Morgunblaðið - 14.01.1987, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
Brottvikning fræðslusljóra
Norðurlandsumdæmis eystra:
„Deili ekki við
dómarann og
geng því út“
- segir Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri
„ÉG DEILI ekki við dómarann
og geng því út,“ sagði Sturla
Kristjánsson fræðslustjóri í
Norðurlandskjördæmi eystra, er
rætt var við hann í gær um upp-
sögn hans. Sturla fékk í
gærmorgun upphringingu frá
menntamálaráðuneytinu þar sem
honum var tilkynnt að á leið til
hans væri bréf dagsett 10. þ.m.
þar sem honum væri sagt upp
störfum frá og með deginum í
gær, 13. janúar.
Ólga er meðal skólamanna
nyrðra vegna uppsagnar Sturlu.
Fræðsluráðsfundur hefur verið boð-
aður árdegis í dag og skólastjórar
á svæðinu hyggjast einnig funda
strax í dag. Sturla sagðist ekkert
hafa vitað af uppsögninni fyrr en
í gærmorgun, er hann fékk
símhringingu frá ráðuneytinu.
Síðdegis í gær kom Sigurður Helga-
son deildarstjóri í grunnskóladeild
menntamálaráðuneytisins með upp-
sagnarbréfið, sem hann afhenti
Sturlu rétt fyrir kl. 17.
Sturla var spurður, hverjar
ástæður væru gefnar í bréfinu fyrir
uppsögn hans. Hann sagði, að það
þekktist yfírleitt ekki að opinberir
embættismenn væru reknir eða
þeim sparkað, eins og hann orðaði
það, en í bréfínu væri talað um trún-
aðarbrot, sniðgöngu fjárlagaheim-
ilda o.fl. Hann sagði síðan um
innihald bréfsins: „Þetta eru rúnir,
sem við hér norðan heiða getum
ekki ráðið í. Það sýnir kannski að
við hefðum þurft á meiri sérkennslu
að halda. Ég hef í öllum mínum
störfum lagt áherslu á að gæta
trúnaðar og fara að lögum, en ég
deili ekki við dómarann og geng
því út.“
Sturla sagði einnig, að það gæti
orðið vandfundinn maður í starf
fræðslustjóra Norðurlands eystra,
því í rauninni líti hann svo á, að í
þeim málum þar sem hann hefði
ekki verið sammála ráðuneytinu,
-0^
Morgunblaðið/Fríða Proppé
Sýnum ábyrgð og samstöðu
Slysavarnardeild kvenna á Ak-
ureyri hefur séð um slysavarn-
arskýlið Sesseljubúð á
Öxnadalsheiði um árabil. Það
hefur reynst þeim svolitið
þreytandi og lítt skiljanlegt,
sem taka má undir, að velflest
það sem gæti komið fólki í
nauðum til hjálpar hefur horfið
þaðan síðustu mánuði. Þar má
nefna súpur, kaffi, teppi o.fl.
Á myndinni hér að ofan eru
þær Svala Halldórsdóttir og
Guðbjörg Árnadóttir, sem fóru
með ýmislegt í skýlið um
síðustu helgi. Hvetja má fólk
til að virða sjálfboðastarf
þeirra Slysavarnarkvenna.
Ennfremur veit enginn, hver
þarf i nauðum á aðstöðunni
þarna að halda næst.
Blaðbera vantar
Blaðbera vantar í Innbæog Víðilund.
Upplýsingar í síma 23905.
Hafnarstræti 85.
Sturla Krisljánsson.
hefði hann verið samnefnari skoð-
ana skólastjóra og skólamanna
norðanlands. „Mínar ávirðingar
hafa helstar verið þær, að reyna
að ná rétti fólks í skólamálum sam-
kvæmt lögum. Séu þessar ávirðing-
ar réttar þá lít ég svo á að umdæmið
allt sé komið úr lögum við ráðuneyt-
ið,“ sagði hann að lokum.
