Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
Biblían og
Sunnlenzkar
byggðir
í frásögn Morgunblaðsins um
nýbyggingu Fjölbrautaskóla
Suðurlands í blaðinu fimmtu-
daginn 15. janúar urðu þau
mistök að mynd og texti áttu
ekki saman. Myndin, sem hér
fylgir, var tekin, þegar séra
Sigurður Sigurðarson afhenti
Þór Vigfússyni, skólameist-
ara, Biblíu til skólans. Myndin
sem birtist í gær með þeim
texta, var hins vegar tekin,
þegar Stefán Jasonarson
færði skólanum að gjöf öll
bindi Sunnlenskra byggða
sem Búnaðarsambandið hefur
gefið út. Beðist er velvirðing-
ar á þessum mistökum.
GENGIS-
SKRANING
Nr.9 - 15. janúar 1987
Kr. Kr. ToU-
Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
Dollarí 40,000 40,120 40,580
St.pund 60,160 60,340 59,145
Kan.dollari 29,363 29,451 29,400
Dönskkr. 5,7492 5,7664 5,4561
Norsk kr. 5,6279 5,6447 5,4364
Sænskkr. 6,0962 6,1145 5,9280
Fi.mark 8,7184 8,7446 8,3860
Fr.franki 6,5386 6,5582 6,2648
Belg. franki 1,0561 1,0593 0,9917
Sv.franki 26,0374 26,1155 24,7326
Holl. gyllini 19,3752 19,4333 18,2772
V-þ.mark 21,8400 21,9055 20,6672
ít. líra 0,03070 0,03079 0,02976
Austurr. sch. 3,0888 3,0981 2,9416
Port escudo 0,2772 0,2780 0,2742
Sp. peseti 0,3113 0,3122 0,3052
Jap.yen 0,26204 0,26282 0,25424
Irsktpund 57,540 57,713 56,123
SDR (Sérst.) 49,9345 50,0843 49,2392
ECU, Evrópum. 44,9060 45,0407 42,9296
HRINGDU
og fáðu áskriftargjöldin
skuldfærð á greiðslukorta
gmiiði.T-i-ii.mTiTTirt-mmnw
a E
SÍMINN ER
691140
691141
Hvað segja þeir um samningana
„Mjög ánægður
með að þessi niður-
staða skuli fengin“
- segir Þorsteinn Pálsson
ÞORSTEINN Pálsson fjármála- nieð að þessi niðurstaða skuli fagnar því að það skuli hafa
ráðherra og formaður Sjálfstæð- fengin i kjaradeilu sjómanna og gerst eins skjótt og raun ber
isflokksins kveðst mjög ánægður útvegsmanna, auk þess sem hann vitni.
„Sýnir hversu fáránlegt stöðu-
mat ríkisstj órnarinnar var“
- segir Jón Baldvin Hannibalsson
JÓN Baldvin Hannibalsson form-
aður Alþýðuflokksins segir að sú
staðreynd að það tók ekki nema
tæpan sólarhring að ná samning-
um í sjómannadeilunni, sýni
hversu fáránlegt stöðumat ríkis-
stjórnarinnar hafi verið.
„Sú staðreynd að það tók ekki
nema tæpan sólarhring að lúka
þessum samningum, sýnir hversu
fáránlegt stöðumat ríkisstjórnar-
innar var,“ sagði Jón Baldvin í
samtali við Morgunblaðið. „Það
staðfestir það sem við sögðum, að
samningarnir hafi verið á sæmileg-
um vegi og að tiltölulega lítið bærí
á milli. Auk þess sem það stað-
festir það sem báðir deiluaðilar
sögðu, að ekki hafði verið reynt til
þrautar," sagði Jón Baldvin.
Jón Baldvin sagði jafnframt:
„Niðurstaðan er sú, að frávísunar-
tillagan okkar, sem studd var
þessum rökum var á rökum reist
og réttmæt. Eg tel að við höfum
unnið hálfan sigur, þegar okkur
„Hugmyndir um laga-
setningu frumhlaup“
- segir Svavar Gestsson
SVAVAR Gestsson segir að það
sé ljóst, af þeim samningum sem
Svavar Gestsson
tókust með sjómönnum og út-
vegsmönnum í fyrrinótt, að
hugmyndir um lagasetningu í
deilunni voru frumhlaup.
„Það er í samræmi við það sem
við héldum fram, að þessar hug-
myndir um lagasetningu voru
frumhlaup," sagði Svavar í samtali
við Morgunblaðið. Hann kvaðst
hafa haldið því fram í ræðu sinni
á Alþingi að hægt væri að semja
en pólitísk ákvörðun ríkisstjómar-
innar á sunnudagskvöld, að taka
málið úr höndum sáttasemjara og
færa það inn í þingið hafi verið
hrapaleg mistök.
„Veruleikinn hefur dæmt í mál-
inu, afgerandi, þannig að sú stefna
sem ríkisstjórnin tók, hún er hrakin
á flótta af veruleikanum," sagði
Svavar.
tókst að knýja ríkisstjórnina til und-
anhalds, þ.e.a.s. að fallast á að
frysta málið í þinginu, þótt við hefð-
um kosið að frumvarpið yrði dregið
til baka. Rás atburðanna hefur stað-
fest þetta."
