Morgunblaðið - 14.01.1987, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 14.01.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 53 íþróttamaðurársins 1986: 22 íþróttamenn hlutu atkvæði • Arnór Guðjohnsen hlaut annað sœtlð í kjöri íþróttamanns ársins 1986. Hann varð á árinu belgískur meistari í knattspyrnu með liði sínu Anderlecht, og lók vei með isfenska landsliðininu. EÐVARÐ Þór Eðvarðsson, sund- maður frá Njarðvík, var í gœr kjörinn íþróttamaður ársins 1986 á vegum Samtaka íþróttafrétta- manna í hófi á Hótel Loftleiðum í gær. Eðvarð Þór hlaut 68 at- kvæði af 70 mögulegum. Þetta var f þrítugasta og fyrsta sinn sem íþróttafréttamenn útnefna íþróttamann ársins með þessum hætti. Arnór Guðjohnsen, knatt- spyrnumaður, varð í öðru sæti, handknattleiksmennirnir Kristján Arason og Guðmundur Guð- mundsson urðu jafnir í þriðja til fjórða sæti. Pétur Guömundsson, körfuknattleiksmaður, varð í fimmta sæti, Guðmundur Torfa- son, knattspyrnumaður, í sjötta, Pálmar Sigurösson, körfuknatt- leiksmaður, í sjöunda, Ragnheiður Runólfsdóttir í áttunda, og jafnir í níunda sæti urðu Bjarni Friðriks- son, júdómaður og Úlafar Jónsson, kylfingur. í þessu kjöri nafa þeir fjölmiðlar atkvæðisrétt sem hafa íþrótta- fréttamenn í fullu starfi, sem fengið hafa aðild að Samtökum íþróttafréttamanna. íþróttamaður eða -menn hvers fjölmiðils skila sameiginlegum atkvæðaseðli með nafni tíu manna, þar sem sá efsti fær tíu stig, annar níu, og svo fram- vegis. Sjö fjölmiðlar áttu aðild að þessu kjöri: Morgunblaðið, DV, Dagur, Tíminn, Þjóðviljinn, sjón- varp og útvarp. íþróttamaður ársins 1986 er Eðvarð Þór Eðvarðsson, sund- maður frá Njarðvík. Hann hlaut 68 atkvæöi af 70 mögulegum. í fimm ára gömlu tölublaði Skinfaxa, riti Ungmennafélags íslands, erfjallað um sund á árinu 1981, þegar upp- sveiflan í sundi var aö fara af stað. Þar er fjallað um afrek ársins 1981, og segir meðal annars: „Þar ber hæst á góma hinn frábæri árangur Eðvarðs Þ. Eðvarðssonar sem er aðeins 14 ára og þar með yngsti handhafi íslandsmets karla í sundi. Hann setti á árinu 1981 39 íslands- met í drengja-, pilta- og karlaflokki, þar á meðal karlamet í 100 og 200 metra baksundi, og var þar með fyrstur unglinga til að setja ís- landsmet karla." Síðan þetta var hefur Eðvarð haldið ótrauður áfram. Hann hefur á ferlinum sett 97 íslandsmet, í sveina-, drengja-, pilta- og karlaflokkum. Þar eru Skíði: Zurbriggen sigraði í stórsvigi PIRMIN Zurbriggen frá Sviss sigraði í stórsvigi heimsbik- arsins í Adelboden í Sviss f gær. Þetta var fimmti sigur hans f stórsvigi heimsbíkar- sins og er hann nú langefstur f keppninni samanlagt. Marc Girardelli frá Luxemborg náði sfnum besta árangri í vetur og hafnaði í öðru sæti. Zurbriggen hafði besta tímann í fyrri ferð en Girardelli í þeirri seinni. Munurinn á þeim samanlagt var aðeins 12 hundruðustu hlutar úr sek- úndu. Zurbriggen hefur nú hlotið 172 stig í keppninni. Markus Wasmeier, V-Þýska- landi, er í öðru sæti en hann varð í 8. sæti í gær. Þriðji var Hubert Strolz frá Austurríki. Ingemar Stenamark varð fjórði 0,85 sekúndum á eftir i sigurvegaranum. Frank Wörndl, V-Þýskalandi, varð fimmti og Martin Hangl, Sviss, sjötti. boðsundsmet ekki meðtalin. 