Morgunblaðið - 14.01.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 14.01.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1987 29 landa Arnór Hannibalsson „Þeir sem vilja leggja niður kjarnorkuvopn verða því að svara því, hvernig á að tryggja Vesturlöndum svipað öryggi og nú er með hefðbundnum vopnum. Það verður ekki gert nema stórauka fram- leiðslu hefðbundinna vopna með ærnum kostnaði. Vilja kjarn- orkuvopnaandstæðing- ar borga brúsann?“ loft. Hins vegar eru markviss skot- vopn til notkunar á vígvöllum, sem gætu eytt búnaði og aðdráttum, sem koma í kjölfar þess liðs, sem hefur árás. Hin fyrrgreinda tækni er enn ekki til. Hin síðamefnda hefur ekki verið reynd við raun- verulegar aðstæður á vígvelli og óvíst hversu hún dugir. Þar að auki felur hin svokallaða geimvama- áætlun í sér skemmtilega þversögn: Hún miðar að því að koma upp vömum gegn kjamorkuflaugum, sem verða úreltar við það að vamar- kerfínu er komið upp. Sovétstjómin hefur aðra stefnu. Hún vill banna vamir en leyfa árás- arvopn. Vesturlönd vilja banna árásarvopn en leyfa vamir. Þetta er kjami þess ágreinings sem kom í ljós á leiðtogafundi í Reykjavík í október 1986. Þó er sovétstjómin reiðubúin að semja um fækkun kjamaodda gegn því að hagnýting hátækni til vama verði bönnuð. Nái sovétstjómin því marki getur hún ógnað hvaða ríki sem er í krafti yfírburða á sviði herbúnaðar og gagneldflaugakerfa. Bandaríkin væm þá vant við því búin að tryggja sitt eigið öryggi. Það er ekki við því að búast að þau samþykki slíkt. Ákvarðanir Af því sem sagt hefur verið er ljóst, að Vesturlönd standa frammi fyrir erfíðum ákvörðunum um framtíð sína. Hinum pólitísku mark- miðum sovétstjórnarinnar í Evrópu verður ekki breytt með samninga- viðræðum. Þau em hin sömu og þau vom þegar Túkhatséfski lagði upp í herför gegn Póllandi árið 1920 og hélt að hann myndi opna á nokkmm dögum leiðina til Berlín- ar. Einfaldasta ákvörðunin yrði sú að gefast upp. Hún yrði fólgin í einhliða kjarnorkuafvopnun án þess að gera nokkrar aðrar ráðstafanir í staðinn. (Og sumir halda í bama- skap sínum að svokölluð „kjam- orkuvopnalaus svæði", sem eiga að vera upphaf að kjamorkuafvopnun, breyti einhverju!) Vesturlönd geta einfaldlega ekki hætt öryggi sínu með því að lýsa því yfír einhliða, að þau leggi niður kjamorkuvopn. Það geta þau þá fyrst, þegar ný tækni er komin í gagnið og hefð- bundinn vopnabúnaður er farinn að slaga upp í það sem Varsjárbanda- lagið ræður jrfír. Það kostar fé. En það kostar fyrst og fremstvilja. Hafa ber í huga, að hér ræðir ekki fyrst og fremst um herbúnað og hugsanlega nýtingu hans heldur um aðstöðu til að koma fram pólitískum vilja. Af hálfu Vesturlanda er um það aðræða, hvort almenningur í þeim löndum vill búa við lýðræði, mannréttindi og sjálfstæði ríkja. Af hálfu Sovétríkjanna er um það að ræða að koma fram þeim mark- miðum, sem þau hafa fylgt gagn- vart Evrópu frá stofnun þeirra og fram á þennan dag, markmiðum sem sýndust innan seilingar á Jalta-ráðstefnunni og þau munu sækja að um alla fyrirsjáanlega framtíð. Evrópuríkin standa frammi fyrir því að verða að taka sjálf á sig meiri ábyrgð á eigin öryggi. Stórum hluta hemaðarútgjalda Banda- ríkjanna er varið í þágu öryggis Evrópu. Mörgum Bandaríkjamönn- um fínnst það vel í lagt. En slitni þráðurinn milli Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna er sú fyrmefnda dæmd og Bandaríkin setja ofan sem stórveldi. Vestur-Evrópuríki eiga að sameinast um þá stefnu, að þau vilji tryggja öryggi sitt og að þau vísa á bug viðleitni Sovétríkjanna að hafa áhrif á utanríkisstefnu þeirra. Sameinist þau um það og geri þau það ljóst að þau ætla að standa við það, verður sovétstjómin að sætta sig við það og taka mið af þvi. Með því móti væri hægt að tryggja frið. En það kostar það, að þessi ríki verða að leggja meira af mörkum til öryggismála. Það myndu þau gera ófús og gegn vilja sínum. En spumingin er um það að vera eða vera ekki. Menn verða að horfa fram á þann sannleika, að pólitísk áhrif ríkja fara eftir herstyrk þeirra. Höfundur er dósent við Háskóla íslands s og hreppsráð