Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987
SigríðurD. Karls-
dóttir - Minning
Fædd 14. janúar 1908
Dáin 28. desember 1986
Það er ætlun mín, með þessum
fátæklegu línum sem hér fara á
eftir, að leitast við að draga upp
mynd af góðri og göfugri konu, sem
ég hafði mest kynni af sem dreng-
ur. Hér verður því um fremur
einangraða mynd að ræða af öllu
því góða, sem þessi kona lét af sér
leiða á æviskeiði sínu og varðar
fyrst og fremst samskipti okkar á
þessum tíma.
Hún var fædd 14. janúar 1908
og hefði því orðið 79 ára í þessum
mánuði hefði hún lifað. Foreldrar
hennar voru Guðbjörg Þorsteins-
dóttir og Karl Þórðarson, sem
bjuggu í Hlíð í Kollafirði á Strönd-
um, áður en þau fluttust að bænum
Búðardal á Skarðsströnd 1914, eða
þegar Sigríður var aðeins 7 ára.
Hún sagði mér oft frá þeim flutn-
ingum vestur á Skarðsströnd, sem
voru henni í barns minni. Þau Guð-
björg og Karl keyptu jörðina af
hjónunum Guðrúnu Blöndal og Jóni
Andréssyni. Er óhætt að segja, að
með eljusemi og dugnaði hafí þeim
hjónum, með aðstoð bama sinna,
tekist að gera þessa jörð að sann-
kölluðu herrasetri, enda liðu aðeins
12 ár, þar til þau höfðu reist sér
glæsilegt steinhús (árið 1926), sem
enn 'stendur fyrir sínu. Með þessu
átaki urðu þau fyrst íbúa í Skarðs-
hreppi til þess að reisa sér steinhús.
Móum og börðum breyttu þau í
ræktað land með frumstæðum
tækjabúnði, sem enginn mundi láta
sér detta í hug að nota nú til dags.
Systkinin voru fímm, fjórar systur
og einn bróðir, þau Ragnheiður,
Sigríður, Sigurborg, Guðbjörg og
bróðirinn Þorsteinn, sem enn býr í
Búðardal. Auk þess áttu þau einn
hálfbróður, Herbert, son Guðbjarg-
ar heitinnar. Mikill kærleikur hefur
verið á milli þeirra systkina og
gagnkvæm virðing, eins og best
verður á kosið í góðum fjölskyldum.
Rangheiður og Sigríður bjuggu
saman á Þórsgötu 19 síðustu 20
árin.
Sigríður eignaðist einn son, árið
1931, Karl Pétursson, sem hefur
reist sér myndarlegt hús á Klifmýri
á Skarðsströnd í landi Hvalgrafa.
En óhætt að fullyrða, með fullri
virðingu fýrir duglegu fólki í
bændastétt, að fáir hafí tekið eins
myndarlega til hendinni við ræktun
lands og uppgræðslu, eins og sonur
hennar, enda notið stuðnings konu
sinnar, Eddu Hermannsdóttur, og
fímm bama þeirra hjóna, sem era
hvert öðra athafnasamara og
áhugasamara fyrir búskap.
Seinni árin hefí ég því miður lítið
fylgst með lífí og tilvera Siggu
pijónakonu, eins og hún var ævin-
lega kölluð í Qölskyldu minni, en
fagrar minningar á ég um þessa
ágætu konu frá æskuáram mínum
er ég var í sveit, eins og það var
kallað, hjá Þorsteini Karlssyni,
bróður hennar, og henni, á ungl-
ingsáram mínum frá 7 til 13 ára
aldurs.
Sigríður gegndi, á þessum áram,
hússtýrahlutverki á heimilinu og
skilaði því starfí með mesta sóma,
enda var hún víkingur dugleg og
féll aldrei verk úr hendi. Auk þess
gekk hún til allra útivinnu meðan
heyannir stóðu yfír og er mér það,
í orðsins fyllstu merkingu hulin
ráðgáta hið mikla vinnuþrek, sem
hún bjó yfír. Það var ekki óal-
gengt, að húsmæður r sveit í þá
daga hæfu vinnudag sinn kl. 5 á
morgnana og gengju síðastar til
náða á kvöldin. Störf þeirra vora
erilsöm og erfíð, búskapahættir
framstæðir og höfðu lítið breyst í
aldaraðir, enda á tæknivæðing í
sveitum landsins sér vart lengri
sögu en ca. 40 ár.
