Morgunblaðið - 14.01.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
31
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Eyjólfur Pétur Hafstein verkefnisstjóri Nordjobb á íslandi og Sig-
hvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri Norrænu félaganna á Islandi
á blaðamannafundi sem haldin var til kynningar Nordjobb.
Mikill áhugi á
sumarvinnu á
N or ður löndum
Á VEGUM Nordjobb atvinnum-
iðlunarinnar sóttu 404 íslending-
ar um vinnu á hinum Norður-
löndunum síðasta sumar og tókst
að útvega 117 þeirra vinnu. Á
Norðurlöndunum hefur verið
mjög mikil áhugi á þessari vinnu-
miðlun og sérstaklega hefur
áhugi á vinnu á íslandi reynst
mikill. Tæplega sex hundruð
Norðurlandabúar sóttu um vinnu
hér s.l. sumar, en aðeins var
hægt að útvega 76 þeirra vinnu.
Þetta kom fram þjá Eyjólfi Pétri
Hafstein, _ verkefnisstjóra
Nordjobb á íslandi, á blaða-
mannafundi sem efnt var til þar
sem starfsemi Nordjobb árið
1987 var kynnt.
Nordjobb vinnumiðluninni var
upphaflega komið á fót að tillögu
nefndar norrænna athafnamanna
sem stofnuð var að tilhlutan forsæt-
isráðherra Norðurlanda og gera
átti tillögur um nýmæli í norrænni
samvinnu. Nefnd þessi er yfirleitt
kennd við formann sinn, Per Gyllen-
hammar, forstjóra Volvo í Svíþjóð.
í ársbytjun 1986 var Nordjobb gert
að sjálfseignarstofnun og er í eigu
norrænu félaganna, Sambands
norrænu félaganna og Norrænu
iðnþróunarnefndarinnar. Þessi
Leiðrétting
í dómi Hæstaréttar, sem birtist
á bls. 42 og 43 i blaðinu í gær
féll niður að geta þess, að það
var Magnús Þ. Torfason, sem
greiddi sératkvæði í málinu.
Svör við
eoiisfræðidæmum
DÆMIN í landskeppni í éðlls-
fræði í framhaldsskólum birtust
í blaðinu 3. janúar sl.
Svörin við dæmunum fara hér á
eftir: 1. E, 2. C, 3. D, 4. E, 5. A, 6.
C, 7. A, 8. C, 9. E, 10. E, 11. B,
12. D, 13. D, 14. A, 15. C, 16. E,
17. A, 18. C, 19. A og 20. C.
sjálfseignarstofnun hefur síðan
samið við norrænu félögin hvert í
sínu landi um framkvæmd vinnu-
miðlunarinnar. Starfsemin er
fjármögnuð af styrktarfyrirtækjum,
sem alls eru 55, dreifð vítt og breitt
um Norðurlönd, þar af eru 11 á
íslandi.
Markmiðið með vinnumiðlun
Nordjobb er að gefa ungu fólki
kost á að kynnast atvinnulífí á
Norðurlöndunum. Vinnumarkaður
Norðurlandanna er sameiginlegur,
þannig að jafn auðvelt á að vera
fyrir norrænan ríkisborgara að
sækja um vinnu á t.d. Akureyri eða
Osló. Eitt af markmiðum Nordjobb
er að opna augu almennings fyrir
þessu.
Hvert starfstilboð er miðað við
samfelldan vinnutíma, eigi skemmri
en fjórar vikur. Ferðakostnað ásamt
fæðis- og gistikostnaði verða þátt-
takendur að greiða sjálfir. en leitað
verður samninga við Flugleiðir um
afsláttarfargjöld. Aðstoð er veitt við
öflun húsnæðis og geta þeir sem
eru í sumarvinnu á vegum Nordjobb
gist á stúdentaheimilum, í öðru
leiguhúsnæði eða hjá fjölskyldum,
allt gegn gjaldi að sjálfsögðu. Kaup
fyrir vinnu er greitt samkvæmt
gildandi kjarasamningum í hveiju
landi og er skattlagt eftir þeim regl-
um sem þar gilda.
Þeir sem fá sumarvinnu fyrir
milligöngu Nordjobb geta ekki
vænst þess að koma heim að hausti
með fulla vasa §ár. Vinnulaunin
eiga þó að geta dugað vel fyrir
ferðakostnaði, fæði og gistingu,
þannig að eitthvað sé eftir í vasa-
peninga. Hér er hins vegar um að
ræða stöðugt vinsælla tækifæri til
að kynnast menningu og starfs-
háttum nágrannaþjóðanna, því auk
þátttöku á vinnumarkaði, eru ýmiss
konar kynningar-, ferða- og
skemmtidagskrár skipulagðar fyrir
þátttaksr.dur.
Umsóknarfrestur Nordjobb renn-
ur út 1. mars n.k. Þeir sem ekki
hafa fengið umsóknareyðublöð í
skóla sínum geta fengið þau hjá
Norræna félaginu í Reykjavík, sem
hefur aðsetur í Norræna húsinu.
TM
Maharishi
Mahesh
Yogi
er auðlærð tækni sem veitir
djúpa hvíld og losar þannig
um streitu og spennu. Iðkun TM-tækninnar
stuðlar að andlegu og líkamlegu heilbrigði,
aukinni starfsorku og almennri vellíðan.
Almennir kynningarfyrirlestrar verða haidnir i kvöid, miðviku-
dag, í Gerðubergi kl. 20.30 og á morgun, fimmtudag, í Odda
(Háskóia ísiahds) k!. 20.30.
ALÞJÓuA ÍJÍ'JGUNARFÉLAGIÐ
STJÓRNUNARNÁM
ERLEND NÁMSKEIÐ
ÚTFLUTN/NGS- OG
MARKADSSKÓLl
ÍSLANDS
TÖL VUSKÓLI/
TÖL VUFRÆÐSLA
MÍMIR
▲ RITVINNSL UKERFIÐ
WORD
Ritvinnsla er nú fastur liður i störfum á flestum
skrifstofum. Ritvinnslukerfið WORD er eitt
öflugasta og mest notaða ritvinnslukerfið
hérlendis. Auk hefðbundinna ritvinnsiuaðgerða
býður Word m. a. upp á samruna skjaia
,,merging“, stafsetningarleiðréttingar og
fjölbreyttar útlitsgerðir sama skjals, „style sheet“.
Tilgangur þessa námskeiös er tvíþættur. Annars
vegar að þjálfa þátttakendur í notkun
ritvinnslukerfisins WORD en einnig að kenna
uppsetningu skjala og bréfa, með sérstöku tilliti
til þeirra möguleika sem Word býóur uppá.
Efni:
— Helstu skipanir kerfisins.
— islenskir staólar.
— Æfingar.
— Helstu skipanir stýrikerfis.
Námskeióið er ætlað öllum
notendum IBM einkatölva eða
samhæfðra véla.
Leiðbeinandi er Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen,
ritvinnslukennari. Auk þess aó hafa kennt notkun fjölda
ritvinnslukerfa hefur Ragnamikla reynslu sem ritari.
Timi: 20.—23. janúar, kl. 13.30—17.30.
Stjórnunarfélag
islands
Ánanaustum*Í5 Sími: 6210 66