Morgunblaðið - 14.01.1987, Side 37

Morgunblaðið - 14.01.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 37 Hvað uiignr nem- ur gamall temur Hugleiðingar um æskulýðsmál eftirEirík Ingólfsson Undanfarna daga hefur dálítil uppákoma í kringum kjörfund Æskulýðsráðs ríkisins vakið athygli fjölmiðla. Þar sem ég hef tekið dálítinn þátt í þessu máli a.m.k. nú síðustu dagana þykir mér ekki úr vegi að setja á blað línur um aðdrag- anda málsins og atburðarásina eins og hún horfir við mér, um leið og ég vil nota tækifærið til að koma á framfæri nokkrum almennum skoðunum um skipan æsskulýðs- mála hér á landi. Eg vil fyrirfram biðja lesendur afsökunar á því að mál þetta kann að verða í lengra lagi, en fyrir mér eru þessi mál mikilvægari en svo að ég geti af- greitt þau með innantómum slag- orðum. Skipan og hlutverk Æskulýðsráðs ríkisins Æskulýðsráð ríkisins (hér eftir nefnt ÆRR) er skipað fimm mönn- um. Þrír eru fulltrúar æskulýðssam- taka kosnir á sérstökum kjörfundi, einn er tilnefndur af Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga og formaður ráðsins er svo skipaður af mennta- málaráðherra. Sama fyrirkomulag gildir um skipan varamanna. Af því fyrirkomulagi, að hafa fulltrúa æskulýðssamtakanna í meirihluta í ráðinu, má draga þá ályktun að þeim sé ætlað eitthvað meira hlut- verk en að vera samráðsaðili. Æskulýðsráði ríkisins er ætlað að samræma krafta þeirra sem sjá um æskulýðsmál á Islandi á vegum hinna mismunandi aðila, halda uppi fræðslustarfi á sviði æskulýðsmála, stunda útgáfustarf og veita styrki til æskulýðsmála auk þess að vera menntamálaráðherra til ráðuneytis um fjárveitingar til æskulýðssam- taka svo eitthvað sé nefnt. Fyrir æskulýðssamtökin í landinu er þetta eini formlegi samstarfsvettvangur- inn við ríkisvald og sveitarfélög. Einhverra hluta vegna hefur ráð- inu ekki tekist ýkja vel að gegna þessu hlutverki og skal ekki dregin fjöður yfir það að takmörkuð fjár- ráð hafa verið stór valdur að því. En fleira kemur til. Undanfarin ár hafa því æ fleiri raddir heyrst, sem telja að leggja beri ÆRR niður, a.m.k. í núverandi mynd, en efla þess í stað samtök íslenskra æsku- lýðsfélaga, Æskulýðssamband Islands (ÆSÍ). í þessum hópi eru m.a. Samband íslenskra sveitarfé- laga, flestar ef ekki allar ungliða- hrejrfingar stjórnmálaflokkanna, nokkur fjöldi þingmanna (að minnsta kosti í orði) og allmörg önnur samtök sem annast æsku- lýðsmál að einhverju leyti. Meira að segja nefnd sem skipuð var af menntamálaráðherra og skilaði áliti um æskulýðs- og félagsmál á ís- landi, fyrir um einu ári, komst (eftir rúmlega fjögurra ára starf) að þeirri niðurstöðu að leggja bæri áherslu á það að nú sem fyrr verði æsku- lýðsstarfið í höndum æskulýðsfé- laganna og að starf þeirra hafi ótvírætt sannað gildi sitt. Leggur nefndin til margháttaðan stuðning við félögin í þessu skyni. í þessum umræðum undanfarin ár hafa mál þó einhvem veginn þróast þannig að viss rígur hefur myndast milli ÆRR og ÆSÍ og hefur þessi rígur komið fram á mörgum fundum sem haldnir hafa verið um æskulýðsmál. Það skal þó tekið fram áður en lengra er hald- ið, að það sem gerðist á kjörfundi ÆRR síðastliðinn miðvikudag stendur ekki í neinum tengslum (eða að minnsta kosti ekki beinum) við skoðanir manna á gildi Æsku- lýðsráðs ríkisins fyrir æskulýðsstarf á Islandi. Kosning ÆRR Um nokkurra ára skeið hefur sú regla verið í gildi um kjörfund ÆRR að þangað hafa verið boðuð aðild- arsambönd ÆSÍ, sem eru 14 að tölu, auk annarra sambærilegra æskulýðssamtaka. Það eru samtals um 20 samtök sem þarna eiga að- ild og þar til nú, hefur hvert samband átt eitt atkvæði á þessum fundi. Það hefur hins vegar smám saman gerst, m.a. vegna þess að æskulýðssamtökum hefur Qölgað með árunum, að fylgið íjaraði