Morgunblaðið - 14.01.1987, Síða 6

Morgunblaðið - 14.01.1987, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14, JANÚAR 1987 í eldlínunni * Ieldlínunni nefnist nýr þáttur á Stöð 2. Er þætti þessum ætlað pláss á mánudögum klukkan 19:55 og skil- greinir stjómandinn, Jón Óttar Ragnarsson, svo markmið þáttarins: Verður í þessum þætti fjallað um ágreiningsmál líðandi stundar, viðtöl við fólk, sem tengjast þeim, sem og annað áhugavert fólk. Ekki veit ég gjörla hvaða einstaklingar teljast „áhugavert fólk“ en í þennan fyrsta þátt hóaði Jón Óttar í Einar Sigurðs- son, útvarpsstjóra Bylgjunnar, Ingva Hrsifn Jónsson, fréttastjóra ríkissjón- varpsins, og Kjartan Gunnarsson, formann útvarpsréttamefndar, einnig var spjallað við manninn á götunni og svo Markús Öm, útvarpsstjóra. Og um hvað var rætt? Nú, auðvitað Qölmiðlabyltinguna? Jón Óttar hóf umræðuna á því að lýsa því yfír að hann sæti ekki í stóli spyrils heldur væri sem einn úr hópn- um. Stóð Jón Óttar við þá yfirlýsingu. Annars vorkenndi ég Ingva Hrafni í þessum þætti. Fréttimar í ríkissjón- varpinu á fullum dampi og þama sat sjálfur fréttastjórinn í gestastofu Stöðvar 2 og ræddi um fjölmiðlabylt- inguna. Var máski Ingvi Hrafn að mótmæla hringli pólitísku varðhund- anna í útvarpsráði með fréttatímann? Á hitt ber að líta að það fór svo sem ekki illa um Ingva Hrafn í gesta- stofu Stöðvar 2 þar sem gróskumikla pálma bar við fagrar súlur. Slíkur er háttur þeirra stöðvarmanna er leggja mikla áherslu á hið svokallaða Casa- útlit og er það vel. Nútímamaðurinn vill lúxus, ekki aðeins heimafyrir held- ur og í sjónvarpssal og svo er Jón Óttar í nýjum fötum nánast í hvert sinn er hann birtist á skerminum, en í þetta sinn brotnaði ljósið óþægilega á fötum sjónvarpsstjórans. Hefír fjölmiðlarýnirinn alveg gleymt umræðuefni hinna vísu manna? Ekki alveg. Einkum eru minnisstæð viðbrögð þeirra er rætt var við í Austurstræti. Þar voru menn á einu máli um að aukið frelsi í út- varpsmálum væri af hinu góða. En hvað sögðu hinir „áhugaverðu" gestir Jóns Óttars um málið? Einar hamraði að venju á nauðsyn þess að svipta Ríkisútvarpið auglýsingunum þannig að það gæti betur gegnt sínu mikils- verða menningarhlutverki. Kjartan, formaður útvarpsréttamefndar, varp- aði fram þeirri hugmynd að fréttastof- ur Ríkisútvarpsins yrðu lagðar niður svona í kríngum árið 2000 og Jón Óttar kvartaði yfír því að Ríkisútvarp- ið hefði á hálfrar aldar ferli ekki fest á fílmu íslendingasögumar. Fleira bar að sjálfsögðu á góma og varðist Ingvi Hrafn vel. Rek ég ekki frekar þessa viðureign, en á næstunni mun ég ef til vill freista þess að skoða hér ýmis athugunarefni varðandi fjölmiðlabylt- inguna er bar á góma ( þessu fyrsta návígi Stöðvar 2. Aðeins smá athuga- semd um hið „áhugaverða" fólk er Jón Óttar hyggst boða til návígis. Hver er áhugaverður og hver ekki í vom litla samfélagi? Eru máski fjöl- miðlamenn, stjómmálamenn og framhleypnir listamenn eina „áhuga- verða" fólkið í vom samfélagi? Eitt sinn hringdi undirritaður á leigubfl, sem er svo sem ekki saga til næsta bæjar. Ég nefndi áfangastaðinn og sökk svo í lottódraumana í mjúku aftursætinu. Einhvem veginn fór nú svo að ég lenti á kjaftatöm er leið á túrinn og sat lengi í bflnum á áfanga- stað. Reyndist leigubflstjórinn hafa frá