Morgunblaðið - 14.01.1987, Side 50

Morgunblaðið - 14.01.1987, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 OlMA Univerul Ptms SyrxJicsle H//Z mo-tt íkoLa. nurvCL er .... ekki allt, sem skeð- ur ofL TM Rtg. US. PaL Off.-tf rtjhls resarnd • 1MB Lh Angiln Thnes Syndkata Það er kona hérna frammi sem segist hafa átt stefnumót við forstjórann kl. 11 í morgun. Ekki er bréfritari allsendis ánœgður með það viðmót sem mætti honum i Breiðholtslauginni þegar hann kom þar einn daginn með dóttur sina unga. SUNDLAUGARFERÐ Þann 20 nóvember á síðastliðnu ári fór ég með barnið mitt í vagni að Breiðholtslauginni. I afgreiðslunni var mér tjáð, af fullorðinni konu, að böm mættu alls ekki fara inn. Ég sagði henni að það stæði alls ekki til, unginn ætti að vera fyrir utan, síðan lagði ég vagninum á laugarbakkann og gerði mig reiðubúna til sundiðkunn- ar. En viti menn, mútta gamla ekki búin að synda nema 3-400 metra þegar yndið hennar yngsta og besta vaknar og er gjörsamlega óhugg- andi. í stað þess að krókna úr kulda tók ég dóttur mína í fangið og hljóp inn í sturtuklefa, setti hana í fullum skrúða í bamastól, svo hún gæti horft á mömmu sína í sturtunni. Við vorum tvær einar þama inni og þessi elska sendi mér við og við besta brosið sitt. Birtist þá allt í einu gamla konan úr afgreiðslunni, sótrauð í framan af reiði, hvæsandi að hún hafi verið búin að segja mér að þetta væri algjörlega bannað og nú sé hún búin að fá skömm í hattinn - og þrælsóttinn leyndi sér ekki í augun- um. Ég hafði gert mér grein fyrir að böm mættu alls ekki fara í laug- ina, en ég gat alls ekki séð að hún dóttir mín væri fyrir neinum og að það væri Breiðhyltingum fyrir bestu að hún lægi háskælandi úti í vagni. Og ákaflega kann ég illa við að ráðist sé á mann með óbótaskömm- um þar sem maður stendur allsnak- inn og það útaf svona fáránlegri reglu, sem ég vil nefna óreglu. Það stendur ekkert um Breiðholtslaug- ina í Morgunblaðinu annað en að hún sé opin á þessum tíma. Hvemig eigum við smábama- mæður að geta stundað laugarnar ef við fáum ekki smá svigrúm, í flestum tilfellum vinnur jú eigin- maðurinn langt fram á kvöld svo ekki er hægt að láta hann passa? Fyrr hafði ég farið í Neslaugina og kom þá svipuð staða upp, það er krílið vaknaði og ég tók hana með mér inn í fataklefann. Þegar ég fór kom afgreiðslustúlkan bros- andi fram fyrir og sagði: „Æi leyfðu mér aðeins að kíkja á þá litlu." „Nesfólkið" ætti eiginlega að halda námskeið í mannlegum samskiptum fyrir starfsfólk annarra sundlauga. Afgreiðslukonan í Breiðholts- lauginni þarf ekki að óttast að ég komi þangað aftur og bijóti af mér, því þangað stíg ég aldrei fæti mínum framar. 6457-0293 Er ekki hægt að endur- sýna þáttinn? Kæri Velvakandi, aldrei fyrr hef ég ritað í lesendadálka dagblaðanna svo e.t.v. er kominn tími til þess nú. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er ekki eitthvað neikvætt nöldur, eins og lesendabréfm eru svo full af, heldur hef ég svolitla ósk eða ábendingu til ríkissjón- varpsins. Sunnudaginn 4. janúar 1987 sýndi sjónvarpið þáttinn „Hvar ertu, félagi?