Morgunblaðið - 14.01.1987, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
Stefnum að verðlaunasæti á
Ólympíuleikunum í Seoul 1988
eftir Jón Hjaltalín
Magnússon
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik hefur hafið undirbún-
ing sinn fyrir þátttöku í
Ólympíuleikunum i Seoul 1988.
Áætlað er að lcjka um 80 lands-
leiki fram að Ólympíuleikunum
og miðast allur undirbúningur
landsliðsins að því að keppa um
verðlaunasæti í Seoul.
Þátttaka í Ólympíu-
leikum
Islenska landsliðið í handknatt-
leik vann sér rétt til þátttöku í
Ólympíuleikunum í Seoul 1988 með
því að ná sjötta sætinu í Heims-
meistarakeppninni í Sviss 1986,
eins og menn muna. Ólympíunefnd
Islands hefur þegar staðfest þátt-
töku landsliðsins í handknattleik í
þessum Ólympíuleikum. Það er því
ljóst, að fsland mun senda nokkuð
stóran hóp íþróttamanna til Seoul,
eins og til Los Angeles 1984. Sjón-
varpað verður frá þessum leikum
um allan heim, þannig að íþrótta-
menn okkar munu ennþá einu sinni
verða frábær landkynning fyrir land
og þjóð.
Bogdan áfram þjálfari
og allir bestu leik-
mennirnir áfram með
Fljótlega eftir hinn ágæta árang-
ur landsliðsins í heimsmeistara-
keppninni í Sviss hóf landsliðsnefnd
HSI ásamt þjálfara liðsins, Bogdan
Kowalzyk og liðstjóranum, Guðjóni
Guðmunssyni, skipulagningu æf-
inga og þátttöku í alþjóðlegum
mótum hérlendis og erlendis fram
að Ólympíuleikunum. Landsliðs-
nefnd HSI er skipuð Jóni Hjaltalín
Magnússyni, Þórði Sigurðssyni,
Gunnari Þór Jónssyni og Guðjóni
Guðmundssyni.
A síðastliðnu ári voru um 25 leik-
menn prófaðir í landsliðinu, en í
ársbyijun 1987 er þeim fækkað
niður í 22. Bogdan þjálfari mun
samt fylgjast vel með frammistöðu
leikmanna í íslandsmótinu og halda
opnum möguleikum fyrir þá leik-
menn sem standa sig mjög vel að
vinna sér sæti í landsliðshópnum. í
september 1988, eða rétt fyrir
Ólympíuleikana, verður valinn 15
manna hópur, sem mun keppa fyrir
hönd íslands á Ólympíuleikunum í
Seoul við ellefu önnur bestu hand-
knattleikslandslið heims um þau
verðlaun, sem eru virtust og æðst
metorða, sem íþróttamaður getur
unnið til fyrir sig sjálfan og þjóð
sína.
90 landsleikir á
tveimur og hálfu ári
í meginatriðum verður undirbún-
ingur landsliðsins fyrir Ólympíu-
leikana þannig:
ÁRIÐ 1986
JÚNÍ
Æfingar átta sinnum í viku. Eldri
og leikreyndari leikmenn fá flestir
að hvíla, þar sem þeir hafa æft
meira eða minna undanfarin tvö
sumur og eiga eftir að æfa sumrin
1987 og 1988.
JÚLÍ
Keppnisferð á friðarleikana í
Moskvu — 5 landsleikir.
SEPTEMBER
Keppnisferð til V-Þýskalands —
2 landsleikir.
OKTÓBER
Landsleikir við A-Þjóðveija á ís-
landi — 2 landsleikir.
NÓVEMBER
Keppnisferð til Hollands á al-
þjóðlegt mót — 5 landsleikir.
DESEMBER
Alþjóðlegt mót á Islandi með
USA og Finnlandi — 4 landsleikir.
ÁRIÐ 1987
JANÚAR
Keppnisferð til A-Þýskalands —
Baltic Cup — 5 landsleikir.
FEBRÚAR
Alþjóðlegt mót á íslandi með
Sviss og Alsír — 4 landsleikir.
Landsleikir við heimsmeistarana,
Júgóslava, á íslandi — 2 landsleikir.
MARS/APRÍL
Áætlað að fá heimsliðið til ís-
lands.
JÚNÍ
Æfingar daglega.
JÚLÍ
Keppnisferð til Júgóslavíu —
Jugoslavian Trophy — 5 landsleikir.
Verið er að athuga möguleika á
kepgnisferð til Asíu — 5 landsleikir.
ÁGUST
Frá heimsmeistarakeppninni í Sviss.
Keppnis- og æfingaferð til V- æfingatímum og þátttöku í alþjóð-
Þýskalands — 2 landsleikir. legum mótum hérlendis og erlendis
OKTÓBER með um tveggja vikna fríi í júlí —
Landsleikir á íslandi — 3 lands- 12 landsleikir.
leikir.
NÓVEMBER
Keppnisferð til V-Þýskalands —
Super Cup — 5 landsleikir.
DESEMBER
Keppnisferð til Noregs — Polar
Cup — 5 landsleikir.
