Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 23 Sovétríkin: Lét grafa styttu af Lenin í díki Moskvu, Reuter. REIÐUR bústjóri á samyrkjubúi í Sovétríkjunum fyrirskipaði fyr- ir skömmu, að stytta af Lenin skyldi grafin í díki, sökum þess að henni hefði verið þröngvað upp á hann af stjórnvöldum á staðnum. Skýrði blaðið Komso- molskaya Pravda frá þessu á miðvikudag. Blaðið hafði eftirfarandi eftir bú- stjóranum, Alexander Rodinov, yfirmanni samyrkjubúsins „Minn- ingarbúgarður Lenins“ í Yelet- héraðinu í Mið-Rússlandi: „Við hvorki pöntuðum né borguðum fyr- ir styttuna. Hún var send okkur af stjómvöldum í Yelet.“ Ýtumaðurinn, sem gróf styttuna, var félagi í kommúnistaflokknum og hann _ staðhæfði, að bústjórinn hefði beitt sig hótunum til þess að neyða sig til að grafa styttuna í díkið. Komsomolskaya Pravda hélt því fram, að búgarðurinn hefði átt að greiða fyrir viðgerðina á styttunni, sem varð fyrir smávegis skemmdum við þessa meðferð. Lítið hefði hins vegar verið um peninga til slíks hjá samyrkjubúinu, þar sem bústjórinn var að byggja bílskúr fyrir sjálfan sig. Ekki kom fram af frásögn blaðsins, hvað orðið hefði um bú- stjórann eftir þetta. Astralía: Elton John útskrif- aður af sjúkrahúsi. Sydney, AP. Dægurlagasöngvarinn vinsæli, Elton John, var í gær útskrifaður af sjúkrahúsi í Sydney í Ástralíu en þar gekkst hann undir aðgerð veg^na meinsemdar í hálsi. Lækn- ir söngvarans sagði að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að Elton John þjáðist af krabbameini í hálsi. Talsmaður söngvarans sagði að hann myndi dveljast í sex vikur í Ástralíu á meðan að sár hans væru að gróa. Elton John hefur frestað öllum hljómleikum sem ráðgerðir höfðu verið á þessu ári þar sem hann mun ekki geta sungið næstu mánuðina. Elton var á 15 mánaða hljóm- Ieikaferðalagi og átti því að ljúka í Ástralíu 14. desember síðastliðinn. Hann neyddist hins vegar til að fresta tónleikum í Perth vegna veik- inda og hné niður á tónleikum í Sydney skömmu síðar. Að sögn talsmanns hans hafði hann lengi fundið fyrir sárindum í hálsi og hafði hann leitað til nokkurra sér- fræðinga sem ekki gátu greint meinsemdina. Elton Læknir sá sem framkvæmdi að- gerðina sagði að Elton John myndi ná fullum bata. Hann þyrfti hins vegar á hvíld að halda. Læknirinn kvaðst hafa fyrirskipað söngvaran- um að tala ekki næstu vikuna og að sögn talsmannsins hefur Elton fylgt þeim fyrirmælum samvisku- samlega. Tengist mar- tröð geðklofa? Chicaco. AP. ^ Chicago, AP. BANDARÍSKIR héldu því fram í gær að menn, Bandaríkin: Heræfing- ar í Alaska vísindamenn sem fengju martröð í svefni allt sitt líf, væru skapandi menn en viðkvæmir og líklega geðklofar eða haldnir ofsóknarkennd, sjúk- legri tortryggni, eða þjáðust af öðrum skapgerðarbrestum. Fimm vísindamenn við Lemuel Shattuck sjúkrahúsið í Boston, rannsökuðu 36 menn á aldrinum Washington, AP. BANDARÍSKA varnarmálaráðu- neytið tilkynnti í gær að um- fangsmiklar heræfingar myndu fara fram í Alaska síðar í þessum mánuði. Æfingarnar munu kall- ast „Brim Frost 87“ og munu rúmlega 14.000 manns taka þátt í þeim. Æfíngar sem þessar fara fram á tveggja ára fresti. Tilgangurinn með þeim er að þjálfa bandaríska hermenn í bardögum í frosthörkum norðurslóða. Áætlað er að æfíngarnar hefjist þann 18. í tveimur stjómstöðvum Bandaríkjahers í Alaska en dagana 23. til 29. janúar munu sjálfar her- æfíngamar fara fram. 20—35 ára, sem höfðu fengið a.m. k. eina martröð eða fjörlegar draumfarir á viku frá unga aldri. Rannsóknunum stjórnaði Dr. Er- nest Hartmann og er hann aðal- höfundur greinar um martraðar- sjúklinga, sem birtist í nýjasta hefti Archives of General Psychiatry, tímarits bandaríska læknasam- bandsins, The American Medical Association. í greininni segir Dr. Hartmann að persónuleikar manna, sem fái martröð hvað eftir annað, hangi eiginlega á bláþræði. Þeir séu einn- ig oft á á mörkum þess að vera sofandi og sofa sjaldnast djúpum svefni. UTHLUTUN HOFUNDARLAUNA í LANDSBANKANUM ER MEÐ HEFÐBUNDNUM HÆTTÞ KJÖRBÓKAREIGENDUR FENGU TÆPAR40 MILLJÓNIR UM ÁRAMÖTIN Kjörbókareigendur hafa gilda ástæðu til þess að vera ánægðir með uppáhaldsbókina sína núna um áramótin. Ársávöxtunin 1986 varð 20,62%, en það jafngildir verðtryggðum reikningi með 5,51% nafnvöxtum. Samt er innstæða Kjörbókarinnar algjöriega óbundin. Kjörbók Landsbankans er góð bók fyrir bjarta framtíð. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.