Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 Hvað segja þeir um samningana Unnið við net í Njarðvíkurhöfn í gær. Beitingamennirnir í Sandgerði. Frá vinstri eru Theódór Karlsson, Jóhann Halldórsson, Gunnar Pálsson og Jón Rúnar Jónsson. Sjómenn á Suðurnesjum spá í verkfallið og samningana: Ákvæðið um að allir sigli í land er ef til vill mesta kjarabótin bryggjiimim, enda var veðrið leiðin- legt. Morgunblaðsmenn leituðu því afdreps í beitingarskúr þar sem beitingamenn sem beita fyrir Víði II, voru að hefjast aftur handa eft- ir hálfsmanaðar aðgerðaleysi. „Við vorum nú í verkfalli í haust, sem allt varð vitlaust útaf, en það breytast lítið kjörin hjá okkur við þessa samninga," sagði Jóhann Halldórsson, einn beitingamann- anna. „Ekki nema fyrir það að við getum farið aftur að vinna; við sem beitum fyrir stærri bátana höfum enga tekjutryggingu svo við höfum bara lifað á sjálfum okkur á meðan verkfallið hefur staðið. Við vorum auðvitað orðnir þreyttir á þessu því verkföll eru aidrei nein gæði og við Grindvísku sjómennirnir, sem telja sig, kannski með réttu, hafa orðið til þess að samningaviðræðumar fóra aftur af stað. Frá vinstri eru Magnús Sigurðsson, Ásgeir Runólfsson, Sveinn Eyfjörð, Snorri Guð- mundsson, Bogi Guðmundsson, Róbert Þorðarson, Jóhann Hjaltason og á bak við sést í Þorvald Óskarsson. Sæmundur Araason, Helgi Hermannsson og Jón S. Benediktsson, um borð í Jóhannesi Jónssyni. ÞEGAR Ijóst var að skrifað yrði undir samninga milli sjómanna og útvegsmanna eftir hádegið í gær, fóru Morgunblaðsmenn i heimsókn til nokkurra staða á Suðurnesjum til að heyra hljóðið í sjómönnum og öðrum sem hafa atvinnu við sjósókn. Ifyrsti viðkomustaðurinn var Grindavík. Þar var ekki að sjá að menn kipptu sér upp við þó samn- ingar væru að takast því fáa var að sjá á ferli enda var rok og slag- veður. Við höfnina var einu hreyfínguna að sjá um borð í togaranum Haf- berg en þar var verið að vinna við að yfirbyggja bátinn og ganga frá rafleiðslum. Skipstjórinn, Helgi Einarsson, var um borð og hann reiknaði ekki með að togarinn færi á veiðar fyrr en eftir helgina þó verkfallið leystist fyrr. Þegar Helgi var spurður að því hvort hann byggist við að samning- arnir yrðu samþykktir sagðist hann ekki geta sagt um það þar sem ekki væri búið að kynna þá. „Ég veit ekki hvort menn sætta sig við þetta því sjálfsagt hafa menn ætlað sér meeira, Þó veit ég ekki hvort ég er rétti maðurinn til að spuija þessarar spumingar því ég er nefni- lega útgerðarmaður líka og sit þess vegna beggja megin við borðið,“ sagði Helgi. — Verða menn ekki óþolinmóðir að bíða lengi í verkfalli? „Ég veit ekki hvort það er svo á þesum tíma, desember og janúar eru yfírleitt vondur tími til sjóóknar þó veðráttan núna verið góð. En það samt mjög leiðinlegt að fara í verkfall þegar byijað er að veiða á togurunum og það er oft svoleiðis að það eru kannski bara minnstu bátamir sem fara í verkfall. Þetta átti auðvitað að virka betur þannig að allir hættu um áramótin en sum- ir togaramir fóru að sigla. Allflestir stærri bátar geta verið úti í viku til tíu daga og þá fer verkfallið ekkert að virka fyrr en þá nema kannski á örfáum bátum. Það þarf að vera þannig að bátar sigli í land um leið,þá virkar þetta mikið fyrr, sagði Helgi. Saming-arnir okkur að þakka Sjómenn frá Grindavík urðu frægir fyrr í vikunni þegar þeir reyndu að fá inngöngu á þingpalla Alþingis íklæddir ljósrauðum sjó- stökkkum á meðan til umræðu voru lög um að kjaradómur yrði settur til að leysa deilu sjómanna og út- vegsmanna. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins buðu sjómönn- unum síðan inn í þingflokksherbergi og Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra hitti þá þar að máli áður en hann fór í ræðustól og vildi gefa lengri frest til samninga. Hluti þessa hóps sat í sjómanna- heimilinu Vör í Grindavík og biðu frekari frétta af samningunum.,, Auðvitað teljum við að það sé okkur að þakka að nú er búið að semja," sögðu þeir í kaffispjalli við Morgun- blaðsmenn, „og sennilega bjargaði það málunum að við fengum ekki inngöngu í þinghúsið." Það kom fram í spjallinu að Griundvíkingarnir urðu varir við mjög sterk viðbrögð sjómanna, víðsvegar um land, við því að þeir, og aðrir sjómenn, tóku sér stöðu framan við þingið og á þingpöllum meðan umræður um frumvarpið stóðu yfír. „Það var alger einhugur um allt land að deilan ætti ekkert erindi inn á þingið," sögðu þeir. En hvemig átti þá að standa að lausn deilunnar ef allt var orðið stopp hjá sáttasemjara? „Sáttasemjari átti að leggja fram miðlunartillögu áður en viðræðun- um var slitið," töldu þeir. „En úr því sem komið var, er það kannski rétt að það hafi orðið til þess að koma hreyfingu á málin aftur, að til stóð að setja lög.