DESEMBER
Landsleikir milli jóla og nýárs á
íslandi — 3 landsleikir.
ÁRIÐ 1988
JANÚAR
Keppnisferð til Svíþjóðar —
World Cup — 5 landsleikir.
FEBRÚAR
Áætlað að taka þátt í — Baltic
Cup — 5 landsleikir.
MARS
Alþjóðlegt mót á íslandi — 5
landsleikir.
JÚNÍ - SEPTEMBER
Þann 15. júní til 15. september
1988 hefst lokaundirbúningur
landsliðsins með næstum daglegum
Orðin „eyðni“ og „alnæmi“
eftirHelga
Hálfdanarson
Ekki er nema vonlegt, að þeir
sem eru sígasprandi um fleira en
þeir hafa vit á, séu oftar en ekki
reknir á stampinn. Fyrir nokkru
var ég svo ógætinn að sletta mér
fram í umræður um sjúkdóms-
heitin eyðni og alnæmi. Þótti
mér ástæða til að taka undir við
Pál Bergþórsson um orðið eyðni,
sem hann hafði búið til. Einhvem
veginn hafði mér skilizt svo, að
læknar væru nokkuð almennt
famir að nota þetta heiti, og hrós-
aði þeim fyrir þá víðsýni að þiggja
gott íðorð, þó upp væri sprottið
utan stéttarinnar. Nú sé ég, að
svo hefur ekki verið, því fjórir
læknar, sérfræðingar á þessu
sviði, hafa lýst sig mótfallna með
grein í Morgunblaðinu 10. þ.m.
Þeir kjósa frekar orðið alnæmi.
Eins og vænta mátti markast
viðhorf þeirra umfram allt af
nærgætinni umhyggju fyrir þeim,
sem ratað hafa í raunir þessa
sjúkdóms. En því miður óttast ég,
að þar gæti misskilnings.
Orðinu eyðni er líkt við sjúk-
dómsheitið tæring, sem talið er
að vakið hafi ótímabæran óhug.
Sú samlíking virðist þó ekki mjög
nærtæk. Enda þótt „tæring“ geti
bent til þess, að sjúklingur „tær-
ist upp“, sem naumast getur
merkt annað en að horast, þegar
um fólk er að ræða, þá getur
„eyðni“ varla skilizt svo, að sjúkl-
ingurinn „eyðist", sem merkir að
verða að engu. Mér er með öllu
hulinn sá „dauðadómur", sem
læknunum þykir felast í orðinu
eyðni. Og hafi tæring almennt
verið talin banvænn sjúkdómur
var dauðadómurinn að sjálfsögðu
fólginn í þeirri staðreynd, sem
sjúkdómsgreiningin leiddi í ljós,
en ekki í þessu heiti sjúkdómsins.
Oðru máli gegndi um nafngiftina
„hvíti dauði", sem stundum var
höfð um berklaveiki. Þeim orðum
hlaut að fylgja mikil ógn.
Ég fagnaði tillögu Páls Berg-
þórssonar ekki sízt vegna þess,
að orðið alnæmi var í minum
eyrum blátt áfram skelfilegt. Orð-
ið eyðni bendir einungis til þess,
að eitthvað í líkamanum eyðist,
eða nánar skilið, að vamir líkam-
ans gegn sýkingarsmiti taki að
eyðast. í orðinu felst engin
vísbending um það, hvort sú eyð-
ing er mikil eða lítil, hæg eða
hröð, lífshættuleg eða ekki. Þar
tekur orðið alnæmi hins vegar
af skarið; eyðing ónæmisins er
fullkomin, sóttnæmingin er þegar
orðin alger. Orðið er jafnvel enn
ískyggilegra en sjálf staðreyndin.
Góðu heilli má þess vænta, að
lækning á þessum sjúkdómi fínn-
ist fyrr en varir; en sjálft orðið
er jafn-ægilegt fyrir því.
Læknunum þykir fráleitt, að
notkun orðsins alnæmi kunni að
gera ofnæmi að skuggalegu orði
í eyrum einhverra. Að sjálfsögðu
væri það vegna fáfræði — hvað
annað! Og ekki er nema von, að
læknum þætti slík fáfræði með
ólíkindum, ekki sízt sérfræðingum
í ónæmisfræði. En því verður ekki
neitað, að vel gætu þessi tvö orð
virzt vera náskyldrar merkingar,
jafnvel ekkert minna en samheiti.
Fyrir nokkrum árum, þegar
sjúkdómur þessi var ýmist nefnd-
ur aids eða áunnin ónæmis-
bæklun, álpaðist undirritaður til
að stinga upp á orðinu næming.
Ég held að fáum öðrum hafi
fundizt það nothæft. Það þótti
víst ekki nógu beinskeytt.
Kannski hefði það samt komið til
álita, eftir á að hyggja. Það bend-
ir til þess, sem er mergurinn
málsins, og segir þar um hvorki
of né van. Hins vegar þykir mér
sjálfsagt, að þama ráði læknar
ferðinni; og hefði raunar fyrr
mátt koma fram eindregin tillaga
þeirrar stéttar, enda þótt rök fjór-
menninganna fyrir orðinu alnæmi
geti virzt þó nokkuð hæpin. En
þar tala menn sem gerst þekkja
til og hafa með mikilli prýði lagt
sig fram um rétt viðbrögð við
þessum vágesti. Fráleitt væri að
skella skollaeyrum við því sem
þeir telja bezt fara, hvað sem oss
leikmönnum kann að þykja.
