Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 15
knattspyrnu í fyrsta flokki (nú
meistaraflokki) og hlaut sæmdar-
heitið „besta knattspymufélag
íslands". Þeir valsmenn sem best
þekkja til þessa tíma segja það
enga tilviljun að Valur skyldi ein-
mitt á stjómarárum Jóns vinna
þennan sigur. Þar bjuggu að baki
framsýni Jóns og skipulögð vinnu-
brögð. Á þessum ámm var núver-
andi félagsmerki Vals tekið upp en
hugmyndina að því átti Ámundi
bróðir hans. 1927 var farið í keppn-
isferð um Norðurland sem var
stóratburður á þeim tíma. 1931 er
undir foiystu Jóns lagt í það stór-
virki að fara í utanför til Danmerkur
og Noregs. Fararstjórar í þeirri ferð
vom Séra Friðrik og Jón. Þetta var
í fyrsta skiptið sem íslenskt knatt-
spymufélag réðst í það stórvirki að
senda flokk knattspymumanna til
Evrópu. í sambandi við þessa ferð
var skáldsagan „Keppinautar" gef-
in út til fjáröflunar. Fæstir sem
standa fyrir erlendum samskiptum
íþróttamanna í dag gera sér grein
fyrir hvílíkt þrekvirki var unnið við
undirbúning og framkvæmd þessar-
ar ferðar sem stóð í 24 daga. Jón
Sigurðsson dvaldi langdvölum er-
lendis við nám og störf og tók síðan
við erilsömu starfi er hann flutti til
íslands aftur. Hann fylgdist ætíð
náið með starfi Vals og valsmönn-
um hvort heldur var úr fjarlægð
eða nálægð. Nú síðast í vetur mætti
hann á fundi fulltrúaráðs Vals. Jón
var ákaflega áhugasamur um öll
íþróttamál og einlægur í hverju því
verki sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Skilningur Jóns á íþróttum var
fyrst og fremst að gera þátttakend-
ur að betri mönnum og lagði Jón
ætíð áherslu á að menn sýndu
drenglyndi og vilja í verki og leik.
Knattspymufélagið Valur flytur
frú Rögnu og syni þeirra Emi svo
og aðstandendum öllum innilegustu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jóns Sigurðs-
sonar.
Pétur Sveinbjarnarson,
formaður knattsp.fél. Vals.
Að kvöldi 28. desember sl. lést
velgjörðamaður minn og vinur, Jón
Sigurðsson fyrrverandi borgar-
læknir. Undanfarin 3 ár hafði
heilsunni hrakað mjög og margoft
þurfti hann að dvelja í sjúkrahúsi.
I júní sl. heimsóttum við nokkrir
vinir og samstarfsmenn hans um
langan aldur þau hjón, Rögnu og
Jón, .að heimili þeirra í Háuhlíð í
Reykjavík. Á því heimili höfðum við
allir oft notið hinnar sérstöku gest-
risni þeirra hjóna og hins frábæra
útsýnis yfir borgina þeirra beggja.
Erindi okkar var að fagna áttræðis-
afmælis Jóns. Þá þegar var ljóst
að hverju stefndi og næsta líklegt
að afmælisdagamir yrðu ekki fleiri.
Jón Sigurðsson fæddist í Reykja-
vík 29. júní 1906. Hann var komin
af reykvískum ættum í föðurætt
en sunnlenskum í móðurætt. Jón
ólst upp hér í Reykjavík og gekk
menntaveginn. Stúdent varð han
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1926 og embættispróf í læknisfræði
tók hann 1933. Síðar sama ár lá
leiðin til Danmerkur til sérfræði-
náms í berklalækningum.