Lítumá
uppsögnina
sem aðf ör
að okkur
- segir formað-
ur fræðsluráðs
„RÁÐHERRANN verður að telj-
ast samstarfsmaður okkar og
fræðslustjórinn því sameiginleg-
ur starfsmaður okkar, þ.e.
fræsluráðs Fjórðungssambands-
ins og ráðherrans, þó svo hann
hafi ekki haft fyrir því að hafa
samráð við okkur,“ sagði Þráinn
Þórisson formaður fræðsluráðs
Norðurlandskjördæmis eystra,
er rætt var við hann um uppsögn
Sturlu Kristjánssonar fræðslu-
stjóra kjördæmisins.
Þráinn sagði ennfremur, að
fræðsluráðið stæði fyllilega við bak-
ið á Sturlu fræðslustjóra í þessu
máli og að þeir litu á uppsögn hans
sem aðför að þeim, því þeir væru
fyllilega ábyrgir eins og hann í öll-
um þeim skólamálum sem vörðuðu
kjördæmið.
Varðandi það, hvað fræðsluráðið
myndi gera, en það kemur saman
til fundar í dag, sagði Þráinn: „Ég
vil sem minnst segja, en við höldum
fund og tölum saman og ákveðum
þá hvaða stefnu við tökum. Ég trúði
þó aldrei, að svo vrði staðið að
málum. Það get ég sagt.“
Halldór Blöndal,
alþingismaður:
Kom mér í
opna skjöldu
„Þessi ákvörðun Sverris kom
mér algjörlega í opna skjöldu,"
sagði Halldór Blöndal, einn al-
þingismanna Sjálfstæðisflokks-
ins á Norðurlandi eystra, þegar
Morgunblaðið leitaði álits hans á
aðgerðum menntamálaráðherra.
„Mér er ekki kunnugt um að störf
Sturlu Kristjánssonar gefí tilefni til
að honum sé vikið úr starfí." Halld-
ór sagðist einnig myndu óska
skýringa á þessu hjá menntamála-
ráðherra.
Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra:
Eg get ekki haft
menn í minni þjón-
ustu sem gefa fjár-
lögum langt nef
„ÖLDUR munu rísa og ég mun
örugglega liggja undir ágjöf á
næstunni vegna þess að ég hef
vikið Sturlu Kristjánssyni
fræðslustjóra Norðurlandsum-
dæmis eystra úr starfi," sagði
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins
síðdegis í gær. Ástæðuna fyrir
brottvikningu Sturlu sagði
Sverrir vera fyrst og fremst þá,
að Sturla hefði virt fyrirmæli
ráðherra að vettugi.
„Það má flestum vera ljóst að
ekki hefur allt verið með kyrrum
kjörum í fræðsluumdæmi Norður-
lands eystra og mál hafa þróast
þannig hvað eftir annað að skólum
hefur verið lokað. Þegar þetta ger-
ist einungis í þessu eina umdæmi
þá hlýt ég að spyrja sjálfan mig
hvað sé að. Eftir nána athugun er
það niðurstaða mín, að vandinn eigi
rót sína að rekja til fræðslustjór-
ans.“
Sverrir sagði að hann hefði ítrek-
að reynt að hindra þennan gang
mála í þessu fræðsluumdæmi. „I
stað þess að virða mínar ábending-
ar hefur verið settur í gang hernað-
ur gegn mér í fjölmiðlum og ég
sakaður um andstöðu við Norður-
land eystra. Sömuleiðis hef ég verið
vændur um að vilja hefta sér-
kennslu barna með sérþarfír þama
fyrir norðan sem er auðvitað fá-
dæma ósvífni," sagði Sverrir.
Á undanförnum mánuðum hefur
ítrekað komið til þess að skólum í
Norðurlandsumdæmi eystra hefur
verið lokað og einnig hafa orðið
tafír í skólastarfi þar vegna þess
að staðið hefur á greiðslum fyrir
skólaakstur. Sverrir sagði ástæð-
una fyrir þessu fyrst og fremst þá,
að verulegum fjárhæðum hefði
verið ráðstafað á Norðurlandi
eystra umfram fjárlög. „Ég get
ekki búið við slíkt ástand tij íang-
frama - ég get ekki haft menn í
minni þjónustu sem gefa fjárlögun-
um bara langt nef,“ sagði Sverrir.