Pijónavél Siggu stóð í gömlu
baðstofunni í Búðardal, sem var
ennfremur svefnstaður heimilis-
fólksins. Ekki var óalgengt að 6—8
manns svæfu þama í eina og sama
þakherberginu. Sigga náði mikilli
leikni á pijónavélina, sem mér
fannst vera galdratæki hið mesta,
og pijónaði hún skjólflíkur á heimil-
isfólkið, og reyndar fyrir nágrann-
ana líka, úr elsta iðanaðarhráefni
íslendinga, ullinni.
Sigríður var hafsjór af fróðleik,
enda náttúragreind að eðlisfari og
kunni skil á öllu mögulegu milli
himins og jarðar, sem hver fræði-
maður gæti verið stoltur af. Á
þessum tíma virkaði hún á mig sem
talandi alfræðiorðabók og var frá-
sagnargáfa hennar lifandi, málfar
vandað, enda hafði hún gott vald á
íslenskri tungu og óþreytandi að
leiðrétta málfar okkar sem yngri
voram.
„Það ungur nemur gamall tem-
ur“, segir máltækið, en víst er, að
þessi góða kona hafði djúpstæð
áhrif á mig sem bam og vissulega
hefur uppeldisáhrifa frá henni gætt
hjá mér, þó þau séu ekki áþreifan-
leg og reyndar ómælanleg. Það var
eitt fagurt sumarkvöld í júlímán-
uði, kl. var um 11 að kvöldi og
höfðum við Sigga verið að rifja og
raka allan daginn. A leið okkar
heim að bænum segir Sigga allt í
einu: Það er best að rifja þennan
flekk áður en að við föram heim.
Getum við ekki geymt það til morg-
uns, svaraði ég, enda orðinn þreytt-
ur. „Á morgun, segir sá lati“,
svaraði Sigga sposk á svipinn og
hélt áfram rakstrinum og ég auðvit-
að líka, sneyptur á svipinn. Hver
veit nema þessi góða kona hafí ein-
mitt með hollum uppeldisáhrifum
sem þessum kennt mér að vinna.
Sigríður fluttist ásamt syni
sínum, Karli Péturssyni, og móður
sinni, Guðbjörgu, hingað suður árið
1947. Hún vann alla tíð fyrir sér
með pijónastörfum, enda var hún
bráðflink í höndunum og fljótlega
eftirsótt pijónakona. Undarlegt
fannst mér hvað þessi hægláta
sveitakona var fljót að kynnast hin-
um öra tískusveiflum í fatnaði
37
kvenna, enda gat hún orðið við
flestra óskum í þeim efnum.
Það var eitt fyrsta gæfuspor
mitt í lífínu að kjmnast Siggu og
reyndar hennar ágæta fólki, sem
enn býr í Búðardal á Skarðsströnd.
Samviskan hefur oft nagað mig í
gegnum árin, að hafa ekki sýnt
henni meiri artarsemi en raun ber
vitni. Timaleysi er tískuorð þeirra,
sem ekki sinna ástvinum sínum eða
kæram vinum, og myndi ég hrein-
lega skammast mín fyrir að taka
mér slíkt orð í munn. Þó hef ég og
fjölskylda mín átt þess kost að taka
Siggu með okkur vestur á Skarðs-
strönd, en þangað fór hún a.m.k.
tvisvar á ári að heimsækja son sinn,
tengdadóttur og bamaböm. Er
ánægjulegt til þess að vita að flest
þeirra virðast ætla að flengjast í
sveitinni og setjast þar að. í þessum
ferðum okkar var hún ævinlega*
hinn besti leiðsögumaður, kunni
skil á öllum bæjum, sem við keyrð-
um framhjá, hverjir bjuggu þar eða
hefðu búið og hvar þessi og þessi
bardaginn hafði verið háður og
getið er um í Islendingasögunum.
