Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
39
af æskufjöri. Urðum við fljótt góðir
kunningjar og þróaðist sá kunn-
ingsskapur með árunum til góðrar
og traustrar vináttu. Unglingsárin
liðu fyrr en varði og alvara fullorð-
insáranna tók við. I Eyjum kynntist
hún manni sínum, Reynald Jóns-
syni, ættuðum frá Dalvík. Gengu
þau í hjónaband í aprílmánuði árið
1959. Samband þeirra var traust
og stóðu þau heilshugar saman að
öllu sem þau tóku sér fyrir hendur
alla tíð. Búskap sinn hófu þau á
Dalvík, en dvölin þar varð ekki löng.
Fluttu þau hjón til Odense í Dan-
mörku, en þæ- lauk eiginmaðurinn
tækninámi. Á þeim tíma þurfti mik-
inn kjark og dugnað til að leggja
út á slíka braut, nær eingöngu með
sterkan vilja og bjartsýni eina í
farteskinu. Þá sem ávallt síðar var
Sella manni sínum hin styrka stoð.
Allt gekk þetta að óskum, námsár-
in að baki, sigur unninn. Heim
komu þau síðan árið 1965 og sett-
ust þá að á Húsavík þar sem maður
hennar var bæjartæknifræðingur
um nokkurra ára bil. Oft minntist
Sella áranna í Odense og góðra vina
og kunningja sem þau hjónin eign-
uðust þar og hélt þessi hópur ávallt
uppi góðu sambandi. Frá Húsavík
lá leið þeirra um 1970 til Reykjavík-
ur og bjuggu þau hér í borg uppfrá
því, nú síðast í Sæviðarsundi 23.
Sella og Reynald eignuðust þijú
böm. Elst er dóttirin Sigríður Osk,
fædd árið 1959. Maður hennar er
Hinrik Hjörleifsson og eiga þau einn
son, Reynald. Næstur er Sigurður,
fæddur árið 1966, og yngstur er
Guðmundur Þór, fæddur árið 1968.
Öll eru þau vel gert myndarfólk.
Sella mágkona mín var fríð og
glæsileg kona sem vakti hvarvetna
athygli með hressilegri og fijáls-
legri framkomu sinni. Hún var
félagslynd að eðlisfari og átti gott
með að umgangast fólk. Hún var
hrókur alls fagnaðar á vinafundum,
hrífandi og skemmtileg. Kímnigáf-
una átti hún í ríkum mæli og
skemmtilegur frásagnarhæfíleiki
var henni meðfæddur. Gott er að
eiga minningamar um heimsóknir
hennar og samverustundir. Ávallt
mátti maður vænta einhvers
skemmtilegs ef hana bar að garði.
Manni þótti einatt sjálfsagt að hún
færði gleði og kátínu í bæinn, en
hugkvæmdist aftur á móti síður að
hún gæti kannski líka þurft á upp-
örvun að halda frá öðmm. Meðal
annars svona var Sella gefandi en
ekki þiggjandi, þá ekki síður á öðr-
um sviðum. Móður- og húsmóður-
hlutvérk sitt rækti hún af alúð og
kostgæfni sem og annað sem hún
hafði á höndum. Heimili sitt bjó hún
sér og fjölskyldu sinni af mikilli
smekkvísi og myndarskap. Hún var
góð heim að sækja enda var hún
og þau hjónin vinamörg. Hjálpsemi
hennar og greiðvikni þekktum við
vel. Þar þurfti ekki alltaf að biðja,
hún vissi vel hvers þurfti með og
var jafnan boðin og búin ef hjálpar
var þörf.
í dag, 16. janúar, á 75 ára af-
mælisdegi Þórhildar, móður Sess-
elju, fer útför hennar fram frá
Áskirkju í Reykjavík.
Kæri Reynald, megi allar góðar
minningar verða þér, bömum þínum
og ástvinum öllum styrkur í sárri
sorg. Með þakklátum huga fyrir
allar góðar stundir kveð ég og fjöl-
skylda mín kæra mágkonu, systur
og frænku um leið og við biðjum
henni blessunar Guðs í nýjum heim-
kynnum.
