Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 Handknattleikur: Loks sigur hjá ÍBV í 2. deild Vestmannaeyjum. ÍBV vann loks leik f 2. deildinni eftir heldur slakt gengi uppá síðkastið. Eyjamenn sigruðu Gróttu 24:20 f Eyjum á þriðju- dagskvöldið. Þetta var margfrest- aður leikur sem átti að fara fram einhverntfma í fyrra. Gróttumenn voru sterkari fram- an af leiknum og höfðu yfir í hálfleik 9:12. Eyjamenn jöfnuðu fijótlega í síðari hálfleik og sigur þeirri var öruggur í lokin. Allt annað að sjá til liðsins nú, enda ekki verið stöð- ugt að hringla með menn í stöðum. Gróttumenn léku ágætlega í fyrri hálfleik en allur kraftur þvarr þeim í síðari hálfleik. Sigbjörn Óskarsson skoraði 7 mörk fyrir ÍBV, Jóhann Pétursson skoraði 5 mörk og Páll Scheving 4. Hjá Gróttu var Halldór Ingólfs- son atkvæðamestur, skoraði 7 mörk en þeir Björn Björnsson og Davíð Gíslason skoruðu 5 mörk hvor. -hkj. Iþróttarannsóknir ÁRIÐ 1984 styrkti Heilbrigðis- og Rannsóknarráð ÍSÍ Jón Inga Ben- ediktsson til verkefnisins: „Rannsóknir á líkamlegu ástandi fslenskra knattspyrnu- og hand- knattleiksmanna með sérstaka áherslu á súrefnisupptöku sam- fara auknu eða minnkandi æfingaálagi." Jón Ingi hefur nýlokið verkefninu • Stökkpallurinn f Oberstdorf er glæsilgt mannvirki. og mun Heilbrigðis- og Rannsókn- arráð hafa í hyggju að kynna niðurstöður sem margt og mikið má læra af úr slíkri rannsókn. Heilbrigðis- og Rannsóknarráð hefur auglýst rannsóknarstyrkinn fyrir árið 1986. Umsóknarfrestur rennur út 1. febrúar 1986. Um- sóknareyðublöð liggja frammi í skrifstofu ISÍ. Nefndin vekur athygli á öllum greinum íþrótta sem rannsóknar- efni á ölium sviðum. Fróttatilkynnlng frá iSf UlfaríGK Ranghermt var f blaðinu hjá okkur á miðvikudaginn er við sögðum að íslandsmeistarinn f golfi, Úlfar Jónsson, væri í Golf- klúbbi Reykjavíkur. Hið rétta er að Úlfar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Einnig var sagt að hann hefði orðiö annar á Doug Saunders golf- mótinu í Skotlandi þar sem allir fremstu kylfingar heims hefðu keppt. Þetta er ekki alveg rétt því á þessu móti keppa fremstu ung- ingar Evrópu og náði Úlfar þar örðu sæti. • Michael Jordan er stigahæstur f NBA-deildinni, hefur skorað 38,5 stig að meðaltali. Tfu sinnum hefur hann skorað meira en 50 stig í leik. Körfuknattleikur í Bandaríkjunum: Tveir leikmenn frá Huston í bann - stóðust ekki lyfjapróf NBA-deildarinnar Frá Gunnari Valgeirssyni, fróttaritara Morgunblaðaina í GÆR voru tveir leimenn Huston Rockets, sem leikur f NBA-deild- Heimsmeistarakeppnin á skíðum: Alpagreinarnar í Crans-Montana og norrænu greinarnar í Oberstdorf HEIMSMEISTARAMÓT skíða- manna í alpagreinum og norræn- um greinum fara fram um næstu mánaðarmót. Keppt verður í alpagreinum í Crans-Montana f Sviss og í norrænum greinum í Oberstdorf f Vestur-Þýskalandi. Gera má ráð fyrir að íslendingar sendi fulitrúa á þessi mót. Heimsmeistaramótið í alpa- greinum hefst 24. janúar í sviss- neska skíðabænum Crans Montana, sem er í 1000 metra hæð yfir sjávarmáli, og mun Ijúka 8. febrúar. Gífurlegan undirbúning þar fyrir slík stórmót og hafa Crans-Montana-búar verið önnum kafnir við undirbúninginn frá því 1983. Miklar breytingar hefur þurft að gera á skíðabrekkum staðarins, því að þó að þær hafi allar verið til staða um langan tíma, voru þær það þröngar, að þær stóðust ekki lengur allar öryggiskröfur. Gerðar hafa verið víðtækar ráðstafanri til að hafa til taks mikið magn af gervisnjó ef á þar að halda, því reynsalan hefur kennt mönnum að það er einmitt óvissuþátturinn með sjóinn, sem oftast kemur róti á framkvæmd svona móta. Norrænu greinarnar í Oberstdorf Heimsmeistaramótið í Norræn- um greinum verður haldið í Oberstdorf í Vestur-Þýskalandi og hefst 10. febrúar og mun standa í 12 daga. Oberstdorf er skíðabær sem liggur við landamæri Sviss og Vestur-Þýskalands og er í 800 metra hæð yfir sjávarmáli. í oberstdorf er glæsilegur stökk- pallur fyrir 50, 70, og 90 metra stökk. Keppt verður samtals í 22 greinum á mótinu. Mótshaldarar búast við að um 100 þúsund manns fylgist með keppninni. Dag- skrá mótsins verður með þeim hætti að áhorfendur geti fylgst með nær öllum greinum. Keppt er í skíðagöngunum fyrri hluta dags en skíðastökki síðdegis. Skíðasamband íslands hefur enn ekki ákveðið hverjir verði full- trúar íslands á HM en gera má ráð fyrir að þangað fari tveir til fjórir keppendur. f Bandaríkjunum. inni í körfuknattleik, reknir vegna þess að þeir stóðust ekki lyfja- próf. Þetta voru þeir Michall Wiggin og Lewis Lloud sem báðir eru bakverðir og hafa verið í byrj- unarliði Huston. Þeir stóðust ekki lyfjapróf sem NBA-deildin stóð fyrir. Þeir fá því ekki aö leika í deildinni um ókomna framtíð. Reglur um lyfjanotkun leikmanna deildarinnar eru þær ströngustu í atvinnumannaíþrótta- grein í Bandaríkjunum. Lakers hefur náð besta árangri Lið Péturs Guðmundssonar, Los Angeles Lakers, hefur náð besta árangri allra liða í NBA- deiidinni það sem af er. Þeir leika í vestur-deildinni og hafa unnið 26 leiki en tapað 8. Dallas er í öðru sæti með 23 sigra og 9 töp. í aust- ur-deildinni hefur Atalanta komið mjög á óvart og er nú í efsta sæti. Hefur unnið 24 leiki en tapað 9. Boston Celtics er í öðru sæti með 24 sigra á móti 10. Jordan stigahæstur Michael Jordan leikmaður með Chicaco er nú stigahæsti leikmað- ur NBA-deildarinnar. Hann hefur nú skorað 38,5 stig að meðaltali. Tíu sinnum hefur hann skorað meira en 50 stig í leik. Jabbar hefur staðið sig mjög vel Kareen Abdul Jabbar, sem er 39 ára og hefur skorað fleiri stig í NBA-deildinni en nokkur annar leikmaður, hefur leikið mjög vel fyrir Lakers í vetur. Hann þyngdi sig um 8 kíló í sumar og virðist það henta honum vel. Hann tekur nú fleiri fráköst en áður og leikur nær körfunni, en skorar ekki eins mikið. • Her er tákn HM f Oberstforf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.