Allt líf Siggu bar vott um dugn-
að, sjálfsbjargarviðleitni, meðfædda
fróðleiksfysn og umfram allt ráð-
vendni og hógværð. Það hefði verið
henni á móti skapi og í mótsögn
við Iífsstfl hennar, að vera borin
oflofí.
í þessum fátæklegu línum er
ekkert ofsagt um Sigríði Karls-
dóttur, en sjálfsagt margt vansagt.
Þeir sem þekktu hana betur geta
fyllt upp í þá eyðu. Eitt er víst acP
hún verður minnisstæð öllum þeim,
sem áttu því láni að fagna að kynn-
ast henni, en syni sínum og
bamabömum góð fyrirmynd um-
hyggjusamrar móður og ömmu.
Blessuð sé minning Sigríðar
Karlsdóttur.
Reynir Jónasson
Ingibjörg Jóns-
dóttir - Miiming
Að morgni jóladags, hinn 25.
desember sl., lést á heimili sínu hér
í borg gömul vinkona mín og skóla-
systir, Ingibjörg Jónsdóttir, hús-
móðir og rithöfundur. Útför hennar
verður gerð í dag, föstudag 9. jan-
úar, kl. 10.30 frá Fossvogskirkju.
Ingibjörg fæddist í Reykjavík 14.
nóvember 1933, dóttir hjónanna
Jóns Sveinssonar útgerðarmanns
og konu hans Magneu Jóhönnu
Magnúsdóttur, sem enn er á lífí.
Eg kynntist Ingibjörgu á þeim
áram sem við voram samtíða í
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar.
Skólinn var þá undir stjóm Guðna
Jónssonar, síðar prófessors við Há-
skóla íslands. Skólinn hafði af-
bragðs kennaraliði á að skipa og
nefni ég hér aðeins þá dr. Björn
Þorsteinsson, Sverri Kristjánsson,
Sverri Amgrímsson, Óskar Magn-
ússon frá Tungunesi og séra Árelíus
Níelsson. Allir vora þessir kennarar
frábærir á sína vísu og einkar góð-
ir íslenskumenn, sama hvaða fag
þeir annars kenndu, og aldrei man
ég, að rætt væri þá um skóla- eða
námsleiða.
Ingibjörg vakti sem ungur náms-
maður athygli fyrir fljúgandi
greind, afbragðs námshæfíleika og
snögg tilsvör. Mér er í minni á þess-
um áram, löngu áður en við
þekktum orð eins og „kvennabar-
átta“, að ungar stúlkur í vesturbæn-
um vora að reyna að bijótast út
úr hefðbundnu uppeldismynstri og
því er mér Ingibjörg minnisstæð að
hún lét til sín taka, ekki aðeins í
samræðum á pöllum og í stiga-
göngum, heldur einnig á málfund-
um skólans. Á þessum áram var
ekki um að velja margar útvarps-
eða sjónvarpsstöðvar til að auðga
andann eða létta lund, en við áttum
okkar litlu akademíu þar sem var
Hressingarskálinn, langi ranghal-
inn með rauðu sófunum, og þar
hittust gjaman 2—3 kynslóðir rit-
höfunda og annarra listamanna yfír
endalausum kaffí- eða tebollum og
ræddu nýjar stefnur í málaralist eða
bókmenntum. Og þegar Skálanum
var lokað, um klukkan hálftólf, tóku
við langar gönguferðir, umhverfis
Tjömina, vestur í Örfirisey eða út
í Ánanaust og mér finnst í endur-
minningunni að allir dagar hafi þá
verið sólskinsdagar. Oftlega enduðu
þessar gönguferðir í góðu kvisther-
bergi eða kjallarastofu þar sem
einhver átti handsnúinn grammófón
og kynnti okkur töfra Beethoven,
Hándel eða Bach.
