Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 Horft inn í opið helvíti Leiklist Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Akureyrar. Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari eftir Mark Medoff. Þýðing Stef- án Baldursson. Lýsing Ingvar Björnsson. Leik- mynd Orn Ingi Gíslason. Búningar Freygerður Magnúsdóttir. Leikstjórn Pétur Einarsson. Þeir, sem vilja sitja í nota- legri kyrrð, ættu alls ekki að hætta sér á sýningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu „Hvenær kemurðu aftur rauðhærði ridd- ari“, eftir bandaríska leikskáldið Mark Medoff. Hún er ekkert hugljúft ævintýri á gönguför, sýningin sú, heldur er allur gangurinn hastur og vægast sagt óþægilegur, þegar fram í sækir; já, ógnvænlegur og log- andi sár. Og þá er von að spurt sé: — Er nokkur ástæða til þess að fara í leikhúsið og láta sér líða illa? — Og svarið verður: — Alls ekki, ef þú vilt sitja í næði í öruggu sæti og njóta þeirra forréttinda, að búa utan alfara- leiðar þar sem lítil sem engin hætta er á óvæntu ofbeldi, já, á heimsóknum siðlausra manna eða sturlaðra, sem einskis svífast og svívirða heiðvirt fólk, misþyrma því og ógna lífí þess og limum. Það kemur okkur svo sem ekkert við hér norður við Dumbshaf, þótt þessi ofbeldis- alda fari með ýmsum hætti og svip eins og sinueldur um heims- byggðina og þá ekki síður um hin „vel kristnu" Vesturlönd. Ég leyfí mér að setja þessa síðustu fullyrðingu innan gæsa- lappa, því þverbrestimir í trú- arlífí o g almennu kristnu siðgæði eru nú miklu fremur orðnir að gapandi gjám í þeim heimshluta heldur en þeir minni á dálitlar sprungur í vegg, sem auðvelt væri að gera við með einhveiju andlegu spartli eftir vel auglýsta slökunarmeistara. Astandið er raunar orðið með þeim hætti, að á líðandi stundu er hægt að taka undir þau orð séra Kaj Munks, sem hann mælti um starfsbræður sína á styrjaldarárunum, að þeir hefðu „sogið kæ-æ-ærleika inn með bamstúttunni. I hörðum heimi tala þeir alltof oft máli link- unnar. Þeir „skipta sér ekki af pólitík". Þeir prédika frið, hvað sem það kostar, til uppbygging- ar djöflinum, sem hefur síður en svo á móti því, að hið illa njóti friðar til þess að breiðast út“. Raunar er leikhúsið að nokkm leyti að taka hér ómakið af prestunum með því að sýna áhrifamikla dæmisögu og aðvör- un í leikformi, sem, þegar grannt er skoðað, er alls ekkert ógeð- felldari en snilldarverk eins og Makbeð eftir William Shakespe- are eða ýmis blóðidrifín kon- ungaleikrit hans. Við megum ekki gleyma því, að heimurinn hugsar í öðram myndum nú og talar í öðra formi. Því verða menn ekki vaktir til vitundar um það, sem miður fer, á annan hátt en þennan. Það er talað um ógn eyturlyfjavandans, um óprúttna gróðamenn erlenda og innlenda, sem með leynd standa Skúli Gautason, Guðrún Marinósdóttir, Marinó Þorsteinsson og Inga Hildur Haraldsdóttir í hlutverk- um BÍnum. ári, er erlendir gestir komu til landsins og eyðilögðu atvinnu- tæki, unnu milljónatjón og komust síðan undan, enda gerði enginn ráð fyrir slíkum ævintýr- um í svo öraggu skjóli. Þannig má á ýmsan hátt vekja athygli á tímabærri ádeilu, sem felst í þeirri ógnþrangnu