“, stórmerkilega heimildarmynd um mannréttinda- mál í landi Gorbasjovs. Þannig var að þessi þáttur var sýndur á fremur óheppilegum tíma, þannig að ég missti af meirihluta myndarinnar. Er nokkur möguleiki á að hægt væri að endursýna myndina og þá á betri tíma? Einnig langar mig að biðja ykkur að koma á framfæri þökkum til útvarpsstjóra fyrir ágætt erindi eða ávarp um áramótin, þar þótti mér vel talað. — Með þökkum til ríkis- sjónvarpsins og rásar 1 á liðnu ári. Eyfirðingur HÖGNI HREKKVÍSI /,pAP BRSVO ERFITT fJEQAR HANN ER LySTARLAUS/ " Víkverji skrifar Víkverji leggur leið sína öðru hvoru í áfengisverslanir og kaupir þá gjarna svokölluð léttvín, rauð eða hvít eftir atvikum, til að dreypa á með mat. Á Akureyri var útsölu ÁTVR breytt mikið í sumar, aðstaða er nú öll mun glæsilegri en áður. Ekki var skrefíð þó stigið til fulls og komið upp sjálfsaf- greiðslukerfí og harmar Víkveiji það mjög. Það hefði verið ákjósan- Iegj; að koma upp slíku fyrirkomu- lagi, í það minnsta við sölu léttvina því sannleikurínn er sá að einungis fáeinar tegundir þeirra eru kaup- endum til sýnis. I hillum baka til leynast svo ýmsar tegundir sem þorri manna hefur ekki hugmynd um að séu til sölu og það er því ef til vill ekki ýkja undarlegt þó sumar tegundir léttvína seljist lítið, eins og rætt hefur verið um. í anddyri útsölu ÁTVR á Akureyri hefur ver- ið komið fyrir myndarlegum gler- skáp, í honum eru hillur og sá grunur Iæddist að Víkveija að mublu þessarri væri ætlað það hlut- verk að geyma sýnishom af því sem boðið væri upp á í versluninni. En sú er sennilega ekki raunin, að minnsta kosti hafa vínflöskur enn ekki verið settar þar til sýnis. XXX ..„auk þess eru ræðukeppnir..." sagði í fréttatilkynningu sem Víkverji las á dögunum. Þegar Víkveiji var í skóla var honum kennt að keppni væri eintöluorð. Talsvert hefur borið á því að und- anfömu að orðið væri notið í fleir- tölu, sumt §ölmiðlafólk talar um Evrópukeppnir. Evrópukeppni fé- lagsliða í knattspymu skiptist í þijá hluta, keppni meistaraliða, keppni bikarhafa og UEFA-keppnina. Það hlýtur að liggja i augum uppi að nota eintölunaþegar rætt er um eija keppni fyrir sig, en tala mætti um Evrópumótin í knattspymu, ekki Evrópukeppnimar, þegar tal- að er um öll mótin í einu. Bjarni Felixson hefur einmitt sýnt gott fordæmi hvað þetta varðar. En það eru ekki einungis hluti fréttamanna sem notar keppni í fleirtölu, al- menningur er farinn að gera það óspart líka. XXX Fyrst farið er að tala um íslenskt mál langar Víkveija að minnast á annað atriði. í áður nefndri frétta- tilkynningu kom það reyndar einnig fyrir. Þar stóð: „...um markvissa ákvarðanatöku...“ Orðið ákvarð- anataka tröllríður nú íslensku máli. Stjómmálamenn virðast hafa tekið miklu ástfóstri við orðið - margir eru hættir að ákveða sig, nú orðið taka þeir ætfð ákvarðanir. „Mín persónulega skoðun" er einnig mjög vinsælt hjá stjómmálamönnum. „Mín skoðun" hlýtur að segja það sem segja þarf - hún er jafn per- sónuleg þó svo ekki sé alltaf staglast á því orði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.