Olgeir Jóhannsson og
fjölskylda.
I dag er til moldar borin mág-
kona mín og vinkona, Sesselja
Guðmundsdóttir, eða Sella eins og
hún var ævinlega nefnd.
Hún fæddist þann 8. ágúst 1940
í Landlyst í Vestmannaeyjum, dótt-
ir hjónanna Þórhildar Guðnadóttur
og Guðmundar Hróbjartssonar.
Guðmundur lést árið 1975 en Þór-
hildur lifír dóttur sína. Sella var
fimmta í hópi sjö systkina. Er nú
stórt skarð höggvið í þennan sam-
henta systkinahóp.
í apríl 1959 giftist Sella eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Reynald
Jónssynij og eignuðust þau 3 böm,
Sigríði Osk, fædda 3. júní 1959,
gift Hinrik Hjörleifssyni og eiga þau
einn son, ársgamlan; Sigurð fæddan
16. maí 1966 og Guðmund fæddan
14. nóvember 1968, sem báðir em
við nám og búa í föðurhúsum. Sella
og Reynald vom alla tíð mjög sam-
hent bæði í starfi sínu sem öðm.
Það era svo ótal minningar sem
leita á hugann við fráfall góðs vin-
ar, allar þær góðu og skemmtilegu
stundir sem við áttum saman. Ekki
væri hægt að riíja allt upp hér en
þessi fátæklegu orð mín votta fyrst
og fremst þakklæti fyrir vináttuna,
tryggðina og hjálpsemina sem hún
sýndi mér alla tíð.
Sella var ein af þeim manneskj-
um sem geislaði af lífsorku og
hamingju. Það er svo gott að þekkja
T5vona manneskju, sem tekst að
snúa öllu á betri veg og koma allt-
af auga á björtu hliðina. Ég gat
alltaf leitað til hennar.
Mér verður nú fyrst og fremst
hugsað til Reynalds og barnanna
þeirra þriggja og ekki síst litla
ömmudrengsins, sem hún var ein-
mitt á leiðinni að heimsækja. Ég
bið góðan guð að styrkja þau í
þeirra miklu sorg, svo og Þórhildi
og systkinin.
Ég kveð Sellu með þessum fal-
lega sálmi eftir afa minn, Valdimar
V. Snævarr.
Þú, Kristur, ástvin alls sem lifír,
ert enn á meðal vor.
Þú ræður mestum mætti yfir
og máir dauðans spor.
Þú sendir kraft af hæstum hæðum
svo himinvissan kveikir líf í æðum
og dregur heilagt fortjald frá,
oss fegurð himins birtist þá.
Þú vígir oss sem votta þína
að veruleika þeim
að vinir aldrei vinum týna
þótt víki til þín heim.
Þú lætur efnisþokur þynnast
svo það sé hægra elskendum að finnast
og jafnvel heljar húmið svart
þín heilög ástúð gjörir bjart.
Þín elska nær til allra manna
þótt efínn haldi þeim
og lætur huldar leiðir kanna
að ljóssins dýrðarheim.
Vér skulum þínir vottar vera
og vitnisburð um stórmerki þin bera
því þú ert eilíf ást og náð
og öllum sálum hjálparráð.
Stefanía Snævarr
Blómin urðu mér
svo nákomin af kynnum
og vinafundum;
því trega ég þau svo sárt
þcgar ég sé þau falla.
(Þýð. Helgi Hálfdanarson)
Vinkona mín, Sesselja Guð-
mundsdóttir, er fallin frá. Orðvana
stendur maður frammi fyrir sorgar-
atburðum, óskiljanlegum. Hugurinn
leitar á vit minninganna og til ást-
vina sem mest hafa misst.
