Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
47
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 17-18
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu ..
Týndi leður-
hönskum
Kona hringdi:
Þann 29.des. s.l. glataði ég svört-
um leðurhönskum fyrir utan
pósthúsið í Ármúla. Finnandi vin-
samlegast hringi í s.37501.
Til ráðherra
og fjárveit-
ingarnefndar
alþingis
75% öryrki hringdi:
Mig langar til að beina þeirri
fyrirspurn til fjárveitingarnefndar
alþingis og ráðherra hvort við ör-
yrkjar megum eiga von á auknum
afslætti við bílakaup. Afsláttur sá
sem nú er er nánast enginn en var
við seinustu úthlutun frá 16 þúsund
til 26 þúsund. Árið 1985 var afslátt-
ur verulegur og hjálpaði mörgum
til að eignast farartæki til að kom-
ast leiðar sinnar.
HEILRÆÐI
Ætla ráðherrar, kauphæstu
menn þjóðarinnar, að halda áfram
að fara svona með lítilmagnann eins
og nú er gert? Um leið og þeir láta
ríkið, það er okkur öll, nánast gefur
sér dýrustu bíla sem fluttir eru inn
til landsins.
Afráttarlaust svar óskast fyrir
l.febrúar því að þá þarf að vera
búið að skila inn umsóknum til
Öryrkjabandaslagsins - og ekki
þýðir að sækja um og vita fyrirfram
að það er tilgangslaust.
Fundið að
málfari
Björn hringdi:
Mig langar til að finna svolítið
að málfari frétta- og blaðamanna.
Algengt er að heyra sagt að við-
komandi sé frá/tilheyri Sjálfstæðis-
flokki-Alþýðubandalagi. Mér fínnst
að þarna eigi að vera ákveðinn
greínir því hér er um ákveðna
flokka að ræða.
Þá fínnst mér svolítið áberandi,
sérstaklega hjá blaðamönnum
Morgunblaðsins að þeir nota rangar
tíðir á fyrirsagnir greina. Nota
stundum framtíð þegar betur fer á
að nota þátíð.
Er hávaði á þínum vinnustað?
Láttu ekki það slys henda, að missa heyrnina vegna þess að þú
trassar að nota eyrnahlífar við vinnuna.
Of mikið salt
Okuniaður hringdi:
Mér fínnst alltof mikið notað af
salti á götur Reykjavíkur. Það á
að draga úr saltaustrinum og gera
meira af því að skafa göturnar.
Hvar gert við
regnhlífar?
Kona hringdi og bað Velvakanda
að grennslast fyrir um það hvar
væri gert við regnhlífar - hér með
er Velvakandi opinn fyrir upplýs-
ingum um þetta mál.
Gullarmbandið
týnt
Guðrún hringdi:
Þann 2. jan. týndi ég gullarm-
bandi í Skálafelli eða á leiðinni í
Þórskaffi. Annar hver hlekkur er
með hvítagullsskífu með rauðum
steini í en hinir hlekkimir eru eins
og blá emileraðir.
Finnandi hringi í s. 43209. Fundar-
laun.
Misskilningur um
Landakotsspítala
eftir Kristfón
Kolbeins
í Morgunblaðinu 13. þ.m. birtist
grein eftir Loga Guðbrandsson um
rangfærslur um Landakotsspítala.
I grein Loga em nokkur atriði sem
þarfnast athugunar. Kveikjan að
grein Loga var grein eftir undirrit-
aðan sem birtist í Morgunblaðinu
hinn 3. janúar og fjallaði einkum
um daggjaldakerfíð en var þó skrif-
uð að nokkm leyti af fingmm fram
og komið inn á ýmsa aðra þætti
er snerta heilbrigðiskerfíð.
Sýnt var fram á erfiðleika dag-
gjaldasjúkrahúsanna í kjölfar
aukinnar þjónustu og lokunar deilda
vegna skorts á hjúkmnarfræðing-
um eða öðm starfsliði þar eð slíkur
kostnaðarauki fæst ekki bættur
samstundis með hærri daggjöldum.
Fjallað var um það fjármagn sem
fer til heilbrigðismála og varpað
fram þeirri spurningu hvort ekki
væri rétt að veija meiru til forvarn-
arstarfs en gert er. í hagfræðinni
er alþekkt hugtakið Paíeto optimal,
sem felur í sér beztun að því leyti
að ekki verða færðir til fjármunir
í þjóðfélaginu öðmvísi en að sá
flutningur rýri heildarvelferð. Því
vaknar sú spurning hvort ekki sé
oft ódýrara að koma í veg fyrir
menningarsjúkdóma eða fresta
þeim í lengstu lög heldur en að
lækna þá.
