Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og tengdasonur,
HALLGRÍMUR J. S. SYLVERÍUSSON,
Nesvegi 45,
Reykjavík,
lést 5. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Kristfn T. Hallgrfmsdóttir,
HallgrfmurS. Hallgrfmsson,
Gfsli Hallgrfmsson,
Sveinn Hallgrfmsson,
Ragnar Hallgrfmsson,
Kristján Hallgrfmsson,
Gunnar Hallgrfmsson,
Helga Hallgrfmsdóttir,
Guðrún Hallgrfmsdóttir,
Ásgeir Hallgrfmsson,
Gísli Sveinsson
og barnabörn.
Helgi M. Alfreðsson,
Hrefna Andrésdóttir,
Jóhanna Jóhannsdóttir,
Alfreö Hafsteinsson,
t
Móðir mín, tengdamóöir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR,
Vitateigi 1,
Akranesi,
andaðist í sjúkrahúsi Akraness 14. janúar.
Halldóra Björnsdóttir,
Þórður Óskarsson
og ömmubörn.
■ Móöir okkar og systir, t
RAGNA LÁRA RAGNARSDÓTTIR,
Álftamýri 24,
andaðist í Landakotsspítala miðvikudaginn 14. janúar.
Áslaug Kristjánsdóttir, Ragnar Kristjánsson,
Jónina Ragnarsdóttir, Halldóra Ragnarsdóttir,
Guðlaug Ragnarsdóttir, Erla S. Ragnarsdóttir,
Ólafur Þór Ragnarsson, Sveinn H. Ragnarsson. Jón P. Ragnarsson,
t
Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
LÁRUS KRISTÓFER EYJÓLFSSON,
húsgagnasmfðameistari,
Lækjartúni v/Vatnsveituveg,
lést 15. janúar.
Ragna Pótursdóttir,
börn, tengdasynir og barnabörn.
t
Maðurinn minn,
BJÖRN J. BLÖNDAL,
Laugarholti,
lést í Borgarspítalanum 14. janúar.
Jórunn Blöndal.
t
Minningarathöfn um eiginmann minn, föður okkar, son, bróður
og tengdason,
JÓHANNES PÁLSSON,
Suðurgötu 16, Sandgerði,
sem fórst með mb. Arnari ÍS 125 23. nóvember sl., fer fram frá
Hvalsneskirkju laugardaginn 17. janúar kl. 14.00.
Anna Margrét Kristjénsdóttir,
Páll Jóhannesson,
Heiða Fjóla Jóhannesdóttir,
Helga Björk Jóhannesdóttir,
Páll Jóhannesson, Gestheiður Jónsdóttir,
Sigríður Pálsdóttir,
Grfmkell Pálsson,
Fjóla Gísladóttir.
t
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR JÓHANNESSON
frá Siglufirði,
Miðvangi 41,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 16.
janúar kl. 13.30.
Ólaffa Ólafsdóttlr,
Hilmir Guðmundsson, Ásrún Á. Ólsen,
Gréta Guðmundsdóttir, Höröur Arnþórsson,
Bryndfs Guðmundsdóttir, Sverrir Aðalstelnsson,
barnabörn og barnabarnabar. i.
Minning:
Sesselja Guð-
mundsdóttir
Fædd 8. ágúst 1940
Dáin 9. janúar 1987
Haustið 1966 fluttum við hjónin
með böm og buru norður á Húsavík
og settumst að í Garðarshólma,
gamla faktorshúsinu sem stóð í
hjarta bæjarins. Á neðri hæðinni í
þessu vinalega húsi sem þó mátti
muna fífil sinn fegri, bjuggu ung
hjón, nálega jafnaldrar okkar, þau
Sesselja Guðmundsdóttir, eða Sella,
og Reynald Jónsson ásamt börnum
sínum tveimur, Sigríði Ósk og Sig-
urði.
Sambýli okkar í Garðarshólma
stóð um nokkurra ára skeið og þar
tengdumst við vináttuböndum sem
aldrei hafa rofnað. Á þeim árum
vorum við Sella heima og gættum
hús og bama eins og þorrinn af
húsmæðrum gerði þá. Við áttum
margt sameiginlegt og daglegur
samgangur gerði það að verkum
að við urðum hvor annarri mjög
nákomnar. Við sungum saman á
kirkjuloftinu, en Sella hafði einkar
fallegan sópran. Saman köfuðum
við snjóskaflana með litlu drengina
okkar í pilsfaldinum og saman fór-
um við í búðimar, sem voru aðal-
samkomustaðir bæjarbúa að
deginum, enda krökkar af kátu af-
greiðslufólki. Og saman fórum við
á árshátíðimar, ógleymanlegar
samkomur, gæddar gleði og hlýju
sem skapast af því að allir þekkjast
og njóta þess að skemmta sér sam-
an. Dagamir liðu fullir af hlátri og
kátínu. í vöggugjöf hafði Sella hlot-
ið einstakan hæfíleika til að sjá
broslegu hliðamar á hlutunum. Við
það bættist rík frásagnargáfa sem
gerði það að verkum að frásagnir
hennar vörpuðu ljóma langt fram á
veginn.