Þetta vora erfiðir tímar, rétt eft-
ir síðari heimsstyijöld, lítið um
tískufatnað og jafnvel erfítt að fá
skó á stóra fætur. Þetta vora tímar
skömmtunarseðla og fatabiðraða
og þó okkur stykki kannski bros
að vori yfír strákum í ökklasíðum
buxum — hafði tognað úr þeim
umfram áætlun yfír veturinn — þá
voram við stúlkumar bragðvísari.
Aðalklæðnaður okkar í skóla var
fellingapils og blússur eða golftreyj-
ur og þegar treyjan var farin að
þynnast yfír bijóstin var henni bara
snúið við, hneppt að aftan og þar
með sköpuð ný tíska. En þetta var
á morgni lífsins, þegar hver dagur
kom til okkar fagnandi einS og
óskrifað blað, sem við gátum fyllt
út að vild eða málað í öllum regn-
bogans litum, en aldrei grátt.
Haustið 1953 giftist Ingibjörg
unnusta sínum; Ingva Matthíasi
Amasyni, syni Áma Kristjánssonar
píanóleikara og-konu hans Önnu
Steingrímsdóttur. Fyrsta heimili
þeirra var á Reynimel í húsi for-
eldra Ingibjargar. Ingvi og Ingi-
björg höfðu orðið samstúdentar
vorið 1953. Var mikið jafnræði með
þeim, bæði stórglæsileg, vel gefín
og miklir námsmenn. Á þessum
árum þekktust hvorki námslán né
húsnæðismálastjómarlán og var því
þeim sem kusu að stofna snemma
heimili nauðugur einn kostur að
hverfa til starfa nema því meiri
auður væri í garði. Ingvi Matthías
varð fulltrúi hjá Eimskipafélagi ís-
lands og starfaði siðar um margra
ára skeið sem farg aldasérfræðing-
ur hjá Flugfélagi Islands. Ekki lét
Ingibjörg heldur sinn hlut eftir
liggja og naut nú dugnaður hennar
sín við húsmóðurstörfín og uppeldi
bamanna en auk þess vann hún sem
blaðamaður og við þýðingar og rit-
störf, pijónaði og saumaði á bömin
og varð síðar mikilvirkur rithöfund-
ur. Ekki vildi Ingibjörg gera mikið
úr eigin ritstörfum og man ég að
hún kallaði bækur sínar „stein-
steypulitteratúr" í blaðaviðtali eitt
sinn, en þau hjón vora þá einmitt
að koma yfír sig íbúð við Stigahlíð
hér í borg.
Erfiðleikar og mótlæti tóku ekki
á sig krók framhjá heimili Ingi-
bjargar og Ingva og sorgin gleymdi
þeim ekki heldur. Á tæpu hálfu ári
misstu þau tvo syni sína, Jón, fædd-
ur 26. mars 1955, dó þann 18. júní
1980 í Kaupmannahöfn. Hann lét
eftir sig konu, Fríðu Hrefnu, og
fósturdótturina Emu Bimu. Þann
25. október sama ár dó Steingrím-
ur, fæddur 30. desember 1953.
Hann lét eftir sig unnustu, Önnu
Lárasdóttur, og bömin Brynju og
Kristján Frey. Má nærri geta hvf-
líkur harmur þessi sonamissir hefur
verið Ingibjörgu, en hún var þá
þegar farin að missa heilsu. Eftir-
lifandi böm Ingibjargar og Ingva
Matthíasar era: Magnea Jóhanna,
sem gift er Sigurði Guðjóni Sigurðs-
syni háskólanema. Hún á frá fyrri
hjónaböndum börnin Baldur og Líf;
Ámi er kvæntur Björgu Jónu
Sveinsdóttur, þau eiga bömin Emu
Björt og Ingva Matthías, einnig á
Ámi soninn Gísla frá fyrra hjóna-
bandi; Dóttirin Hólmfríður er við
háskólanám á Spáni og yngsti son-
urinn, Ari, er við nám í Háskóla
íslands og nýkvæntur Gígju
Tryggvadóttur, bankastarfsmanni.