morg- unstund, sem okkur er sýnd á „dinemum" hans Clarks í leik- húsinu á Akureyri. En leikritið er þó miklu marg- slungnara. Samskipti persón- anna, sem höfundur leiðir fram, verða með þeim hætti, að mis- kunnarlaus veraleikinn kippir stoðum eða stöplum undan þeim myndum, sem þær höfðu áður gert af sjálfum sér, meðan allt lék í lyndi. Hugrekki þrýtur, hetjulundin reynist tálsýn, þegar á reynir. Svo langt er gengið að mannleg átök, sem eiga sér stað á sviðinu, enda í algjörri tómhyggju. Hvert tilræði verður að vindhöggi. Og hvað er síðan handan þess? Gleggsta svar við því gefur að líkindum existens- guðfræðin, sem nefnd hefur verið „tilveraguðfræði“ á íslensku. Séra Heimir Steinsson gerði skýra grein fyrir svari hennar í einhverri umdeildustu grein, sem skrifuð var hér á landi á áttunda áratugnum, og bendir hann þar á kunn listaverk því til glöggvunar. „E.t.v. era „Dauðadans“ Strindbergs, „Þögn“ Bergmans, örvænting- arfull guðsafneitun Sartres og tómhyggjan í kvæðum Steins Steinars meðal hinnar sterkustu prédikunar, sem völ er á, einfald- lega af því að þessi verk sýna okkur inn í opið helvíti vantrú- ar, tómleika og kærleiksleysis. „Guð er dauður, allt er leyfí- legt,“ sagði Nietszche. Fáir hafa prédikað kristna trú betur á síðari öldum en hann gerir í Zaraþústra-verki sínu. Enginn hefur sýnt rækilegar fram á hörmulegar afleiðingar þessa meinta „andláts". — Og Mark Medoff skilur áhorfendur eftir í sömu sporam og Nietszche í lok leikritsins um rauðhærða riddar- ann. Draumaborgirnar era hrandar til granna, styrkur mannsins horfínn, en eftir situr grátandi stúlka ein á sviðinu eins og ákall um hjálp í gegnum myrkrið svarta; hjálp, sem eng- inn getur veitt nema Guð einn. Sjálfur gerir höfundurinn grein fyrir viðhorf sínu til verksins á þessa leið; „Ég ólst upp á fímmta tug aldarinnar, á meðan heimur- inn var svona nokkum veginn í lagi. Svo kom Víetnam-stríðið. Ég hataði þetta stríð af ástríðu, og það kom mér í vanda í háskól- anum, af því ég mótmælti stríðinu kröftuglega í kennslu- stundum mínum. Tveir sam- kennarar mínir kröfðust þess að ég yrði rekinn, — þeir fullyrtu þar að baki og græði á tá og fíngri, en lítið sem ekkert sé hægt að gera til að spoma við athæfí þeirra vegna hættu á ofbeldisverkum. Auðvitað teng- ist sá vágestur því andstyggilega ofbeldi, sem leikritið um rauð- hærða riddarann túlkar. Hann á ekki síst rætur að rekja til þeirr- ar tilgangslausu og andstyggi- legu herfarar, sem Bandaríkja- menn fóra til Indókína á sjötta og sjöunda áratugnum. I kjölfar þeirra grimmilegu mistaka af líkum rótum og Afganistanófrið- ur Sovétmanna síðar hófst eiturlyfjabylgjan fyrir alvöra með gegndarlausum myrkra- verkum. Eiturlyfjavandinn hér á landi er nú þegar kominn á það stig, að löggæslumenn era sagð- ir hræddir að taka á því — og þótt hættan magnist, er spar- semi gætt af hálfu Alþingis, þegar til þess er mælst, að Ij'ár- veiting til vamar þessari ógn sé aukin að mun. Þá var blað brotið í sögu okk- ar í þessu norðlæga skjóli á liðnu Guðjón Pedersen og Skúli Gautason. að ég kenndi marxískan hugsun- arhátt. Ég fann persónu Teddys, þegar ég varð þrítugur, en þá uppgötvaði ég að hin mikla her- för Kennedys og Johnsons var tilgangslaus. Kosning Nixons í embætti færði okkur þriðja fals- messíasinn, mesta öfuguggann. í rauðhærða riddaranum er ég sjálfur samtímis tvær persónur: ungi maðurinn sem enn vill eitthvað og hinn, sem brátt hefur kvatt allt og alla. Ein- hvern veginn þannig sé ég sjálfan mig.