Morgunblaðið - 14.01.1987, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.01.1987, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 21 Kosningar nálgast! eftír Sólveigu Pétursdóttur Hinn 25. apríl nk. verður að öllum líkindum gengið til kosninga til Alþingis. Undirbúningur er þegar hafinn og má öllum ljóst vera, sem vilja sjá, að Alþýðuflokkurinn og forkólfar hans hafa ákveðið að vinna stórsigur. Því sem næst hvert sæti á framboðslista flokksins, hvort sem er í Reykjavík eða ann- ars staðar, er orðið baráttusæti og alls konar menn og konur stefna á þing. í samræmi við þessa ákvörðun Alþýðuflokksmanna gera nýlegar skoðanakannanir ráð fyrir að þetta muni ganga eftir og að kratar muni verða næststærsti flokkur landsins að kosningum loknum. Kosningasigurinn 1978 er nú bara eins og rós í hnappagat Jóns Bald- vins. Vorið 1987 ætlar Jón Baldvin að kaupa hnefafylli af rauðum rós- um. Ekki fer á milli mála hver er eini aðilinn, sem getur komið í veg fyr- ir þessa framtíðarsýn krata. Það er Sjálfstæðisflokkurinn. En það er lómur í mörgum Sjálfstæðismann- inum. Ótrúlegustu menn hafa allt á hornum sér. Borgarspítali, próf- kjörið í Reykjavík og Reykjanesi, virðisaukaskattur o.fl. Auðvítað eru þessi mál og mörg fleiri umræðunn- ar virði og það ríflegrar. Og jafnvel er það eins gott, að þau eru rædd ítarlega nú, fyrir kosningar, en ekki að þeim loknum. Hinn almenni sjálf- stæðismaður á að sjálfsögðu rétt á og kröfu til að á hann sé hlustað af kjörnum forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins. Það er nauðsynlegt að hreinsa andrúmsloftið, ef óánægja er í flokksmönnum og stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins, og forystumenn verða að Davíð Oddsson líta í eigin barm og meta hvort gagnrýnin er sanngjörn eða ekki. Öllu skiptir, að snúa sér síðan heils- hugar að hinum raunverulegu andstæðingum, sem eru i allt öðrum liðum. Hreinskilni nú getur komið í veg fyrir að Sjálfstæðismenn og landsmenn allir þurfi að ganga í gegnum annað eins tímabil og árin frá 1978 til 1983. Þetta vita þeir, sem muna um- ræðuna eftir kosningamar 1978. En þá var boðað til frægs fundar í Valhöll til að ræða málin. Var þetta gert að undirlagi Kjartans Gunnarssonar, þáv. formanns Heimdallar. Framsögu fluttu Frið- rik Sophusson, þá nýkjörinn alþm., og Davíð Oddsson, borgarfulltrúi. Þegar gluggað er í skýringar þær, sem þeir þá gáfu fyrir óforum Sjálf- stæðisflokksins, kemur margt eftirtektarvert í ljós. Davíð Oddsson sagði m.a.: „Sjálfstæðisflokkurinn Friðrik Sophusson Kjartan Gunnarsson beitti sér ekki fyrir samdrætti ríkis- báknsins. Öðru nær. Nefnd var skipuð til að svæfa þetta baráttu- mál ungra Sjálfstæðismanna.“ Vandinn mesti eftírJón Magnússon Sl. fimmtudag birtist í Morgun- blaðinu viðtal við Þórð Hilmarsson, framkvæmdastjóra Steinullarverk- smiðjunnar. I viðtalinu segir framkvæmdastjórinn frá rekstri verksmiðjunnar árið 1986. Þar kemur fram, að tap á rekstrinum sé um 55 milljónir króna, en eigið fé fyrirtækisins hafi í upphafi árs 1986 verið 49,8 miljónir. Skv. þess- um upplýsingum er Steinullarverk- smiðjan í raun gjaldþrota. Til þess að koma í veg fyrir gjaldþrota- skipti hafa hluthafa ákveðið að leggja fram viðbótarhlutafé, 60 milljónir, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þessi gífurlegi taprekst- ur og sú staðreynd að allt eigið fé Steinullarverksmiðjunnar er þrotið á tveimur árum virðist þó ekki vera aðalvandamálið. Þar kemur annað til. Þannig lýsir framkvæmdastjór- inn því yfir að stærsti vandi Stein- ullarverksmiðjunnar á