Ekki skiptir máli hvort sjúkrahús
fá fast framlag af fjárlögum eða
ákveðin daggjöld fyrir hvern legu-
dag, þau verða að halda sig innan
ákveðins rekstrarramma. Þetta
gildir einnig um aðra sem em á
fjárlögum, s.s. skipaútgerð, þjóð-
leikhús, menntakerfið og jafnvel
ríkissjóð gengur illa að reka halla-
lausan. Ekki er þar við daggjalda-
nefnd að sakast. Dæmið af
Landakotsspítala var fyrst og
fremst til að sýna fram á framanrit-
að. Á Landakotsspítala hef ég notið
þjónustu, sem páfínn gæti verið
sáttur við og vil ég því sízt kasta
rýrð á þá stofnun.
Sú hemild sem stuðst er við, varð-
andi Landakotsspítala, er fyrst og
fremst greinargerð sjúkrahús-
nefndar um St. Jósefsspítala að
Landakoti frá 7. janúar 1982, einn-
ig greinargerð nefndar, sem skipuð
var 8. október 1982 af heilbrigðis-
og stjórnkerfi sjúkrahúsa, á fyrir-
komulagi tryggingaumboða og á
deildaskipan í Tryggingastofnun
ríkisins, en þar segir:
„Þegar eigendaskipti urðu á St.
Jósefsspítala virðist viðhorf til
rekstrarins hafa breyst vemlega.
Meðan kaþólsku nunnumar ráku
spítalann bjuggu þær í stofnuninni
og vom því alltaf tiltækar, hvort
sem var að nóttu eða degi. Þær
höfðu allar hlotið einhveija mennt-
un til sjúkrahússtarfa, flestar í
hjúkmnarfræði, en príorinnan hafði
einnig lært stjómun. Systranum
vom reiknuð laun samkvæmt gild-
andi töxtum í þeim störfum sem
þær unnu og einnig vaxtaálag, en
aðeins hálft orlof. Það var því auð-
sætt, að þegar kaþólsku nunnumar
Kristjón Kolbeins
Ekki skiptir máli hvort
sjúkrahús fá fast fram-
lag af fjárlögum eða
ákveðin daggjöld fyrir
hvern legudag, þau
verða að halda sig inn-
an ákveðins rekstrar-
ramma.
hættu rekstrinum og hyrfu á broÍL
þyrfti að ráða Qölmennara starfslið
í stað þeirra, t.d. næturverði, og
mun dýrara. Príorinnan hafði t.d.
gegnt starfí framkvæmdastjóra,
hjúkmnarforstjóra og innkaupa-
stjóra. Þegar hún hætti þurfti að
ráða nýtt fólk í allar þessar stöður."
„Frá 1. janúar 1977 til 31. desem-
ber 1980 fjölgaði stöðugildum um
75 skv. sjúkrahússkýrslum. Það
vekur hins vegar athygli, að hlut-
fall launa og launatengdra gjalda
af heildarútgjöldum á ámnum 197V
til 1980 hefur verið nokkuð stöð-
ugt, þrátt fyrir breytingu á rekstr-
arformi árið 1977.“
Ég sel það ekki dýrara en ég
keypti það. Allar hlutfallstölur em
einnig úr þessum heimildum. Um
þær ætla ég ekki að deila þvi eins
og stendur i einni af perlum heims-
bókmenntanna, „Frásögnum"
Þórbergs Þórðarsonar, þá var það
Djöfullinn sem fann upp prósent-
umar til þess að koma Guðs bömum
í hár saman.
Þegar Landakotsspítali er gerður
að sjálfseignarstofnun er þrennt
ráðið í stað systur Hildigard og
afkoma sjúkrahússins versnar.
Þetta ber ekki að skilja þannig aiiff
um beint orsakasamband sé að
ræða, frekar en að kenna stríði ír-
ana og íraka um frosthörkur á
meginlandi Evrópu. Um samtíma
atburði er að ræða en ótengda hvor-
um öðmm. Jafn fráleitt er að halda
því fram að fjölgun um tvo starfs-
menn hafí kostað Landakotsspítala
700 milljónir króna enda kemur
hvergi fram að hallinn á Landa-
kotsspítala hafi orðið 700 milljónir
króna árið 1980 vegna þess að
tæplega þrír starfsmenn vom ráðn-
ir í stað systur Hildigard.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Ráðsfundur á
Hótel Loftleiðum
RÁÐSFUNDUR á vegum II.
ráðs málfreyja á íslandi verð-
ur haldinn laugardaginn 17.
janúar í Kristalssal Hótel
Loftleiða og hefst fundurinn
kl. 10.30.
Gestir þessa fundar verða Jón
Baldvin Hannibalsson, sem mun
flytja erindi um óundirbúnar
ræður, og eiginkona hans
Bryndís Schram. Meðal dag-
skrárefnis mun Aðalheiður
Maack í málfreyjudeildinni
Kvisti kynna nýjar reglur um
ræðukeppni og Kristjana Milla
Thorsteinsson, 1. varaforseti
landssamtakana, kynna ÁP-
kerfíð.
Fundurinn er öllum opinn.
(Fréttatilkynning)