Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
31
AKUREYRI
Hvað segja þau um brottvikninguna?
Þ6ra Steindórsdóttir.
Þóra Steindórsdóttir,
Akureyri:
Harðar aðgerðir
„Þetta er ferlegt. Það er það eina
sem ég get sagt“ sagði Þóra Stein-
dórsdóttir á Akureyri.
Þóra sagðist ekki geta tjáð sig um
málið af neinni þekkingu, þar sem hún
hefði aðeins fréttir úr fjölmiðlum, en
af þeim teldi hún að hér hefðu átt sér
stað mjög harðar aðgerðir sem kæmu
Akureyringum illa.
Benedikt Sigfússon
Svolítið
hastarlegt
- segir Benedikt Sig-
fússon, Akureyri.
„MÉR sýnist í fljótu bragði að þetta
sé svolítið hastarlegt.án þess að ég
Kennsla fellur
niður víðast hvar
þekki nú vel til“, sagði Benedikt
Sigfússon ellilífeyrisþegi, er rætt
var við hann í göngugötunni í gær.
Benedikt sagðist aðfluttur til Akur-
eyrar, hann hefði verið bóndi í Eyja-
fírði. Aðspurður um hvað honum
fyndist hastarlegt í málinu svaraði
hann, að það hefði líklega mátt standa
öðru vísi að þessu. „Það voru nú búin
að fara einhver skeyti á milli þeirra,
ráðherrans og Sturlu, þannig að það
hefði átt að vera ljósara í hvað
stefndi,“ sagði hann að lokum.
Rétt, fyrst hann hef-
ur brotið af sér
- segir Valur Jóhanns-
son úr Reykjavík
„Mér finnst alveg rétt að reka
hann, fyrst hann hefur brotið af
sér“, sagði Valur Jóhannsson úr
Reykjavík, er hann var tekinn
tali í göngugötunni á Akureyri í
gær, en Valur starfar hjá Sjóvá
í Reykjavík.
- Telur þú að Sturla hafi brotið
af sér?
Ég þekki þetta nú aðeins af því
sem ég hef heyrt í fjölmiðlum, en
verðum við ekki að gera ráð fyrir
því að hann hafi brotið af sér. Ráð-
herrann færi varla að reka hann
með þessum hætti nema að hann
hafi brotið af sér. Og ef hann hefur
brotið af sér þá finnst mér sjálfsagt
að reka hann.
Valur Jóhannsson úr Reykjavík.
KENNSLA liggur víðast niðri í
grunnskólum Norðurlandskjör-
dæmis eystraí dag, en með því
eru kennarar og skólastjórnend-
ur að mótmæla uppsögn fræðslu-
stjóra, Sturlu Kristjánssonar. í
gær komu aðstoðarmaður
menntamálaráðherra, Reynir
Kristinsson, og Runólfur Birgir
Leifsson starfsmaður ráðuneyt-
isins til fundar með starfsmönn-
um fræðsluskrifstofunnar.
Engin niðurstaða fékkst á fund-
inum, enda verður honum
framhaldið árdegis. Valgeir
Gestsson formaður Kennarasam-
bands íslands kemur til Akur-
eyrar árdegis og situr fuhdi með
kennurum í skólum til að kynna
sér málsatvik.
Kennarar funduðu víða í grunn-
skólum í gærmorgun og var ákveðið
í þeim velflestum kjördæmisins að
fara að áskorun fundar skólastjóm-
enda og stjómar Bandalags
kennara frá í fyrrakvöld um að fella
niður kennslu í dag og ráða á með-
an ráðum sínum.
Fulltrúar menntamálaráðuneyt-
isins, Reynir Kristinsson aðstoðar-
maður menntamálaráðherra og
Runólfur Birgir Leifsson komu
fljúgandi til Akureyrar um miðjan
dag í gær og sátu fund með starfs-
fólki fræðsluskrifstofunnar. Fund-
inum lauk á sjöunda tímanum og
sögðu starfsmenn skrifstofunnar
að ekkert hefði gerst á fundinum;
að þeir hefðu ekki fengið eitt ein-
asta svar við spumingum sem þeir
hefðu sent ráðherra, og var heldur
þungt hljóðið í fólki. Einn starfs-
mannanna sagði, að Reynir Krist-
insson hefði lýst ástandinu sem
hjónabandi þar sem samkomulagið
væri ekki í lagi. Annar skaut því
þá að, að hann myndi þegar sækja
um skilað, ef hann sæti í slíku
hjónabandi sem Reynir hefði lýst.