Vinátta okkar Sellu tengist sam-
heldnum hópi námsmanna og
mökum þeirra frá Óðinsvéum og
spannar aldarfjórðung. Sella var í
Oðinsvéum með manni sínum,
Reynald Jónssyni, sem þar stundaði
tækninám. Hlutskipti Sellu var, eins
og margra góðra kvenna, að afla
brauðs meðan maðurinn las. Sella
og Reynald vom eins konar fmm-
heijar þessa hóps og leitaði því
margur nýkominn á þeirra fund.
Sella var mamma hópsins. Hlýleik-
inn var í fyrirrúmi í litlu hanabjálka-
íbúðinni, þar var nægt rými.
Eftir námsárin flutti þessi hlýja
Vestmannaeyjakona með manni
sínum til íslands, fyrst til Húsavík-
ur, síðan suður, og um tíma lá leiðin
um virkjunarsvæði í óbyggðum.
Síðastliðin ár hefur heimili Sellu og
Reynalds verið í Sæviðarsundi í
Reykjavík.
Allt frá fyrstu kynnum hefur vin-
áttan haldist, verið haldið við með
reglulegum fundum og þroskast.
Ein af styrkustu stoðum þessarar
vináttu var og verður Sella. Hún
hefur gegnum árin verið hvata-
manneskja. Sella var manneskja í
jákvæðustu mynd, hún var hress,
dugmikil, hreinskilin, brosmild og
kát. En ekki er lífið eintóm kátína,
það vissi Sella líka. Sella virkaði
sterk, en viðkvæmari og næmari
manneskju hef ég varla kynnst.
Þessum næmleika kynntist maður
betur eftir því sem á leið og lærði
að meta.
Æviskeið manna er breytilegt,
miserfitt og misgott. Einhvem veg-
inn fannst manni að nú væri Sella
ásamt manni sínum og fjölskyldu
að ganga nýtt hamingjuskeið, sam-
eiginleg vinna samrýndra hjóna,
velgengni og birta framundan. Því
þá nú, — ekki er okkar að svara.
Erfitt er að leita huggunar, þó er
það eina leiðin. Um leið og við
kveðjum ástkæra vinkonu sam-
hryggjumst við eiginmanni og
fjölskyldu og vonum að þeim veitist
styrkur á erfiðum stundum. Blessuð
sé minning góðrar konu.
Sigmjón Yngvason og
aðrir Óðinsvéavinir.
Það hvarflaði ekki að okkur í
desember síðastliðnum, að það væri
í síðasta sinn sem Sella í Landlyst
fyllti hóp okkar skólasystranna úr
Vestmannaeyjum sem hafa haldið
saman í rúma tvo áratugi. Ferða-
lagið sem hún talaði þá um, af
mikilii tilhlökkun, endaði á öðram
áfangastað en til stóð. Kaldur vem-
leikinn blasir nú við. Engin Sella
lengur í hópnum. Kom það vel i ljós,
er við hittumst í vikunni til að
minnast hennar.
Það leyndi sér aldrei hver var í
anddyrinu þegar hún mætti til leiks.
Hressileikinn sem einkenndi hana
var einn af stóm þáttunum í sam-
stöðu hópsins og var sérstakt til-
hlökkunarefni, enda alltaf spurt:
„Er Sella mætt?“ Það var trygging-
in fyrir skemmtilegu kvöldi.
Sumu fólki er meira gefið en
öðm. Glaðværð Sellu og hnyttin
tilsvör, einn af mikilvægum fjár-
sjóðum hennar, lífguðu heldur betur
upp á hópinn. Aðferð hennar við
að gera sem best úr öllu var eftir-
breytnileg og urðu stór vandamál
oft að litlum í meðfömm hennar.
Ekki lét hún sig muna um það að
koma við í „Línunni", ásamt heppi-
legu fómarlambi, á leiðinni í tert-
umar, og miðla síðan okkur með
vigtardelluna. Besta megmnin vom
hlátrasköllin sem þessum umræðum
fylgdi. En hún var ekki bara
skemmtileg, því umhyggjusemi
hennar við aðra, jafnt innan fjöl-
skyldunnar sem utan, var aðdáun-
arverð. Það sýndi hún með einstakri
nærgætni við þá sem þurftu aðstoð-
ar við á einn eða annan hátt. Það
hafa margar okkar reynt í gegnum
tíðina. Þetta sérstaka samband okk-
ar Eyjastelpnanna úr árgangi 1940,
er tilkomið af þörfinni fyrir að halda
tengslum við þann samfélagsanda
sem við ólumst upp við í Eyjum,
en allar fluttumst við ungar burtu.