svo mörgu áhugaverðu að segja að ég átti erfítt með að yfirgefa btlinn. Maður þessi var utan af landi og em minnisstæð lokaorðin þá hann kvaddi: Það er verst héma í flölmenninu að maður hverfur gersamlega, er ná- kvæmlega ekki neitt. Ég hef oft hugsað til þessara um- mæla leigubflstjórans er gömlu andlit- in birtast á skjánum. Er endilega víst að þetta fræga fólk sé „áhugaverð- ara“ en maðurinn á götunni? Hvemig stendur til dæmis á því að ekki vom kvaddir til i sjónvarpssal verkamenn við höfnina að ræða Dagsbrúnar- samningana? Er hinn almenni maður máski ekki áhugaverður nema andar- tak í Austurstrætinu eða niðrá höfn? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Bylgjan: Pétur Steinn á Bylgjunni ■■■■ í morgun klukk- 1 >100 an tíu til ellefu mun Pétur Steinn bíða við síma 611111 á Bylgjunni og geta menn þá sungið uppá- haldslögin fyrir hann, en hann leikur þau síðan — ásamt söng þess sem lags- ins óskar — um eftirmið- daginn, frá klukkan tvö til fímm. Að sögn Péturs Steins er hann yfírleitt rúmar 50 mínútur við símann, en á þeim tíma tekur hann við um 40 lagabeiðnum. Geri aðrir betur! Pétur Steinn hefur haft þennan háttinn á miðvikudagsþáttum sínum frá því í haust, en miðað við símhringingam- ar er þetta með vinsælla dagskrárefni Bylgjunnar. Greinilegt er að lög eru mis sönghæf, en vinsæl- asta lagið frá byijun hefur verið lagið „Vertu ekki að plata mig“ eftir Björgvin Halldórsson. Pétur Steinn sagði að þess væru að at- vinnusöngvarar hefðu hringt inn að gamni sínu og beðið um hin og þessi lög. Um daginn kom það t.d. fyrir að hringt var og sungið lagið „Sentimental Joumey" með Ellu Fitz- gerald, en söngurinn í símanum var svo góður að aldrei kom til greina að leika lagið með Ellu. Pétur Steinn sagði að lokum að í þáttum sínum reyndi hann að leggja áherslu á létta og leikandi tónlist, enda hefði hið tal- andi orð verið ríkjandi frá hádegi og fram að þætti sínum, en eftir hann hæfí Hallgrímur Thorsteinsson rabb sitt í Reykjavík síðdegis. Pétur Steinn í hljóðnámu Bylgjunnar. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 14. janúar 6.45 Veöurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lensar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund barn- anna: „Hanna Dóra" eftir Stefán Jónsson. Ragnheiöur Gyöa Jónsdóttir les (8). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiö úrforustugreinum dagblaöanna. 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir 10.30 Áöur fyrr á árunum Umsjón: Ágústa Björnsdótt- ir. 11.00 Fréttir 11.03 Islenskt mál Endurtekinn þáttur frá laug- ardegi sem Guðrún Kvaran flytur. 11.18 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 i dagsins önn Börn og skóli. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 Miðdegissagan: „Menningarvitarnir" eftir Fritz Leiter. Þorsteinn Ant- onsson les þýöingu sína (9). 14.30 Segöu mér aö sunnan Ellý Vilhjálms velur og kynn- ir lög af suörænum slóöum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þóröardóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veöurfregnir 16.20 Barnaútvarpiö Stjórnendur: Vernharður Linnet og Sigurlaug M. Jón- asdóttir. 17.00 Fréttir 17.03 Síödegistónleikar a. „Ugluspegill", tónaljóö op. 28 eftir Richard Strauss. