Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 51 Úrvalsdeildin: Keflvíkingar burstuðu KR-inga KEFLVÍKINGAR unnu aðveldan sigur á KR-ingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á heimavelli sínum í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 92:54, eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 36:27 fyrir Keflavík. Fátt benti til þess í byrjun hvort liðið færi með sigur að hólmi. KR- ingar börðust vel og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður höfðu þeir eitt stig yfir, 20:19. Þá fóru Keflvík- ingar í gang og náðu níu stiga forskoti áður en flautað var til leik- hlés. Körfubolti: ÍR sigraði Stúdenta ÍR sigraði ÍS nokkuð örugglega, 81:60,11. deild karla í körfuknatt- leik í gærkvöldi. í 1. deild kvenna sigruðu Haukar lið Grindvíkinga með 53 stigum gegn 42 í Hafnarfirði. Staðan í hálfleik var 20:18 fyrir Hauka. Keflavík sigraði Njarðvík, 57:37, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 32:9. í síðari hálfleik léku Keflvíkingar ákaflega vel og um tíma gekk allt upp hjá þeim, en á sama tíma hvorki gekk né rak hjá KR-ingum. Þegar Fimm mínútur voru til leiks- loka höfðu heimamenn náð ótrú- legri forystu, 89:46. Þá fengu varamenn ÍBK að fara inná og skoruðu aðeins þrjú stig. Flestir áhorfendur, sem voru á bandi Keflvíkinga, voru farnir að gæla við það hvort ÍBK tækist að komast yfir 100 stigin. Guðjón Skúlason og Jón Kr. G lason léku áberandi best fyrir ÍBK. Sigurður Ingimundarson, Ól- afur Gottskálksson og Matti Ó. Stefánsson léku einnig vel. Hjá KR var Guðni Guönason sá eini sem eitthvað bar á. „Það er jólaslen yfir þeim enn,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálf- ari ÍBK, um KR-inga. „Ekkert lið hefur efni á að gera eins mörg mistök í Keflavík og við í þessum leik," sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari KR. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 24, Jón Kr. Gíslason 20, Sigurður Ingimundarson 16, Ólafur Gottskálksson 10, Matti Ó. Stef- ánsson 9 og Gylfi, Hreinn og Ingólfur Haraldsson 4 stig hver. Stig KR: Guðni Guðnason 25, Guðmundur Jóhannsson 11, Arnþór Ingason 10, Matt- hias Einarsson 4, Garðar Johannesson 2 og Þorsteinn Gunnarsson 2. B.B./Vajo Morgunblaðið/Einar Falur Guðmundur Pálmason skorar hér eitt þriggja marka sinna fyrir KR í leiknum gegn KA í gærkvöldi. Gísli Felix og Brynjar íaðalhlutverkum LEIKUR KR og KA í 1. deild karla í handbolta í Höllinni í gærkvöldi var sveiflukenndur f meira lagi. KR náði fjögurra marka forskoti í hvorum hálfleik, en staðan var 8:7 KA í vil í hlói og leiknum lauk með jafntefli, 18:18. Eftir rúmlega niu mínútna leik Knattspyrna: Watford leikur í Laugardalnum á morgun ENSKA 1. deildarliðið Watford kemur til Reykjavikur f dag og mun leika gegn úrvalsliði KR, Vals og Fram á gervigrasinu f Laugardat kl. 13. á morgun. Eins og fram hefur komið í frétt- um að undanförnu hafa verið miklar frosthörkur í Englandi og margir vellir ekki í leikhæfu ástandi. Watford átti að leika gegn QPR í bikarkeppninni á morgun en í gær var það gefið út að heima- völlur þeirra væri ekki í leikhæfu ástandi. Þá var ákveðið að Watford kæmi til íslands í„ góða veðrið" og mundí spila einn æfingaleik. Margir frægir knattspyrnumenn eru í liði Watford sem nú er um miðja deild. Frægastur þeirra er enski landsliðsmaðurinn, John Bar- nes, sem hefur leikið mjög vel í vetur. Þá má nefna Luther Blis- sett, fyrrum leikmaður Arsenal, Brian Talbot og framherjann Mark Falco sem keyptur var frá Totten- ham í haust. Úrvalsliðið skipa eftirtaldir leik- menn: Úr Fram: Friörik Friðriksson Ormarr Örlygsson Kristinn Jónsson Gauti Laxdal Guömundur Steinsson Úr Val: Ársæll Kristjánsson Guðni Bergsson Þorgrimur Þráinsson Valur Valsson Sigurjón Kristjánsson Úr KR: Sæbjörn Guömundsson Willum Þór Þórsson Rúnar Kristinsson Sævar Bjarnason Andri Marteinsson var staðan 3:3, en KR-ingar skor- uðu fjögur mörk á næstu tíu mínútum án þess að KA næði að svara fyrir sig. Tækifærin vantaði samt ekki, en Gísli Felix Bjarnason hreinlega lokaði marki KR. Ekkert var skorað næstu átta mínútur, Brynjar Kvaran í marki KA og Gísli Felix sáu fyrir því. En norðanmenn nýttu vel sóknirnar síðustu þrjár mínútur hálfleiksins, skoruðu fjögur mörk og komust yfir fyrir hlé. