Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 FH hafði betur í hörkuleik gegn Val Erla skoraði 11 mörk gegn KR ÍSLANDSMÓTIÐ í 1. deild kvenna er komið á fullt eftir jóiafrí. FH vann Val f Hafnarfirði á föstudag- inn. Fram sigraði ÍBV út í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Á sunnudagskvöldið áttust við í Seljaskóla KR og Stjarnan og Víkingur og Ármann. ÍBV — Fram 25:17 Fram-liðið átti ekki í teljandi erf- iðieikum með lið ÍBV. Þær byrjuðu leikinn af krafti og komust í 13—3. Staðan í hálfleik var 13-7 fyrir Fram. í síðari háifieik fengu ungu stúlkurnar hjá Fram að spreyta sig og lauk leiknum með sigri Fram, 25-17. Hjá Fram voru hvorki Ingunn Bernódusdóttir né Margrét Blönd- al með en það kom þó ekki að sök. Jóhanna Halldórsdóttir spilaði sinn besta leik í deildinni í vetur. í liði ÍBV bar mest á Stefaníu Guðjónsdóttur sem kom inn á í . síðari hálfleik. Hún er enn leikmað- ur í 2. flokki kvenna. MÖRK FRAM: Guðríður Guðjónsdóttir 9/3, Jóhanna Halldórsdóttir 8, Arna Steinsen 4/1, Ósk Víöisdóttir 2, Hafdís Guöjónsd. og Ragn- heiður Júlíusdóttir 1 mark hvor. MÖRK ÍBV: Ragna Birgisdóttir 5, Anna Jó- hannsdóttir 5, Stefanía Guöjónsdóttir 4, Ásta Kristjánsd., Ingibjörg Jónsd. og Ólöf Elías- dóttir 1 mark hver. FH-Valur 19:17 FH vann góðan sigur á Val í hörkuspennandi leik liðanna á föstudagskvöldið. Valsliðið réð þó ' ferðinni í fyrri hálfleik og var yfir í leikhléi, 9—8. í byrjun seinni hálf- leiks kom svo slæmur kafli hjá Valsstúlkunum. FH-liðið gekk þá á lagið og skoraði hvert markið á fætur öðru úr hraðaupphlaupum. Mest náði Hafnarfjarðarliðið fjög- urra marka forskoti. Þegar líða tók á hálfleikinn fóru Valsstúlkur að saxa á forskotið og voru lokamín- úturnar æsispennandi, sérstak- lega þar sem Maríu Sigurðardóttur í FH var vísað af leikvelli þegar aðeins um 2 mínútur voru eftir af leiknum. FH-liðið náði þá að halda forskotinu og sigraði í leiknum með 19 mörkum gegn 17. Blak EINN leikur verður í kvennablak- inu f kvöld. HK og Þróttur leika í Digranesi og hefst leikurinn klukkan 21.30. HK stúlkurnar unnu sinn fyrsta leik um helgina er þær lögðu KA að velli í Digranesi en Þróttur hef- ur unnið þrjá leiki og tapað þremur. FH-liðið hefur á að skipa góðu liði með jöfnum spilurum. Helsta aðal liðsins er góð markvarsla og eins eru þær geysisnöggar fram í hraðaupphlaup, sérstaklega þær Kristín Pétursdóttir, sem var mjög góð í leiknum, og Sigurborg Eyj- ólfsdóttir. Lið Vals barðist vel framan af í þessum leik. Arnheiður Hreggviðs- dóttir átti mjög góðan leik í markinu og eins var vörnin sterk. Veikleiki liðsins, eins og svo oft áður, var sóknarleikurinn. Hann var mjög ráðleysislegur, sérstak- lega eftir að FH-ingar tóku leik- stjórnanda liðsins, Ernu Lúðvíks- dóttur, úr umferð. Það var helst Guðný Guðjónsdóttir sem náði að sýna sitt rétta andlit. MÖRK FH: Krístin Pótursdóttir 6, Rut Baldurs- dóttir 4, Hildur Haröardóttir og Sigurborg Eyjólfsdóttir 3 hvor, Arndís Pótursdóttir 2 og María Siguröardóttir eitt mark. MÖRK VALS: Katrín Friöreksen 5, Guörún Kristjánsdóttir, Guðný Guöjónsdóttir og Soffía Hreinsdóttir 3 mörk hver, Erna Lúövíksdóttir, Ásta Sveinsdóttir og Harpa Siguröardóttir eitt mark hver. Leikinn dæmdu Stefán Arnalds- son og Ólafur Haraldsson og fórst þeim það vel úr hendi að venju. KR — Stjarnan 16:24 Stjörnustúlkurnar unnu stórsig- ur á KR á sunnudag. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 10—8 fyrir Stjörn- una. Þegar u.þ.b. 10 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var Elsu Ævarsdóttur í KR sýnt rauða spjaldið fyrir gróft brot og þótti það að flestra áliti strangur dóm- ur. í seinni hálfleik sigu svo Stjörnustúlkurnar fram úr og kaf- færðu KR-liöið gjörsamlega í hraðaupphlaupum. Þar var Erla Rafnsdóttir fremst í flokki, en hún átti stjörnuleik í seinni hálfleik. í heild átti lið Stjörnunnar góðan dag og virtist ekki há liðinu að landsliðsmarkvörður þeirra, Fjóla Þórisdóttir, spilaði ekki með að þessu sinni. KR-liðinu tókst ekki að fylgja eftir ágætum fyrri hálfleik og virt- ust þær gjörsamlega sprungnar á lokamínútum leiksins. Bestan leik þeirra átti Karólína Jónsdóttir. MÖRK KR: Karólína Jónsdóttír 7, Sigurbjörg Sigþórsdóttir og Snjólaug Benjamínsdóttir 3 mörk hvor og Elsa Ævarsdóttir, Arna Garðars- dóttir og Aldís Arthúrsdóttir eitt mark hver. MÖRK STJÖRNUNNAR: Erla Rafnsdóttir 11, Margrét Theodórsdóttir og Hrund Grétars- dóttir 4 mörk hvor, Guðný Gunnsteinsdóttir 2 og Steinunn Þorsteinsdóttir, Brynhildur Magn- úsdóttir og Oddný Tertsdóttir eitt mark hver. Leikinn dæmdu Vigfús Þor- steinsson og Steinþór Baldursson og voru þeim frekar mislagðar hendur að þessu sinni. Víkingur — Ármann 30:12 Víkingsstúlkurnar áttu ekki í miklum vandræðum með slakt lið Ármanns. Strax í upphafi var ekki spurning hvoru megin sigurinn lenti, heldur hversu stór hann yrði. Staðan í hálfleik var 16—7 fyrir Víking. í seinni hálfleik hélt ein- stefnan áfram á mark Ármanns. Víkingur náði góðum hraðaupp- hlaupum sem gerði út um leikinn. Hjá Víking var Inga Lára mjög góð og þær stöllur í markinu Sig- rún og Unnur vörðu af stakri prýði. Hjá slöku liði Ármanns stóð enginn upp úr og eiga þær langt í að ná liðunum í 1. deildinni. Lauk leiknum með stórsigri Víkings, 30:12. MÖRK VÍKINGS: Inga Lára Þórisdóttir 9/3, Vilborg Baldursdóttir og Sigurrós Björnsdóttir 4 mörk hvor, Eiríka Ásgrímsdóttir 3, Valdís Birgisdóttir, Jóna Bjarnadóttir, Margrót Hann- esdóttir og Hrund Rúdólfsdóttir 2 mörk hver, Halla Kristjánsd. 1 og Sigrún Ólafsdóttir mark- maður eitt mark. MÖRK ÁRMANNS: Elísabet Albertsdóttir 3, Margrót Hafsteinsd. 2, Guöbjörg Ágústsdóttir 2, Bryndís Guömundsdóttir 2, Ellen Einars- dóttir 2/2 og Halla Grétarsdóttir eitt mark. Leikinn dæmdu Vigfús Þor- steinsson og Steinþór Baldursson. ÁS/KE • Erla Rafnsdóttir átti stórleik með Stjömunni um helgina og skor- aði 11 mörk. Skíði: Dahlmo enn í efsta sæti MARIANNE Dahlmo frá Noregi hefur enn forystu f heimsbikarn- um í skíðagöngu kvenna. Keppt var í 10 km skíðagöngu um helg- ina og sigraði svissneska stúlkan, Evi Kratzer, nokkuð örugglega. Evi Kratzer gekk 10 km á 30.13,1 mínútum. Annika Da- hlman, Svíþjóð, var önnur á 30.51,7 mín. Angela Föster, Kanada, varð þrija á 30.56,9 mín. Staðan í heimsbikarkeppninni er nú þessi: Marianne Dahlmo, Noregi 57 Grete Nykkelmo, Noregi 43 MariHelene Westen, Svíþjóð 39 Evi Kratzer, Sviss 36 MarieJohans8on,SvfþjóA 26 Brit Pettersen, Noregi 25 Nina Koroleva, Sovétrikjunum 21 Karin Thomas, Sviss 21 Annika Dahlman, Svíþjóð 20 Natalia Furlatova, Sovétrikjunum 20 íþróttirfatlaðra: Námskeið fyrir leiðbeinendur í FEBRÚAR mun íþróttasamband fatlaðra efna til tveggja leiðbein- endanámskeiða í fþróttum fyrir fatlaða. Fyrra námskeiðið verður haldið dagana 5.