“ Það fer heldur ekki á milli mála, að höfundinum verður mikið úr þessum tveim persónum, og svo vel vill til í sýningu LA, að þeir sem fara með hlutverkin valda þeim. Skúli Gautason leikur Stephen, rauð- hærða riddarann, af miklum næmleik og skilningi á persónu- gerðinni og kemur öllum blæ- brigðum hennar til skila. Sérstakltaa reis leikur hans hátt, þegar myndin, sem Stephen hafði nostrað við að gera af sjálf- um sér, var brotin í mél, hann kominn á vald Teddys og hlýddi skipunum hans í átakanlegri örvæntingu. Guðjóni Pedersen tókst á sannfærandi hátt að glæða persónu Teddys viðsjálli ögran þegar í upphafí, án óhóf- legra öfga í svipbrigðum eða hreyfíngum, en færðist síðan í aukana af sjúklegri áfergju þess, sem veit að hann mun brátt kveðja allt og alla án vonar. Vitfírringslegt ofbeldisatferli hans varð sannfærandi og óhugnanlega sterkt allt til enda. Inga Hildur Haraldsdóttir fer með hlutverk Angel, fávísrar og bamalegrar afgreiðslustúlku á matstofunni. Henni tekst á skemmtilega einlægan hátt að tjá þetta flónska bam, sem í lengstu lög heldur dauðahaldi í dagdrauma sína, þrátt fyrir þá óskiljanlegu ógn, sem steðjar skyndilega að friðsælum heimi hennar og hún brotnar raunar ekki fyrr en hún er ein eftir á sviðinu í leikslok og skynjar að heimurinn hennar er hraninn. Marinó Þorsteinsson leikur Lyle, fatlaðan hóteleiganda og bensín- sala af eldri kynslóð, sáttur við hlutskipti sitt vill hann helst engar breytingar og því er hann reiðubúinn að kaupa sig lausan frá óþægilegri sendingu. Marinó leikur þennan vingjamlega og hrekklausa karl af öryggi, sem hvergi bregst. Um þessar mund- ir eru 55 ár síðan Marinó hóf leikferil sin á Dalvík og lengi hefur hann verið ein af styrk- ustu stoðum LA. Það er skemmtilegt til þess að vita, að dóttir Marinós, Guðrún, hefur nú hafíð störf sem leikari hjá LA. Leikur hún Cheryl, kom- unga fylgikonu Teddys. Tekst henni með ágætum að túlka þetta ráðalausa bam, sem þrúg- að af ótta hlýðir ógnvaldinum, sem virðir hana þó einskis og yfirgefur í lokin. Umgerð þessarar sýningar er gerð af vandvirkni og útsjónar- semi af Emi Inga. Það er ekki eingöngu nóg, að hún sé traust, sem er þó mikilvægt í svo áta- kamiklu verki, heldur nær Öm hinum rétta, kalda gljástíl „din- ersins“ og hlutföll myndarinnar verða ennþá betri vegna ská- sniðs á baksviði, og á sviðsbrún að framan. Þýðing Stefáns Baldurssonar á verkinu er vönduð. Leikstjóm Péturs Einarssonar er markviss. — Af ásettu ráði fer hann hægt af stað í fyrri hluta sýningar, svo jaðrar við seinagang, en leið- ir vel í ljós þá deyfð og við- burðaleysi, sem síðar rafmagnast heldur hressilega við komu ofbeldismannsins. Allt er með ráðum gert og áhrifín verða óneitanlega sterk. það gleymir enginn þessari sýningu, sem hana sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.