En Sella hafði fleiri góða eigin-
leika til að bera. Hún var ábyrg í
orði og gjörðum, það sem hún tók
að sér var í öruggum höndum.
Heimili sitt annaðist hún óaðfinnan-
lega og af eðlislægri smekkvísi.
Hún var hreinskiptin og hispurslaus
og öll yfirborðsmennska fjarri
henni. Þó er mér efst í huga hve
traustur vinur og hve raungóð hún
var. Ég minnist þess ekki að nokk-
um tímann stæði svo illa á hjá henni
að hún sparaði tíma og fyrirhöfn
til að hjálpa ef í nauðimar rak.
Slíkir vinir eru fágætir en hver sem
verður þeirra aðnjótandi er ekki
einn á ferð.
Leiðir okkar skildu að sinni þegar
Sella og Reynald fluttu suður með
bömin sín sem þá voru orðin þijú,
Guðmundur Þór hafði bæst í hóp-
inn. Hin síðari ár voru samfundir
stijálli, enda við Sella þá báðar
orðnar útivinnandi húsmæður. Sella
vann um tíma við Kleppsspítala og
síðan nokkur ár á bamaheimili. Nú
liin síðustu árin starfaði hún ásamt
Reynald við fýrirtæki þeirra hjóna.
Að öllum þessum störfum gekk hún
af þeim áhuga og trúmennsku sem
henni var í blóð borin.
Þó að samfundir stijáluðust var
vináttan söm. Hún var óháð fjar-
lægðum í tíma og rúmi. Stundum
liðu mánuðir á þess ég hitti Sellu
en svo stóð hún inni á eldhúsgólfí
hjá mér einn góðan veðurdag og
þá var þráðurinn tekinn upp for-
málalaust. Og byijað að hlæja. Allt
er í heiminum hverfult. Garðars-
hólmi stendur ekki lengur í hjarta
Húsavíkurbæjar, hann varð að víkja
fyrir kröfum tímans og er nú að
húsabaki en ber sig með reisn.
Og Sella er horfín. Á einu andar-
taki er henni svipt í burtu og eftir
stöndum við skilningsvana. Hlátur-
inn er hljóðnaður. En í hugum okkar
sem nutum samvista hennar í stuttu
jarðlífí mun hann enduróma þó dag-
ar verði að árum.
Reynald vini mínum, Ósk, Sig-
urði og Guðmundi, Þórhildi móður
Sellu og öðrum nánum aðstandend-
um votta ég samúð sem orð megna
ekki að tjá. Megi sá Guð sem Sella
alla tíð trúði á af fölskvalausri ein-
lægni veita þeim styrk til að mæta
hinu ókomna.
„Far þú í friði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt“ (V.Br.)
Iðunn Steinsdóttir
Sella dáin, farin alveg fyrirvara-
laust. Af tómri eigingirni fínnst mér
það óþolandi tilhugsun, að geta
ekki lyft upp símtólinu, spjallað við
hana og fengið uppörfun ef því er
að skipta. Alltaf enduðu samtölin á
því að við ákváðum að biðja hvor
fyrir annarri. Þannig var Sella. Allt-
af uppfull af gleði, trú og einlægni
og hressileg í viðmóti. Hún var
mjög kirkjurækin og söngelsk og
t
Minningarathöfn um eiginmann minn, fööur okkar, tengdafööur
og afa,
JÓN EÐVALDSSON,
Suðurgötu 28, Sandgerði,
sem fórst meö mb. Arnari (S 125 23. nóvember sl., fer fram frá
Hvalsneskirkju laugardaginn 17. janúar kl. 14.00.
Guðbjörg Ástvaldsdóttir,
Grétar Mar Jónsson,
Kári Jónsson, Sesselja Aðalsteinsdóttir,
Steinunn Jónsdóttir, Vignir Sigursveinsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinar-
hug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur
og afa,
ADOLFS SIGURJÓNSSONAR,
bifreiðarstjóra,
Hrauntúni 13,
Vestmannaeyjum.