31 þessara meta eru gild enn, þar af 15 met í karlaflokki og 14 þeirra voru sett, eða öllu heldur bætt, á árinu. En víkjum að stórmótum ársins hjá Eðvarði — það er enginn tími fyrir þau smáu. Á innanhúss- meistaramótinu vann hann fern gullverðlaun, á Norðurkollumótinu, Kalott-keppninni í Finnlandi vann hann fimm gullverðlaun, á Golden Cup-mótinu í Strassborg silfur- verðlaun í aðalgrein sinni, 200 metra baksundi, og þrenn brons- verðlaun á Ulster-leikunum á írlandi, fimm gullverðlaun á opna skoska meistaramótinu, gullverð- laun í 200 metra baksundi, silfur- verðlaun í 100 metra baksundi, 4. sæti í 200 metra fjórsundi og 6. sæti í 200 metra baksundi. Á heimsmeistaramótinu í Madrid náði Eðvarð sínum eftirtektarverð- asta árangri, þrátt fyrir að þar vantaði verðlaunapeningana. Hann varð fimmti í undanrásum í 200 metra baksundi á glæsilegu Norðurlandameti, 2 mínútum 3,03 sekúndum, það met stendur enn. í úrslitum varð Eðvarð áttundi. Hann varð tíundi í 100 metra bak- sundi og í 27. sæti í aukagrein, 200 metra fjórsundi. Loks varö Eðvarð skömmu fyrir áramót í 3. sæti í 200 metra baksundi í Evr- ópubikarkeppninni í sundi í Malmö. Eins og sést af allri þessari upptalningu hér á undan þá Eð- varð Þór Eðvarðsson vel að þessu kjöri, (þróttamaður ársins 1986, kominn. Hann er eini íslenski sund- maðurinn sem skipar sæti á heimsafrekalista, Norðurlandamet hans í 200 metra baksundi er 15. besti tími í heiminum. Hann á 31 gildandi íslandsmet, þar af 15 í karlaflokki, í öllum greinum sunds. Hann er og glæsilegur fulltrúi íslenskrar íþróttaæsku og íþrótt sinni til sóma í hvívetna. í öðru sæti í kjörinu varð Arnór Guðjohn- sen, knattspyrnumaður hjá Anderlecht í Belgíu og með íslenska landsliðinu, með 52 at- kvæði. Arnór var mest áberandi leikmanna íslenska landsliðsins í knattspyrnu á árinu, en það gerði jafntefli við Evrópumeistara Frakka hér á landi og við stórlið Sovét- manna. Arnór átti virkan þátt í þessu og skoraði meðal annars glæsilegt mark gegn Sovétmönn- um. Arnór varð belgískur meistari í knattspyrnu með félagi sínu síðastliðið vor, og á haustmánuð- um hefur hann verið lykilmaður og aðalmarkaskorari Anderlecht, sem nú er efst í belgísku deildinni. Jafnir í þriðja til fjórða sæti með 48 atkvæði í þessu kjöri urðu tveir handknattleiksmenn Kristján Ara- son sem leikur með Gummers- bach í Vestur-Þýskalandi og Guðmundur Guðmundsson fyrir- liði Víkings. Báðir voru þeir burðarásar landsliðsins sem náði 6. sæti á heimsmeistaramótinu t Sviss, og tryggði sér þar með keppnisrétt á Olympíuleikunum í Seoul á næsta ári. Kristján var markahæstur leikmanna íslenska liðsins, og fimmti markahæsti leik- manna mótsins, þrátt fyrir að hafa misst af einum leik vegná meiðsla. Kristján þótti einn besti leikmaður mótsins í Sviss, og því skrifaði hann skömmu síðar undir samning við eitt frægasta félagslið heims, Gummersbach í Vestur-Þýska- landi. Þar hefur hann á síðustu vikum sannað ágæti sitt, sem og í leikjum landsliðsins. Guðmundur Þ. Guðmundsson var eins og áður sagði einn burðar- ása landsliðsins í Sviss, og var þar af mörgum talinn einn af bestu hornamönnum heims. Hann var og með í nánast öllum verkefnum landsliðsins á árinu af sama krafti. Guðmundur er fyrirliði Víkings, sem varð bæði íslands- og bikar- meistari í handknattleik í vor, og er nú, sem og um áramót, í efsta sæti fyrstu deildar. Víkingar kom- ust einnig á síðasta ári sem kunnugt er í 8 liða úrslit Evrópu- keppni meistaraliða t handknatt- leik. Guðmundur Þ. Guðmundsson var af Handknattleikssambandinu valinn handknattleiksmaður ársins 1986 fyrir skömmu. í umsögn Handknattleikssambandsins við það tækifæri sagði: „Guðmundur Þ. Guðmundsson býr yfir þeim fá- gæta eiginleika að vaxa með verkefninu og á sína bestu leiki þegar mest ríður á. Hann er íþrótt- inni til sóma bæði á velli og utan.