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur; Claudio Abbado stjórnar. b. Fiölukonsert í b-moll op. 61 eftir Edward Elgar, fyrsti þáttur. Itzhak Perlman og Sinfóniuhljómsveitin í Chicago leika; Daniel Bar- enboim stjórnar. 17.40 Torgiö Samfélagsmál. Umsjón: Bjarni Sigtrygsson og Anna G. Magnúsdóttir. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar. Tónleikar 19.50 Fjölmiölarabb Guörún Birgisdóttir flytur. 20.00 Ekkert mál Bryndís Jónsdóttir og Sig- uröur Blöndal sjá um þátt fyrir ungt fólk. 20.40 Aö tafli Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 21.00 Létt tónlist 21.20 Leiklist í New York Fyrsti þáttur af þremur. Árni Blandon tók saman. Lesar- ar: Júlíus Brjánsson og Gisli Rúnar Jónsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. Tónleikar 22.35 Hljóö-varp Ævar Kjartansson sér um SJÓNVARP áJi. Tf MIÐVIKUDAGUR 14. janúar 18.00 Úr myndabókinni 37. þáttur. Bamaþáttur meö innlendu og erlendu efni. Umsjón: Agnes Johansen. Kynnir Sólveig Hjaltadóttir. 18.55 Hvalir gráta ekki (Whales Weep Not) — Bandarísk heimildamynd um hvali og lifnaðarhætti þeirra, hvalveiöar og rann- sóknarstörf. Þýöandi Óskar Ingimarsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Prúöuleikararnir — Valdir þættir 15. Meö Madeline Kahn. Brúöumyndasyrpa meö bestu þáttunum frá gullöld prúðuleikara Jim Hensons og samstarfsmanna hans. Þýöandi Þrándur Thorodd- sen. 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 I takt viö tímann Blandaöur þáttur um fólk og féttnæmt efni. Umjónar- menn: Ásdís Loftsdóttir, Ásthildur Bernharösdóttir og Ólafur Hauksson. 21.30 Sjúkrahúsiö I Svarta- skógi (Die Schwarzwaldklinik) — Sautjándi þáttur. Þýskur myndaflokkur sem gerist meöal lækna og sjúklinga í sjúkrahúsi í fögru héraöi. Aðalhlutveik: Klausjúrgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Hehn, llona Grúbel, Angelike Reissner og Karin Hardt. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.15 Nýjasta tækni og vísindi Umsjónarmaður Siguröur H. Richter. 22.40 Sagan af brauöinu dýra Endursýning — Halldór Lax- ness les sögukafla úr Innansveitarkróniku sinni. Vatnslitamyndir: Snorri Sveinn Friöriksson. Dag- skrárgerö: Ólafur Ragnars- son. Áður I sjónvarpinu 24. desember sl. 23.05 Fréttir í dagskrárlok STOD TVO MIÐVIKUDAGUR 14. janúar 17.00 Belarus-skjölin (The 8elarus File). Bandarísk kvikmynd meö Telly Savalas og Max Von Sydow í aöal- hlutverkum. Liösforinginn Theo Kojack snýr aftur til lögreglunnar í New York eft- ir 7 ára fjarveru og tekur aö rannsaka nokkur morö á öldruöum, landflótta Rúss- um. Hann rekur sig fljótlega á aö máliö gæti orðiö tor- sótt, því skjölin um þá eru merkt sem trúnaöarmál hjá Útlendingaeftirlitinu. 19.00 Teiknimynd. Mikki mús og Andrés önd. 19.30 Fréttir. 19.55 Dallas. Bandarískur framhaldsþáttur. 20.45 Hardcastle og McCormick. Bandarískur myndaflokkur. Spennandi þáttur með gamansömu ívafi. 21.30 Sigurboginn (Arch Of Triumph). Bandarísk kvik- mynd frá 1984 með Ant- hony Hopkins, Lesley Ann-Down og Donald Pleasence í aöalhlutverk- um. Mynd þessi gerist í París í byrjun síöari heims- styrjaldarinnar. Sagan segir frá Ravic sem hefur flúið undan oki nazista og sest ólöglega aö í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir unga og fall- ega stúlku í sjálfsmorös- hugleiöingum. Hann telur hana ofan af því, en sam- band þeirra gengur ekki stórslysalaust. Leikstjóri er Waris Hussein. 