Morgunblaðið - 14.01.1987, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
19
Á VILLERQY & BOCH
FLISUM
Rýmum fyrir nýjum flísum, og seljum restar á tilboðsverði.
Nú er hægt að gera hagstæð kaup á hinum vinsælu Villeroy og
Boch vegg- og gólfflísum, með 15-50% afslætti.
Missið ekki af þessu einstæða tækifæri.
RR
BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SfMI 33331.
er fyrst og fremst átt við dans- og
óperettutónlist feðganna Jóhanns
Strauss eldra (1804—1849) og sona
hans, Jóhanns yngra, Josephs og
Eduards, og síðan annarra sem fet-
að hafa í fótspor þeirra. Þrír þessara
feðga, Jóhann eldri, Jóhann yngri
og Eduard, voru hver fram af öðrum
danstónlistarstjórar við keisarahirð-
ina, en síðastur allra skipaði þá
tignarstöðu sonur Eduards, sem
einnig hét Jóhann, nefndur „hinn
þriðji" (1866-1913).
Valsakóngurinn
Jóhann Strauss...
Jóhann Strauss yngri (1825—
1899) var afkastamestur og andrík-
astur þessara frænda og þegar
rætt er um „Valsakónginn" Strauss
er átt við hann. Hann er líka fyrir-
ferðarmestur höfunda á efnisskrá
Vínartónleikanna núna. Jóhann
yngri var elsti sonur Jóhanns eldra.
Hann ákvað ungur að helga líf sitt
tónlistinni, þrátt fyrir andstöðu föð-
ur síns. Móðir hans kom honum til
hjálpar, og með tilstyrk hennar afl-
aði hann sér góðrar tónlistarmennt-
unar. Nítján ára hafði hann sett á
laggimar sína eigin hljómsveit. Jó-
hann eldri hafði rekið hljómsveit frá
árinu 1825 og þegar hann lést, árið
1849, hafði hann um árabil stjómað
tónlist á dansleikjum hirðarinnar.
Við lát föður síns tók Jóhann yngri
við hljómsveitinni og gerðist
skömmu síðar einn af tónmeisturum
hirðdansleilqanna. Brátt varð hann
ókrýndur konungur hinna léttu
Vínartónlistar, gæddi hana nýjum
léttleika, hlýju og þokka og bar
hróður hennar viða um lönd. Það
vom ekki einvörðungu valsar sem
Jóhann yngri lét eftir sig, heldur
og mikill fjöldi af öðmm danslögum,
einkum polkum og mazúrkum, og
síðast en ekki síst margar óperettur
og gamanóperur sem sumar hveijar
njóta enn mikilla vinsælda.
... og aðrir snillingar
Franz Lehár (1870—1948) var
ungverskur að uppmna eins og
margir Vínarbúar. Hann varð
fremstur í flokki þeirra tónskálda
sem hófu Vínaróperettuna til vegs
að nýju í upphafi þessarar aldar,
en um aldamótin var farið áð halla
vemlega undan fæti fyrir henni.
Fmmflutningur óperettu hans,
Kátu ekkjunnar, er talinn marka
upphaf nýs blómaskeiðs þessarar
listgreinar. Tvö verka Lehárs, Káta
ekkjan og Brosandi land, hafa verið
flutt hérlendis.
Oscar Strauss (1870—1954)
fæddist í Vínarborg, en starfaði
lengi í Þýskalandi, síðan í París og
loks í New York og Hollywood.
Hann samdi um 40 óperettur, sem
nutu mikilla vinsælda á sínum tíma.
Robert Stolz (1882—1972) var
eitt þeirra tónskálda, sem ríkan
þátt áttu í að endurvekja óperettuna
og gæða hana nýju lífí. En hann
kom víðar við og til viðbótar um
50 óperettum samdi hann tónlist
við um 80 kvikmyndir og lét að
auki eftir sig um 1200 söngva og
„slagara" af ýmsu tagi.
(Vilhelm G. Kristinsson
tók saman).
Stykkishólmur:
Nýr flygill í fé-
lagsheimilið
Stykkishólmi.
FÉLAGSHEIMILIÐ okkar hér í
Stykkishólmi hefir nú séð lang-
þráðan draum rætast með því að
nú hefir það fengið nýjan og stór-
kostlega mikinn flygil í hin veglegu
salarkynni sín. Með þessu er hægt
að bjóða heim öllum sterkum og
góðum listsöngvurum og söng-
hópum.
Er gert ráð fyrir að flygillinn
verði tekinn í notkun bráðlega og
verður þá efnt til sérstakra sam-
funda og þar verður flygillinn
vígður. Nú hefir stjóm lista- og
menningarsjóðs Stykkishólms
ákveðið að veita úr sjóði sínum kr.
300.000.00 til kaupanna og með
því verður auðveldara að fjármagna
það sem eftir er. Þetta framtak
mun gefa menningarlífi hér mikla
möguleika enda hefír lengi staðið
til að hrinda þessu máli í fram-
kvæmd og nú er þetta langþráða
verkefni orðið að vemleika. _
Arni
Vínartónleikar Sin-
fÓníuhlj óms veitarinnar
Á Akureyri 15. janúar o g Reykjavík 17. janúar
Árlegir Vínartónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands njóta jafnan
gífurlegra vinsælda meðal almenn-
ings. Þeir hafa ávallt verið haldnir
fyrir troðfullu húsi áheyrenda og
þrátt fyrir að þeir hafi verið endur-
teknir hefur ekki tekist að anna
eftirspum. Vínartónlist, þessi
þokkafulla og glaðværa dans- og
óperettutónlist, á greiða leið að
hjörtum þorra almennings og Vín-
artónleikana sækja ævinlega fjöl-
margir tónleikagestir, sem að öðru
jöfnu sitja ekki tónleika Sinfóníu-
hljómsveitarinnar.
