Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 Bandaríkin: Ný kafbátaeldflaug send í tilraunaflug Frosthörkurnar komu ekki í veg fyrir að þessi breski veiðimaður gæti stundað áhugamál sitt. 200 manns hafa látið lífið vegna kuldanna í Evrópu AP, Kanaveralhöföa, Flórída. BANDARÍSKI flotinn sendi nýja eldflaug fyrir kafbáta, Trident- II flaugina, í fyrsta tilraunaflug í gær. Tilraunin heppnaðist vel. Er þetta öflugasta eldflaug flot- ans. Talsmenn varnarmálaráðu- neytisins hafa sagt, að flaugin sé svo marksækin og aflmikil, að með henni sé unnt að eyði- leggja styrkta skotpalla fyrir eldflaugar og stjórnstöðvar neð- anjarðar. Tilraunin í gær er hin fyrsta af 20, sem ráðgerðar eru frá skotpalli á landi. Er ætlunin, að flaug verði skotið á loft á 40 daga fresti. Síðan verður 10 tilraunaflaugum skotið á loft úr kafbáti, áður en eldflaugin Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði enn í gær gagnvart helztu gjald- miðlum heims. Sðdegis í gær kostaði brezka pundið 1,5067 doliara í London (1,4985), en annars var gengi dollarans þann- ig, að fyrir hann fengust 1,8345 vestur-þýzk mörk (1,8400), 1,5345 svissneskir frankar (1,5562), 6,1150 franskir frankar (6,1775), 2,0670 hollenzk gyllini (2,0775), 1.309,50 ítalskar lírur (1.316,75), 1,3616 kanadískir dollarar (1,3663) og 152,55 jen (153,23). Verð á gulli lækkaði og var 415 dollara únsan (417,50). verður sett um borð í kafbáta og tekin í notkun á árinu 1989. Trident-II flaugin er langdræg eldflaug, sem nær til skotmarka í allt að 11.100 km fjarlægð. Hún er miklu marksæknari en fyrirrenn- arar hennar Polaris, Poseidon (dregur 4.600 km) og Trident-I (dregur 7.400 km). Segja talsmenn flotans, að nýju flauginni megi miða jafn nákvæmlega á skotmörk og eldflaugum á skotpöllum á landi, jafnvel þótt hún sé send af stað frá kafbáti, sem er á ferð neðansjávar. Þegar tilraunin var gerð í gær, söfnuðust 75 andstæðingar kjam- orkuvopna saman í nágrenni við skotpallinn. Þeir, sem eru á móti smíði Trident-II flaugarinnar, segja, að hún breyti kafbáta-eld- flaugum Bandaríkjamanna í „fyrsta höggs vopn", það er þær verði svo marksæknar, að unnt sé að granda mikilvægum stjómstöðvum og her- stöðvum andstæðingsins með þeim. Hingað til hefur verið litið á eld- flaugar um borð í kafbátum sem endurgjaldsvopn, þ.e. þær yrðu not- aðar til að endurgjalda áras og þá yrðu iðnaðarhéruð og borgir í sigti. Trident-II eldflaugin er 13 metra löng og vegur alls um 65 tonn. Hver flaug getur flutt 10 kjarna- odda, sem unnt er að senda til jafn margra skotmarka. í Trident-I em 8 kjarnaoddar. í hveijum Trident- kafbáti eru 24 eldflaugar. Opinber gögn segja, að hver kjamaoddur nýju flaugarinnar hafí 475 kíló- tonna afl, þ.e. 38 sinnum meira afl en sprengjan, sem varpað var á Hiroshima í lok síðari heimsstyij- aldarinnar. London, Berlín og víðar, AP, Reuter. 