Eftirlifandi konu sinni, Rögnu
Sigurðsson, kvæntist Jón 1936 og
bjuggu þau í Danmörku allt til árs-
ins 1946. Varð útivist þeirra lengri
en ætlað hafði verið sakir stríðsins
en fjöldi íslendinga lokaðist inni á
meginlandinu af þess sökum. Máttu
þeir búa fjarri ættingjum og vinum
þar sem skuggi stríðsins og hemað-
arátaka grúfði yfir. 1944 eignuðust
þau einkason sinn, Öm, tæknifræð-
ing hjá Rafmagnsveitum ríkisins,
sem búsettur er hér í borg ásamt
konu sinni og bömum.
Árið 1946 urðu mikil umskipti í
lífí fjölskyldunnar. Ákveðið var að
flytja heim til íslands eftir 13 ár í
Danmörku. Þegar heim kom tók Jón
við því starfí, sem varð hans ævi-
starf. Um þetta leyti var Bjarni
Benediktsson borgarstjóri í
Reykjavík en þeir Jón voru æsku-
vinir. Þá vom menn uppteknir af
þeim félagslegu viðfangsefnum,
sem blöstu við, eftir umrót styijald-
aráranna. Á þessum árum var
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987
15
lagður grunnur að byggingu Heilsu-
vemdarstöðvarinnar og Borgarspít-
alans í Fossvogi og borgaryfírvöld
leituðu til Jóns Sigurðssonar um
að taka við nýju embætti á vegum
borgarinnar sem hefði með höndum
stjóm heilbrigðismála hennar.
Fyrsta verkefnið var að renna
nýjum stoðum undir heilbrigðiseft-
irlit borgarinnar. Hefur sá gmnnur,
sem þar var lagður, staðið óbreytt-
ur allt til þessa dags og hin síðari
ár orðið fyrirmynd að uppbyggingu
heilbrigðiseftirlits annars staðar á
landinu. Endurskipulagning heil-
brigðiseftirlitsins táknaði nýja tíma
í þeirri starfsemi — ný vinnubrögð
vom innleidd og á skömmum tíma
urðu stakkaskipti í hreinlætis- og
hollustumálum Reykvíkinga. For-
vamarstarfið í heilbrigðiseftirliti
hefur oftast staðið í skugga aðgerða
til að bæta tjón sem þegar er orðið
af völdum veikinda og slysa. Af
hugrekki og eldmóði stóð Jón Sig-
urðsson fyrir sífellt þróttmeira
starfí í heilbrigðiseftirlitinu sem í
dag er hvarvetna sýnilegt.
Þegar Jón Sigurðsson kom til
starfa stóð yfir undirbúningur að
byggingu Heilsuvemdarstöðvar
Reykjavíkur. Það varð hlutverk
hans að taka sæti í fyrstu stjóm
stöðvarinnar og eiga þátt í að móta
starf hennar frá byijun. Skipulagn-
ing á starfínu í upphafí var vanda-
verk og átti Jón þar ágæta
samstarfsmenn, þá Sigurð Sigurðs-
son, þáverandi berklayfirlækni og
borgarfulltrúa, og Gunnar Möller,
forstjóra Sjúkrasamlags Reykjavík-
ur. Jafnt og heilbrigðiseftirlitið varð
Heilsuverndarstöðin í Reykjavík
brautryðjandi á sínu sviði og fyrir-
mynd annarra stærri bæjarfélaga
um flest er horfði að heilsuvemdar-
málum. Jón Sigurðsson var í forystu
um sjúkrahúsmál Reykvíkinga frá
upphafí starfa sinna. Hann var kjör-
inn í bygginganefnd Bæjarsjúkra-
hússins í Fossvogi eins og
Borgarspítalinn hét þá og átti hvað
mestan þátt í að koma framkvæmd-
um áfram og ljúka þeim þegar þær
virtust komnar í strand skömmu
eftir 1960. Jón gegndi formennsku
í sjúkrahúsnefnd borgarinnar frá
1960 en það var fyrsta stjóm
sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar.
