Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
5
ekki hefði reynst mögulegt að
ná lengra að þessu sinni og
lögðu þeir til að samningamir
yrðu samþykktir. Á fundinum
kom fram að Vestfirðingar virð-
ast hafa náð betri samningum
og vildu nokkrir fundarmanna
fá þá til að semja fyrir sig.
B.B.
Grindavík:
Sjómenn almennt ánægð-
ir nema rækjusjómenn
FJÖLMENNI var á fundi Sjó-
manna- og vélstjórafélags
Grindavíkur um nýgerða kjara-
samninga í Sjómannastofunni
Vör í gærdag. Sævar Gunnarsson
formaður rakti samninginn fyrir
félagsmönnum, skýrði einstök
atriði og svaraði fyrirspurnum.
Sævar rakti einnig gang samn-
ingaviðræðnanna og sagði það
stærsta sigurinn þegar sjómönnum
tókst að ná deilunni út úr Alþingi.
Menn virtust almennt ánægðir með
samningana, nema rækjusjómenn.
Greidd voru atkvæði í lok fundarins.
Kr. Ben
Morgunblaðið/RAX
Fundarmenn í húsi Slysavamarfélagsins taka gögn um samningana. Mikill urgur var í mönnum en
Guðmundur Hallvarðsson; formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sagðist fullviss um að hinn þögli
meirihluti hefði sagt já. ÍJr því fæst skorið þegar atkvæði sjómanna verða talin í dag.
Hvað færa samningarnir okkur í launaumslagið, var sú spurning sem brann á sjómönnum í gær.
Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur rekur helstu efnisatriði samninganna
í ræðustól.
skipum fengju álag fyrir saman-
lagðan sjóferðatíma.
„Ef kostnaðarhlutdeildin fer inn
í kjarasamninginn verður ómögu-
legt að ná henni út aftur,“ sagði
ónefndur ræðumaður. „Með því
að samþykkja hann erum við að
leggja blessun okkar yfir það að
sjómenn eigi að taka þátt í olíu-
kostnaði og getum ekki gert okkur
vonir um að það breytist fyrir alda-
mót. Ríkisvaldið átti að sjá sóma
sinn í því að afnema lögin fyrir
löngu.“ Hófust mikil framíköll eft-
ir þessa ræðu. Fundarmaður sagði
að ef sjómenn greiddu samningn-
um atkvæði væru þeir að gefa
samningsréttin upp á bátinn. Líkti
hann því við að þeir settu snöru
um eigin háls. Öðrum var á orði
að sjómenn hefðu tapað áróðurss-
tríðinu, Kristjáni Ragnarssyni
formanni Landsambands íslenskra
útvegsmanna hefði tekist að sann-
færa menn um að sjómenn væru
með fráleitar kröfur.
Atkvæði fundarmanna hurfu
ofan í kassana og þegar talið verð-
ur upp úr þeim í dag kemur í ljós
hvort þær raddir sem andmæltu
samningunum eiga sér hljóm-
grunn. Guðmundur Hallvarðsson
kvaðst vongóður um að samning-
urinn hlyti meirihluta atkvæða.
„Ég held að hinn þögli meirihluti
hafi sagt já,“ sagði hann eftir
fundinn.
BS
Komum ekki aftur
suður til að semja
- segir Pétur Sigurðsson, forseti
Alþýðusambands Vestfjarða
„Þetta er búið að vera langt
og strangt og menn hafa ekki
uppskorið í samræmi við þann
tíma, sem farið hefur í þessar
viðræður. Við settum okkur það
að ná allri kostnaðarhlutdeild-
inni, það er að segja 80% til
skipta. Utvegsmenn buðu mjög
snemma 73% og allur tíminn
hefur farið í karp um þetta.
Ég vil meina að við getum ekki
verið sérstaklega ánægðir fyrir
hönd sjómanna fyrr en við höf-
um alla kostnaðarhlutdeildina
til skipta," sagði Pétur Sigurðs-
son, forseti Alþýðusambands
Vestfjarða, í samtali við Morg-
unblaðið um sjómannasamning-
ana.
Pétur sagði að með samningun-
um væri tekin ákveðin áhætta,
þar sem báðir aðilar féllust á að
kostnaðarhlutdeildin væri tengd
olíuverðinu, þannig að ef olíuverð
hækkaði, lækkaði skiptahlutfallið
til sjómanna, en ef olíuvrtð lækk-
aði gætu menn ef til vill með
mikilli bjartsýni átt von á því að
ná meginhlutanum af því sem
þeir hefðu sett sér.