Jón Baldvin sagði að með hliðsjón
af góðærinu, sem að verulegu leyti
mætti rekja til sjávarútvegsins, með
vísan til þeirra umskipta sem orðið
hefðu hvað varðar hag útgerðar,
frá því að sjómenn tóku á sig aukna
kostnaðarhlutdeild vegna olíuverðs-
hækkana og með hliðsjón af tveggja
milljarða lækkun útgjalda þjóðar-
búsins vegna olíuverðslækkunar, þá
teldi hann þetta vera réttmæta
samninga og skynsamlega.
„Eftir þessa samninga er útgerð
enn rekin með myndarlegum hagn-
aði, svo sem vera ber,“ sagði Jón
Baldvin, „sem meta má einhvers
staðar á bilinu 500 til 800 milljónir
króna.“
Jón Baldvin Hannibalsson
„Ákaf lega ánægður með að
þessir samningar tókust“
segir Steingrímur Hermannsson
STEINGRÍMUR Hermannsson
forsætisráðherra segist ákaflega
ángæur með að samningar tók-
ust í kjaradeilu sjómanna og
útvegsmanna í fyrrinótt, jafn-
framt því sem hann kveðst
sannfærður um að ríkisstjórnin
hafi haldið rétt á málum, í þess-
um samningum.
„Eg er ákaflega ánægður með
að þessir samningar tókust og ég
er sannfærður um það, að af hálfu
ríkisstjómarinnar var haldið mjög
rétt á þessum samningum," sagði
Steingrímur í samtali við Morgun-
blaðið. Forsætisráðherra kvaðst
telja það hafa verið óumdeilanlegt
og rétt mat hjá ráðherrunum Halld-
óri Asgrímssyni og Matthíasi
Bjamasyni að samningaviðræðurn-
ar voru þá kon. iar í algjört strand,
eins og bókað hefði verið hjá ríkis-
sáttasemjara.
„Ég held að sú ákvörðun að kalla
saman þing og láta þingið fjalla um
þetta mál, hafi komið skrið á málin
á nýjan leik,“ sagði Steingrímur,
„því það er staðreynd að eftir fund
okkar með samningsaðilum á
mánudag og sérstaklega á þriðju-
dagsmorgun, hér á skrifstofu minni,
þá komst hreyfing á viðræðumar á
nýjan leik. Ég fékk svo upplýsingar
um það seinnipart þriðjudags að
aðilar voru komnir í viðræður af
fullri alvöru og sagði því í ræðu
minni á þingi að gefa ætti svigrúm
til þess að aðilar næðu fijálsum
samningum, þó að allir tækju frem-
ur eftir upphlaupi Þorsteins. Það
er enginn vafí á því í mínum huga,
að framlagning frumvarpsins kom
hlutunum af stað á nýjan leik, og
ég fagna því mjög að það hafa
náðst þarna fijálsir samningar og
vona eindregið að slíkt takist einnig
á kaupskipunum.“
Steingrímur Hermannsson
Þorsteinn Pálsson
„Ég er auðvitað mjög ánægður
með að þessi niðurstaða skuli feng-
in og að það skuli hafa gerst svona
skjótt,“ sagði Þorsteinn í samtali
við Morgunblaðið. „Um leið og ég
frétti af ákvörðun ríkisstjórnarinnar
á mánudagsmorguninn, vildi ég að
það yrði reynt að snúa þessu á
annan veg og utanríkisráðherra eft-
ir þau samtöl lagði til að deiluaðilar
yrðu boðaðir til fundar strax á
þriðjudagsmorgni og reynt að koma
viðræðunum af stað á nýjan leik.
Síðan var sú ákvörðun tekin, eftir
að ég kom heim, að gefa þeim með
ótvíræðum hætti svigrúm til þess
að reyna að ná samningum. Niður-
staðan er nú fengin á mjög
skömmum tíma, og því hlýt ég að
fagna. Þetta sýnir að það mat var
rétt að láta reyna á samningsleið-
ina.“
Kristín Halldórsdóttir
„Fagna því
að þeir náðu
samkomu-
lagi án
afskipta“
- segirKristín
Halldórsdóttir
þingmaður
Kvennalista
KRISTÍN Halldórsdóttir, þing-
maður Samtaka um kvennalista
segist fagiia því sérstaklega að
samningsaðilar i sjómannadeil-
unni skuli hafa fengið frið til
þess að ná samkomulagi, án af-
skipta framkvæmdavalds eða
Alþingis.
„Aðilar virðast hafa mæst á miðri
leið, “ sagði Kristín, „en það er það
sem yfirleitt gerist, þegar menn
setjast að samningum, og fer sjálf-
sagt best á því.“ Kristín sagðist
ekki telja að sjómenn hefðu fengið
til baka allt það sem þeir tóku á
sig, þegar olíuverðið hækkaði hvað
mest, en þá hefðu þeir tekið á sig
töluverða skerðingu á skiptaprósen-
tunni. „Að því leytinu hafa þeir
ekki náð nógu góðum samningum,
en hafa væntanlega metið það
þannig, að þeir kæmust ekki lengra
að þessu sinni,“ sagði Kristín.