Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 Linin 986 J. Polanyi Einn þeirra sem tileinkuðu sér tækni þeirra Herschbach og Lee var John Planyi við Toronto-háskóla. Polanyi fæddist í Berlín, sonur vel þekkts efnafræðings og heimspek- ings, Michael Polanyi frá Ungveija- landi. Polanyi yngri lauk doktors- prófi frá Manchester í Englandi en fluttist síðan til Toronto. Hann var fyrstur til að mæla og skýra svokall- aða innrauða hvarfljómun árið 1958. Innrauð hvarfljómun kallast útgeislun innrauðs ljóss frá mynd- efnum sem verða til við efnabreyt- ingar. Með því að mæla hvarfljómun efnabreytinga í sameindageisla- tækni fyrir mismunandi hraða sameinda gat Polanyi sagt til um ástand og eiginleika sameinda við áreksturinn sjálfan. Auk þess að vera mikilvægt framlag í skilning á efnabreyting- um hafa rannsóknir Polanyis stuðlað að framþróun leysitækninn- ar. Í efnaleysum er hvarfefnum blandað saman á gasformi og loysi- geisli verður til við innrauða útgoisl- un myndefnanna. Fyrsti efnaleysir- inn byggðist á geislun frá vetnisklóríðsameindinni á gasformi (saltsýra í vatnslausn) eftir sam- runa vetnisgass og klórgass. Einn aflmesti leysir sem um getur í dag er vetnisflúoríðleysirinn, sem bygg- ir á samruna vetnis og flúorgass. Slíkir leysar geta gefið frá sér meira en 100 kílóvatta samfellda geislun eða yfír 100.000 megavatta geislapúlsa (blossa). í dag byggja ítarlegar athuganir á efnabreytingum á brautryðjanda- starfi vísindamannanna þriggja, sem tóku við nóbelsverðlaununum úr hendi Svíakonungs þann 10. desember síðastliðinn. Enn eru rannsóknir af þessu tagi einkum bundnar við litlar sameindir og ein- faldar efnabreytingar. En ör tækniþróun á þessu sviði og sér í lagi notkun aflmikilla leysa við mælingar á myndefnum og milli- bilsástandi sameinda við árekstur gefur fyrirheit um enn frekari efl- ingu þessa rannsóknasviðs. For- senda þess að unnt sé að stjóma og hafa áhrif á efnabreytingar svo sem í efnaiðnaði og lyfjagerð, er skilningur á viðkomandi efnabreyt- ingum. Það er því fyrirsjáanlegt að þær grundvallarrannsóknir, sem hér hefur verið lýst og verðlaunaðar hafa verið, eigi eftir að sanna til- verurétt sinn frekar. Höfundur er efnafræðingvr. Heimildir: 1. I. Anderson, J. Hecht og L. Migrom, New Scientist, 23. október, 23.-24. 1986. 2. D.R. Herschbach, Adv. Chem. Phys., 10, 319, (1966). 3. Y.T. Lee og Y.R. Shen, Physics Today, 33, 52, (1980). 4. R.B. Bemstein, „Chemical Dynamics via Molecular Beam and Laser Techniques", Clarendon Press, 1982. 5. T.A. Cool, „Chemical Lasers" ( „Physical (1966fcmistry of Fast Reactions", 2, 215, Kennd var meðferð gúmmíbjörgunarbáta og hvemig nota á þau tæki sem til staðar er í slikum bátum. Áhuginn var mikill enda menn jákvæðir fyrir allri fræðslu um örygg- isbúnað. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir: ANDREW WILSON Götumynd frá Leningrad. Nýjir sovéskir bílar hafa verið gagn- rýndir á þeim forsendum að þeir séu alltof veikbyggðir fyrir sovéska vegi, þrátt fyrir að þeir séu léttbyggðari, vandaðri og kraftmeiri en forverar þeirra. uli-verkstæðin) neita jafnvel að framkvæma viðgerðir sem heyra undir ábyrgðina þegar bíllinn er seldur. Greinarhöfundur varar Sputn- ik-eigendur við því að leggja upp í lengri ferðir á bílum sínum, því „ef til dæmis kveikjukerfið bilar getur enginn hjálpað þér“ og eina lausnin er þá að láta draga bílinn heim. „Það er ekki nóg að ríkið kaupi heilar bflasmiðjur búnar mikilli sjálfvirkni erlendis frá til að geta smíðað bfla í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru erlendis," segir Milovskii. Kröfumar verða ekki uppfylltar fyrr en komið hef- ur verið upp fullkomnu vegakerfi með bensínstöðvum og viðgerðar- verkstæðum — þjónustustöðvum þar sem afgreiðslumenn taka brosandi á móti þér og keppa um viðskiptin við stöðina á móti. Raunveruleikinn er allt annar í Sovétríkjunum í dag. „Það er hvergi við allar þær þúsundir kfló- metra vega í landi okkar staður þar sem þú getur örugglega feng- ið skipt um kerti eða keypt olíu — hvað þá ef um erfiðari vanda- mál er að ræða.