Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
*
%
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
Aðstoða námsfólk
í íslensku og erlendum málum.
Sígurður Skúlason magister,
Hrannarstíg 3, simi 12526.
□ Helgafell 59871147IVA/ - 2
I.O.O.F. 9 = 1681148’/2 =
I.O.O.F. 7 = 16811481 ’/í =
Hvítasunnukirkjan
— Völvufelli
Bœnavika:
Almenn bænasamkoma í kvöld
kl. 20.30.
Allir velkomnir.
ÚTIVIS.TARFERÐIR
Myndakvöld Útivistar
fimmtud. 16. jan. kl. 20.30 i
Fóstbræðraheimilinu, Lang-
holtsvegi 109. Efnl: Fyrir hlé er
myndasyrpa frá unglingadeild
og síðan verða sýndar myndir
úr aðventu- og áramótaferðum
i Þórsmörk. Eftir hlé sýnir Vil-
borg Haröardóttir góðar ferða-
myndir frá Indlandi. Veglegar
kaffiveitingar kvennadeildar í
hléi. Fjölmennið. Myndakvöldið
er öllum opið.
Ársrft Útivistar nr. 12 1986 er
komiö út, glæsilegt aö vanda.
Þeir félagar sem greitt hafa ár-
gjald 1986 fá þaö sent. Hægt
er að fá ritiö á skrifst. Grófinni
1, símar: 14606 og 23732.
Sjáumst! Otivist.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Bænavikan heldur áfram í kvöld
og næstu kvöld. Bænasamkoma
kl. 20.30.
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Ferðafélagið efnir til mynda-
kvölds miðvikudaginn 14. janúar
í Risinu, Hverfisgötu 105, sem
hefst kl. 20.30 stundvíslega.
Efni:
1) Guðjón Ó. Magnússon sýnir
myndir frá Hornströndum og
segir frá náttúrufari og göngu-
leiðum. Hornstrandir voru frið-
lýstar ásamt Aöalvik og
Jökulfjörðum árið 1975 og nú eru
þessi svæði eftirsótt af feröa-
mönnum.
2) Jón Viðar Sigurðsson segir
frá ferð á fjallið Kilimanjaro i
norður Tansaníu, en í ágúst
siðastliðnum náðu tveir islend-
ingar þvi takmarki að klífa
Uhuru-tind sem er í 5895 m hæð
og er hæsti tindur Kilimanjaro.
Jón Viðar sýnir einnig myndir
teknar í tveimur þjóðgörðum i
Tansaníu.
Hornstrandir og Tansanía eru
ólíkir ferðamannastaðir, en
hversu ólíkir? Það kemur í Ijós á
myndakvöldinu. Aðgangur kr. 100.
Veitingar í hléi. Allir velkomnir,
félagar og aðrir.
Ferðafélag (slands.
Hörgshlíð 12
Samkoma í kvöld, miðvikudags-
kvöld, kl. 20.00.
Tilkynning frá
Skíðafélagi Reykjavíkur
Næstkomandi fimmtudag 15.
janúar kl. 20.30 verður félags-
fundur hjá Skiðafólagi Reykjavik-
ur haldinn í kaffistofu Toyota við
Nýbýlaveg. Ágúst Björnsson og
fleiri sýna skiðamyndir.
Skíðafólk eldra og yngra takið
með ykkur gesti.
Stjórn Skíðafélags Reykjavikur.
| raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
húsnæöi óskast
Iðnaðarhúsnæði óskast
á leigu
Óskum eftir 200-270 fm. húsnæði á jarðhæð
með góðum innkeyrsludyrum og góðri að-
komu. Æskileg staðsetning miðsvæðis í
Reykjavík eða Kópavogi. Annað kemur til
greina.
Upplýsingar í síma 23038 og á kvöldin í síma
23822.
Einbýlishús eða íbúð
Óskum eftir að leigja gott einbýlishús eða
rúmgóða íbúð í 6-12 mánuði. Mjög ábyrgt
og reglusamt fólk með 1 barn og ráðskonu.
Öruggar greiðslur og 1. flokks umgengni.
Upplýsingar í síma 23002.
húsnæöi i boöi
Til leigu við miðborgina
1. Ca 20 fm skrifstofuherbergi með sérinn-
gangi og snyrtingu á 1. hæð.
2. Ca 40 fm tvö samliggjandi skrifstofuher-
bergi á 2. hæð.
Framangreint húsnæði er í sama húsinu sem
er virðulegt steinhús nálægt miðborginni.
Húsnæðið er laust strax og leigist í allt að
4 ár.
Upplýsingar gefur Þórólfur Halldórsson í
síma 27711.
Skrifstofuhúsnæði
til leigu á 4. hæð við Skólavörðustíg. 100 fm
í 1. flokks ástandi. Laust strax.
Fyrirspurnir leggist inn á auglýsingadeild
Mbl. merkt: „B - 2046“.