Borgarness: l gjaldskrár Hita- ir verði frestað gjaldskrárhækkunina og iðnaðarráðherra staðfest hana ness og Borgamess sem haldinn var um helgina var gerð ályktun um málefni Hitaveitunnar. Þar er vísað til tilmæla ríkisstjómarinnar um aðhald í gjaldskrárhækkunum og þess að málefni HAB em nú til umfjöllunar hjá fulltrúum forsætis-, ijármála- og iðnaðarráðuneyta og mælst til að störfum verði hraðað svo sem kostur er þannig að lækka megi sem fyrst óbærilegan hús- hitunarkostnað notenda veitunnar. Jafnframt beinir fundurinn þeim tilmælum til ríkisstjómarinnar að hún hlutist til um að hækkun gjald- skrár HAB verði frestað frá 1. janúar til 1. mars 1987 á meðan unnið er að lausn á fjárhagsvanda veitunnar. Stjóm Hitaveitunnar er kosin af eignaraðilum og em samþykktir hennar ekki lagðar fyrir sveitar- stjómimar til staðfestingar. Aðspurður um þann skoðanamun sem þama kemur fram á milli stjómenda hitaveitunnar og sveitar- stjómarmanna sagði Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri á Akra- nesi: „Menn skilja vel afstöðu stjómar Hitaveitunnar. Pyrirtækið á við mikinn fjárhagsvanda að etja og nauðsynlegt að hækka gjald- skrána ef ekkert annað kemur til. Eins og samþykktin ber með sér telja sveitarstjórnarmennimir að notendur heita vatnsins þoli ekki þessa hækkun og leggja til frestun á henni í trausti þess að stjómvöld komi til aðstoðar við lausn á fjár- hagsvanda veitunnar." AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ONNU BJARNADOTTUR V estur-Þýskaland: Góðæri ríkir o g Kohl þarf ekki að óttast Rau Kosningabaráttan fyrir þingkosningamar í Vestur-Þýskalandi hinn 25. janúar næstkomandi er komin á lokastig. Frambjóðend- ur ferðast um landið þvert og endilangt, lofsyngja stefnu eigin flokks á fundum og í sjónvarpssal og reyna að vinna sem mest fylgi. En varla nokkur efast um að samsteypustjórn kristilegu bræðraflokkanna CDU og CSU og fijálsra demókrata, FDP, haldi áfram undir forystu Helmuts Kohl, kanslara, að kosningum lokn- um. Stjórnarflokkamir hafa saman um 52 til 56% fylgi í skoðana- könnunum en jafnaðarmenn, SPD, 35 til 38% fylgi og græningjar 8 til 11%. óðæri ríkir í landinu og lítil ástæða til að skipta um stjóm. Kohl geng- ur til kosninga með reynda menn sér við hlið en Johannes Rau, kanslaraefni SPD, hefur ekki tek- ist að vinna Jafnaðarmanna- flokknum það traust sem hann vonaðist til. Eitt helsta áhyggjuefni forystu- manna kristilegu flokkanna nú er að stuðningsmenn þeirra drífi sig ekki á kjörstað á kosningadag af því að sigur sé hvort eð er vís og flokkurinn verði þannig af mikil- vægum atkvæðum. Kosningabar- áttan hefur verið dauf, allt að því leiðinleg, og fá veruleg hitamál. Það eru helst harðorðar ræður Kohls í garð stjómvalda í Austur- Þýskalandi sem hafa vakið athygli að undanförnu. Hann var gagn- rýndur fyrir að kalla austur- þýskar fangabúðir „þrælkunar- búðir“ í ræðu skömmu eftir áramótin. Andstæðingar hans telja orð hans bera vitni um hægrisveiflu innan Kristilega demókrataflokksins og segja að hann sé á höttunum eftir atkvæð- um öfgasinnaðra hægrimanna. En stuðningsmenn Kohls segja að kanslarinn noti ekki orð, sem minna á nasistatímann, að yfir- lögðu ráði — ekki frekar en hann líkti Gorbachev við Göbbels í við- tali við Newsweek að yfirlögðu ráði — og vilja ekki kannast við hægrisveiflu innan flokksins. FDP þarf fylgfi svo Strauss komist ekki í stjórnina Hægri flokkur lýðveldissinna hlaut 3% fylgi í kosningum í Bæjaralandi i kosningum nú í október. Franz Josef Strauss, formaður CSU, ræður ríkjum þar. Hann óttast að fylgi lýðveldis- sinna aukist ef stjórnin í Bonn bregst trausti kjósenda. Hann keppir að meirihluta CDU/CSU í kosningunum og telur tíma til kominn að ríkisstjómin móti sína eigin utanríkisstefnu. Hann vill taka við embætti utanríkisráð- herra af Hans-Dietrich Genscher, fv. formanni FDP, sem hefur ver- ið utanríkisráðherra í tæp 13 ár. Stjóm Kohls mótaði eigin efna- hagsstefnu þegar hún tók við af samsteypustjóm SPD og FDP 1. október 1982 en utanríkisstefnan hefur haldist óbreytt að mestu. Strauss þykir Genscher ekki nógu harður í