Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 34
t 34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 Kristín Vigfús- dóttir—minning Fædd 11. apríl 1901 Dáin 9. janúar 1987 Mig langar að senda henni ömmu minni hinstu kveðju með þessum línum. Hún amma mín var nefnilega meira en amma, hún var góður vin- ur líka. Árið 1952 hagaði þannig ti! í fjölskyldu minni að við fluttum til ömmu á Öldugötu 44, því þar sem er hjartarúm þar er húsrúm líka, og hjá henni var það. Það var mikið flör fyrir mig, snáðann á Öldugötunni, fjögur yngstu börn ömmu voru enn heima og ég þá 3ja ára naut þess að vera dekraður af unga fólkinu á heimil- inu og njóta hlýju og öryggis ömmu minnar og afa, sem ævinlega fór með mig í göngutúr niður að höfn á sunnudögum. Afi lést 1956. Fjöl- skylda mín flutti til Keflavíkur 1955, þó fannst mér lengi á eftir að ég ætti heima á Öldugötunni hjá henni ömmu minni, oft var farið í heimsóknir þangað, og oft fékk ég líka að gista hjá henni. Og ég minnist hennar með saumadótið sitt í stólnum sínum, þannig er minning- in í huga mér þau rúm 30 ár, er ég naut návistar hennar. Alltaf sami friðurinn og hin bjargfasti styrkur eða huggun, eftir því sem við átti, í þannig umhverfí heimsótti maður ömmu og ræddi við hana um það nýjasta í bókmenntum, fjölskyld- unni eða pólitík, hún var vel heima í þeim málum, og hafði gaman af umræðunni. Ein eitt átti ég alltaf hjá henni, það var ís-ísköld mjóik og kökurnar, sem hún bakaði. Eg vil einnig minnast þess ein- staka sambands, sem var á milli ömmu og systkina hennar Ingu og Halla á Laufásveginum, þau voru einhvemveginn eins og önnur amma og afi í huga mínum. Þangað var farið á jólum eða tyllidögum og hversdags og þegnar kökur hjá Ingu eða fengið að teikna inni í bókaherberginu hans Halla. Ég heimsótti hana ömmu á spítalann rétt fyrir jólin og við vor- um að ræða um hennar æsku og uppvaxtarár. En hún fæddist í Haga í Gnúpveijahreppi 1901, hún fluttist ung út í Engey með foreldr- um sínum. Það var létt yfir henni og henni fannst gaman að rifja upp og ræða þessa tíma. Þó sagði hún mér það að henni hefði aldrei líkað sérlega vel í Engey. „Ég er ekkert fyrir sjóinn," sagði hún „ég er meira fyrir fjöllin." Já, nú er hún amma mín farin upp fyrir fjöllin, hún hefur öðlast eilífan frið á 87. aldursári. Guð geymi minningu ömmu minnar. Guðmundur Örn í dag er Þuríður Kristín Yigfús- dóttir, Öldugötu 44 hér í bæ, kvödd hinztu kveðju. Hún andaðist í sjúkrahúsi að morgni 9. þ.m. hátt á 86. aldursári. Hún fæddist í Haga í Gnúpvetjahreppi 11. apríl 1901, en þar bjuggu þá foreldrar hennar, Vigfús Guðmundsson frá Keldum á Rangárvöllum og Sigríður Halldórs- dóttir frá Háakoti í Fljótshlíð. Vigfús var af Víkingslækjarætt, yngstur af bömum Guðmundar Brynjólfssonar á Keldum og þriðju og síðustu konu hans, Þuríðar Jóns- dóttur. Þau hjón, Guðmundur og Þuríður, eignuðust 13 böm. Af þeim bamahóp dóu 4 í bemsku og 2 stúlkur uppkomnar, en 7 af þessum alsystkinum giftust og áttu böm. Með tveim fyrri konum hafði Guð- mundur átt 11 böm og að auki son milli kvenna. Var 49 ára aldurs- munur á elzta bami hans og því yngsta. Sigríður, móðir Kristínar, var dóttir Halldórs snikkara Guð- mundssonar, sem