Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 9 BndsskóKnn Ný námskeið að hefjast fyrír byrj&ndur i€ Hvort námskeið um sig stendur yfir í 11 kvöld, einu sinni í viku. Byrjendanámskeið er á mánudagskvöldum frá kl. 20.15 til 23.15. Framhaldsnámskeiðið er á sama tíma á þriðjudög- um. Námskeiðin hefjast 19. og 20. janúar. Spilað er í Sóknar- húsinu, Skipholti 50a, í rúmgóðum og þægilegum fundarsal. Kennarar: Guðmundur P. Arnarson, Guðmundur Hermannsson, Ragnar Hermannsson. Innritun og frekari upplýsingar fást í síma 27397 milli kl. 14.00 og 18.00 alla daga. FRAM TÖLVUSKÓLI Tilvalið tœkifœri fyrir einstakling ■ fyrirtœki - félagasamtök FRAMSÝN Tölvuskóli er til sölu í heild eóa aó hluta og þá helst til væntanlegs framkvæmdastjóra. FRAMSÝN Tölvuskóli er einn elsti starf- andi tölvuskóli landsins og býóur margs konar þjónustu á svið tölvunotkunar. Fyrirtækið er í fullum rekstri og hefur góó vióskiptasambönd. Áhugasamir leggi inn fyrirspum með nafni til auglýsingadeildar Morgunblaösins, merkt „FRAMSÝN", eigi síðar en á hádegi n.k. þriójudag (13.01.87). ULLORÐINSFRÆÐSLA Verzlunarskóla ÍSLANDS Kennsla hefst 26. janúar. BÓKHALDSBRAUT: Verslunarreikningur, bókfærsla I, rekstrarhag- fræði, tölvunotkun, bókfærsla II, bókfærsla III, tölvubókhald, kostnaðarbókhald. SKRIFSTOFUBRAUT: Vélritun I, bókfærsla I, verslunarreikningur, íslenska, vélritun II, ritvinnsla, lögfræði, skjala- varsla og stjórnun, enska. Innritun er hafin. Ekki komast fleiri en 25 á hvert námskeið. Umsóknareyðublöö fást á skrifstofu Verzlunarskól- ans að Ofanleiti 1, 108 Reykjavík. Hækkunartil- lögur for- manns Al- þýðuflokksins Við þriðju umræðu fjárlaga, 20. desember sl., komu til atkvæða breytingartillögur for- manns Alþýðuflokksins, Jóns Baldvins Hannibals- sonar, við tekjuhlið fjár- lagafrumvarpsins (felldar með 13:42 at- kvæðum). Meðal þeirra vóru: * 1) Nýr stigbreytilegur eignaskattsauki á félög 400 m.kr. * 2) Hækkun tekjuskatts fyrirtækja um 860 m.kr. *3) Hækkun launaskatts um 500 m.kr. * 4) Samtals skatta- hækkun á atvinnurekst- ur 1.760 m.kr. Fyrst er samið um lækkun launaskatts af hálfu ríkisvaldins, sem hluta af mikilvægri kjarasátt. Síðan viU Al- þýðuflokkurinn ekki einvörðungu ganga á það samningsatriði, heldur bæta gráu ofan á svart með hæklam tekjuskatts og sérstökum „eigna- skattsauka". Tvtskinnungur af þessu tagi kann að þjóna áróðurstæknilegum at- riðum, sem eru ær og kýr krata i kosningahugleið- ingum, þar sem sam- hengi orða og gjörða er látið lönd og leið. Slíkur tviskinnungur kann að villa um fyrir þeim, sem taka umhugsunarlaust við áróðursmötun, en ekki hinum, sem skoða málin ofan í kjölinn. Orsök og af- leiðing Jón Sigursson, fyrver- andi þjóðhagsspámaður, og Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, leiddu saman hesta sína um hugsanleg- ar afleiðingar af skatta- hækkunartillögum Alþýðuflokksins i Ríkisútvarpinu nýverið. Helgi Seljan (Abl.) og Jón Baldvin Hannibalsson (A.). Alþýðuflokkur: Álagsaukar á atvinnulífið! Þegar kjarasáttin var gerð í febrúarmánuði sl. var hluti hennar lækkun launaskatts, sem atvinnustarfsemi greiðir, til að gera henni betur kleift að mæta kjarabótum til launþega. Alþýðuflokkurinn stóð í orði kveðnu að baki þessari kjarasátt, sem leitt hefur til verulegr- ar lækkunar verðbólgu, jafnvægis í efna- hagslífi og þjóðarbúskap, vinnuöryggis