Morgunblaðið - 14.01.1987, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
Afmæliskveðja:
Bragi Magnússon,
Siglufirði
Þrjátíu og þrjú ár eru liðin frá
því kynni hófust af þeim, sem freist-
ast er til að senda heillakveðju í
tilefni af þéttingsstóru afmæli.
Það gerðist fyrir norðan á Siglu-
fírði. Gamll selfangari, Bjamarey
úr Hafnarfírði, sem hafði verið
breytt í venjulegt físki- og síldveiði-
skip, lá við bryggju. Áhöfnin,
mislitur hópur, meðal annarra sölu-
maður; auralítill lögfræðingur;
fyrrum ritstjóri listatímarits; nýflú-
inn úr mislukkaðri kaupamennsku
í Skagafírði; munnhörpuleikari;
nokkrir venjulegir „sjóræningjar"
og töffarar víðsvegar af landinu að
viðbættum kapteininum sjálfum,
Óla Stebba úr Bolungarvík, þeim
valinkunna nýlátna sægarpi — já,
öll þessi sundurleita áhöfn naut
landlegunnar og lystisemdanna í
grófum stíl. Það fór á þá leið, að
einn úr hópnum var handtekinn af
lögreglu staðarins við illan leik.
Viðkomandi var færður í rasphús,
látinn dúsa um hríð, allt að lögum
að sjálfsögðu. Þetta gerðist með
óvenjulegum hætti, þ.e.a.s. hand-
takan, og í lífsstíl lögreglumanns-
ins, sem framkvæmdi hana. Þessi
vörður laganna þar fyrir norðan var
gæddur óvenjulegri kímnikennd,
svo að atvikið var alls ekki til niður-
lægingar, heldur til bjargar, og
ekki nóg með það, heldur skapaði
óijúfanleg vináttutengsl við „svart-
stakkinn" og úr því sem komið er,
þá er bezt að nefna nafnið á hon-
um, sem er Bragi Magnússon, sem
í þá tíð var starfandi sem lögreglu-
maður á Siglufírði, en einmitt hann
er sjötugur nú í dag.
Fleiri atvik áttu eftir að gerast
í landlegum Bjamareyjar þá um
sumarið, sem sá mannlegi lögreglu-
maður Bragi átti eftir að skrifa
skýrslu um af listfengi í embættis-
bók sína, meðal annars um skipið
„Sæskuðið", sem aldrei fannst,
þrátt fyrir víðtæka leit Ófeigs ung-
löggu, sem slðar varð bæjarfógeti
á Akureyri.
Allt þetta flokkaðist undir prakk-
araskap og „villta hegðan" af
völdum „óminnishegra og illra hóta
nomar", sem gjaman „undir niðri
í stiklunum þruma", þegar Dyonys-
os tekur við stjóminni.
Með þessum hætti upphófust
kynnin af vini Braga án borgara-
■legra siðgæðishátta, en þvílíkt lán
lék ekki við óstýrilátan skipveija
af Bjamareynni þá um sumarið, að
fá að kynnast manneskjulegasta
verði laganna norðan Alpaijalla (að
öðrum ólöstuðum) sem þó bar með
sér, að hann gæti verið harðari en
allt, sem hart er, og ákveðnari en
allt, sem ákveðið er. Svo liðu árin
og þessi góðu kynni héldust. Meira
að segja var það fyrir tilverknað
Braga, að greinarhöfundur var val-
inn sem nefndarmaður í háráð
Skíðasambands íslands og átti m.a.
að sjá um erlendar bréfaskriftir.
Þetta var vegtylla, sem nú er
miklazt af vegna vaxandi íþrótta-
áhuga. Nemendur í MA frá Sigló
báru kveðjur á milli og vissu þeir
sennilega flestir um samskiptin
sumarið ’53, en hins vegar eru
margir fyrir norðan ekki ýlq'a
hneykslunargjamir í venjulegum
skilningi. Menntlingamir bám
kveðjumar brosandi.
Áleitinn, óvæginn, ádeiluritiing-
ur, „Skammdegi á Keflavíkurvelli"
kom út snemma á árinu ’54, og það
var sérstakur heiður fyrir höfund-
inn, þegar Bragi hringdi að norðan
og bauðst til að verða umboðsmað-
ur fyrir þetta ádeilurit, sem enn var
glóheitt úr smiðjunni og átti að
orka eins og herör skorin upp gegn
amerískum áhrifum á íslandi og
vera jafnframt þverskurðarmynd
af ófögru mannlífi á Vellinum.
Þetta er raunar allt önnur saga, en
bregður þó ljósi á ýmislegt í eðli
Braga. 0g ekki er öll sagan sögð,
því sumarið 1967, á málverkasýn-
ingu undirskráðs á Akureyri, tók
Bragi að sér að auglýsa sýninguna
á Siglufírði með skreyttu plakati,
sem honum hafði verið sent frá
Akureyri.
Hann var sóttur heim sumarið
’60 og aftur örfáum árum seinna.