Herdfs Tegeder,
Sigurjón H. Adolfsson, Kristín E. Elfasdóttir,
Gunnar Adolfsson, Svava Bjarnadóttir,
Jón Stelnar Adolfsson,
Sæþór Gunnarsson,
Adolf Sigurjónsson.
naut friðarins og tónlistarinnar í
kirkjunni. Hún var búin að segja
mér að hún hlakkaði mikið til þess-
arar ferðar, sem hún var að leggja
upp í með eiginmanni sínum, Reyn-
ald Jónssyni. Þetta átti að vera
viðskiptaferð og svo ætluðu þau í
lokin að heimsækja dóttur sína,
Sigríði Ósk, sem býr í Ósló. Hún
var elsta bam þeirra, fædd 3. júní
1959, fóstra að mennt, gift Hinriki
Hjörleifssyni, húsasmið. Þau eiga
einn son, Reynald. Auk þess áttu
Sella og Reynald tvo syni, Sigurð,
fæddan 16. mars 1966, og Guð-
mund Þór, fæddan 14. nóvember
1968, báðir við framhaldsnám. Allt
myndarlegt fólk og duglegt.
Okkar kynni hófust í Odense,
Danmörku, fyrir rúmum 20 árum,
þar sem eiginmenn okkar stunduðu
nám við sama skóla. Minningamar
hrannast upp. Við gerðum alltaf
saman laufabrauð fyrir jólin og
héldum hátíðlegt gamlárskvöld
saman og ýmislegt fleira og þar sem
hvorki var sími, sjónvarp né bílar,
vom reiðhjólin óspart notuð til að
fara á milli í heimsóknir. Þama var
töluverður hópur af íslendingum á
þessum tíma, sem alltaf heldur sam-
bandi ennþá, sk. Odense-hópur. Þá
er jafnan glatt á hjalla og ekki átti
Sella minnstan þátt í söngnum.
Eftir að þau komu heim starfaði
Reynald í 5 ár sem bæjartækni-
fræðingur á Húsavík og em okkur
hjónunum ógleymanlegar móttök-
umar, sem við fengum þar, þegar
við komum í heimsókn.
Sella var góð kona og hjartahlý
og minningin um hana mun lifa
með okkur.áfram. Bið ég guð að
styrkja okkur öll og þá sérstaklega
Reynald og börnin og móður hennar
og aðra ættingja.
Magga
Þau sorgartíðindi bámst mér
föstudaginn 9. janúar síðastliðinn
að mágkona mín, frú Sesselja Guð-
mundsdóttir, hefði látist af völdum
umferðarslyss þá um morguninn.
Óteljandi minningar leita á hugann
án allrar rökhyggju, en manni verð-
ur svara fátt. Hátíð ljóss og friðar
nýliðin. Nýtt ár rétt að hefja göngu
sína með fyrirheitum og áformum
sem jafnan tengjast slíkum tíma-
mótum. Skammdegisskuggamir
byijaðir að hörfa undan hækkandi
sól. Skuggar sorgar og saknaðar
hellast nú yfir án nokkurs fyrir-
vara. Slysin gera ekki boð á undan
sér, em óumdeilanleg sannindi.
Sella, en svo var hún ávallt köll-
uð af vinum og ættingjum, var
ásamt eiginmanni sínum að leggja
upp í viku ferðalag til útlanda og
átti meðal annars að nota hluta
þessa stutta tíma til að heimsækja
dóttur, tengdason og ömmustrákinn
litla sem var augasteinn afa og
ömmu. Einlæg tilhlökkun hennar
fyrir væntanlegu ferðalagi hreif
mann til þátttöku í gleði hennar
yfír því sem í vændum var. En
margt fer á aðra lund en ætlað er.
„Enginn ræður sínum næturstað"
stendur einhversstaðar. Við lok
jarðlífs elskulegrar mágkonu
minnar langar mig að minnast
hennar nokkmm orðum þótt fátæk-
leg verði.
Sesselja Guðmundsdóttir fæddist
í Vestmannaeyjum 8. ágúst 1940.
Foreldrar hennar vom Sigrún Þór-
hildur Guðnadóttir og Guðmundur
Hróbjartsson frá Landlyst í Vest-
mannaeyjum. Ólst hún upp í for-
eldrahúsum ásamt sex öðmm
systkinum sínum. Fjölskyldulífið
var í föstum skorðum og fastmót-
að. Samstaða bama og foreldra til
fyrirmyndar og eftirtektarverð. Öll
unnu þau heilt að sameiginlegri
velferð fjölskyldunnar. Guðsótti og
góðir siðir ásamt virðingu og heil-
brigðri afstöðu til manna og
málefna í hávegum höfð. Enda mun
mágkona mín ávallt hafa lagt rækt
við sína bamatrú og sjálfur hygg
ég að hún hafi verið tilbúin til
hinstu farar er þar að kæmi.
Það veganesti sem hún fékk í
foreldrahúsum mun hafa reynst
henni vel er hún fór sjálf að takast
á við margbreytileik fullorðinsár-
anna. Sellu kynntist ég árið 1954,
en það var fermingarárið hennar,
en sama ár tengdist ég Landlystar-
fjölskyldunni. Hún var litla systirin
í hópnum, glettin og glaðlynd, full