“ Að lokum þetta, það að tveir hand- knattleiksmenn eru jafnir í þriðja til fjórða sæti í kjörinu nú undir- strikar árangur landsliðs okkar. í fimmta sæti í kjörinu varð Pót- ur Guðmundsson körfuknattleiks- maður með 23 atkvæði. Pétur Guðmundsson hefur nú í mörg ár leikið körfuknattleik í Bandaríkjun- um og stefnir að því að leika í bestu körfuknattleikskeppni heims, NBA-atvinnumannadeild- inni. Þetta takmark tókst Pétri á árinu, og ekki nóg með það, hann fékk samning hjá einu besta og kunnasta félagi heims, Los Ang- eles Lakers. Pétur hafði leikið í svokallaðri CBA-deild í fyrravetur með Kansas, og staðið sig mjög vel, þegar kallið frá Los Angeles kom. Þetta var aðeins nokkurra daga reynslusamningur til að byrja með, en Pétur stóðst prófin og fékk framtíðarsamning við liðið eft- ir hetjulega frammistöðu í úrslita- keppni NBA-deildarinnar. í sjötta sæti í kjörinu með 22 atkvæði varð Guðmundur Torfa- son knattspyrnumaður í Fram og nú raunar atvinnumaður með Bev- eren í fyrstu deild í Belgíu. Guðmundur er 25 ára og hefur leikið alla tíð með Fram. Hann vann á árinu til flestra verðlauna sem knattspyrnumaður getur unn- ið til hér á landi. Hann varð Reykjavíkur- og islandsmeistari með liði sínu, Fram. Fram sigraöi einnig í Meistarakeppni KSÍ, og lék til úrslita í Bikarkeppninni. Guð- mundur skoraði 27 mörk fyrir Fram á árinu, þar af 19 í fyrstu deild, sem er jöfnun á meti Péturs Pét- urssonar frá 1978. Guðmundur Torfason var af leikmönnum fyrstu deildar kjörinn besti leikmaður árs- ins á íslandsmótinu í haust og valinn knattspyrnumaður ársins hjá Knattspyrnusambandinu. Að þessu loknu var Guðmundur valinn í landsliðið og lék gegn Austur- Þjóðverjum í haust og gerði síðan atvinnusamning við eitt efsta lið Belgíu, Beveren. Þar þótti hann strax sýna mikla hæfileika, og komst í lið undir eins, þrátt fyrir að Beveren þyki nú eitt besta lið Bejgíu og sé í toppbaráttu. í sjöunda sæti með 21 atkvæði varð Pálmar Sigurðsson körfu- knattleiksmaður í Haukum. Pálmar var á árinu aðalmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik sem náði sínum besta árangri með sigri í C-keppni Evrópumótsins hér í apríl, og komst þannig í B-flokk í fyrsta sinn. fslendingar sigruðu þá Norðmenn í úrslitaleik og Pálmar skoraði sigurkörfuna á síðustu sekúndu leiksins með skoti yfir hálfan völlinn. Pálmar var valinn í úrvalslið C-keppninnar að henni lokinni, hann var kjörinn besti leik- maður alþjóðlegs móts í Keflavík í janúar þar sem íslendingar sigr- uðu, hann var kjörinn besti leik- maður á 8 liða móti í Austurríki þar sem íslenska landsliðið keppti. Pálmar var eini bakvörðurinn og raunar eini íslendingurinn sem valinn var í úrvalslið Norðurlanda eftir Norðurlandamótið, og hann var kjörinn besti leikmaður Al- þjóðlegs móts smáþjóða á Möltu, þar sem íslenska landsliðið sigraði á milli jóla og nýárs. Pálmar Sig- urðsson er fyrirliði Hauka í Hafnar- firði og leiddi lið sitt til sigurs í Bikarkeppni Körfuknattleikssam- bandsins í vor. Haukar léku einnig til úrslita á íslandsmótinu og töp- uðu fyrir Njarðvíkingum. Pálmar var næststigahæsti leikmaður ís- landsmótsins