í fyrri heimsókninni bauðst hann
til að aka bíl höfundar til baka yfir
Skarðið og norður í Fljót í Skaga-
fírði, en þangað hugðist hann fara
til veiða, sem hann iðkaði á stund-
um. Það var litið á þessa tiltekt
hans sem sérstakan heiður og virð-
ingarauka. Það var gott að koma
á heimili Braga, en hann er nú
ekkjumaður. Kona hans var Harða
Guðmundsdóttir frá Þönglabakka í
Þorgilsfírði. Hún lést fyrir ellefu
árum. Harða var af þeirri sterku
Jörundarætt, sem flestir fyrir norð-
an kalla Jörundarkyn, en afí Hörðu
var sá nafntogaði hákarlaformaður
Jörundar í Hrísey. Móðir Hörðu var
Sigríður Sigurðardóttir frá Siglu-
fírði, en hún missti mann sinn,
Guðmund Jörundsson, frá sjö böm-
um í ómegð og fluttist aftur á
heimaslóðir, Siglufjörð. Harða
missti snema heilsuna, en hún var
óskaplega lifandi manneskja, þrátt
fyrir heilsuleysi sitt, og hlýr per-
sónuleiki. Var einkar gott að koma
á heimili þeirra hjóna. Það er auð-
fundið á Braga, að kona hans var
stærstur þáttur í lífi hans og gæfa
hans, enda er það mál manna, að
hann hafí reynzt henni vel og það
er fegurð í því að heyra hann tala
um Hörðu, það er eins og birti yfír
öllu í hvert sinn sem hana ber á
góma.
Þau hjón eignuðust tvær dætun
Þórdísi Völu, fóstru, sem gift er
Kristjáni Þráni Benediktssyni, flug-
stjóra hjá Mobil Oil í Líbýu, og
Sigríði, auglýsingateiknara og lista-
konu, sem gift er Reyni Sigurðs-
syni, húsasmfðameistara. En báðar
eru dætumar búsettar í Reykjavík.
Þær em elskar að föður sínum, sem
kom stundum suður til að sækja
þær heim.
Bragi hefur lagt gjörva hönd á
margt um dagana, verið hart vinn-
andi til sjós og lands, ólst upp við
hörð skilyrði kreppuáranna. Hann
er af vestfírzkum kjama í aðra ætt
og einnig er hann af Deildartungu-
ætt. Hann fæddist á ísafirði og var
þar til átta ára aldurs, en þá flyzt
hann til Reykjavíkur. Faðir hans,
Magnús Vagnsson, var hörkusjó-
sóknari, fyrst fyrir vestan og síðan
fyrir sunnan og fyrir norðan og
Bragi var ekki nema níu ára, þegar
faðir hans tók hann með sér á sjó-
inn. Amma hans að vestan hét því
sérkennilega nafni Thormóna
Ebenezardóttir. Hún var sterkur
karakter og afdrifaríkur þáttur í
lífí Braga og ól með honum réttlæt-
iskennd og lífsbaráttuhug. Móðir
Braga, Jóhanna Jónsdóttir, var ljós-
móðir, hún var mæt kona.
Fjórtán ára gamall flyzt Bragi
til Ákureyrar og bjó á Oddeyri, í
Norðurgötu, sem var magnað at-
hafnasvæði fyrir þróttmikla ungl-
inga og minnist Bragi oft áranna
þriggja á Akureyri. Sautján ára
flyzt hann til Siglufjarðar, og hefur
átt þar heima síðan og lifað og
hrærzt þar í þessari gömlu norð-
lenzku orkustöð, sem stundum gat
orðið svolítið alþjóðleg.
Bragi naut skólagöngu í Reyk-
holti. Hann var einna elztur skóla-
systkinanna þar, en alltaf í forsvari
eins og síðar varð annars staðar í
lífínu. Gerðist ýmislegt sögulegt í
Reykholti f tfð Braga. Fór hann
sfnar leiðir, enda orðinn fullharðn-
aður.
Á Siglufirði beið hans lífshlut-
verk, fleira en eitt. Hann hafði getið
sér orð fyrir ótal afrek í íþróttum
og hann vann ötullega að ýmsum
félagsmálum. Hann er skáldmælt-
ur, listfengur, húmoristi af guðs
náð, skopteiknari, listaskrifari, hef-
ur skrifað smásögur, gamanþætti,
revíu, starfaði lengi að íþróttamál-
um, áratugum saman, var knatt-
spymuleikari, knattspymudómari
og yfírleitt var Bragi alls staðar,
þar sem lff var og eitthvað var að
gerast.