“ Sumir halda því ef til vill fram að í ráði sé að koma upp neti af bensínstöðvum og verkstæðum. „Eg trúi því ekki,“ segir greina- höfundurinn. „Ég fellst ekki á að steinsteypt bygging sem þú verð- ur að aka til að næturlagi og bíða Nýirbílar - sami vandinn Háværar kvartanir yfir sovézkum bilum og ástandi vegakerfis- ins þar í landi hafa hlotið stuðning í löngum og ásakandi greinum sem birtust í blaðinu Sovietskaya Kuitura. Voru greinamar skrif- aðar í tilefni bílasýningar fyrir áramótin á Pushkintorgi í Moskvu þar sem kynntar voru þijár nýjar gerðir af Zhiguli (Lada), Zap- arozhet, sem er minni bíll, og Moskvich, sem er minnstur. Greinahöfundurinn, „A. Mil- ovskii", viðurkennir að allar prjar gerðirnar séu léttari, vand- aðri og kraftmeiri en fyrri gerðir, en bætir því við að vegna ástands vega í Sovétríkjunum séu þær í raun aðeins hentugar til útflutn- ings. Það sem sovézkir ökumenn þarfnast, segir hann, eru sterk- byggðir og traustir bílar sem standast kröfur hörmulegra vega og ömurlegrar viðgerðarþjónustu. Af þessum sökum kjósa þeir frekar að notast við gömlu, traustu árgerðimar í stað þess að hætta á að fá sér einhveija nýju gerðina, eins og til dæmis Zhig- uli, sem svipar nokkuð til Volks- wagen „Polo" gerðanna frá lokum áttunda áratugarins. „Og varúð þeirra er skiljanleg," skrifar Milovskii, sem ekið hefur nýja bílnum 15.000 kflómetra vega- lengd. Nýi bíllinn getur verið ágætur fyrir útlendinga, en venjulegur sovézkur ökumaður þarf að glíma við „skominga, holur, steinlagðar götur, ræsalok, sporvagnateina og spmngur í malbikinu, sem aðeins hafa verið hálf-fylltar af tjöm, eða þá alls ekki fylltar." Skortur á aurhlífum og lítil hæð undirvagns frá jörðu valda því að fyrsti pollurinn á veginum (og sovézkir pollar geta verið á stærð við smá tjöm) eys aur yfir þakið, brettin og luktimar. “Það er eins og bfllinn hafi verið hannaður með það fyrir aug- um að hann gæti safnað sem mestri for upp af veginum." Þótt afturrúðan verði þakin for og ekki sjáist út um hana ef eitt- hvað er að veðri er enginn þurrkari á henni. — „Hönnun- armistök, sem geta verið hættuleg í akstri," segir höfundurinn. Þeg- ar hann sá nýjan Zhiguli með afturrúðu-þurrkara stöðvaði hann bílinn og spurði ökumanninn hvar hann hafi fengið hann. Kom þá í ljós að bíllinn var smíðaður til útflutnings en hafði lent á innan- landsmarkaði fyrir mistök. Varðandi erfíðleikana á því að útvega varahluti minnist Milov- skii þess að einn kunningja hans varð að bíða þess að vera sendur til Ástralíu í viðskiptaerindum til að geta náð sér í kambás í Zhig- uli-bílinn sinn. Hvað nýjustu gerðina varðar, sem seld er undir heitinu „Sputnik", þá er það svo að þótt hún hafí í raun verið á markaðnum í tvö ár: „þá fást hvergi varahlutir í bflinn, ekki einu sinni í Moskvu. Þeir (Zhig- í biðröð í fimm klukkustundir til að komast inn í — aðeins til að láta segja þér að púströrin séu uppseld eða að ekki sé unnt að gera við hurðarlæsinguna hjá þér vegna þess að viðgerðarmaðurinn sé í fríi — eigi skilið að bera naf- nið þjónustustöð." „Svo lengi sem einhver ótil- greindur maður heldur því fram að duglegur bflvirki sem hefur góðar tekjur og greiðir viðunandi skatta til þess opinbera grafi und- an efnahags- og hugsjónastoðum samfélagsins, neyðumst við til að sætta okkur við þá staðreynd að erfiðleikar okkar á vegum úti eiga eftir að fara vaxandi með komu hverrar nýrrar árgerðar,“ segir höfundur að lokum. Enginn ætti að túlka þessi orð eins og þau væru aðeins mót- mælahróp sovézks bfleiganda vegna hörmungarástands bfla- og bflaþjónustuiðnaðarins. Greinar og aðsend bréf birtast aldrei í sovézkum blöðum án þess að á bak við séu einhveijar pólitískar ástæður. Grein Milovskiis er einnig enn ein vísbendingin — en þeim fer nú íjölgandi — um hræringar hjá sumum deildum sovézka Kom- múnistaflokksins í þá átt að koma á aukinni samkeppni, jafnvel með einkaframtaki, í framleiðslunni til að auka afköstin. Eftir er að sjá hvort yfirvöld geta fallizt á þessa leið til úrbóta. (Höfundur er fréttaritari brezka blaðsins The Observer í Moskvu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.