síðasta ári hafí verið sá, að fjárfestingarlána- sjóðirnir, Iðnlána- og Iðnþróunar- sjóður hefðu kippt að sér höndum, þannig að fyrirtækið fékk ekki þau lán sem sótt var um. I fyrirsögn með nefndu viðtali segir „Stærsta vandamál Steinull- arverksmiðjunnar var að ekki fengust lán hjá fjárfestingarlána- sjóðum". Vegna þessara ummæla vil ég sem formaður Iðnlánasjóðs, sem er annar þeirra lánasjóða, sem bökuðu Steinullaiverksrniðjunni mestan vanda á sl. ári skv. sögn, taka fram, að fyrirtækinu var í upphafi lánað eftir að stærsti hluthafinn hafði lýst því yfir, að hann mundi beita sér fyrir því að mæta fyrirsjáanleg- um taprekstri fyrstu árin með Jón Magnússon Það lá því ljóst fyrir frá upphafi að eng’in tregða var á því að af- greiða umbeðin lán svo fremi, að hluthafar legðu það fé til fyrir- tækisins sem þurfti til að forða því frá gjald- þroti og skapa skilyrði eðlilegs rekstrar. auknu hlutafé. Þegar það varð síðan ljóst þegar viðbótarlánaumsókn lá fyrir frá verksmiðjunni, að fjárfest- ingarkostnaður hafði verið meiri en ætlað var og taprekstur margfaldur settu umræddir lánasjóðir það að skilyrði fyrir lánveitingu til fyrir- tækisins, að hlutaféð yrði aukið, en án þess var enginn grundvöllur fyr- ir áframhaldandi rekstri þess. Þessi krafa var sett fram þar sem við teljum eðlilegt að hluthafar taki fremur áhættu af rekstri sínum en lánveitendur og að lánveiting nýtist til annars en að framlengja dauða- stríð fyrirtækis. Það lá því ljóst fyrir frá upphafi að engin tregða var á því að afgreiða umbeðin lán svo fremi, að hluthafar legðu það fé til fyrirtækisins sem þurfti til að forða því frá gjaldþroti og skapa skilyrði eðlilegs rekstrar. Ég hélt því, með þessar staðreyndir í huga, að blaðamaður sá, sem vann við- talið, hlyti að hafa misskilið það sem framkvæmdastjórinn sagði og bjóst við að þetta yrði leiðrétt strax, en sú er ekki raunin. Ég verð því að álíta að þetta séu ummæli fram- kvæmdastjórans. Fyrir mér er það óneitanlega svolítið framandi hagspeki að aðal- vandi fyrirtækis, sem hefur tapað öllu eigin fé sínu vegna þess að framleiðslan er seld undir fram- leiðslukostnaði, skuli liggja í því að ekki skuli fást aukin lán svo halda megi áfram taprekstrinum. Nú vil ég vona að vandamál Steinullarverksmiðjunnar séu byij- unarörðugleikar. Staðreyndin er sú, að framleiðsluvörur fýrirtækisins eru mjög góðar, jafnvel betri en búist var við í upphafi. Takist að lækka framleiðslukostnaðinn og selja framleiðsluna þannig að fyrir- tækið skili hagnaði er bjöminn unninn. Það er í raun sá vandi, sem þarf að leysa. Takist það hins veg- ar ekki er ekki ljóst hver afleiðingin verður. Ég vona og þykist vita að framkvæmdastjóra Steinullarverk- smiðjunnar sé þetta ljóst þó að ofangreind ummæli hans bendi til annars og óska honum alls velfam- aðar í því erfiða starfi, sem hann á fyrir höndum. Höfundur er formaður Iðnlána- sjóðs Hinn almenni sjálfstæð- ismaður á að sjálfsögðu rétt á og kröfu til að á hann sé hlustað af kjörnum forystumönn- um Sjálfstæðisflokks- ins. Það er nauðsynlegt að hreinsa andrúms- loftið, ef óánægja er í f lokksmönnum og stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins og forystumenn verða að líta í eigin barm og meta hvort gagnrýnin er sanngjörn eða ekki. Friðrik Sophusson sagði m.a.: „í öðru lagi hefur verið bent á, að forysta flokksins hafi of mikið bor- ið keim af málamiðlun og umgengn- ishópurinn verið of þröngur og einskorðaður við embættismenn og forystan ekki haft samband við flokksmenn. Þingmenn og ráðherr- ar hafi til dæmis ekki notfært sér málefnanefndir flokksins og aðrar flokksstofnanir. Fremur hafi verið leitað til embættismanna ríkisins um hugmyndir og ráð.