200 MANNS hafa nú látið lífið sökum kuldanna sem ríkja á meginlandi Evrópu. Veðurfræð- ingar sjá þess engin merki að frostinu taki að linna. í Tékkóslóvakíu hafa úlfar sést á götum bæja og hafa þeir lagst á nautgripi og aðra ferfætlinga. Alls hafa 108 menn týnt lífi sök- um kuldanna í Sovétríkjunum og Póllandi. Sovéskir skriðdrekar í Ungverjalandi björguðu í gær nokkrum Austurríkismönnum og Þjóðveijum, sem orðið höfðu veður- tepptir skammt frá Búdapest. Fólkið sat fast í bílum sínum í tveggja metra djúpum snjóskafli. 20 stiga frost var á þessum slóðum og vindhraðinn rúmir 100 kílómetr- ar á klukkustund. Á Bretlandseyjum létust tvö gamalmenni í gær og hafa nú 27 manns látið Iífíð þar síðustu fjóra daga. í gær neyddust Bretar til að kaupa raforku frá Frakklandi og samgöngur gengu víða úr skorðum sökum snjóa. Bankar í miðborg London lokuðu snemma í gær þar sem fjöldi starfsmanna komst ekki til vinnu. Mitterrand Frakklandsforseti skipaði hermönnum í gær að ryðja vegi auk þess sem matvælum var dreift til húsnæðisleysingja. Kirkjur og brautarstöðvar voru í gær opnar húsnæðisleysingjum í París. Þrír menn fundust frosnir í hel í gær og alls hafa 14 Frakkar látið lífíð frá því kuldakastið hófst. Vestrænir fréttamenn í Búkar- est, höfuðborg Rúmeníu, sögðu í gær að stjómvöld hefðu gripið til orkuskömmtunar og fengju borg- arbúar að hita heimili sín í tvær klukkustundir á hverri nóttu. Ráða- menn í Ungveijalandi gripu til sams konar ráðstafana í gær. Einn mað- ur fraus í hel í Ungveijalandi í gær og hafði hann sofnað á svölum heimilis síns í 29 stiga frosti. í Austurríki þurftu 28 lúðrasveitar- menn á aðhlynningu lækna að halda eftir að þeir höfðu leikið lög til heiðurs nýjum sendiherrum frá Malí og Súdan, sem komu til Vínar í gær í nístingsgaddi. Danskir ísbijótar þurftu í gær að aðstoða skip, sem höfðu lokast inni. Feijusamgöngur féllu víða nið- ur og ekki var siglt milli Svíþjóðar og Danmerkur. Þrír menn létu lífíð á Kanaríeyj- um þegar flóðalda skolaði þeim á haf út. Útigangsmaður fannst fros- inn í hel í Barcelona í gær. 19 stiga hiti var á Tenerife í gær. Útvarpið í Róm skýrði frá því í gær að lýst hefði verið yfir neyðar- ástandi í Lazio á Ítalíu. Flóðöldur hafa valdið miklum skemmdum á mannvirkjum og var vindhraðinn um 100 ídlómetrar á klukkustund á þeim slóðum. Veðurfræðingar spá áframhald- andi kuldum og snjókomu á meginlandinu fram yfir helgi. Engar aug- lýsingar hjá BBC London, AP. BRESKA stjórnin hefur ákveðið að hafna því að breska ríkisútvarp- ið BBC sýni auglýsingar i sjón- varpi. Douglas Hurd innanríkisráðherra sagði að stjómin hefði tekið góðar og gildar tillögur nefndar, sem hún skipaði. Nefndin lagði til að BBC yrði áfram rekið með fé, sem eigend- ur sjónvarpstækja greiddu árlega. Áskriftargjöld eru nú um 4.000 kr. fyrir eigendur litsjónvarpstækja og um 1.000 kr. fyrir svart hvítt sjón- varpstæki. Hurd sagði að iðgjöld myndu hækka í samræmi við verð- bólgu frá og með 1. apríl 1988. Stjóm BBC hefur ávallt verið andvíg auglýsingum og fagnaði ákvörðun stjómarinnar í gær. Fúlga fyr- ir tindáta London, AP. BANDARÍSKUR