Til leigu með húsgögnum
glæsileg 150 fm íbúðarhæð í hjarta borgar-
innar. Bílastæði í bílgeymslu fylgir.
Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl.
merkt: „Glæsileg — 10001".
óskast keypt
Beislisvagn
Vil kaupa vel með farinn beislisvagn, 6-7
metra langan. Vagninn þarf að vera með
dyrum á hliðunum og að aftan ásamt góðri
fjöðrun.
Upplýsingar í símum 96-22800, 96-24999
og 96-22290 á kvöldin.
ffj ÚTBOÐ
Til sölu
Veitingastaðir, þvottahús ath.!
Tilboð óskast í þvottavélasamstæðu fyrir
stærri þvottahús.
Ennfremur eldavél, bökunarofn, viftur og
uppþvottavél fyrir veitingarekstur.
Ofantalið verður til sýnis að Dalbraut 12
fimmtudaginn 15. janúar nk. kl. 12.00-15.00.
Tilboð skulu miðast við að kaupandi taki við
tækjunum í núverandi ástandi og flytji þau
sjálfur af staðnum.
Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem
ekki teljast viðunandi.
Tilboð sendist skrifstofu vorri að Fríkirkju-
vegi 3 fyrir kl. 16.00 föstudaginn 16. janúar.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3.— Simi 25800
Tilboð óskast
4ra-5 herbergja íbúð til leigu við Háaleitis-
braut í 1-2 ár. Laus 1. febrúar.
Umsóknir skilist til auglýsingadeildar Mbl.
merkt: „J — 5106“.
Hafnarfjörður
Fulltrúaráö sjálfstæðisfélaganna i Hafnarfirði heldur aðalfund sinn
fimmtudaginn 22. janúar nk. i Sjálfstæðishúsinu i Hafnarfiröi.
Fundurinn hefst kl. 20.00.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf.
- Kaffiveitingar.
F.h. stjórnar fulltrúaráðs,
Þór Gunnarsson.
Dalvíkingar
- nærsveitamenn
Almennur stjórnmálafundur verður haldinn i Bergþórshvoli laugar-
daginn 17. janúar kl. 16.00. Frummælendur verða:
Matthías Á. Mathiesen utanrikisráðherra,
Halldór Blöndal alþingismaður,
Tómas Ingi Olrich kennari.
Fyrirspurnir og umræöur. Allir velkomir.
Sjálfstæðisfélag Dalvikur.
Árnessýsla — Selfoss
Aðalfundur F.U.S. Árnessýslu verður haldinn á Tryggvagötu 8 mánu-
daginn 19. janúar kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Inntaka nýrra félaga.
Önnur mál.
Nú eru kosningar í nánd og er því nauösynlegt að fólagar og væntan-
legir félagar fjölmenni.
Stjómin.
Aðalfundur
sjálfstæðisfélags
Vestur-Skaftafellssýslu
verður haldinn i Leikskálum Vik laugardaginn 17. janúar kl. 15.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning fulltrúa á landsfund.
Lagabreytingar.
Á fundinn mæta Þorsteinn Pálsson, ráðherra, Árnl Johnsen, al-
þingismaður og Eggert Haukdal, alþingismaður.
Stjórnin.
Austurland
Almennir stjórnmálafundir
Alþingismennirnir
Egill Jónsson og
Sverrir Hermanns-
son boða til al-
mennra stjórnmála-
funda á eftirtöldum
stöðum:
Stöðvarfirði, miðvikudaginn 14. janúar kl. 17.30.
Breiðdalsvik, miövikudaginn 14. janúar kl. 21.00.
Djúpavogi, fimmtudaginn 15. janúar kl. 20.00.
Höfn, Hornafiröi, föstudaginn 16. janúar kl. 20.00.
Kópavogur — þorrablót
Hið árlega þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldið
laugardaginn 24. janúar 1987.
Sú nýbreytni veröur á að nú verður blótað i skiðaskálanum í Hveradölum.
Mæting er kl. 17.30 til 18.30 i Sjálfstæöishúsinu Hamraborg 1 og
farið þaðan með rútum ki. 18.30 stundvfslega.
Miðasala á þorrablótið verður laugardaginn 17. janúar i Sjálfstæðis-
húsinu Hamraborg 1 milli kl. 14.00 og 16.00.
Sjálfstæðisfólk í Kópavogi! Nú er kominn tinii til aö sjá þig og þú
okkur.
Formenn sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi.
Vestlendingar
Aðalfundur kjördæmisráðs sjálfstæðis-
fólaganna i Vesturlandskjördæmi verður
haldinn í Hótel Stykkishólmi föstudaginn
16. janúar kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kjörnefnd og stjórn leggja fram tillögu
að framboðslista fyrir komandi alþingis-
kosningar.
3. Friðrik Sófusson alþingismaður, vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins mætir á
fundinn og ræðir um stjórnmálaviðhorf-
in.
4. Önnur mál.
Stjórnin.