Þessi „fréttastofa“ gerir okkur
kleift að fylgjast betur með en ella
hvað efst er á baugi í Eyjunum
hveiju sinni og takmarkast að miklu
leyti við það. Auðvitað fylgjumst
við með hver annarri og gleðjumst
yfir velgengni og samhryggjumst í
erfiðleikum. Það er mikil eftirsjá í
fundunum í Sæviðarsundinu. Heim-
ili Sellu og Reynalds ber vott um
góðan smekk þeirra hjóna og góður
heimilisandinn leyndi sér ekki.
Allt tekur enda, bæði gott og
báglegt, og finnst öllum hið fyrra
erfitt að sætta sig við. Enginn
kemst þó hjá þeim lokadómi að
hverfa úr mannheimi. Fyrirvara-
laust brottkall fólks á besta aldri
setur okkur, við sem bíðum, í þá
erfiðu aðstöðu að verða að sætta
okkur við orðinn hlut. Hjálpin á
þeim erfíðleikatíma felst í góðum
minningum. Því höfum við öll, sem
syrgjum Sellu, gott veganesti.
Fjölskyldu Sellu sendum við inni-
legustu samúðarkveðjur.
Eyjaklúbburinn
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN MATTHÍAS GUÐMUNDSSON,
Sæbóli,
Seltjarnarnesi,
veröurjarösunginnfrá Neskirkju mánudaginn 19. janúarkl. 15.00.
Sigfrfður Jóna Þorláksdóttir,
Guðmundur Matthías Jónsson, Sigrún Valsdóttir,
Hekla Guðmundsdóttir,
Berglind Guðmundsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HELGU SIGVALDADÓTTUR
fró Syðri-Á í Ólafsfirði.
Sérstakar þakkir til söngstjóra og félaga í kirkjukór Kópavogs.
Jóhann Þórðarson,
Björg Þórðardóttir,
Helgi Þórðarson,
Ólafur Þórðarson,
Kormákur Þóröarson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug er feðgarnir
HERMANN B. SIGURÐSSON
og GUÐMUNDUR Vl'KINGUR HERMANNSSON
fórust með Tjaldi (S 116.
Sérstakar þakkir sendum við konum og karlmönnum í Slysavarna-
félaginu, Kíwanismönnum, Háprenti og Hjálparsveit skáta.
Guð blessi ykkur öll.
Gréta Jónsdóttir,
Þórhildur Sigurðardóttir.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
GEIRLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hlfðarvegi 30a, Kópavogi.
Magnús Danfelsson,
Guðmundur Daníelsson,
Þórólfur Daníelsson,
Jarþrúður Lilja Danielsdóttir,
barnabörn og
Elín Ringsted,
Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir,
Erla Sigurðardóttir,
Óli Kr. Björnsson,
barnabarnabörn.
t
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra mörgu fjær og nær, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og útför sonar okkar,
bróður, mágs og barnabarns,
SIGURÐAR ÖLVIS BRAGASONAR
frá Sauðárkróki.
Bragi Þ. Sigurðsson,
Styrmir Bragason,
Brynja Bragadóttir,
Margrét Bragadóttir,
Sigurður Jónsson,
Sigurlaug Svelnsdóttir,
Sveinn Sölvason,
Ómar Imsland,
Karl Sveinsson,
Nanna Þorsteinsdóttir.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlót og útför
STEFANÍU STEFÁNSDÓTTUR,
Mánagötu 7,
Reykjavfk.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfótks Reykjalundar.
Aðstandendur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúö og vináttu við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa,
KRISTJÁNS JÓHANNS HANSSONAR.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Hulda Jóhannsdóttir.