var Austfirðingur að ætt, en móðir Sigríðar var Ing- veldur Þorgilsdóttir Jónssonar og Þuríðar Pálsdóttur á Rauðnefsstöð- um á Rangárvöllum. Þegar Kristín var 8 ára fluttust foreldrar hennar búferlum frá Haga út í Engey og bjuggu þar til 1916, er þau fluttust til Reykjavíkur. Kristín ólst því upp í Haga og Eng- ey fram yfír fermingu. Uppfræðslu hlaut hún í föðurhúsum, en var ekki send í bamaskóla nema til að ganga undir lokapróf í Mýrarhúsa- skóla, enda tilheyrði Engey Sel- tjamameshreppi. En svo þegar hún hafði aldur til (1919-23) var hún í Kvennaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi. í skólanum lærði hún auk bóknámsgreina ýmsa handavinnu m.a. útsaum og síðan saumaði hún mjög mikið af þess konar myndum til skrauts. Var snilldar handbragð á öllu því, sem hún vann. Brátt leið að því, að Kristín festi ráð sitt. Þannig voru mál vaxin, að tveir frændur hennar, Guðmundur og Filippus Filippussynir frá Gufu- nesi, höfðu verið vestur í Ameríku í meira en áratug, en komu til gamla landsins í heimsókn. Var víst ætlun- in að fara vestur aftur eftir hæfílega kynnisför, en annað varð úr. Kristín varð hrifín af Guðmundi, þessum hávaxna og myndarlega manni, og þau hvort af öðm. Fór þá svo, að Guðmundur varð um kyrrt, enda vildi Kristín ekki fara, en Filippus fór vestur aftur og ílentist þar. Þau Guðmundur og Kristín gengu í hjónaband 28. júlí 1923. Þau voru systkinaböm. Var Guð- mundur sonur Filippusar Filippus- sonar frá Bjólu og Guðrúnar Guðmundsdóttur, en hún var systir Vigfúsar, föður Kristínar. Sumir vom víst smeykir við svo náinn skyldleika milli hjóna, en ekki hefur það komið niður á bömum þeirra. Þau em þessi: Sigríður f. 3. janúar 1926. Hún var tvígift, fyrri maður hennar var Ragnar Frímannsson verzlunar- maður. Þeirra böm: Margrét og Guðmundur Öm. Seinni maður Sigríðar var Benedikt Þórarinsson yflrlögregluþjónn á Keflavíkurflug- velli. Þau eignuðust tvær dætur, Kristínu og Sigrúnu Ingibjörgu. Vigfús fæddur 10. júlí 1927 trésmíðameistari. Hans kona er Guðrún Elín Jónasdóttir. Þeirra böm: Steingrímur, Guðmundur, Jónas, Þór, Birgir, Bjöm og Gunn- ella. Guðrún, fædd 28. júlí 1928, sjúkraliði. Hún hefur verið þrígift. Fyrsti maður hennar var Hilmar Hans Gests'son, vélstjóri. Þau eign- uðust einn son, Guðmund, sem er dáinn. Annar eiginmaður Guðrúnar var Friðjón Jónsson, stýrimaður, seinna verkstjóri. Þeirra böm tvö: Jón og Sigríður. Þriðji maður Guð- rúnar er Héðinn Valdimarsson. Filippus, fæddur 6. júní 1932, málarameistari. Hann hefur 'búið með móður sinni á Öldugötu 44. Ingibjörg, fædd 16. febrúar 1935. Hún er iæknaritari á krabba- meinslækningadeild Landspítalans. Anna Þ. Páls- dóttir — Minning Fædd 1. janúar 1902 Dáin 23. desember 1986 Þann 23. desember síðastliðinn andaðist á Sjúkrahúsi Skagfírðinga, Sauðárkróki, Anna Þuríður Páls- dóttir, Kárastlg 7, Hofsósi. Hún fæddist á Búðarhóli á Höfða- strönd þann 1. janúar 1902. Dóttir Bjargar Halldórsdóttur og Páls Pét- urssonar. Hún mun hafa ung farið í vistir og farið að vinna fyrir sér. En árið 1922 setja þau saman bú Anna og Gísli Benjamínsson á Hofs- ósi og bjuggu þar æ síðan, en Gísli er látinn fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust þijú böm, Hrefnu fædda 1921, Svöfti fædda 1924 og Hjalta fæddan 1930. Það var hörð iífsbaráttan sem þau háðu, og mörg fyrstu ár þeirra sam- an urðu þau að fara til Sigluljarðar í atvinnuleit á sumrin og koma þá bömunum fyrir, því aldrei var hægt að taka nema í mesta lagi eitt þeirra með í þessa sumarvinnu. Árið __1934 kom til þeirra hálf- bróðir Önnu, Páll Á. Pálsson þá 7 ára gamall og dvaldist hjá þeim fram yflr fermingu. Árið 1944 tóku Anna og Gísli í fóstur Hólmfríði R. Jó- hannsdóttur. sem þá var nokkurra mánaða og ólst hún upp hjá þeim til fullorðinsára. En um sama leyti eða um 1944 átti Anna við mikil og erfíð veikindi að stríða sem reyndu mikið á kjark hennar og hörku við sjálfa sig, enda kom bati fljótar en læknar gáfu von um. Anna var ein- stök verkmanneskja, hún gat allt og hafði tíma til alls. Margir voru þeir unglingarnir sem voru hjá þeim hjón- um á vetrum og sóttu unglingaskóla. Og ófá gamalmennin og einstæðing- amir sem fengu að finna artarsemi hennar og hlýju í verki, í formi mat- ar, klæða og húsaskjóls. Og engin fyrirhöfn var of mikil fyrir þá sem minna máttu sín. Bömin áttu líka sina góðu vini þar sem Anna og Gísli vom. Hvort sem það voru kaldar tær sem þurfti að verma, eða mamman þurfti í burtu um lengri eða skemmri tíma, alltaf var pláss og alltaf var nóg af hlýju og glettni fyrir alla. Húsið þeirra á Svalbarða var stórt á þess tíma mælikvarða, en þar var oft þröngt setinn bekkurinn, en þar vantaði aldrei hjartarými. Einstök var umhyggja hennar og hjúknin þegar Gísli missti heilsuna, þar sýndi hún eins og oft áður, að vilja er að geta. Hún dvaldist síðustu árin á heimili sonar síns og tengdadóttur á Hofsósi og þar leið henni mjög vel. En hún fór oft til dætra sinna og fósturdóttur í heimsóknir og naut þess að vera hjá fólkinu sínu öllu, því öll sýndu þau henni mikla um- hyggju og ástúð. Ég veit að Önnu er sárt saknað af mörgum. Öll vonuðum við að hún fengi að vera lengur hjá okkur. En hún var búin að skila sínu æfístarfí að dómi þess sem öllu ræður og við sem þekkjum hana vitum að það mun vera vel tekið á móti henni, og hún mun alltaf lifa í minningu okkar allra sem söknum hennar. Guð blessi minningu hennar. Kristín R.B. Fjólmundsdóttir Árin líða og hægt og hægt skipt- ir jörðin um áhöfn. Við missum vini ijg frændfólk af sjónarsviðinu og allt í einu kemur röðin að okkur. En meðan við erum hér kynn- umst við oft persónum sem ekki líða okkur úr minni meðan hugsun og tilfínningar eru virkar. Ein slík persóna var Anna Þuríður Páls- dóttir sem lést þann 23. desember síðastliðinn. Anna lést á sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki tæplega 85 ára. Öll óskum við þess að kynnast og lifa með góðu fólki, og Anna Ben, eins og hún var oftast kölluð af vinum og vandamönnum, var ein af þeim sem allir vildu þekkja og vera í nálægð við. í litlu þorpi eins og Hofsós er, þekkja oftast allir alla. En það var meira en allir þekktu Önnu Ben. Hennar böm: Guðmundur og Guðný. Sigurður, fæddur 3. júní 1938, húsgagnasmíðameistari. Kona hans er Bergþóra Skúladóttir. Þeirra böm: Trausti, Stefanía og Erla. Kristín, fædd 3. júní 1940. Eigin- maður hennar er Sigurður Þráinn Kárason, byggingafræðingur. Þau