und- an þeim samtökum sem fyrstu árin „áttu öruggt sæti“ í ráðinu. Þannig féll til dæmis fulltrúi ÍSÍ í kosningu fyrir nokkrum árum, sem varð til þess að íþróttasambandið fór í fylu og hætti að taka þátt í kjörfundin: um. Það hefur líka gerst að UMFÍ hefur þurft að þola það að ná að- eins varamanni í ráðinu í stað þess að eiga öruggan aðalmann. Því er reyndar ekki svo farið að það skipti öllu máli fyrir starf ÆRR hveijir eiga aðalmann og hveijir eiga vara- mann, því ráðið starfar yfirleitt í sátt og samlyndi, þegar það starfar á annað borð. En þegar rætt er um það hvaða samtök skuli talin sam- bærileg aðildarsamböndum ÆSÍ, er rétt að vaipa fram þein-i spum- ingu hvort ISf sé _ ekki í raun sambærilegt við ÆSÍ og eigi þ.a.1. ekki að hafa sérstaka fulltrúa á kjörfundi ÆRR fremur en Æsku- lýðssambandið. En hvað var semsagt ekki lengur hægt að reikna með kosningaúrslit- um í Æskulýðsráð ríkisins. Fyrir þá sem fundu að þeir voru að missa tökin á ÆRR virtist því ekki um nema eitt að velja. Það varð að breyta kosningareglunum þannig að þeir „stóru“ þyrftu ekki að velkj- ast í vafa um hvort þeir næðu kjöri eða ekki. Þetta var gert. Mér er ekki fullkomlega ljóst hvaðan frum- kvæðið kom, en úr íþróttageiranum var það a.m.k., með eða án atbeina starfsmanna í menntamálaráðu- neytinu. í stuttu máli var reglugerðinni breytt á þann veg að fjöldi fulltrúa sambandanna á kjörfundi skyldi vera í eins konar hlutfalli við skráða félaga í hveiju sambandi. Að fé- lagaskráningunni verður vikið hér á eftir. Samkvæmt reglugerðinni skyldu þau sambönd sem hefðu fleiri en 10.000 skráða félagsmenn fá einn fulltrúa fyrir hvetja 5.000 skráða félagsmenn. Það að markið var sett við 10.000 vekur athygli mína vegna þess að það eru aðeins 3 sambönd af 19 sem ná þessu marki, þ.e. ÍSÍ, UMFÍ og BÍS. Þessum þremur var úthlut- að allt að sjö fulltrúum hveijum. Afleiðing reglugerðarinnar varð sú að þrenn samtök af 19 gátu mynd- að meirihluta á kjörfundinum og kosið sjálf sig í öll aðalsætin og þar að auki ráðið því hverjir kæmust að sem varamenn. Og hveijir skyldu það nú vera? Jú, Iþróttasamband Islands, Ung- mennafélag fslands og Bandalag íslenskra skáta. Öll önnur ung- mennasamtök eru talsvert fyrir neðan þetta mark. Nú má segja að það sé útaf fyrir sig ekki óeðlilegt að fulltrúafjöldi á kjörfundi sé í ein- hveiju samræmi við fjölda félags- manna. En ef verið er að setja slíkar reglur, þá verða menn að hafa það á hreinu, á óvefengjanlegan hátt, hver sé raunveruiega fjöldi félags- manna. lxl=3+3+l+? Tökum sem lítið dæmi Hrein Sveinsson, strák ssem hefur gaman af íþróttum. Segjum að hann búi í ekki mjög stóru sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins þar sem að- eins er eitt íþróttafélag, Ungmenna- félag Staðarsveitar, eða eitthvað í þá átt. Hreinn skráir sig í fótbolta- liðið, fijálsíþróttaliðið og sunddeild- ina, enda er hann dæmigerður unglingur sem getur ómögulega gert það upp við sig hvaða íþrótt honum fínnst skemmtilegust. Hann kemst jú alls staðar í lið. Hreinn er aðeins skráður í eitt íþróttafélag. En hver deild í íþróttafélaginu er meðlimur í landssambandi viðkom- andi íþróttagreinar, í þessu tilfelli KSÍ, FRÍ og SSÍ. Þegar kemur að því að Ungmennafélag Staðarsveit- ar þarf að telja sína félagsmenn, liggur beinast við að telja hve marg- ir eru í hverri deild og leggja þær tölur svo saman. Þannig telst Hreinn þrefaldur félagi í Ung- mennafélagi Staðarsveitar og þar með UMFI. En ekki nóg með það. Þegar Iþróttasamband Islands þarf að telja sína félagsmenn m.a. vegna þess að nota þarf töluna til að senda með beiðni um 50 milljón króna ríkisstyrk, þá er notuð sama aðferð við talninguna, nefnilega lagður saman fjöldi skráðra meðlima í hveiju sérsambandi