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik eins og KA hafði endað þann fyrri og á átta mínútum breyttist staðan í 12:8 Vesturbæingunum í vil. En KA-menn voru ekki af baki dottnir og jöfnuðu 12:12 á næstu þremur mínútum. Eftir það var jafnræði með liöunum, KR náði reyndar tvi- svar tveggja marka forystu, en það kom engu að siður í hlut Jóhannes- ar Stefánssonar, KR-ings, að jafna á síðustu mínútu leiksins. Eftir því sem KR-ingar komust fleiri mörkum yfir, styttust sóknirn- ar og oftar en ekki enduðu þær með misheppnuðum sendingum. Gísli Felix Bjarnason var mjög góð- ur í markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Konráð Ólavsson stóð sig vel í sókninni í seinni hálfleik. Kaflaskiptin voru öllu meiri hjá KA. Þegar þeir skoruðu, gerðu þeir nokkur mörk í röð á skömmum tíma, en lengri tími leið, þar sem þeir skoruðu alls ekki. Brynjar Kvaran var hetja liðsins og Pétur Bjarnason var góður, en annars < var liðið jafnt. Dómararnir Gunnar Kjartansson og Rögnvaldur Erlingsson voru mistækir. KR-ingar voru utan vallar í 12 mínútur, en KA-menn í 8 og einn þeirra fékk rauða spjaldið. Vöktu sumir þessara dóma mikla furðu. Mörk KR: Konráö Ólavsson 6, Sverrir Sverrisson 4, Guðmundur Pálmason 3, Jóhannes Stefánsson 2, Ólafur Lárusson 2, Friörik Þorbjörnsson 1. Mörk KA: Pétur Bjarnason 4, Jón Kristj- ánsson 3, Guömundur Guðmundsson 3, Axel Bjömsson 3, Eggert Tryggvason 3/3, Hafþór Heimisson 1, Friöjón Jónsson t. S.G. 1. deild kvenna: Jafnt hjá KR og Víking KR og Víkingur 18:18, í 1. deild gerðu jafntefli, kvenna í hand- Létt hjá Víkingum VÍKINGAR áttu ekki í erfiðleikum með að leggja neðsta lið deildar- innar, Ármann, að velli f Laugar- dalshöll f gærkvöldi. Lokastaðan var 30:21, eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 16:8 fyrir Vfking sem nú er í efsta sæti 1. deildar. Ármenningar skoruðu aðeins tvö mörk fyrstu 15 mínútur leiksins á meðan Víkingar gerðu níu. Þessi munur hélst síðan næstu mínútur en Víkingar skoruðu þrjú síðustu mörkin fyrir leikhlé. Seinni hálfleikur var álíka og sá fyrri, yfirburðir Víkinga voru miklir og aldrei spurning um sigur þeirra. Finnur Thorlasíus kom í markið fyrir Kristján þegar 9 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og varð þá eins og berserkur og hélt hreinu í 10 minútur. Á meöan skoruðu Vikingar fimm mörk og náðu þá 11 marka forskoti, 25:14. Eftirleik- urinn var auðveldur og níu marka sigur síst of stór. Leikurinn í heild var frekar slak- ur og of mikill munur á þessum liðum svo gaman væri að. Víkingar tróna nú einir á toppi 1. deildar og eiga reyndar einn leik til góða. Ármenningar hafa aðeins hlotiö eitt stig og með svon leik verða þau ekki mikið fleiri. Guðmundur Guðmundsson og Siggeir voru bestir í sókn Víkinga en í vörninni voru þeir Hilmar, Ein- ar og Ingólfur Steingrímsson góðir. Hjá Ármanni var Egill Steinþórs- son sá eini sem stóð uppúr meðalmennskunni. Haukur Har- aldsson átti góða spretti í lokin og hefði mátt spila meira. Mörk Ármanns: Einar Naabye 4, Egill Steinþórsson 4, Óskar Ármannsson 3, Bragi Sigurösson 3, Haukur Haraldsson 3, Einar Ólafsson 2, Þráinn Ásmundsson 1 og Björgvin Bardal 1. Mörk VÍKINGS: Guömundur Guömunds- son 6, Siggeir Magnússon 6, Karl Þráins- son 6/4, Bjarki Sigurösson 4, Árni Friöleifsson 3, Ingólfur Steingrimsson 3, Hilmar Sigurgíslason 1 og Guðni Guð- finnsson 1. SUS/Vajo knattleik í Laugardalshöll f gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 8:7 fyrir Víking. Víkingsstúlkurnar voru yfir nær allan leikinn og höfðu mest fjög- urra marka forskot, 15:12, þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. KR jafnaði í fyrsta sinn í leiknum 17:17 og komst síöan í 17:18, en Víking- ur jafnaði rétt fyr/r leikslok. Sigurbjörg Sigþórsdóttir var markahæst í liði KR, skoraði 8 mörk þar af tvö úr vítaköstum. Elsa Ævarsdóttir gerði 4. Hjá Víking var Inga L. Þórisdóttir at- kvæðamest og skoraði 7 mörk, þar af 4 út vítaköstum og Eiríka Ás- grímsdóttir gerði 4. Staðan HEIL umferð fór fram f 1. deild karla í handknattleik f gær og á miðvikudagskvöld. Úrslit urðu þessi: FH — Stjarnan 23:27 UBK — Haukar 29:23 Valur—Fram 28:24 KR-KA 18:18 Ármann —Víkingur 21:30 Staðan er nú þessi: Víkingur 11 9 1 1 263:230 19 Brelðabllk 12 8 2 2 279:263 18 FH 12 8 1 3 300:271 17 Valur 11 6 2 3 279:244 14 KA 12 5 2 5 273:277 12 Stjarnan 12 6 2 5 303:285 12 Fram 12 6 0 7 302:279 10 KR 12 4 1 I 7 237:264 10 Haukar 12 2 2 8 252:294 6 Ármann 12 0 1 11 235:301 1 GETRAUNIR Getraunakerfi Tölvuþjónusta Greiðslukort knattspyrnudeild Framheimilinu. Virkadaga 13—14 Föstudaga 17—19 Laugardaga 9—13.30 Símar 34792 og 35033 LOTTÓ Stakir seðlar Kerfisseðlar Leiðbeiningar á staðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.