og hagvaxtar, sem ber uppi allnokkra kaup- máttaraukningu sl. misseri. Síðan snýr Alþýðuflokkurinn við blaði í tillögugerð varð- andi fjárlög 1987. Þá lagði flokkurinn til umtalsverða hækkun launaskatts og annars konar þyngingu á skattabyrði atvinnuvega. Þar sagði Fríðrik m.a.: „í febrúar á sl. ári vann Jón að þvi ásamt öðrum mönnum að lækka skatta af fyrirtækjum í sambandi við kjarasamn- inga, vegna þess að það var talið að þau gætu ekki borgað hærri laun nema að skattar væru lækkaðir. Mér finnst það koma illa heim og saman þegar hann nú í gervi pólitíkuss segir allt ann- að heldur en hann vann þá að, jafnvel þótt hann væri að vinna þá fyrir ríkisstjómina ... það er alveg sama hvaða skatta um ræðir, það þarf að greiða þá með handbæru fé og þeir rýra getu fyr- irtækjanna, sem annað- hvort lýsir sér í því að fyrirtækin verða að hækka verð á vöru og þjónustu eða að það verð- ur að breyta gengi, ef um útflutningsgreinar er að ræða.“ Góðæri Jón Sigurðsson sagði m.a. í umræðunni: „Góðærið reynist okk- ur gjöfulla en við hugðum þegar samið var í febrúar og mér segir nú hugur um að hug- myndin sem uppi er í fjárlagafrumvarpinu um skattana af fyrirtækjum kunni að reynast of lág, ekki vegna þess að skatt- arair verði lækkaðir, heldur vegna þess að út- koman verði betri hjá mörgum fyrirtækj- Friðrik Sophusson sagði af þessu tilefni: „Ég er mjög ánægður með að heyra þetta hjá Jóni, sem er gamall dóm- ari um efnahagsástand- ið... ég er sammála honum um það, að af- koman hafi batnað svo mikið að skattarnir minnki sem hlutfall og undir það get ég vissu- lega tekið. En það breytir þvi ekki að mér finnst eignarskattsleiðin vera kannski versta leiðin. Við leggjum á eignarskatt í dag, reyndar ekki í mjög rniklum mæli. Við leggj- um í aðstöðugjaldinu til að mynda skatta á af- skriftir, m.a. af fasteign- um, þannig að það má segja að þar er kostnað- urinn skattlagður ...“ Friðrik sagði efnislega að í heildarendurskoðun á tekjukerfi ríkisins, sem að er unnið, þurfi að ná tökum á því að skatt- leggja fremur eyðslu, þó áfram verði stuðst við tekjuskatta að einhverju marki. Alþýðuflokkurinn verður að skýra skil- merkilega, hvað fyrir honum vakir með skatta- hækkunarhugmyndum sínum. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lags, hefur gripið þær á lofti og telur þær grund- völl nýrrar vinstri stjóra- ar, ,jafnaðarstjórnar“. Þessi valkostur, .jafnað- arstjóra" Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista, er máske það fyrirbærið, sem kjós- endur verða, ekki sízt, að taka afstöðu til í kom- andi þingkosningum. föndurleir og leir fýrir blómaskreYtingar. MIK3Ð ÚRVAL sendum upplýsingalista. Póstkröfuþjónusta. Höfðabakka 9 Sími 685411 Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! ^ssíma 1 ÍÍÓNUSTA GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÍSLENSKRA GETRAUNA Hér eru leikirnir! Leikir 3. januar 1987 1 X 2 1 Aston Villa - Nott’m Forest 2 Leicester - Sheffield Wed. 3 Liverpool - West Ham 4 Mán. City - Oxford 5 Newcastle - Coventry 6 Q.P.R. - Everton 7 Southámpton - Man. United 8 Wimbledon - Watford 9 Blackburn - Portsmouth 10 Crystal Palace - Derby 11 Sheff. United - W.B.A. 12 Shrewsbury - Ipswich Hringdu strax! 688-322 föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardagakl. 9.00-13.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.