Meðal þeirra sem sátu fundinn
var Trausti Þorsteinsson frá Dalvík,
Stórkost-
1 eg óhæfa
„Mér finnst þetta alveg stórkostleg
óhæfa. Ég vona bara að Sturla verði
settur aftur inn i embættið og að
hann verði beðinn afsökunar á
þessu“, sagði Jódís Kr. Jósefsdottir
starfsmaður á skrifstofu Morgun-
blaðsins á Akureyri.
Jódís sagðist ekki þekkja persónu-
lega inn á starfsemi fræðsluskrifstof-
unnar, en að hún vissi að Sturla væri
mjög vinsæll af samstarfsfólki sínu
og eins bæri öllum saman um, að
hann hefði staðið sig vel sem embætt-
ismaður. Hún sagði ennfremur: „Mér
finnst mjög alvarlegt að yfirmaður
eins og ráðherra geti rekið hæfan
starfsmann, eingöngu vegna þess að
hann fer í taugamar á honum. Ég
veit að skólamenn koma til með að
standa saman, svo Sturla verði endur-
ráðinn, og ég vona að hvergi verði
hægt að reka fleyg þar á milli."
Jódís var í lokin spurð hvað hún sæi
helst til ráða: „Ég vil halda borgara-
fundi, hvcrfafundi og hefja undir-
skriftasafnanir. Ég vona bara að hann
verði ráðinn aftur. Hann er vitur og
góðgjam maður."
Jódís Kr. Jósefsdóttir.
Jódís Kr. Jósefsdóttir
starfsmaður Morgun-
blaðsins á Akureyri:
en hann sat í gær í stóli fræðslu-
stjóra fýrir hönd fræðsluráðs
umdæmisins. Eins og komið hefur
fram í fréttum hefur fræðsluráð
tilkynnt ráðuneytinu, að það ætli
sjálft að sinna stjómun fræðslu-^.
skrifstofunnar þar til fræðslustjóri
hefur verið ráðinn. Trausti sagði í
lok fundarins í gær, að ekkert hefði
gerst á honum og því væri ekkert
að segja af honum.
Reynir Kristinsson aðstoðarmað-
ur menntamálaráðherra sagði eftir
fundinn, að þeir hefðu notað hann
til þess að fara yfir málin, þannig
að fortíðin hefðu aðallega verið til
umræðu. Þeir myndu síðan fjalla
um framtíðina í dag, en fundurinn
hefst á ný kl. 9 árdegis.
Sjónvarp
Akureyri
DAGSKRÁ Sjónvarps Akureyri i
kvöld, föstudagskvöld, er svo-
hljóðandi
Kl. 20.30 Barnaefni. Teikni-
myndir um Glæframúsina og
Fuðmbúa sýndar.
Kl. 21.10 Myndrokk. Tónlistar-
þáttur með myndböndum.
Kl. 21.50 Einfarinn. Framhalds-
myndaflokkur um Lomax, hetjuna
miklu, sem oftast. er nær dauða en
lífi vegna ýmissa, sem vilja klekkja
á honum.
Kl. Kl. 22.50 Ástarhreiðrið, gam-
anþáttur.
Kl. 23.15 Stone Pillow.
Bandarísk stórmynd með Lucy Ball
í aðalhlutverki. Hér leikur hún
gamla flækingskonu, sem flækist í
ýmis mál er eiga sér stað í undir-
heimum stórborga í Bandaríkjun-
um. - Endursýning.
Kl. 00.50 Dagskrárlok.