hom að taka og vill af- dráttarlausari stefnu í varnarmál- um og gegn kommúnistaríkjun- um. Ríkisstjórn Kohls hefur komist vel af án Strauss í Bonn fram til þessa og Kohl hefur takmarkaðan áhuga á að fá hann í stjómina. Fréttaskýrendur telja hugsanlegt að ein skýringin á harðorðum ræðum Kohls í garð Austur- Þýskalands að undanfömu sé sú, að hann vilji auka fylgi FDP með orðum sínum. Frjálsir demókratar þurfa 5% fylgi til að komast á þing. Þeir hafa nú um 6% fylgi í skoðanakönnunum en hlutu 7% atkvæða í þingkosningunum 1983. Aukið fylgi þeirra kæmi CDU/CSU ekki að sök. Stjómar- samstarfið myndi halda áfram og Strauss héldi kyrru fyrir í Bæjara- landi. ekki við nema í síma. En Rau gefst ekki upp. Hann talar enn um sigurmöguleika SDP og gagn- týnir kanslarann og ríkisstjóm hans harðlega. Græningjum hefur aukist fylgi á kostnað jafnaðarmanna á þessu kjörtímabili en ýmis vandamál hijá þá eins og SPD. Erfítt er að átta sig á hvað þeir ætlast fyrir vegna deilna „Realos" og „Fund- is“ fylkinganna í flokknum. Raunsæisarmurinn telur flokkinn verða að aðlagast ieikreglum ann- arra flokka og starfa með þeim til að verða einhvers ágengt og til að verða tekinn alvarlega, en hinir bókstafstrúuðu vilja ekki heyra á slíkt minnst. Þeir vilja vera áfram í stjómarandstöðu og boða stefnu sem aðrir flokkar hafa ekki á stefnuskrá sinni. Mikil sala hefur verið í Vestur-Þýskalandi á leirstyttum, þar sem forsvarsmenn flokkanna eru í líki dverga. Hér eru styttur af Johannesi Rau, Hans Dietrich-Genscher, Helmut Kohl og Franz Josef Strauss. Mest hefur selzt af Kohl-dvergnum, síðan kemur Rau og síðan Strauss. Aftur á móti hefur salan í Genscher verið nokkuð dræm. Rau talar um sigur SDP en hrífur ekki kjósendur Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut 38,2% atkvæða í síðustu kosningum eftir að þingið lýsti yfir vantrausti á stjóm Helmuts Schmidt og samsteypustjóm CDU/CSU og FDP tók við völd- um. Jochen Vogel var kanslara- efni flokksins og þótti einkar óspennandi leiðtogi. Johannes Rau, sem hefur verið forsætisráð- herra Nordrhein-Westfalen, ijölmennasta lands Sambandslýð- veldisins, síðan 1978, var kjörinn kanslaraefni flokksins í ár. Hann þykir geðugur maður og á miklum vinsældum að fagna heima fyrir. Vonast var til að hann myndi hrífa kjósendur um allt Vestur-Þýska- land og auka fylgi SPD verulega. En ósamstaðan í flokknum hefur sett svip á kosningabaráttuna og erfiðleikar Neue Heimat, bygg- ingafyrirtækis verkalýðshreyfíng- arinnar, hefur varpað skugga á hann. Rau er ekki eins róttækur og aðrir áberandi frammámenn í flokknum. Hann er ekki fullsáttur við stefnu flokksins í kjamorku- og varnarmálum og segir að sam- starf við græningja komi ekki til greina. Willy Brandt, formaður SPD, stóð að baki hans í upphafi kosningabaráttunnar en samband þeirra hefur nú kólnað vemlega og sagt er að þeir talist helst Græningjar höfðuðu mjög til yngstu kjósendanna í kosningun- um 1983. 13,9% kjósenda undir 25 ára aldri kusu flokkinn þá, en 'nann hlaut alls 5,6% atkvæða. Um 3,6 milljónir nýrra kjósenda munu kjósa í fyrsta sinn í kosning- unum nú. Allar líkur em á að meirihluti þeirra kjósi kristilegu flokkana. Ungum Þjóðveijum er mjög annt um umhverfíð en allir vestur-þýsku stjómmálaflokkam- ir em nú með umhverfismál á stefnuskrá sinni svo græningjar hafa misst þá sérstöðu sína. Ung- um Þjóðveijum er einnig annt um afkomu sína. Þeir trúa á eigið ágæti og vilja geta haft það gott fjárhagslega. Kristilegu flokkam- ir og fijálsir demókratar höfða því til þeirra frekar en vinstrisinn- aðir græningjar eða jafnaðar- menn. Yfír 2 milljónir manna em at- vinnulausar í Vestur-Þýskalandi en atvinnuleysisumræða hefur þó ekki sett svip á kosningabarátt- una. Vestur-þýska efnahagslífíð er í mikilli uppsveiflu: verðbréfa- markaðurinn hefur hækkað, neyslukostnaður hefur lækkað, vaxtakostnaður hefur staðnað og laun hafa aukist. Jafnaðarmenn þakka olíuverðlækkunum og stöðu dollarans góðærið en ríkis stjóm Kohls nýtur góðs af því og þarf ekki að kvíða dómi kjósenda annan sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.