Menntamálaráðherra bætti því við
að í öðrum fræðsluumdæmum
hefðu menn ráðstafað því fé sem
fyrir hendi var og því hefði yfirleitt
tekist að láta enda ná saman. „Það
getur auðvitað gerst að peningar
dugi ekki fyrir útgjöldunum ein-
staka sinnum, en þegar það gerist
ár eftir ár, þá er eitthvað að. Ég
gaf fyrirmæli um að haldið yrði
öðru vísi á málum, þannig að ekki
þyrfti að koma til stöðvunar skóla-
Sjónvarp
Akureyri
DAGSKRÁ Sjónvarps Akureyri í
kvöld, miðvikudagskvöld 14. jan-
úar, er eftirfarandi:
Kl. 20.30 Bamaefni. Mikki og
Andrés; Furðubúar.
Kl. 21.20 Myndrokk.
KI. 22.15 Spitting Image, 6. þátt-
ur.
Kl. 22.40 Dallas, 11. þáttur.
Kl. 23.25 Dagskrárlok.
Sverrir Hermannsson
starfs. Það var virt að vettugi og
ég þurfti t.d. að slá lán í banka á
Húsavík svo hægt yrði að opna
Hafralækjarskóla nú nýlega,“ sagði
menntamálaráðherra.
Sverrir Hermannsson var spurð-
ur hvort hann teldi Sturlu Kristjáns-
son eiga stuðning fræðsluyfirvalda
og skólamanna á Norðurlandi
eystra og ef svo væri hvort ekki
yrði erfitt að fínna viðunandi lausn-
ir á þeim vanda sem við er að glíma
í skólahaldinu.
„Nei, ég á ekki von á því að
þessir menn efni til styrjaldar í svo
viðkvæmu máli sem skólaganga
barna er. Hins vegar er pólitískur
undirgangur fyrir norðan og hætt
við því að pólitískir andstæðingar
mínir reyni að nota sér þetta mál
í komandi kosningum."
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, sagðist ekki hafa
haft samráð við þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins á Norðurlandi
eystra við ákvörðun sína um að
víkja Sturlu Kristjánssyni frá störf-
um. „Ég á ekkert frekar von á
stuðningi þeirra og ég hafði ekki
samráð við þá vegna þess að ég
óttaðist að þeim yrði álasað fyrir
þáttöku í þessu eftirá. Ég ætla hins
vegar norður fljótlega til að ræða
þetta,“ sagði Sverrir Hermannsson.
GENGIS-
SKRANING
Nr.7 -13. janúar 1987
Kr. Kr. Toll-
Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
Dollari 40,000 40,120 40,580
St.pund 59,640 59,819 59,145
Kan.dollari 29,271 29,359 29,400
Dönsk kr. 5,5633 5,5800 5,4561
Norskkr. 5,5093 5,5258 5,4364
Sænsk kr. 5,9831 6,0010 5,9280
Fi.mark 8,5397 8,5653 8,3860
Fr.franki 6,3568 6,3758 6,2648
Belg. franki 1,0191 1,0222 0,9917
Sv.franki 25,3052 25,3812 24,7326
HoII. gyllini 18,7573 18,8136 18,2772
V-þ. mark 21,1640 21,2275 20,6672
Ít.!íra 0,02987 0,02996 0,02976
Austurr. soh. 3,0074 3,0164 2,9416
Port. escudo 0,2780 0,2788 0,2742
Sp. peseti 0,3080 0,3089 0,3052
Jap.yen 0,25674 0,25751 0,25424
írsktpund 57,100 57,271 56,123
SDR(Sérst) 49,3443 49,4924 49,2392
ECU, Evrópum. 43,7500 43,8813 42,9296