23.00 Tilgangur lífsins (Mean- ing of Life). Bresk gaman- mynd frá 1983, gerö af hinum vföfræga Monty Python-hópi. Helstu vanda- mál lífsins eru brotin til mergjar á nýstárlegan hátt og þess freistaö aö leysa lífsgátuna. Leikstjóri er Terry Jones. Myndin er ekki viö hæfi barna. 00.50 Dagskrárlok. þátt i samvinnu viö hlust- endur. 23.10 Djassþáttur Tómas R. Einarsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 14. janúar 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolþrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meöal efnis: Gestaplötu- snúöur og getraun. 12.00 Hádegisútvarp meö fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Kliður. Þáttur í umsjá Ólafs Más Björnssonar. 15.00 Nú er lag. Gunnar Sal- varsson kynnir gömul og ný úrvalslög. 16.00 Taktar. Stjórnandi: Heiöbjört Jóhannsdóttir. 17.00 Erill og ferill. Erna Arnar- dóttir sér um tónlistarþátt blandaöan spjalli viö gesti og hlustendur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. Tónlistarkvöld Rfklsútvarps- ins. (Útvarpað um dreifi- kerfi rásar tvö.) 20.30 Samnorrænir tón- leikar í Berwald-höllinni í Stokkhólmi 31. október sl. Stjórnandi: Esa Pekka Sal- onen. Einleikari: Antonio Meneses. a. „Celestial Mechanics" eftir Anders Hillborg. b. Sellókonsert í a-moll op. 129 eftir Robert Schumann. c. Sinfónia nr. 5 í c-moll op. 67 eftir Ludwig van Beet- hoven. Rætt viö tónskáldiö Anders Hillborg og stjórnandann Esa-Pekka Salonen. Um- sjón: Sigurður Einarsson. (Hljóöritun frá sænska út- varpinu.) 22.30 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.15 Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæöisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni - FM 90,1 18.00-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Héöan og þaðan. Umsjón: Gisli Sigurgeirsson. Fjallaö er um sveitarstjórnarmál og önnur stjórnmál. ,989 UWIJZJ IDAGUR 14.janúar 07.00—09.00 Á fætur meö Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist meö morgunkaffinu. Siguröur litur yfir blööin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Opin lína til hlustenda, mataruppskrift og sitthvaö fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aöi meö Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla viö fólk. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síödegispoppiö og spjall- ar viö hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síödegis. Hallgrímur leikur tónlist, litur yfir fréttirnar og spjallar viö fólk sem kemur viö sögu. 19.00—21.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson, leikur tónlist og lítur á helstu atburöi i íþróttalífinu. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á miövikudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00—24.00 Vökulok. Ljúf tónlist og fréttatengt efni. Dagskrá í umsjá frétta- manna Bylgjunnar. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsiogar um veöur. ALFA Krlstileg útvarpsstM. FM 102,9 MIÐVIKUDAGUR 14. janúar 13.00—16.00 Hitt og þetta umsjón John Hansen. 20.00—22.00 „Poppmais", þáttur fyrir unglinga í um- sjón þeirra Magnúsar Jónssonar og ívars Hall dórssonar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.