Hann var lögreglumaður á Siglu-
fírði tæp tuttugu ár og leysti það
starf af hendi með reisn og af
bijóstviti og af sjálfsvirðingu eins
og allir vita, sem til þekkja. Hann
starfaði sem gjaldkeri við fógeta-
embættið á Siglufírði frá því að
hann hætti lögreglustörfum og unz
hann hætti störfum sem embættis-
maður árið 1984, en síðan hefur
hann helgað sig ritstörfum sem
betur fer. Undirskráður er stoltur
af því að hafa notið þeirra fríðinda
og bókmenntalegu gleði að lesa
tvær snjallar smásögur eftir Braga
f útvarp árið 1983. Og það vildi svo
til, að þegar lestrinum var útvarp-
að, var upplesarinn í heimsókn hjá
Braga norður á Siglufírði á útmán-
stofnaði nýlega hjálparsjóð
kirkjunnar. Sjóðurinn er eign
uðum '83, en þar dvaldist hann um
vikutíma í góðu yfírlæti í síberískri
vetrarhörku. Svo mögnuð vom snjó-
þyngslin á hveijum degi, að þeir
félagar þurftu að moka sig út úr
litla húsinu á Lándargötu 20 á
morgnana og inn í húsið á kvöldin.
En þetta jók aðeins á stemmningu.
Það er freistandi að rifja upp, þeg-
ar félagamir hlýddu á sögulesturinn
á öldum ljósvakans. Þá var ein-
beitni þeirra beggja slík, að hún
hefði getað brætt snjóinn og frost-
rósimar á stofuglugganum. Og
þegar sagan var langt komin, sagði
Bragi við gestinn: „Má ég fá mér
vindil?" Það var vandaverk að lesa
upp jafngóða sögu og skila henni
af sér áheyrilega.
Vonandi heldur afmælisbamið
áfram að leggja rækt við listgáfur
sínar, sem eru óvenju miklar. Mað-
ur eins og Bragi sem hefur oft á
tíðum þurft að sýna af sér meiri
manndóm en títt er um venjulega
menn, er sjálfrýninn og stundum
úr hófí fram. Fyrir það er freist-
andi að lesa yfír honum. Hann hefur
frá svo mörgu að segja, svo auðug-
ur er hann af mannlegri rejmslu
og fyrir bragðið hlýtur honum að
liggja mikið á hjarta, sem hann
getur tjáð sig um á ókomnum ámm.
Það verður gaman að hitta Braga
í dag. Það verður glatt á góðra vina
fundum.
Afmælisbamið tekur á móti gest-
um á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar, Sogavegi 122 hér í
bæ, milli kl. 17 og 19 í dag.
Að Hæðardragi,
Steingrímur St.Th. Sigurðsson.
kirkjunnar og í vörslu féhirðis
hennar. Honum er einkum ætlað
að mæta neyð sem verður við
óvænt og ótímabær dauðsföll.
Sjóðurinn er hluti af safnaðar-
sjóðnum og peningar lagðir til
hliðar til þessara þarfa innan
safnaðarins sem sjóðurinn sinnir.
Hver sem vill getur lagt fram fé
í þennan hjálparsjóð Selfoss-
kirkju.
„í sambandi við óvænt atvik,
dauðsföll og annað, koma oft upp
aðstæður þar sem ómögulegt er að
sjá fyrir erfiðleikunum í gegnum
tryggingarkerfí. Þá getur verið
erfítt að hafa ekkert upp á að
hlaupa", sagði Sigurður Sigurðar-
son sóknarprestur um þennan
nýstofnaða hjálparsjóð Selfoss-
kirkju.
„Stundum höfum við leitað til
Hjálparstofnunar kirkjunnar þegar
þannig aðstæður hafa komið upp.
Það liggur í eðli kristins safnaðar
að bregðast við neyð náungans og
við ætlum að gefa fólki tækifæri
að gefa fjármuni til slíks. Það eru
margir sem vilja styrkja svona
málefni og þá þurfa þeir að hafa
vettvang til þess,“ sagði Sigurður
ennfremur.
Samþykkt hefur verið að veija
tekjum af minningarathöfnum í
þennan sjóð og einig að ákveðinn
söfnunardagur til sjóðsins verði
einu sinniá ári.
BYRJENDANÁMSKEIÐ
TÁKN
MÁL
Byrjendanámskeið í táknmáli hefst 17. janúar og lýkur 28. febrúar. Kennt verður tvisvar í viku, tvo tíma í senn,
á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19—21. Námskeiðið hefst og lýkur á fyrirlestrum tvo laugardaga, 17.
janúar og 28. febrúar. Kennsla fer fram í Heyrnleysingjaskólanum og fjöldi þátttakenda í hverjum hóp tak-
markast við fimmtán. Tveir leiðbeinendur í hverjum hóp.
Innritun og allar nánari upplýsingar í símum 16750 og 16755.
17. jan. — 28. feb.
Félag heyrnarlausra — Heyrnleysingjaskólinn — Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra
Selfosskirkja
Selfoss:
■HF«rV
Morgunbladið/Sigurdur Jónsson
Hjálparsjóður stofnað
ur við Selfosskirkju
Selfossi.
SÓKN ARNEFND Selfosskirkju
Sig.Jóns.