fyrir sig. Þar er hann Hreinn okkar aftur talinn þrisvar. Ef Hreinn stundaði menntaskóla í Reykjavík á vetuma og brygði sér á skíði um helgar, kæmist hann fljótt að því að það væri hagstætt að kaupa sér lyftu- kort af einhveiju skíðafélaganna sem reka nokkrar skíðalyftur í ná- grenni Reykjavíkur. Og viti menn, er hann Hreinn okkar allt í einu orðinn einn af meðlimum Skíðasam- bands íslands. Þar með er Hreinn talinn sjö sinnum sem meðlimur í ÍSÍ og UMFÍ, en hefur þó ekki gengið í nema eitt staðbundið félag sem virkur leðlimur. Og þannig má lengi telja. Af ofangreindri dæmisögu má sjá að það eru til ýmsar leiðir til að telja félagsmenn. Þessi talning- araðferð þarf ekki að vera einskorð- uð við íþróttahreyfinguna. Hún er hins vegar stunduð, að minnsta kosti þar, og það leiðir mann að þeirri niðurstöðu, að ekki er hægt að úthluta aðilum atkvæðum á nokkrum kjörfundi þar sem fara á eftir skráðum félögum, nema lagðar séu fram félagaskrár svo hægt sé að ganga úr skugga um að hver einstaklingur sé aðeins skráður einu sinni í viðkomandi samtök. Það var ekki gert við úthlutun fulltrúa á kjörfundi ÆRR 7. janúar 1987. Ekki hafa heldur verið settar neinar reglur um það á hvaða aldri þessir félagsmenn eiga að vera. Meðferð reglugerðar- breytingarinnar Þann 29. nóvember undirritaði menntamálaráðherra reglugerð um kosningu í ÆRR sem innihélt áður- greindar breytingar. Þessi reglu- gerð var hvorki send ÆRR né ÆSÍ eða aðildarsamböndum þess áður en hún var sett. Því var meira að segja neitað á fundi ÆRR um miðj- an desember af framkvæmdastjóra ÆRR, sem er starfsmaður mennta- málaráðuneytisins, að þessi reglu- gerð hefði verið sett. Á þessu samráðsleysi kunna að vera skýr- ingar og mun ég ef til vill §alla um það síðar. Boðað var til kjör- fundar með bréfí dagsettu 20. desember. Það bréf barst hins veg- ar ekki með skilum og veit ég um að minnsta kosti tvö aðildarsam- bönd ÆSÍ sem ekki fengu fundar- boð fyrr en um hádegi 7. janúar, sama dag og kjörfundurinn átti að fara fram. Að minnsta kosti þrjú og jafnvel fjögur aðildarsambönd ÆSÍ sendu ekki fulltrúa á kjörfund- inn. Eg hef ekki enn kannað til Eiríkur Ingólfsson í þessu máli hefur ýmis- legt farið úr böndum og eitt vandamál leyst með öðru hálfu verra. Eg treysti mér hins vegar til að mæla fyrir munn félaga minna sem tóku þátt í útgöngunni, þegar ég fullyrði að hér var ekki um neina stór- aðgerð af okkar hálfu að ræða. hlítar hvort það stafar af því að þau hafí ekki fengið fundarboðið fýrir fundinn og fullyrði því ekki um ástæður fyrir fjarveru þeirra. Mótmæli og útganga Þrátt fyrir misbrest á fundarboð- un var að minnsta kosti flestum aðildarsamböndum ÆSÍ kunnugt um kjörfundinn, nokkrum dögum áður en hann átti að vera. Reglu- gerðin umtalaða var send með fundarboði og varð fljótt samráð milli 8 æskulýðssamtaka, sem fannst gróflega gengið á hlut sinn með setningu hennar, um að skrifa undir kurteislegt mótmælaskjal, sem ætlunin var að lesa upp á fund- um. Um aðrar aðgerðir var ekki gert samkomulag fyrir fundinn. Miðvikudagurinn 7. janúar 1987 Ég átti fund með menntamála- ráðherra nokkuð snemma morguns þann dag sem kjörfundurinn var, þar sem ég spurðist m.a. fyrir um títtnefnda reglugerð. Svör ráðherra voru á þann veg að ég gerði mér ljóst að frumkvæðið að setningu reglugerðarinnar var ekki frá hon- um komið. Ég og göngufélagar mínir vorum þess því fullvissir að við ættum út af fyrir sig ekki í neinum deilum við menntamálaráð- herra í þessu máli og ég er enn þeirrar skoðunar. Það er hins vegar ljóst að ráðherra getur ekki annað en stutt við bakið á undirmönnum sínum út á við þótt hann kunni að gera athugasemdir við gerðir þeirra bak við luktar dyr. Síðar sama dag var kjörfundur- inn haldinn með afleiðingum