Árið 1970 tók gildi ný skipan stjóm-
ar heilbrigðismála borgarinnar með
stofnun Heilbrigiðismálaráðs
Reykjavíkurborgar en undir það
heyrðu heilbrigðiseftirlitið, Heilsu-
vemdarstöðin og sjúkrastofnanir
borgarinnar. Jón Sigurðsson var
sem borgarlæknir framkvæmda-
stjóri heilbrigðismálaráðsins.
Auk þeirra starfa á vettvangi
heilbrigðismála borgarinnar, sem
þegar hafa verið nefnd, sinnti Jón
fjölmörgum öðmm verkefnum sem
of langt mál yrði upp að telja. í því
sambandi má þó nefna sérstaklega
starf hans til að bæta almenna
læknisþjónustu í borginni. Hann
gegndi formennsku í læknisþjón-
ustunefnd Reykjavíkurborgar sem
skilaði viðamiklu áliti um þau mál
árið 1967. Tillögur þeirrar nefndar
em án efa helsti gmndvöllur laga-
ákvæða um heilsugæslustöðvar sem
komu fram á þingi 1972. Hér hafði
Reykjavíkurborg undir forystu Jóns
Sigurðssonar því enn brautryðj-
endahlutverk á sviði heilbrigðismála
í landinu.
Árið 1949 var héraðslæknis-
embættið í Reykjavík sameinað
borgarlæknisembættinu. Verkefni
héraðslæknisembættisins komu því
til viðbótar hinum ýmsu störfum
hans fyrir borgina og því var starfs-
dagurinn langur öll þau 28 ár sem
hann gegndi embætti. Starfi hér-
aðslæknisins fylgdu ýmisleg störf
svo sem að hafa umsjón með öllum
heilbrigðismálum í Reykjavík og sjá
um að lögum og reglum um þau
efni væri framfylgt, eftirlit með
heilbrigðisstarfsmönnum, gerð heil-
brigðisskýrslna, sóttvarnir og
margt fleira.
Jón Sigurðsson tók einnig þátt í
margvíslegum félagsstörfum og
margskonar líknarefni áttu hug
hans. Hann átti sæti í stjóm Rauða
kross deildar Reykjavíkur og Rauða
kross íslands, þar af formaður hins
síðarnefnda í allmörg ár. Hann var
formaður stjómar Skálatúnsheimil-
isins um árabil. Hann sinnti einnig
málefnum stéttar sinnar og sat í
stjóm Læknafélags íslands um 6
ára skeið. Heiðursfélagi var hann í
Læknafélagi Reykjavíkur. íþrótta-
mál áttu og hug hans og gegndi
hann ýmsum trúnaðarstörfum í
íþróttahreyfingunni.
Af því sem hér hefur verið rakið
má sjá, að Jón Sigurðsson hafði átt
ótrúlega erilsaman og fijóan starfs-
dag þegar hann lét af embætti fyrir
aldurs sakir árið 1974. Ekki lagði
hann þó árar í bát. Hann tók að
sér ýmis verkefni, m.a. fyrir undir-
ritaðan, og átti ég því láni að fagna
að eiga hann að samstarfs- og leið-
sögumanni í allmörg ár eftir að
hann lét af embætti sínu. Öllum
störfum sínum gegndi Jón af mik-
illi alúð og samviskusemi. „Þeim
sem er trúr yfír litlu verður trúað
fyrir miklu." Ekkert verkefni var
svo smávægilegt að hann kastaði
til þess höndunum.
Jón var bæði glæsilegur og virðu-
legur í framkomu og aldrei frá-
hrindandi. Hann var hlýr við
viðmælendur sína og tók öllum vel,
bæði háum og lágum. Hann var
afar húsbóndahollur og stóð vörð
um hlut borgarinnar í stóru sem
smáu. Svo sem eðlilegt er komu upp
mörg álitaefni í starfí hans þar sem
greina þurfti milli ríkisins annars
vegar og borgarinnar hins vegar. í
slíkum málum var Jóni hlutverk og
frumkvæði borgarinnar ávallt efst
í huga og var það honum keppi-
kefli að Reykjavíkurborg væri
ríkinu fremri um ýmis þau mál sem
horfðu til framfara í þjónustu við
borgarana. Jón var því í starfi sínu
einhver besti liðsmaður sveitarfé-
laganna í landinu og vildi sjálfstæði
þeirra, sem mest.