“ Fréttir af efnisatriðum samning- anna höfðu ekki borist enn til Grindvíkinganna, en þeir voru að búa sig undir atkvæðagreiðslu um samninginn og kjörkassinn var til- búinn. „Annars ætti nú ekki að skrifa undir fyrr en búið er að leysa farmannadeiluna. Þeir eiga það inni hjá okkur að við sýnum þeim sam- stöðu," sagði einn í hópnum. „Við vonum bara að það leysist fljótlega hjá þeim, því það væri skömm að því ef setja ætti lög á þá eina ferð- ina enn. En var þá ekki farið að langa til að komast aftur út á sjó? „Auðvitað erum við orðnir leiðir á aðgerðaleysinu. Við höfum mest setið hér og drukkið kaffí. Þið get- ið séð það á bókinni," svöruðu sjómennimir og bentu á þéttskrif- aðar síður gestabókarinnar sem lá þarna frammi á borði. Samningarnir eins og stórveldafundur í Sandgerði voru fáir á ferli á fimm í þessum skúr höfum senni- lega tapað samtals tæplega 200 þúsund krónum á verkfallinu. Ann- ars er ég á sjó líka, er nú á minni 39. vertíð.s agði Jóhannes. „Hitt get ég sagt þér,“ hélt Jó- hannes áfram, „að það má eiginlega jafna þessum samningaviðræðum við fundinn hjá Reagan og Gorbac- hev. Sjómaðurinn var með friðar- hönd eins og Gorbachev en Kristjan Ragnarsson var eins og Reagan. En þetta er sem betur fer komið í höfn núna og ég vona að allir fari út í kvöld. Nóg að gera í vélsmiðjunni Ekki er þó svo að allir, sem hafa atvinnu tengda sjósókn, hafi setið aðgerðalausir meðan vinnudeila sjó- manna og útvegsmanna stóð yfír. Um borð í Geir goða, sem lá í Sand- gerðishöfn hittu Morgunblaðsmenn Þórhall Jónsson sem vinnur í vél- smiðju hjá Miðnesi hf. Hann hafði unnið við það undanfama viku að breyta skipinu sem var að koma af síldveiðum og átti að fara á línu- veiðar. „Það er búið að vera nóg að • gera frá áramótum í vélsmiðjunni, enda var tækifærið notað til að lag- færa bátana meðan sjómenn eru í verkfalli," sagði Þórhallur. „Síðan á að breyta fleiri bátum til línu- veiða, við gerðum einn kláran í síðustu viku og síðan eru tveir bát- ar frá fyrirtækinu til viðbótar að fara á línuna," sagði Þorhallur. Mismunandi hagsmunir Morgunblaðsmenn héldu loks til Njarðvíkur og þar var öllu meira um að vera við höfnina enda var farið að líða á daginn og búið að undirrita samningana. Um borð í fískiskipinu Jóhannesi Jónassyni hittu Morgunblaðsmenn Helga Her- mannsson skipstjóra og Jón S. Benediktsson vélstjóra á bátunum og skömmu síðar bættist Sæmund- ur Árnason skipstjóri á Rán í hópinn og þeir voru allir fegnir því að verk- fallinu virtist vera að ljúka. „Þetta er búið að vera ágætis jólafrí því við stoppuðum 22. des- ember, en ég reikna með að fara út annað kvöld ef samningamir verða samþykktir, sagði Helgi. „Okkur var farið að kitla í fínguma fyrir löngu síðan og við vomm bún- ir að fá mikið meira en nóg. Þetta er versti tíminn fyrir alla, menn eru nýbúnir að halda jól og það kostar peninga," sagði Helgi. — Teljið þið að nýju samningam- ir séu viðunandi? „Við vituð það auðvitað ekki því það er ekki búið að kynna þá,“ sagði Helgi. „En það er ekki kjara- bót ef sjómenn að fara að viður- kenna að þeir taki þátt í olíusveifl- um, eins og maður hefur heyrt. Það hafa þeir aldrei viðurkennt heldur var það sett á með lögum.“ Fihnst þeim verkfall vera heppi- legur máti til að leggja áherslur á kröfur sjómanna? „Mjög sjálfsagður, fínnst mér,“ sagði Sæmundur. „Ef hlutimir nást ekki fram öðm vísi en með verk- falli er það auðviað eina leiðin. Það verður þó að viðurkennast að oft á tíðum er erfitt að henda reiður á kröfum og hagsmunum. Það er verið að borga hlutdeild í gamafíski sem fer svo alls ekki í gáma. Sums- staðar er verið að fara fram á að borga fískverð eins og fískurinn væri settur í gáma. Það getur verið að það sé hægt einhversstaðar en þegar kemur fram á vertíð og sömu bátamir fara að landa netafiski, óslægðum, þá er auðvitað ekki hægt að fara fram á sama verðið og þegar við komum með þetta í land, ísað í kassa og slægt. Síðan era hagsmunir sjómanna víðsvegar um landið svo mismun- andi. það era loðnusjómenn, bát- asjómenn og togarasjómenn. Það má einnig deila um það hvort þessi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.