkur gott heldur þeir sem gera okkur góða. Einar Björnsson í Skálatúni í Mosfellssveit er vistheimili fyrir rúmlega 50 þroska- hefta einstaklinga. Heimilið er upphafiega stofnað af Góðtempl- arareglunni og er rekið sem sjálfs- eignarstofnun. í tæpa tvo áratugi, eða frá 1960—1979, gegndi Jón Sigurðsson álaunuðu starfi stjómarformanns í Skálatúni. í stjómartíð hans átti sér stað veruleg uppbygging heimilisins og ávallt þurfti að berjast við fjár- hagsörðugleika. Stjómarmenn þurftu sjálfir að sinna fjölmörgum verkefnum, sem í dag eru unnin af framkvæmdastjóra stofnunar- innar. Skálatúnsheimilið nýtur í dag góðs af stjómarstarfi Jóns Sigurðs- sonar og samverkamanna hans. Slík störf verða seint metin að fullu. Að leiðarlokum eru honum þakk- ir færðar af stjóm og aðstandend- um heimilisins og eftirlifandi ástvinum vottuð samúð. Gunnar Þormar Þegar við í dag minnumst dr. Jóns Sigurðssonar kemur okkur margt í hug. Spumingar vakna og við hugleiðum: hvers konar maður var hann, hvemig húsbóndi á fjöl- mennum vinnustað og hvers konar þjóðfélagsþegn? Um Jón Sigurðsson viljum við fyrst og fremst segja, að hans munum við jafnan minnast, er við heyrum góðs manns getið. Maðurinn var afburða snyrti- menni jafnt yst sem innst. Um hann mætti vel segja, að hann hafi verið farsæll húsbóndi, sem með lipurð og kurteisi náði góðum árangri við stjóm á fólki um leið og hann jafn- framt naut virðingar þess. Mörgum verður það á, að ætlast til alls af öðrum en gera minni kröf- ur til sjálfra sín. Þessu var öfugt farið með Jón Sigurðsson. Hann gerði fyrst kröfur til sjálfs síns en síðan annarra. Nákvæmni var einn af stærstu kostum hans. Einhveiju sinni, er hann var að lesa yfír bréf, sem skrifuð voru í nafni heilbrigðis- eftirlitsins, sagði hann: „Þegar þið skrifíð bréf af þessu tagi þarf að vanda svo vel til verksins, að jafn- vel versti óvinur ykkar geti sem minnst að því fundið." Samkvæmt þessari reglu vann hann sjálfur flest sín verk. Jón Sigurðsson mótaði eða hafði áhrif til góðs á flesta sína sam- starfsmenn. Með honum er gengið sérlegt snyrtimenni og um leið einn af síðustu klassísku embættismönn- unum af gamla skólanum. Að slíkum mönnum er jafnan mikil eft- irsjá. Um leið og við kveðjum Jón Sig- urðsson vottum við frú Rögnu, Emi og fjölskyldu dýpstu samúð okkar og óskum þeim velfamaðar á ókomnum ámm. Kormákur Sigurðsson, Hróbjartur Lúthersson. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Val Jón Sigurðsson, heiðursfélagi Knattspymufélagsins Vals, er kvaddur hinstu kveðju í dag. Jón kom ungur til starfa í Val, var for- ustumaður um endurreisn Vals eftir erfíðleikatímabil og lagði gmnninn að því félagi sem Knattspymufélag- ið Valur er í dag. Aðeins þrítugur að aldri, 1936, var Jón kjörinn heið- ursfélagi, yngstur þeirra manna sem hlotið hafa þá útnefningu í 75 ára sögu Vals. Er saga Vals var fyrst rituð á 25 ára afmæli félagsins er Jóns Sigurðssonar og Axels Gunnarsson- ar sérstaklega getið sem þeirra manna sem ótvírætt mörkuðu stærst spor í sögu félagsins. Ungur að ámm komst Jón í kynni við fé- lagslífið í KFUM í starfí skátafé- lagsins Væringja og undir handleiðslu séra Friðriks. Skátafé- lagið Væringjar kom við sögu íslenskrar knattspymu með eftir- minnanlegum hætti, 1919, þegar „stóm“ félögin í Reykjavík, KR, Fram og Víkingur, mynduðu drengjadeildir innan félaganna og efndu til fyrsta þriðja flokks móts- ins hér á landi. Væringjar vom meðal keppenda og flestum að óvör- um sigruðu þeir. í sigurliði vom þrír bræður, Ámundi, Ólafur og Jón Sigurðssynir. Allir urðu þeir bræður síðar í fremstu víglínu í starfí Vals. Félagið var þá að ganga í gegnum erfiðleikatímabil og óvissa ríkti um framtíð þess. Axel heitinn Gunnars- son var fremstur fomstumanna um endurreisnina og varð Jón aðalsam- I verkamaður hans. Jón kom til starfa í stjóm Vals 1923 og var kjörinn formaður 1928 og gegndi því starfi til 1931. Stjómarár Jóns Sigurðs- sonar vom viðburðarík. Valur vann sinn fyrsta sigur í íslandsmóti í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.