leikfangasafn- ari greiddi um 600.000 isl. kr. fyrir öskju með 280 tindátum á uppboði i London. „Þessir tindátar voru mjög dýrir á sínum tíma og kostaði askjan þá 90 shillinga. Nú eru þetta án efa dýrustu tindátar í heimi," sagði Peter Johnson, talsmaður uppboðs- haldarans. Tindátamir voru framleiddir í London árið 1905. Eldsvoði í sovézku ræðismannsskrifstofunni í Montreal: Eyðilögðu skjöl og neituðu brunaliðsmönnum um aðgang - á meðan eldurinn logaði Montreal, AP. MIKILL eldur kom upp í fyrradag í ræðismannsskrifstofu Sov- étrikjanna í Montreal í Kanada. Ekki er vitað, hvað olli brunan- um. Þegar brunaliðsmenn komu á vettvang, neituðu sovézku starfsmennirnir að hleypa þeim inn í heilan stundarfjórðung, á meðan þeir voru að brenna alls konar skjöl á skrifstofunni. Áður en brunaliðsmenn komu á vettvang, reyndu starfsmenn ræðuismannsskrifstofunnar fyrst að slökkva eldinn með slökkvi- tækjum og með því að sækja snjó í vatnsfötum til að bera á eldinn. Enginn slasaðist í brunan- um, en miklar skemmdir urðu á ræðismannsskrifstofunni, því að ekkert varð við eldinn ráðið. Brugðu brunaliðsmenn á það ráð að láta fólk fara úr nærliggjandi byggingum og lokuðu síðan að- liggjandi götum, en eldurinn geisaði látlaust í þtjar klukku- stundir. Bineault, yfírmaður brunaliðs- ins, sagði að margir sendiráðs- menn hefðu verið í óða önn að eyðileggja skjöl, þegar honum og mönnum hans tókst loksins að komast inn í húsið og hefðu þeir neitað að fara. Noel Huard, 26 ára gamall verkamaður, sem var sjónarvott- ur að brunanum, skýrði frétta- mönnum svo frá: „Eg sá reyk koma út úr glugga á annarri hæð. Síðan tóku þeir, sem voru inni í ræðismannsskrifstofunni, að hlaupa út og inn með fullar fötur af snjó til þess að slökkva eldinn." Igor Lobanov, talsmaður sovézka sendiráðsins í Kanada, varði þá ákvörðun að koma skjöl- um undan, áður en brunaliðs- mönnum yrði hleypt inn til þess að beijast við eldinn og sagði, að þeir hefðu eftir það fengið að komast að eldinum. Eldsvoði eyðilagði einnig sovézka sendiráðið í Ottawa 1956 og var brunaliðsmönnum þá ekki heldur hlaypt strax inn. Báru starfsmenn sovézka sendiráðsins fyrir sig friðhelgi sendistarfs- manna og neituðu brunaliðs- mönnum að fá að fara inn í dulmálsherbergið. Þegar eldur- inn breiddist út, tóku sendiráðs- starfsmennnnimir að bera út skjöl þaðan og fylltu tvo bíla með þeim og tóku síðan brut útvarps- senditæki. Alls geisaði eldurinn í 6 klukkutíma með þeim afleið- ingum, að byggingin eyðilagðist í brunanum, svo að byggja varð nýtt sendiráð. Voru upptök elds- ins rakin til skammhlaups í rafmagni. Eftir þetta báru yfirmenn brunavama í Ottawa fram mót- mæli gegn atferli Sovétmann- anna með þeim rökum, að þeir hefðu stefnt í voða nærliggjandi byggingum. Eldslogana leggur upp af þakinu og þykkir reykjarbólstrar stíga upp frá gluggunum í sovézka ræðismannsskrifstofunni í Montreal á miðvikudag. Byggingin eyðilagðist nær alveg í brunan-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.