Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 40
iö'í .GittAjamioflOM
40
86 r JIAUVIAT. M ÍIUOAtt
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
fclk í
fréttum
Rod
og
Kelly.
Danadrottning
í ónáðinni hjá SAS?
Skandínavíska flugfélagið SAS
neitaði fyrir skemmstu að selja
Danadrottningu og föruneyti henn-
ar 10 flugmiða á fyrsta farrými frá
Singapore, á heimför drottningar-
innar frá Ástralíu. Ástæðan, sem
upp var gefin, var sú að aðeins
væru níu sæti til sölu, hið tíunda
væri ætlað áhöfninni til hvíldar, en
flugmenn mega ekki vera lengur
en átta klukkustundir við stýrið í
senn. Umrætt flug tekur 11 tíma.
Fór því svo að drottningin keypti
miða með Thai Air, beint frá Sid-
ney. Hið taílenska flugfélag hefur
lagt mikla áherslu á að ferðin verði
sem hnökralausust og var aðstoðar-
framkvæmdastjóri þess, Daninn
Niels Lumholt, sendur til Kaup-
mannahafnar til þess að ráðfæra
sig við hirðina um fyrirkomulag
hennar.
Fulltrúar SAS hafa nú játað að
um mistök sín hafi verið að ræða
og lofa því að slíkt muni ekki ger-
ast á ný. Raddir hafa hins vegar
heyrst um að málið hafí strandað
á norskum deildarstjóra, þrátt fyrir
að venja sé að flugfélagið reyni að
vera þjóðhöfðingjum Norðurlanda
sérlega innan handar.
Innan SAS hefur gætt töluverðr-
ar umræðu vegna þessa máls og
jafnvel rætt um að „höfuð muni
fjúka" af þeim sökum. Fýlu hefur
gætt meðal almennings í Danmörku
vegna málsins og telja sumir að
sala SAS í Danmörku muni dragast
eitthvað saman. Af þessu tilefni
hefur Preben Kjær, upplýsingafull-
trúi SAS, sagt að SAS vilji endilega
sem flest gera fyrir Dani — fljúga
drottningunni, prinsunum, ráðherr-
um og landsliðum Dana hvert á
land sem er. „Þessari einstöku
beiðni var ekki hægt að sinna vegna
samnings félagsins við flugmenn."
Formaður félags flugmanna segir
hins vegar að hefði félagið verið
Skakka húsið í Corona
Flestir kannast við skakka turn-
inn í Pisa, en færri þekkja
væntanlega skakka húsið í Corona.
Hús þetta hefur verið kallað „Mar-
tröð byggingarmeistarans", en það
stendur í borginni Corona á Spáni.
Sem sjá má mynda veggimir 45
gráðu halla við jörð, en tekið skal
fram að gólfín eru lárétt. í húsinu
vinna um 300 manns ýmis skrif-
stofustörf og segjir fólkið að hinir
skáhöllu veggir hafi engin áhrif á
það: — jákvæð ef einhver.
Að sögn arkítektsins fannst hon-
Hún er römm forneskjan.
um tími til kominn til þess að hrista
upp í föstum formum nútímabygg-
ingarlistar og skoðun almennings á
því hvemig hús „eigi að vera“.
*
Aramótabrenna Fáks
rlega er haldin áramótabrenna
^á vegum hestamannafélagsins
Rod Stewart
verðandi faðir
mm
Skoski söngvarinn Rod Stew-
art á von á barni ásamt
ástkonu sinni, Kelly Emberg, og
er þéss voníjúní.
Nú nýverið var ljóstrað upp um
þetta, en því var haldið leyndu
fyrir öllum almenningi og sérstak-
lega Alönu, fyrri konu Rods. Með
henni átti Rod tvö böm, Kimber-
ley og Sean.
„Rod óttaðist að Alana færi
fram á stóraukið meðlag við frétt-
imar“, segja vinir Rods og bæta
við því til skýringar að Alana
hafi alltaf haldið í vonina um að
þau Rod tækju saman aftur.
Rod, sem er 41 árs gamall,
hefur enn ekki gengið frá Ijjár-
málahlið skilnaðarins, en Alana
hefur bent á að hún sé móðir
bama hans, svo að hún hljóti allt-
af að vera á „sérsamningi", ef svo
má að orði komast.
Kelly Emberg er 26 ára gömul
Texasdóttir, en að sögn foreldra
hennar er ekki von á að parið
gangi í það heilaga á næstunni,
enda telji Kelly að þau séu tengd
nógu sterkum böndum þar sem
bamið er.
Fáks. Hún fer þó hvorki fram á
áramótum né þrettánda, heldur
fyrsta laugardag eftir áramót.
Nú fór svo að fresta þurfti henni
vegna veðurs og var kveikt í kestin-
um inni í Víðidal sl. laugardag —
hinn 10. Svo sem venja er fóru álfa-
kóngur og drottning fyrir sérstakri
álfareið og voru sungin ýmis ára-
mótalög.
Eins og sjá má á myndunum var
nokkur strekkingur, en menn létu
það sem vind um eyru þjóta og
skemmtu sér hið besta.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fylgst með álfareiAinnl.