Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 Coldwater og fisksalan vestan hafs Smaásala á fiski í verzlunum fer vaxandi. Hór er Pótur Mós- son, starfsmaöur Coldwater, meö sýnishorn af ýsuflökum fró Coldwater til sölu f stórmarkaði í Pittsburg. MHHHðir margir en eru nauðsyniegir Skelfiskur er stór hlutl af flskneyztu Bandaríkjamanna. Hór er starfstúlka hjó Empire Fish af afgreiða llfandi humra, ögn stœrri en viö eigum aö venjast. Waiter og Steven Meier, umboðsmenn í Millwaukee: Fiskurinn er seldur meö ýmsum hættl. Hór kostar kíló af ýsuflökum meö roöi um þaö bil 360 krónur kílóið. Sala á slökum fiski í skólamötuneyti vinnur gegn hagsmunum fiskframleiðenda og seljenda SALA á frystum fiski og öðrum matvælum í Bandaríkjunum er í flestum tilfellum bundin nokkr- um milliliðum. Algengasti gangurinn er sá, miðað við fisk- sölu frá íslandi, að íslenzku fyrirtækin vestra kaupa fiskinn af framleiðendum hér heima. Selja hann síðan í gegn um um- boðsmenn, sem selja síðan eftir ýmsum leiðum, til heildsala, verzlana, skóla og stofnana. Þessu fylgir eðlilega nokkur kostnaður en hæpið er talið, að hægt sé með góðu móti og hagn- aði að fækka milliliðum. Umboðsmenn og heildsalar reka eða leigja frystigeymslur og flutnin- gatæki, sem kosta verulegar fjár- hæðir. Ennfremur leggja þeir í mikinn kostnað við kynningu á fisk- inum. Þessi kostnaður myndi ekki falla niður, þó farin yrði önnur leið í sölu. Kostnaðurinn færðist þá ein- faldlega yfir á annan seljenda, íslenzku fisksölufyrirtækin til dæm- is. Þá hafa umboðsmennirnir og heildsalarnir persónuleg sambönd við marga viðskiptavini eftir ára- tuga löng viðskipti. Þau sölusam- bönd kynnu að glatast, yrði reynt að fara framhjá þeim. Salan á íslenzka fískinum fer þó að nokkru leyti framhjá þessum milliliðum og á það einkanlega við sölu á físki til Long John Silver’s og ýmissa stofnana. Með þessum hætti er reynt að dreifa áhættunni af sölu með því að vera ekki um of háður einhveijum fáum og stórum kau- pendum, sem gætu hugsanlega þrýst verði niður umfram það, sem talið er ávinnast með langtíma samningum. í slíkum samningum er verð ætíð eitthvað lægra en við sölu á minna magni, sem kannski er ekki stöðug. Því er hæsta verð, sem fæst á mörkuðunum tæpast viðmiðun, þar sem salan byggist að megninu til upp á langtíma samningum eða stöðugri sölu til ákveðinna aðila. Coldwater leggur áherzlu á sölu Vörukynningar eru mikil- vægarviðsölu „VIÐ erum í raun aðeins umboðs- menn fyrir Coldwater með ákveðna þóknun í samræmi við sölu. A okkar snærum eru Wisc- onsin og efri hluti Michigan. Þegar við byijuðum að selja íslenzkan fisk fyrir Coldwater 1947 vorum við með 6 ríki á okkar snærum, en það gekk ekki upp, sölusvæðið var of stórt. Við höfum selt islenzkan fisk í 40 ár, en í upphafi var aðeins ferskur fiskur úr vötnunum miklu á markaðnum hér og frosinn fisk- ur frá Kanada. íslenzki fiskurinn var svo miklu betri en sá kanadíski, að salan gekk vel enda var framboð gott og stöðugt. Gæði eru undirstaða sölunnar og þar sem Kanadamenn voru með lakari fisk stóðust þeir ekki sam- keppni við okkur,“ sögðu feð- Walter R. Meier Fiskur, tilbúinn tll matreiðslu skipar orðið stóran sess í matvöruverslunum. Hór mó meðal annars sjó fisk í brauð- mylnslu, þorsk og ýsu fró Coldwater.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.