Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 15 Stigar eða ekki stigar eftir Jónas Ragnarsson Astæðan fyrir þessum skrifum mínum er grein sem birtist í Morg- unblaðinu 6. desember sl. undir fyrirsögninni „6 stigar á bryggjunni í Njarðvíkurhöfn“. I grein þessari er talað við Mein- ert Nilssen hafnarvörð í Njarðvík og vitnað í viðtal við mig sem birt- ist í Morgunblaðinu 5. desember en ástæða þess viðtals var að skip- veijar á Skeiðsfossi björguðu manni úr Njarðvíkurhöfn. Meinert segir í viðtalinu: „Það eru sex stigar á bryggjunni á þeim kafla Njarðvíkurhafnar þar sem Skeiðsfoss lá og þar af eru tveir í 10—12 metra fjarlægð sitt hvoru megin við staðinn sem mann- inum var bjargað upp á bryggjuna." Síðar í greininni segir: „Meinert sagði að sennilega hefðu björgunarmennimir ekki séð stigana í náttmyrkrinu og auk þess hefði sjálfsagt verið fát á þeim eins og eðlilegt var. Þegar hann var spurður hvort ekki væri sjálfsagt að merlq'a stigana þannig að þeir sjáist betur, svaraði hann að auðvit- að væri aldrei of mikið að gert hvað öryggisþætti varðaði. Þó gæti slíkt varla orðið til gagns þegar snjór er yfir öllu, eins og var þegar skipveijamir á Skeiðsfossi björguðu manninum úr Njarðvíkurhöfn." Ég held að allir hljóti að sjá að bryggjustigar, sem ekki sjást nema í björtu og við bestu skilyrði, þjóna ekki nema að litlu leyti tilgangi sínum, þegar hver mínúta getur skipt máli. Slysin verða oftast við verstu skilyrði, hræddur er ég um að fáir geti beðið lengi í köldum sjó eftir að birti. Vel er hægt að merkja stiga þessa þannig að sjáist í myrkri og, þegar snjór er yfír öllu. Vil ég benda á höfnina á Rifí máli mínu til stuðn- ings en þar eru ljós í bryggjunni efst í hveijum stiga og sjást þeir mjög vel frá sjó og fyrir þann sem í sjónum er. Málið er ekki leyst með því að segja að merkingar verði varla til gagns þegar snjór er yfír öllu og gleyma öllu saman. Því hér er um alvarlegt mál að ræða og verði ekkert gert til úrbóta gæti það jafnvel kostað mannslíf því ekki er víst að neinn verði á bryggj- unni næst ef maður fer í sjóinn. Hvað stigana 6 varðar, sem eru í bryggjunni á þeim kafla sem Skeiðsfoss lá, hefðu sjálfsagt fáir þeirra orðið að gagni í þessu tilviki. í fyrsta lagi vegna þess að skip- ið lá fyrir þeim og í öðru lagi, sem er ennþá alvarlegra, gengur bryggjukanturinn út yfír stigana. Hætt er við að sjóblautur og mátt- vana maður eigi erfitt með að vega „Ég held að allir hljóti að sjá að bryggjustigar, sem ekki sjást nema í björtu og við bestu skil- yrði, þjóna ekki nema að litlu leyti tilgangi sínum, þegar hver minúta getur skipt máb.“ sig upp á bryggjuna og gæti jafn- vel fallið út í aftur. Sums staðar á landinu er tekið skarð inn í bryggju- kantana þar sem stigamir eru til þess að auðveldara sé að komast upp á bryggjuna og er það til mik- illa bóta, einnig er þá betra að sjá stigana ofan frá, jaftivel þó að snjór sé á bryggjunni og fát á mönnum. Enginn stigi er á suðurendanum á norðurgarðinum í Njarðvík þar sem bifreiðin fór fram af en gæti vel verið 10—12 m frá honum þó svo við kæmum ekki auga á þá. Nú má enginn halda að höfnin í Njarðvík sé verri en margar aðrar hafnir víðsvegar um landið, því miður er ástandið jafnvel enn verra sums staðar. En væri ekki rétt að reyna að- byrgja brunninn áður en bamið dettur ofan í og reyna að gera meira hvað öryggisþættina varðar bæði í Njarðvík og annars staðar á landinu. Höfundur er 1. stýrimaður á ms. Skeiðsfossi. 3 9 ákr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 1071 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. W á kr. 907.200.000. ARGUS/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.