Ekki má, í þessum fábrotnu minn-
ingarorðum, gleyma þeim hlut, sem
foreldrar Ingibjargar og Ingva áttu
í uppeldi barnanna. Sú hjálp er þau
veittu er ómetanleg og skal hér
þökkuð.
Þegar ég nú kveð mína látnu
skólasystur, aðeins rúmum tveim
mánuðum eftir að Kristín Anna
Þórarinsdóttir, svilkona hennar og
góð vinkona, var lögð til hinstu
hvflu minnist ég einnig svo sorglega
margra af okkar gömlu skólafélög-
um, sem féllu ,frá langt um aldur
fram eða fengú aldrei notið sín til
fúlls eða uppfyllt þær glæstu vonir
er við þá vora tengdar vegna brauð-
strits eða hvunndagserfíðleika. Ég
lýk þessum kveðjuorðum með brot-
um úr ljóði Guðmundar Böðvarsson-
ar, „Rauði steinninn":
I vegarins ryki lá rauður steinn
- við riðum þar hjá, eins og gengur,
með hávænun þyt í þeysandi hóp.
Þá var ég ungur'drengur.
Og röðull skein þá
hverri rós á brá.
Við riðum þar hjá.
Minn giitrandi steinn, hví greip ég þig ei
úr götunni hðndum tveimur?
Hvi bar mig þar fram um? Þar beið mín þó
heill blikandi unaðarheimur.
Eins og rúbínsteinn
varst þú rauður og hreinn,
eins og rúbínsteinn —
Nú, þegar Ingibjörg Jónsdóttir
er kvödd hinstu kveðju, vil ég votta
móður hennar, eiginmanni og böm-
um mína einlægu samúð og vona
að Guð gefí þeim styrk til að standa
saman á erfíðri stundu.
Charlotta María Hjaltadóttir
Minning:
Ingibjörg Sigurðardóttir
Nú er ég set þessar hugsanir
mínar á blað, er móðir mín, Ingibjörg
Sigurðardóttir, búin að lifa nærri
öld. Þrátt fyrir erfiða ævi, entist
henni líf svo lengi.
Hún var fluggreind kona og sterk,
líklega sannnur sporðdreki, en hafði
taumhald á honum lengi framan af
ævi sinni.
Hún mun sjálf hafa haft mikla
menntunarþrá, en þá voru aðstæður
þannig að fáir, nema þeir sem áttu
efnaða að, gátu veitt sér þann mun-
að.
Hún hvatti böm sín mjög til þess
að afla sér einhverrar menntunar og
flest þeirra nutu einhverrar skóla-
göngu utan bamaskóla, sum töluvert
mikillar.
Móðir mín var hagsýn kona og er
ég minnist æskuára minna undrast
ég hvemig hún gat látið enda ná
saman í heimilishaldinu við þær að-
stæður sem við bjuggum við. Hún
var orðvör og blandaði ekki geði við
hvem sem var. Mun henni hafa fund-
ist best að flíka ekki fátæktinni.
Foreldrar mfnir bjuggu á Njálsstöð-
um f Húnavatnssýslu f tuttugu ár,
til 1934, en fluttu síðan til Reykjavík-
ur með 10—11 ára viðdvöl á Blöndu-
ósi. Var faðir minn þar við
verkamannavinnu þegar heilsa
leyfði, en það var mjög stopult.
Hygg ég að bæði hafí séð eftir
sveitinni sinni, einkum þó hún, en
henni fannst sem hún væri, að ég
held, í hálfgerðri útlegð eftir að hún
þurfti að flytja burt frá Njálsstöðum.
Hin sfðari ár var hún í skjóli bama
sinna þriggja, fyrst hjá Þórhalli,
síðan Þormóði og loks hjá Auði, uns
hún fór á Hrafnistu er hún tók að
eldast mjög og lasnast.
Vil ég þakka þeim fyrir að veita
henni skjól, sérstaklega Auði og
manni hennar, Ágústi, fyrir ákaflega
góða og mikla umönnun eftir að hún
var orðin mjög farin að heilsu síðustu
árín.
Anna Maria Pálsdótdr -