Eg vil því að lokum ítreka það,
sem ég hef áður haldið fram, að
æskilegast sé að jafnaði, að íðorð
verði til í samvinnu málfræðinga
og þeirra fræðimanna sem hveiju
sinni eiga í hlut. Og svo er víst
engum láandi að vilja helzt búa
að sínu.
SEPTEMBER/OKTÓBER
Þann 17. september til 2. októ-
ber — Ólympíuleikar í Seoul — 7
Iandsleikir.
Þátttökuþjóðir i handknattleiks-
keppni Olympíuleikanna:
1. Júgóslavía
2. Ungveijaland
3. Austur-Þýskaland
4. Svíþjóð
5. Spánn
6. ísland
7. Sovét, Rúmenía eða Pólland frá
B-HM á Ítalíu 1987.
8. Vestur-Þýskaland, Danmörk
eða Tékkóslóvakía frá B-HM á
Ítalíu 1987.
9. Suður-Kórea, sem gestgjafi.
10. Asíuþjóð, sennilega Japan eða
Kína.
11. Afríkuþjóð, sennilega Alsír.
12. Ameríkuþjóð, sennilega USA
eða Kúba.
Markmið íslands:
VERÐLAUNASÆTI.
Eins og sjá má af þessum undir-
búningi er áætlað að landsliðið leiki
um 90 landsleiki á tímabilinu frá
heimsmeistarakeppninni í Sviss í
mars 1986 fram yfír Ólympíuleik-
ana í Seoul í október 1988. Það eru
því um 30 landsleikir á ári, sem
leiknir verða, fyrir utan allar æf-
ingabúðir hérlendis og erlendis.
Samtals er áætlað að landsliðs-
hópurinn verði í æfíngabúðum eða
keppnisferðum sem mótsvarar 42
vikum á þessu tímabili fram yfir
Ólympíuleikana 1988.
Með ofangreindum undirbúningi
er stefnt að því, að landslið íslands
verði með eitt leikreyndasta liðið í
handknattleikskeppni Ólympíuleik-
anna í Seoul. Áætlaður meðallands-
leikjafyöldi leikmanna verður um
150 landsleikir. Það er ljóst, að
landsliðsmenn okkar munu leggja
á sig gríðarlega vinnu með landslið-
inu, fyrir utan æfíngar og keppnir
með sínum félagsliðum, til að verða
sem best undirbúnir fyrir Ólympíu-
leikana.
Kostnaður er áætlaður
um 30 milljónir króna
Stjóm HSÍ hefur áætlað, að
kostnaður vegna undirbúnings
landsliðsins fyrir Ólympíuleikana
1988, með ferðakostnaði vegna
þátttöku í alþjóðlegum mótum er-
lendis og æfíngabúðum, verði um
30 milljónir króna. Innifalið í þess-
ari upphæðéru styrkir til leikmanna
í landsliðshópnum vegna vinnutaps
vegna æfínga og keppnisferða.
HSÍ áætlar að Ijármagna þennan
kostnað með auglýsingasamningum
við fyrirtæki, aðgangseyri af lands-
leikjum hérlendis, stuðningi frá
Ólympíunefnd íslands og ríkis-
stjórninni svo og sölu happdrættis-
miða. HSÍ vonar því, að allir þeir
íslendingar, sem áhuga hafa á
íþróttum og framgangi landsliðs
okkar í handknattleik á Ólympíu-
leikunum 1988, styðji við landsliðið
með því að kaupa happdrættismiða
í bíla-happdrætti handknattleiks-
sambandsins sem nú er í gangi og
um leið freista gæfunnar að vinna
einn af þeim 50 bflum sem eru í
verðlaun. Góð þátttaka í þessu
happdrætti auðveldar verulega fjár-
mögnun undirbúnings landsliðsins
fyrir Ólympíuleikana 1988 og sýnir
vilja landsmanna í verki og áhuga
þeirra á að styðja við bakið á lands-
liðsstrákunum.
Stefnum að verð-
launasæti
Það er sameiginlegt markmið
stjómar HSÍ, landsliðsnefndar,
þjálfara og leikmanna að stefna að
því að keppa um verðlaunasæti á
Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Það
er öllum ljóst, að það verður erfitt,
en stefna landsliðsins undanfarin
ár hefur ávallt verið að fara í sér-
hvem landsleik með það eitt í huga
að sigra. Árangur Iandsliðs okkar
í handknattleik á Ólympíuleikunum
í Los Angeles 1984 og í heimsmeist-
arakeppninni í Sviss 1986 sannar,
að strákamir okkar eru komnir í
fremstu röð handknattleiksmanna
í heiminum. „Þeir ætla að gera
sitt besta í Seoul 1988“.
Höfundur er formaður Hand-
knattleikssambands íslands.