Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 t Móðir okkar og tengdamóðir, ÞURÍÐUR VIGFÚSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavik, andaöist mánudaginn 12. janúar. Sigríður Guðmundsdóttir, Jónas Helgason, Sigrún Einarsdóttir, Yngvi Guðmundsson. t Móðir okkar, AÐALHEIÐUR BERGÞÓRA LÍKAFÓNSDÓTTIR, Hótúni 10a, er látin. Börnin. t Maðurinn minn, JÓHANN KRISTJÁNSSON frá Flatey, Seljavegi 33, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala aöfaranótt 10. janúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 16. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Kristín Ágústsdóttir. t Systir okkar, UNNUR S. ÞORSTEINSDÓTTIR, Stóragerði 32, veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Systkinin. t Móðir okkar, WINSTON HANNESSON, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. janúar kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfólag (s- lands. Wincie Jóhannsdóttir, Sigurður Jóhannsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför vinar okkar, bróður og mágs, GUÐBRANDS ÓLAFSSONAR, Munaðarnesi. Katrín Magnúsdóttir, Helga Ingvarsdóttir Sigrfður Olafsdóttir, Árni Ólafsson, Haraldur Jóhannsson, og fjölskylda, Guðný Ólafsdóttir, Jensfna Sigurjónsdóttir, t Innilegar þakkir sendum við öllum er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, LÁRUSAR EIÐSSONAR, Vallartúni 3, Keflavík. Guðrún Árnadóttir, Rut Lárusdóttir, Brynjar Hansson, Bjarnhildur H. Lárusdóttur, Guðmundur Lárusson, Jóna Hróbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartans þakkir sendum viö öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS SIGURÐSSONAR, fyrrverandi borgarlœknis. Sérstakar þakkir fœrum við laeknum og hjúkrunarliöi á deild 6-A Borgarspítala fyrir einstaklega góða og hlýlega umönnun. Ragna Sigurðsson, Örn Jónsson, Júlfa Signý Gunnarsdóttir, og barnabörn. Guðjón Gíslason — Kveðjuorð Fæddur 16. maí 1919 Dáinn 5. janúar 1987 Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í farandi skjól fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Tengdafaðir minn, Guðjón Gísla- son, andaðist á Borgarspítalanum 5. janúar sl., eftir stutta en erfíða legu. Það þyrfti ekki útaf fyrir sig að koma neinum sem þekktu til sjúkdóms Guðjóns á óvart að hverju dró um endalok þeirrar baráttu um líf og dauða, en dauðinn sigraði fyrr en okkur gat grunað. Þijú af hans fímm börnum búa erlendis með fjölskyldur sínar, og finnst mér við vera svo hjálparvana þegar foreldrar, eða tengdaforeldr- ar liggja fárveikir á sjúkrahúsi heima á íslandi, og við sitjum bara aðgerðarlaus í fjarlægð. Ég veit við hefðum öll viljað vera heima í des- ember, og getað heimsótt hann á sjúkrahúsið, og stytt honum stundir þennan síðasta tíma, en því miður leyfðu aðstæður það ekki. Guðjón tengdapabbi var prentari og var nýkominn á eftirlaun og hafði hlakkað til að geta sinnt áhugamálum sínum í ríkari mæli, nú þegar hann hafði létt af sér daglegum skyldustörfum. Hans paradís var sumarbústaðurinn í Laugardal. Þar dvaldi hann öllum sínum frístundum gegnum árin, með eða án fjölskyldu sinnar og vina, og nú síðasta ár var hann þar að mestu meðan hann gat. Hans góði vinur og starfsfélagi Jón Otti saknar nú vinar í stað, en þeir áttu sumarbústaði hlið við hlið, og áttu þar saman óteljandi ánægjustundir. Tengdapabbi var mjög sérstakur persónuleiki, og þótti mörgum hann dálítið sérstæður í háttum. Hann gekk gjaman með alpahúfu eða svokallaða „skallaskjólu" heklaða, stafínn sinn og pípuna. Hann eign- aðist aldrei bíl, og tók þar af leiðandi aldrei bílpróf, en taldi það ekki eftir sér að ganga til fóts lang- ar leiðir, einnig notaði hann oft reiðhjól, en það var ekki algeng sjón í Reykjavík á þeim tíma sem böm hans voru að vaxa upp. Hann var alltaf hann sjálfur, og reyndi aldrei að vera annað. Hið algenga stress í dag þekkti hann ekki, en gaf sér góðan tíma til hlutanna. Af bókum hafði hann mikið yndi, var vel heima í bókmenntum og heimsmálum og fylgdist vel með öllu í kringum sig. Tengdapabbi hafði gaman af að spjalla við unga og eldri um allt milli himins og jarð- ar, en hafði ákveðnar skoðanir og stóð fast á sínu og kom það oft í Ijós þegar við tvö ræddum málin. Tengdapabbi flíkaði ekki með viðkvæmari tilfínningar sínar, og gat stundum virkað hijúfur og nokkuð kaldur. En skelin var ekki mjög þykk, fyrir innan var góður skilningur á kjömm annarra og hlýtt hjarta. Ég gleymi aldrei hversu stoltur hann var, þegar hann hélt alnafna sínum undir skím heima í Reykjavík fyrir 14 ámm síðan. Guðjón tengdapabbi var mikill náttúmunnandi og var mjög næmur fyrir öllu lífi. Gróður, dýr og fuglar áttu hug hans allan. Hann elskaði að vera úti í náttúmnni og anda að sér heilnæmu loftinu, og hafði næmt auga fyrir fegurð lands síns. Hann hafði áhuga fyrir sögulegum minjum, einkum