sem margir þekkja nú. Okkur, sem gengum út af fundinum áður en gengið var til dagskrár, var ekki gefið tækifæri til að gera athuga- semdir við boðun fundarins, úthlut- un kjörfulltrúa, setningu reglugerð- arinnar, né nokkuð annað sem við hefðum ef til vill talið að ættí er- indi við fundinn. Þegar við í - ofanálag gerðum okkur grein fyrir að búið var að ganga frá kosningu í ráðið fyrirfram, var ekki til neins að sitja lengur á fundinum. Við gengum því þegar í stað af fundi. Eftir sátu fulltrúar 7 „æskulýðs- samtaka", þar af a.m.k. tveir ágætir heiðursmenn komnir á eftir- laun. Af þessum 7 tókst 6 að koma að fulltrúa í ráðið. Það voru fulltrú- ar Iþróttasambandsins, Ungmenna- félagsins og Bandalags íslenskra skáta sem aðalmenn og fulltrúar kristilegu sdamtakanna, bindindis- hreyfíngarinnar og farfugla sem varamenn. Það vekur athygli mína, svona eftir á, að ef undan er skilin 180 þúsund króna fjárveiting til ÆSÍ á fjárlögum 1987, þá eru nú f ÆRR fultrúar allra þeirra æskulýðs- og íþróttasamtaka sem fá fé af fjárlög- um, sem nemur tugum milljóna. Því vaknar óneitanlega sú spuming hvort það verði nú helsta hlutverk ÆRR að vera hagsmunagæsluaðili fyrir ríkisstyrkt félagsstarf í stað þess að efla starf þeirra félaga sem ekki kosta skattgreiðendur krónu. Lokaorð í þessu máli hefur ýmislegt farið úr böndum og eitt vandamál leyst með öðru hálfu verra. Ég treysti mér hins vegar til að mæla fyrir munn félaga minna sem tóku þátt í útgöngunni, þegar ég fullyrði að hér var ekki um neina stóraðgerð af okkar hálfu að ræða. Hér höfum við hins vegar orðið vitni að við- horfi íþróttahreyfingarinnar eða að minnsta kosti forystu ÍSÍ til mann- legra samskipta og lýðræðis. Klíkuskapur og bolabrögð 'eru nú fordæmi æskufólks í stað dreng- skapar og hreinskilni. Með þessu slær fölva á þá hugsjón sem margt ungt fólk trúir enn á, nefnilega að með hreinskilnum og heiðarlegum samskiptum sé virkilega hægt að komast að samkomulagi manna á milli, sem allir aðilar geta sæst á. Við bíðum, róleg ... Höfundurá sæti í stjóní Sambands ungra sjilfstæðismanna og er formaður Æskulýðssambands ís- lands. Hann hefur m.a. gegnt formennsku í Körfuknattleiks- sambandi íslands og setið istjóm Stúdentaráðs. Kvennalistinn: Framboðslisti ákveð- inn á Vesturlandi KVENNALISTINN á Vesturlandi hélt félagsfund í Langaholti, Stað- arsveit, helgina 9.—10. janúair. Þar var eftirfarandi framboðslisti til Alþingiskosninga samþykktur: 1. Danfríður Kristín Skarphéðins- dóttir, kennari, Akranesi. 2. Ingibjörg Daníelsdóttir, kennari, Fróðastöðum, Mýrasýslu. 3. Bima Kristín Lárus- dóttir, bóndi, Efri-Brunná, Dalasýslu. 4. Þóra Kristín Magnúsdóttir, loð- dýrabóndi, Hraunsmúla, Snæfells- nessýslu. 5. Snjólaug Guðmundsdótt- ir, húsfreyja, Brúarlandi, Mýrasýslu. 6. Halla Þorsteinsdóttir, iðnverka- kona, Akranesi. 7. Halldóra Jóhann- esdóttir, húsmóðir, Búðardal. 8. Guðrún Erla Guðlaugsdóttir, fisk- verkakona, Akranesi. 9. Hafdls Þórðardóttir, bóndakona, Kollslæk, Borgarfjarðarsýslu. 10. Matthildur Soffía Maríasdóttir, húsmóðir, Borg- amesi. Á fundinum vom atvinnu- og byggðamál kjördæmisins rædd, eink- um ástandið í landbúnaði og sjávarút- vegi. Nauðsynlegt er að hlúa að þessum undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar svo og að bæta launakjör íbúa svæðisins. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt: Fundurinn harmar þá aðför sem stjómvöld hafa gert að bænda- stéttinni á undanfömum árum og telur nauðsynlegt að útreikningar á búmarki verði endurskoðaðir m.a. með tilliti til hlunninda. Kvennalistinn fordæmir hvemig staðið hefur verið að uppsögnum fiskverkafólks vegna yfirstandandi kjaradeilu sjómanna. (Fréttatilkynning-)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.