í einkalífi sínu var Jón mikill
gæfumaður. Þau hjónin Ragna og
Jón voru ákaflega samhent og sam-
rýnd og nutu margra sameiginlegra
áhugamála. Þau byggðu sér heimili
á frábærum útsýnisstað við
Háuhlíð, á einum fegursta stað í
borginni. Heimili þeirra var sann-
kallað menningarheimili, fágað og
fallegt, og margir voru þeir gestir,
bæðir erlendir og innlendir, sem
nutu dvalar hjá þeim. Svo lengi sem
ég þekkti til höfðu þau Ragna þann
vana að eyða sumarleyfum sínum
innanlands. Á hveiju sumri lögðu
þau upp með tjald og annan viðlegu-
búnað og fylgdu góða veðrinu eftir
um leið og þau nutu fegurðar og
kyrrðar í ríki íslenskrar náttúru. Jón
var vanur að segja að hinn árlegi
tjaldtúr væri sú endumæring sem
hann þyrfti til að standa gegnum
erfíði og álag hins daglega starfs.
Starfí Jóns fylgdu ýmis samskipti
við erlenda aðila og á þeim vett-
vangi voru þau Ragna og Jón
glæsilegir fulltrúar lands síns og
þau nutu eftirtektar og virðingar.
Þegar ég horfí yfír ævi Jóns Sig-
urðssonar eins og hún er mér kunn
er mér efst í huga að þar hafí far-
ið fágætur láns- og mannkostamað-
ur. Það er mitt lán að eiga mikið
undir slíkum manni og til hans yfír
landamærin sendum við, ég og kona
mín, einlægar hjartans þakkir. Við
hjónin sendum Rögnu, Emi og fjöl-
skyldu hans innilegar samúðar-
kveðjur.
Skúli G. Johnsen
Jón Sigurðsson, fyrrverandi
borgarlæknir, er látinn, eftir erfiða
sjúkdómslegu. Hann var skipaður
tiorgarlæknir 1948, en skömmu
síðar lágu leiðir okkar saman, er
ég var ráðinn starfsmaður heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkurborgar.
Borgarlæknisembættið var þá til
húsa í Austurstræti 10, í þremur
herbergjum á efstu hæð hússins.
Þegar ég nú lít til baka koma fram
í hugann bæði minningar og hug-
sýnir af manninum Jóni Sigurðs-
syni, sem era mér mjög kærar og
ætíð munu fylgja mér.
Eg minnist embættismannsins
Jóns Sigurðssonar, sem helgaði all-
an sinn tíma og alla sína starfs-
krafta því starfí sem hann hafði
tekið að sér. Hann var brautryðj-
andi heilbrigðiseftirlits hér á landi,
og þurfti sem slíkur að taka til
hendi á ýmsum sviðum þjóðlífs okk-
ar, sem á þeim tíma var vissulega
ekki vanþörf á.
Á þeim árum var öll lúða- og
önnur hreinsun í borginni undir
stjóm borgarlæknis og fyrir for-
göngu Jóns Sigurðssonar var
grettistaki lyft við að fegra og
hreinsa borgina. Allt heilbrigðis- og
matvælaeftirlit var þá í algjörri
mótun og skilningur á nauðsyn
þess var oft á tíðum afar takmark-
aður.
Brautryðjandastarfí þessu sinnti
Jón Sigurðsson af festu, en þó um
leið af umburðarlyndi og skilningi.
Kærleiki hans til meðbræðra sinna
var mikill og viljinn til þess að leysa
vandamálin á sem sársaukaminnst-
an hátt var ávallt fyrir hendi.