Hvað segja þeir um samningana
Segjum áreiðanlega nei
- ef taka á olíu-
verðið inn í, segir
Pétur Sigurðsson
netamaður á
Heimaey
„MÉR lýst ekki á, ef taka á olíu-
verðið inn í þetta. Þá segjum við
áreiðanlega nei. Það yrði þá
meiriháttar mál að reikna út
launin, ef fara á að taka olíuverð-
ið einnig inn í þau. Þetta er nógu
flókið nú þegar“, sagði Pétur
Sigurðsson netamaður á Heima-
ey frá Vestmannaeyjum. Pétur
er Akureyringur og hefur verið
í tvo mánuði á Heimaeynni en
hún gerir út héðan á rækju.
Heimaeyin lá við Torfunes-
bryggju og var áhöfnin að vinna
við að gera klárt snemma í gær-
morgun, reiknuðu jafnvel með að
geta farið út í kvöld, ef samningarn-
ir yrðu samþykktir. Pétur var
spurður hvernig honum litist á
samningana, eins og fréttst hafði
af þeim norður í gærmorgun. Hann
kvaðst engan veginn geta sætt sig
við að olíukostnaður yrði tekinn inn
í þá, einnig væri hann mótfallinn
því að skiptin yrðu við 75 til 76$
mörkin. Sjómenn ættu að fá fulla
hlutdeild í aflaverðmætinu eins og
það væri.
Þá kvaðst Pétur vera orðinn
þreyttur á sambandsleysi sjómanna
og sagði m.a.: „Það vantar samstöð-
una. Ég hefi haldið því fram, að
við þyrftum að fá Kristján Ragnars-
son í okkar hóp. Hann virðist alltaf
geta vælt út samúð. Við erum ætíð
farnir að dauðvorkenna þeim og
komnir með samvizkubit efir tvo til
þijá daga í samningaviðræðum, en
hver vorkennir okkur?
Auk þess að fá skiptaprósentuna
lagfærða sagðist Pétur vilja sjá sjó-
menn fá frítt fæði á öllum skipum,
en í dag er ekki frítt fæði á bátun-
um. Pétur var í lokin spurður, hvað
honum fyndist um afskipti Alþingis
af samningamálunum. Hann sagði,
að stjómmálamenn ættu ekki að
koma nálægt þessum málum, reyna
ætti til þrautar að semja í milli sjó-
manna og útgerðarmanna.
Jón Hjaltason
matsveinn og
varaformaður
Sjómannafélags
Eyjafjarðar
„MENN em geysilega óhressir að
binda þetta við olíuna. Það heyri
Morgunblaðið/Fríða Proppé.
Jón Hjaltason
ég alls staðar. Þá teljum við þetta
hreinar hótanir sem forsætisráð-
lierra, Steingrímur Hermannsson,
hafði í frammi í sjónvarpi," sagði
Jón Hjaltason matsveinn á Kaldbak
og varaformaður Sjómannaféiags
Eyjafjarðar, er rætt var við hann á
skrifstofu félagsins um hádegið í
gær, en þá var hann að fá fyrstu
fréttir af innihaldi samninganna.
Jón sagðist ekki vilja geta sér til
um hvernig atkvæðagreiðslur fæm
hér fyrir norðan, en hann væri ugg-
andi um að mikill meirihluti
Morgunblaðið/Frfða Proppé
Pétur Sigurðsson
sjómanna væri óánægður vegna
„olíuklásúlunnar".
Jón var ennfremur mjög óánægð-
ur með afskipti stjórnvalda af
þessum samningum og sagði: „
Þetta sem Steingrímur Hermanns-
son sagði í sjónvarpinu um að kalla
þyrfti þing saman á ný, ef ekki
semdist, var ekkert annað en hót-
un, en ég vonast til að sjómenn
láti það ekki hafa nein áhrif á sig,
en þetta hljómaði eins og hótum".
Jón saðist í lokin alls ekki vera
bjartsýnn á að sjómenn greiddu
þessum samningum atkvæði sitt.
Blaðbera vantar
Blaðbera vantar í Innbæ og Víðilund.
Upplýsingar í síma 23905.
Hafnarstræti 85.