eiga 3 dætur: Kristínu, Hildi og Guðrúnu Jónu. Þannig em böm Kristínar 7 og bamabömin 22, en bamabama- bömin orðin 21. Afkomendur alls 50. Guðmundur maður Kristínar var málarameistari. Hann stundaði þá iðn af atorku og vandvirkni og sá vel fyrir sínu heimili, en hann féll frá 28. júlí 1955, áður en öll bömin væm að fullu uppkomin. Eftir það og reyndar áður sá Kristín um heimilið af dugnaði og myndarskap. Óhætt er að segja, að hún væri drottning í sínum ranni. Miðstöðin var á Öldugötu 44, þótt bömin hefðu gifst og stofnað heimili. Kristín Vigfúsdóttir var lítið fyrir að berast á eða sýnast. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún gat verið snögg í svömm og ákveðin. Engum blandaðist þó hug- ur um hlýjuna og umhyggjusemina, sem undir bjó. Sambandið var notalegt og gagn- kvæm tillitssemi, ástúð og virðing ríkti innan fjölskyldunnar. Þannig var þetta þau 20 ár sem ég þekkti Kristínu frænku mína. Fyrir þau kynni vil ég þakka nú. Sigurður Sigurðarson Það vom allir tengdir henni vináttu- böndum, sem ekki einu sinni verða rofín með dauða hennar. Minningin um hana mun lifa meðan það fólk hér á Hofsósi sem er á göngu eftir lífsbrautinni, hugsar og hrærist. En hvað er það sem gerir suma einstaklinga að allra vinum? Hvað er það sem gerir suma færa um að taka svo innilega þátt í lífí og starfí, sorgum og gleði annarra að þeir verða ósjálfrátt í næstum sjálf- sögðum tengslum við fjöldann? Þessar spumingar em enn flest- um óráðin gáta, en til lánsins er það staðreynd að sumra líf snýst fyrst og fremst um að hjálpa og hugga, og skiptir þá ekki máli hver á í hlut. Sjálf hafði Anna orðið að bera sína erfiðleika á lífsbrautinni ekki síður en aðrir, við þeim brást hún ætíð með sömu virðulegu róseminni og einkenndi hana fram á síðustu stund. Það fylgdi henni alltaf friður hvar sem hún fór. Það var af þeirri rósemi sem henni tókst að miðla öðmm sem áttu í erfiðleikum og gera þeim kleift að sigrast á þeim. Ég, sem skrifa þessar línur, á henni Önnu svo margt að þakka, og það er auðvelt og eðlilegt að þakka fyrir gerðan greiða. En fyrir alla vinsemd og hjálp hennar Önnu gegnum árin er varla hægt að láta þakklæti í té með orðum. Hún kenndi mér að líta björtum augum á dimma daga og frá henni stafaði aldrei annað en birta. Við hjónin munum minnast henn- ar meðan við lifum og í þeirri minningu mun hún sem fyrr veita birtu og yl. Blessuð sé minning okkar kæm vinkonu. Steinunn Traustadóttir, Fjólmundur Karlsson. raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar Miðneshreppur Sjálfstæöisfélag Miðneshrepps heldur aðalfund sinn í grunnskólan- um i Sandgeröi sunnudaginn 18. janúar kl. 14.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. „ ., . Stiórmn. Austurland Almennir stjórnmálafundir Alþingismennirnir Egill Jónsson og Sverrir Hermanns- son boða til al- mennra stjórnmála- funda á eftirtöldum stöðum: Höfn, Hornaflrði, föstudaginn 16. janúar kl. 20.00. Keflavfk Sjálfstæðiskvennafólagið Sókn heldur fund i Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 19. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Ræðu flytur Helga Margrét Guðmunds- dóttir. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.