Annað einkenni Jóns Sigurðsson-
ar sem embættismanns var sérstök
hollusta við það bæjarfélag sera
hann vann fyrir og þá menn og
aðilja sem hann átti samstarf við
og tengdust á einn eða annan hátt
verksviði embættis hans.
Á hátíðarstundum minnist ég
Jóns Sigurðssonar sem hins glæsi-
lega yfírmanns, er við starfsmenn-
imir báram virðingu fyrir, hvort
sem það var um áramót, þegar
hann þakkaði starfsfólki Heilsu-
vemdarstöðvar Reykjavíkur vel
unnin störf liðins árs, eða við önnur
sérstök tækifæri.
Kærast er mér þó sú minning,
sem tengd er Jóni Sigurðssyni sem
vini og samstarfsmanni. Á þeim
tæplega 40 áram, sem ég átti því
láni að fagna að þekkja hann, bar
aldrei skugga á vináttu okkar.
Hann var ávallt hinn heilsteypti og
sanni maður, sem gott var að leita
til, bæði sem vinur og embættis-
maður.
í huga mínum á ég dýrmætar
minningar um samverastundir á
heimili Rögnu og Jóns. Þar ríkti
ávallt sérstök friðsæld og einstök
gagnkvæm tillitssemi.
Ragna mín og Örn, það er þakk-
arefni og mikil gjöf að hafa átt Jón
Sigurðsson fyrir lífsföranaut. Guð
biessi minningu hans.
Þórhallur Halldórsson
Svava Bernharðsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Bryndís Pálsdóttir.
Fiðluleikur
Tönlist
Jón Ásgeirsson
Sú kynslóð sem valdi sér leið á
snið við stefnumótandi áróður
skemmtiiðnaðarins sl. tuttugu ár-
in og tókst að finna sér aðra leið
að tónlistinni en gegnum glans-
hlið vinsældalistarinnar, er nú á
þessum áram að skila af sér, eft-
ir langan og strangan námstíma,
sem ekki hefur ávallt verið þeim
átakalaus eða tími þæginda. Þijár
ungar stúlkur sem eiga að baki
strangt og erfitt nám í fíðluleik
héldu mjög sérstæða tónleika sl.
miðvikudag í Áskirkju og fluttu
tónverk eftir Dvorák, Martinu,
Mozart og Kodaly. Það sérstæða
við þessa tónleika, var að á efnis-
skránni vora dúettar og tríó, sem
alla jafna era ekki algeng við-
fangsefni á tónleikum og trúlega
fátítt sem eina efni heilla tón-
leika. Öll era verkin ágætar
tónsmíðar og býsna margbreyti-
leg í gerð og stíl. í Terzetto eftir
Dvorák og Serenöðu eftir Kodaly
léku Auður Haraldsdóttir og
Bryndís Pálsdóttir á fiðlur en
Svava Bernharðsdóttir á lágfiðlu.
í Þremur madrigölum eftir Mart-
inu og Duo nr. 2 eftir Mozart,
skiptu þær með sér verkum. Auð-
ur og Bryndís munu ljúka
BM-prófi í vor en Svava hefur
þegar lokið Master-prófi og
stefnir á doktorspróf, svo að hér
era á ferðinni hámenntaðir tón-
listarmenn. í leik þeirra mátti
heyra margt fallega gert, t.d. í
Serenöðunni eftir Kodaly, sem er
sérlega fallegt verk, og einnig í
Þremur madrigölum eftir Mart-
inu, léttu og leikandi verki, sem
oft var mjög fallega leikið. I Terz-
ettinn eftir Dvorák vantaði
nokkuð af sérkennilegum blæ-
brigðum sem orðið hafa til í
undarlegum bræðslupotti
mannlífs í Suður-Evrópu og Moz-
art er ávallt hættulega viðkvæm-
ur.
í heild vora tónleikarnir mjög
skemmtilegir og vel uppfærðir og
ljóst að hér era á ferðinni góðir
tónlistarmenn, sem líklegir era til
stórra átaka í framtíðinni.