og í lok þess kjörinn af leikmönnum besti leikmaður á íslandsmótinu. í áttunda sæti varð Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona frá Akra- nesi, með 20 atkvæði. Ragnheiður hefur staðið sig frábærlega á ár- inu. Hún á nú 14 gild íslandsmet í bringusundi, baksundi og fjór- * sundi. Ellefu metanna voru sett á | árinu, og sum margbætt. Ragn- heiður náði þeim ágæta árangri að komast í úrslit og verða í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í Evrópubikarkeppninni í Malmq*; Ragnheiður náði fágætum árangri 1 á stóru boðsmóti í Kanada í haust. Þar hlaut hún fern gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Á Norðurkollu- mótinu í Finnlandi vann hun tvenn silfurverðlaun, ein bronsverðlaun og varð i fjórða sæti í tveimur greinum. Loks varð Ragnheiður í 22. sæti í 100 metra bringusundi og 26. sæti í 200 metra bringu- sundi á heimsmeistdramótinu í Madrid í sumar. Jafnir í níunda til tíunda sæti í kjörinu urðu Bjarni Friðriksson júdómaður úr Armanni og Úlfar Jónsson kylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur. Bjarni er hátt skrifað- ur júdómaður síðan hann vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum' í Los Angeles 1984. Hann er ís- landsmeistari í opnum flokki, keppti á 7 alþjóðlegum mótum á árinu og vann til verðlauna á fjór- um. Hann vann silfurverðlaun á Opna skoska meistaramótinu í Edinborg og á Norðurlandameist- aramótinu og bronsverðlaun á Opna belgíska meistaramótinu og á Opna skandinavíska meistara- mótinu í Helsinki. Bjarni varð sjöundi á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í vor. Síðast tók Bjarni viðr verðlaunum er hann var útnefndur af Júdósambandi (slands Júdó- maður ársins, í áttunda sinn. Úlfar Jónsson er aðeins 18 ára, en samt er hann (slandsmeistari í golfi 1986 og að sjálfsögðu Ungl- ingameistari l'slands. Hann hefur að sönnu verið bestur íslenskra kylfinga á árinu, enda sannar for- gjöfin 00 það svo ekki verður um villst. Úlfar var í íslenska landslið- inu á síðasta ári, varð meðal annars 9. einstaklinga og efstur íslendinga á Norðurlandamótinu í Danmörku. Merkasti árangur hans er þó líklega annað sæti á hinu þekkta Doug Sanders-móti í Skot- landi, en þar kepptu allir bestu^— kylfingar heims. Þar vakti frammi- staða hans verðskuldaða athygli. Alls hlutu 22 íþróttamenn at- kvæði. Þeir tólf íþróttamenn sem höfnuðu í 11. til 22. sæti, með frá einu og upp í tólf atkvæði, voru þessir: Ásgeir Sigurvinsson knatt- spyrnumaður, Broddi Kristjánsson badmintonmaður, Daníel Hilmars- son skíðamaður, Einar Þorvarðar- son handknattleiksmaður, Einar Vilhjálmsson frjálsíþróttamaður, Guðríður Guöjónsdóttir hand- knattleiksmaður, Kári Elíson lyft- ingamaður, Oddný Árnadóttir frjálsíþróttamaður, Pétur Péturs- son knattspyrnumaður, Sigurður Einarsson frjálsíþróttamaður, Torfi Ólafsson kraftlyftingamaður og Þorbjörn Jensson handknattleiks- maður. Stórleikur hjá konunum ÞRÍR leikir verða í 1. deild karla í handknattlelk f kvöld og tveir leikir (1. deild kvenna. Breiðablik og Haukar leika í Digranesi klukkan 20 og á sama tíma leika FH og Stjarnan í Hafn- arfirði. Leikur Vals og Fram hest síðan stundarfjórðungi síðar í Laugardalshöll. Konurnar leika klukkan 19 í Höllinni og eru það Fram og FH sem leika. Stórleikur það. Síðan, klukkan 21.30, leika Valur og Ármann á sama stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.