“ Og síðar: „Starf frambjóðenda hafi ekki verið nægilega skipulagt og þeir hafi stundum virst hræddir við fólkið — lokað sig inn í vindlareyk í stað þess að fara út til almennings." (Valdatafl í Valhöll, bls. 149-150). Þegar þessir menn, sem í dag eru einhveijir mestu áhrifamenn og for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins, fluttu þessi erindi var þeim vel tek- ið og þóttu þeir hafa lög að mæla. Ég er ekki að segja, að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi við þessi sömu vandamál að glíma í dag. Ég er hins vegar að halda því fram, að umræða fyrir kosningar, sem getur hreinsað andrúmsloftið og þjappað samheijum þéttar saman, er góð. Stjómmálaflokkar eru tæki fólksins í landinu til að hrinda í framkvæmd skoðunum. Stærð ... Sólveig Pétursdóttir flokka fer eftir því, hvað margir eru á sömu skoðun eða með svipaðar skoðanir. Nú um áratugaskeið hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn verið langstærsti og öflugasti flokkur landsins. Ég, trúi því, að það sé vegna þess, að hann hefur á stefnu- skrá sinni baráttumál, sem flestir geta verið sammála um, að séu skynsamleg fyrir land og þjóð. Hann vill bjóða íslendingum að búa fijálsum í fijálsu landi við beztu hugsanleg skilyrði. Það eru margir, sem halda því fram, að slegið hafí í bakseglin hjá Sjálfstæðisflokknum nú að undanfömu. Hvemig má það vera, að flokkur, sem hefur verið í forystu í ríkisstjóm sem skilar betra búi en aðrar ríkisstjómir hafa gert í langan tíma, njóti þess ekki? Um þetta hafa menn rætt og sýnist sitt hveijum. Ég er á þeirri skoðun, að mestu skipti, að Sjálfstæðismenn hér í Reykjavík sem annars staðar snúi bökum saman og byiji að beina spjótum sínum að gunnreifum and- stæðingum sínum, sem nú vilja láta kné fylgja kviði og halda að nú sé lag, í Ijósi nýlegra skoðanakannana. Ég tel, að ef við geram það og kreíjumst þess, að flokkar og menn verði metnir að verðleikum en ekki eftir leikhæfileikum, þá getum við horft með eftirvæntingu til komandi kosninga. Höfundur er lögfræðingur og hlaut 8. sæti íprófkjöri Sjálfstæð- isflokksins. Morgunblaðið/JG Fólk klæddist fjölskrúðugum fatnaði og setti mikinn svip á samkomuna. Akranes: /!• Jólin kvödd með glæsibrag Akranesi. AKURNESINGAR kvöddu jólin með álfabrennu og dansi á þrettánda- dagskvöld og var mikill mannfjöldi viðstaddur enda veður gott. Það var æskulýðsnefnd Akraness sem hafði veg og vanda að brenn- unni eins og undanfarin ár en félagar úr Kiwanisklúbbnum Þyrli sáu um að hlaða bálköstinn. Dagskráin hófst með því að fólk safnaðist saman við æskulýðsheim- ilið Amardal og þaðan var farin blysför um götur bæjarins og stað- næmst á íþróttavellinum við Jaðars- bakka. Þar var kveikt í bálkestinum og álfadans stiginn. Fólk klæddist fjölskrúðugum klæðnaði og setti það svip á samkomuna. Mikið var um blys og flugelda og era menn sammála um að aldrei hafi eins miklu verið skotið á loft af slíkum vamingi og um þessi áramót og dagana kringum þau, enda veður jrfireitt gott til slíkra verka. Þá má geta þess að mikið var um jóla- skreytingar um hátíðarnar, bæði hjá einstaklingum og eins hjá fyrir- tækjum og tóku mörg fyrirtæki sig saman við skreytingarnar til að setja betri svip á bæinn. Vinarbær Akraness í Danmörku, Tönner, sendi að venju Akurnesing- um stórt jólatré sem sett var upp á Akratorgi og var það tendrað við hefðbundna athöfn. - JG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.