Að þessu sinni heldur hljómsveit-
in tvenna tónleika. í íþróttaskemm-
unni á Akureyri á fimmtudagskvöld
15. janúar og í Háskólabíói síðdeg-
is á laugardag 17. janúar. Ekki
verður unnt að halda fleiri tónleika
vegna þess að einsöngvarinn verður
að halda af landi brott strax að
loknum tónleikunum í Reykjavík.
Stjórnandinn kemur
frá Ríkisóperunni í Vín
Á Vínartónleikunum nú koma til
liðs við Sinfóníuhljómsveit íslands
tveir valinkunnir innfæddir Vínar-
búar. Stjómandinn, Gerhard
Deckert, er íslenskum tónleikagest-
um að góðu kunnur. Hann stjómaði
Vínartónleikum sveitarinnar í fýrra.
í haust stjómaði hann sveitinni í
tónleikaferð hennar um Vestfirði
og Vesturland. Árið 1985 stjómaði
hann Leðurblökunni eftir Jóhann
Strauss í íslensku óperunni. Ári
síðar II Trovatore eftir Verdi og nú
síðast Aidu. En Deckert hefur kom-
ið víðar við. Síðan árið 1974 hefur
hann verið hljómsveitarstjóri við
Ríkisóperuna í Vínarborg og hefur
auk þess stjórnað sem gestur í ijöl-
mörgum ópemhúsum vestan hafs
og austan, svo og tónleikum, meðal
annars með Fflharmóníusveitinni í
Vín. Gerhard Deckert er fæddur í
Vínarborg og lagði stund á píanó-
leik og hljómsveitarstjóm þar. Á
námsámm sínum lék hann meðal
annars kammermúsík og var undir-
leikari með ýmsum söngvumm.
Hann varð æfingastjóri við Ríkisóp-
emna í Vín árið 1963 og starfaði
um árabil sem aðstoðarmaður
frægra stjómenda, þeirra á meðal
Karls Böhm og Herberts von Karaj-
an. Um tíma starfaði hann einnig
við hátíðarsýningar í Bayreuth og
Salzburg.
Kornung- og glæsileg
V í narsöngkona
Hinn Vínarbúinn sem leggur Sin-
fóníunni lið er Ulrike Steinsky,
komung Vínarsöngkona, sem á
allra síðustu ámm hefur vakið vax-
andi athygli. Steinsky hóf söngnám
Gerhard Deckert
með svipuðum hætti og verk snill-
inganna sem áður vom taldir. Þegar
talað er um „Vínarklassík" í tónlist
fer að vísu ekki á milli mála, að
átt er við verk Haydns, Mozarts og
Beethovens. En ef rætt er um „Vín-
artónlist" án nánari skilgreiningar
Ulrike Steinsky
átján ára gömul hjá Margarethe
Zimmermann og innritaðist í ópem-
deild Tónlistarskóla Vínarborgar
hjá Waldemar Kmentt árið 1981.
Hún hefur verið tengd Ríkisóper-
unni í Vín frá því haustið 1982,
fyrsta árið sem nemi við ópemskól-
ann, en síðan sem einsöngvari. Hún
hefur sungið sem gestur við Ríkis-
ópemna í Miinchen. Ulrike Steinsky
fór með Kölnarópemnni í leikför til
ísraels og söng þá hlutverk Nætur-
drottningarinnar í Töfraflautunni
eftir Mozart.
Vínarvalsar, polkar,
mazúrkar og
óperettuaríur
Vínarborg var um langt skeið
miðstöð menningar og lista í Mið-
Evrópu. Borgin var á öldinni sem
leið höfuðborg stórveldis. Mikill
glæsibragur var á Vínarborg og lífi
hefðarfólksins þar og þar var höfuð-
setur tónlistar í heiminum.
I Vínarborg lifðu og störfuðu á
síðustu áratugum átjándu aldar og
langt fram eftir hinni nítjándu mörg
atkvæðamestu og dáðustu tónskáld
sinna tíma, menn sem höfðu haft
og áttu eftir að hafa ómælanleg
áhrif á allt menningarlíf vestrænna
þjóða um langan aldur. Meðal þess-
ara snillinga vom Haydn, Mozart,
Beethoven, Schubert, Bmckner og
Brahms, svo nokkrir séu nefndir. Á
fyrstu áratugum þessarar aldar
vom svo í Vínarborg Amold Schön-
berg, Anton Webem og Alban Berg,
upphafsmenn tónlistarstefnu, sem
kölluð hefur verið Vínarskólinn nýi.
En á nítjándu öld og síðar vom
líka starfandi í Vínarborg tónlistar-
menn á öðm sviði, einnig vel
menntaðir og snjallir, þótt þeir helg-
uðu sig hinni „léttu" músík sinna
tíma. Snilli þeirra var slík, að mörg
verk þeirra hafa orðið „klassísk"