-8. febrúar í húsakynn- um íþróttasambands íslands og hefst klukkan 9 alla dagana. Kennslan á námskeiðinu verður bæði bókleg og verkleg. Áhersla verður lögð á að kynna hinar ýmsu tegundir fötlunar og hvaða mögu- leikar eru í boði fyrir fatlaða til íþróttaiðkunar. 1X2 s c 3 ? O 5 > o Tímlnn c .c 1* s S* Dagur o s- « 1 « cc Bylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Aston Villa — Wimbledon 1 1 1 1 1 2 1 X X X 2 1 7 3 2 Charlton — Nott’m Forest 2 2 2 2 X 2 X X 2 X 2 2 0 4 8 Chelsea — Oxford X 1 1 X 1 1 1 1 X 1 1 1 9 3 0 Everton — Sheff. Wed. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0 Leicester — Norwich X 1 X 2 X 2 X X 1 X 2 X 2 7 3 Man. Clty — Liverpool 2 2 2 2 X 2 2 2 2 2 2 2 0 1 11 Newcastle — Tottenham 2 2 2 2 X 1 2 2 2 2 2 2 1 1 10 Southampton — Luton 1 1 X 1 1 11 1 X X 2 X X 6 5 1 Watford — QPR 1 1 1 X X 1 1 i 1 1 1 1 10 2 0 West Ham — Man. United 1 1 X 2 X X 1 1 — — — — 4 3 1 Derby — Portsmouth 1 1 1 1 1 1 X X — — — — 6 2 0 Stoke — Oldham 1 1 1 X 1 1 1 1 1 1 X X 9 3 0 Námskeiðið er öllum opið en íþróttakennarar, sjúkraþjálfarar og starfsfólk á stofnunum og vist- heimilum ásamt öðrum er áhuga hafa eru sérstaklega hvattir til að mæta. Námskeiðsgjald er kr. 1.800,- og greiðist það í upphafi nám- skeiðsins. Námskeið í vetraríþróttum verð- ur einnig haldið og verður það tvískipt. Bóklegi hlutinn fer fram í húsakynnum íþróttasambands (s- lands, 5. og 6. febrúar og hefst kl. 19.00. Verklegi hlutinn fer síðan fram í Skálafelli helgina 14,—15. febrúar. Á þessu námskeiði verður meg- ináherslan lögð á kennslu í alpa- greinum. Námskeiðið er öllum opið en skíðakennarar, íþróttakennarar, og foreldrar og/eða systkini fatl- aðra barna og unglinga eru sér- staklega hvattir til að mæta. Námskeiðsgjald er kr. 1.000,- og greiðist það í upphafi námskeiðs. Rétt er að benda á að þessi námskeið eru óháð hvort öðru, þ.e.a.s. þátttakendur geta tekið þátt í öðru hvoru þeirra eða báð- um. Tilkynna þarf þátttöku til íþróttasambands fatlaðra miðviku- daginn 28. janúar og þar er unnt að fá allar nánari upplýsingar. Frjálsar íþróttir: Meistaramótið innanhúss MEISTARAMÓT íslands í frjáls- íþróttum innanhúss ( flokkum 15—18 ára fer fram ( Reykjavík og Hveragerðl dagana 31. janúar og 1. febrúar nk. Héraðssambandið Skarphéðinn sér um framkvæmd mótsins sem hefst kl. 10.00 í Baldurshaga þann 31. janúar. Þann dag veröur keppt í 50 m hlaupum, 50 m grindahlaup- um og langstökki í sveina-, meyja-, stúlkna- og drengjaflokki. í öllum öðrum greinum veröur keppt sunnudaginn 1. febrúar í Hvera- gerði og hefst keppni þann dag kl. 12.00. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist skrifstofu HSK á skrán- ingarkortum í síðasta lagi þriðju- daginn 27. janúar. Þátttökugjald er 100 krónur á hverja skráningu og greiöist með þátttökutilkynn- ingum. Nánari upplýsingar um mótið eru veittar á skrifstofu HSK og hjá FRÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.