kirkjum og söfn- um. Sem fyrr segir átti sumarbú- staðurinn hug hans allan, og gat hann endalaust verið að breyta og bæta þar, svo að fjölskyldunni fannst oft nóg um. Ég, Gísli sonur hans og drengir okkar, elskuðum að dvelja í sumar- bústaðnum í Laugardal, en það var því miður allt of sjaldan, vegna þess að við höfum búið í Danmörku 11 síðustu ár. En oft var talað um sumarbústaðinn hans afa. Og drengina dreymdi um að vera þar hjá afa sínum á sumrin. Flestar íslandsferðir okkar vom í sambandi við jólin og þá oft snjóþungt og erfítt að komast þangað. Þá bjugg- um við alltaf hjá tengdaforeldmn- um á heimili þeirra í Asgarði, meðan við vomm í Reykjavík. Margar góð- ar minningar eigum við öll fjögur frá dvöl okkar hjá þeim. Þar var gott að vera. Oft sást tengdapabbi sitjandi í stól með bók í hönd, út- varp og sjónvarp á fullu, og síðan sofnaði hann frá öllu saman. Tvisvar sinnum náði hann að heimsækja okkur Gísla og drengina til Danmerkur. Það var of sjaldan, fannst okkur, en minningamar um dvölina hjá okkur 1979 og nú síðast 1986 em okkur ógleymanlegar. Það var okkur sérstaklega mikils virði að hann kom í maí síðasta ár, til að vera við fermingu nafna síns. Hann dvaldi hjá okkur mánuð, og nutum við öll hverrar stundar. Hann var svo glaður og ánægður, tók þátt í undirbúningi fermingarveisl- unnar ásamt okkur Gisla, dundaði sér útí garðinum okkar, naut sam- vemnnar við drengina og okkur. Hann Ias fyrir Ragnar litla og þeir fóm í gönguferðir saman. Hann ætlaðist ekki til að mikið væri haft fyrir sér, eða einhver ósköp ættu að ske á hvetjum degi. Við geymum öll mjög dýrmætar minningar frá þessari síðustu dvöl hans hjá okk- ur. Nafni hans _ var svo lánsamur að geta farið til íslands í skólafríinu sínu og dvaldi þá í tíu daga í sumar- bústaðnum hjá afa sínum. Ég og drengimir vomm svo í tvær vikur í Reykjavík í október og sáum hann þá í síðasta sinn, og var hann þá orðinn veikur. Af stómm systkinahóp em nú aðeins þijár systur hans eftir, og veit ég að missirinn er sár fyrir þær, sérstaklega fyrir Gunnu tvíburasystur hans. Ég bið góðan guð að hugga og styrkja tengda- móður mína, böm þeirra og tengda- böm, öll barnabömin sem vom ellefu alls, og svo systur hans, Gunnu, Siggu og Oktavíu. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanijóð og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. (Davíð Stefánsson) Nú er Guðjón Gíslason horfinn af sviði jarðlífsins og þrautir horfn- ar. Ég kveð tengdaföður minn með söknuði, megi hann eiga góða ferð og heimkomu í heim ljóss og friðar. Gunnlaug H. Ragnarsdóttir Kveðja til afa Svo leggur þú á höfín blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum og stjama hver, sem lýsir þína leið er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér, og þú skalt vera minn - í söng og tárum. (Dav. Stef.) Við sonasynimir kveðjum Guðjón afa með söknuði, héðan úr ijarlægu landi. Við vitum að hann er nú laus við baráttu við vonlausan sjúkdóm, og að honum líður nú vel. Við geym- um minningamar um samveru- stundirnar með honum um ókomin ár. „Hinsta sinni hljóður hjá þér ennþá krýpur nú að leiðarlokum litli drengurinn þakkar ástúð alla allt til hinstu stundar. Biður Guð að geyma góða vininn sinn.“ (Jón Sigfússon, Eiðum) Guð blessi minningu Guðjóns afa. Guðjón Emil Gíslason, Ragnar Mikael Gíslason, Magnús Heiðar Oddsson, Guðjón Freyr Oddsson, Danmörku. Kveðjuorð: Lárus Eiðsson MEÐEINU SÍMTALI SÍMINN ER 691140 691141 húsgagnasmíðameistari Fæddur 29. ágúst 1918 Dáinn 16. desember 1986 Með þessum orðum langar okkur að minnast afa okkar, Lárusar Eiðs- sonar. Afí var okkur krökkunum alltaf meira en bara afí, því hann var okkur bæði félagi og vinur. Hann var mikill jafnlyndismaður og alltaf rólegur í fasi, hjartahlýr var hann og skilningsríkur og ætt- um við við einhver vandamál að glíma var hann alltaf tilbúinn til þess að hjálpa okkur við að leysa úr þeim. Afí var alla tíð mikill náttúruunn- andi og dýravinur og þau em ófá skiptin sem hann og amma fóm með okkur krakkana í ferðir út í náttúmna. Heimili afa og ömmu hefur alla tíð verið hlýlegt og fallegt og ber góðu handbragði afa vitni. Heimili þeirra ér okkur alltaf öll- um opið og þar sem það er staðsett nálægt skólanum komum við oftast þar við á leiðinni úr skóla og í. Fjölskyldan hefur alla tíð verið samheldin og áttu afi og amma hvað mestan þátt í því vegna þess hve þau gerðu sér annt um velferð okkar. Afí skilur mikið eftir sig, það dýrmætasta af því er það sem hann gaf okkur af sjálfum sér og við munum alla tíð geyma í hjörtum okkar. Hann kom til móts við okkur þegar við þurftum á að halda og kenndi okkur að vera betri mann- eskjur. Við söknum afa öll en missir ömmur er hvað mestur, en við vitum að hann er í góðum höndum guðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.