Pétur sagði að í þessum samn-
ingum hefði náðst árangur hvað
varðaði ýmis smærri atriði. „Menn
hafa verið að glíma við sum þess-
ara atriða í fjölda mörg ár og
ekki tekist að ná samkomulagi.
Það gerðist nú og ef til vill var
það vegna þess að fallið var frá
fyllstu kröfu hvaða varðaði kostn-
aðarhlutdeildina. Þarna er einkum
um að ræða ýmis samræmingar-
atriði milli þessara fjögurra hópa,
Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins, Sjómannasambandsins,
skipstjóra- og stýrimannafélags-
ins Bylgjunnar og Alþýðusam-
bands Vestfjarða,“ sagði Pétur.
„Okkur finnst þessi tími hafa
verið dálítið lærdómsríkur. Við
neyddumst til þess að koma hing-
að til samninga, vegna þess að
þarna var um sameiginlegt stór-
mál að ræða, þar sem kostnaðar-
hlutdeildin er. Við höfum kynnst
hér félögum okkar víðs vegar að
af landinu og átt mjög gott sam-
starf við þá. Að því leyti til hefur
þessi tími verið ánægjulegur, þó
þetta hafi verið strembið. Hins
vegar erum við aldrei ákveðnari
en nú, eftir þessa samninga, að
koma ekki suður til þess að
semja,“ sagði Pétur Sigurðsson
að lokum.
Ekki ánægður
með samningana
- segir Gísli Skarphéðinsson,
formaður skipsljóra- og stýri-
mannafélagsins Bylgjunnar á
Vestfjörðum
GÍSLI Skarphéðinsson, form-
aður skipstjóra og stýrimanna-
félagsins Bylgjunnar, kvaðst
ekki ánægður með þessa samn-
inga. Einkum kvaðst hann
óánægður með ákvæði í samn-
ingunum um þáttöku sjómanna
í kostnaði við útflutning fisks
í gámum, en slík ákvæði eru
ekki í fyrri samningum.
„Þetta atriði var það erfiðasta
fyrir okkur fyrir vestan að kyngja.
Við fórum einnig mjög illa út úr
fiskverðsákvörðuninni um ára-
mótin, þar sem stærðarflokkun-
inni var breytt og við fáum nánast
enga hækkun út úr sölu fisks inn-
anlands. Það bætist svo við að
við sjáum fram á kjararýrnun út
úr gámasölunum, sem við höfum
byggt mikið á. Kostnaðarhlut-
deildina fáum við að vísu nokkuð
til baka, en hvaða hana snertir
er olíuverðið þar óvissuþáttur,“
sagði Gísli.
— Gátuð þið ekki komist
lengra í þessum samningum?
„Hvað það snertir er alvarlegur
hlutur á ferðinni. Við vorum að
gera þessa samninga nú í nótt
nánast undir hervaldi. Við erum
þvingaðir til samninga. Það er
kallað saman þing í fljótfærni og
það hvílir yfir manni sú hótun,
að ef ekki semjist, verði haldið
áfram á sömu braut. Ég veit ekki
um neina stétt, sem hefur lent í
þeirri aðstöðu, að biðstaða væri í
þinginu á meðan það væri verið
að gera kjarasamninga. Það er
siðferðilega skylda okkar að útkljá
samninga; allt annað er ábyrgðar-
leysi og þess vegna lagði ég mig
fram um að ná samningum. Það
er ekki hægt að láta ríkisvaldið á
hveijum tíma vera með fingurna
í þessu. Þetta er ekkert eins-
dæmi, það sama hefur verið upp
á teningnum hjá nánast öllum
ríkisstjómum," sagði Gísli.
Gísli sagðist vonast til þess að
samningarnir næðu fram að
ganga í félögunum. Stærsti hlut-
inn í þessum samningum væri
bundin lagasetningu og hann sæi
ekki hver staðan yrði ef sumir
aðilar felldu en aðrir ekki. „Ég
skoða það þannig að ekki hafi
verið hægt að komast lengra við
þessar aðstæður. Við skrifuðum
undir samning til stutts tíma, sem
er uppsegjanlegur frá 1. nóvem-
ber og laus frá áramótum og þetta
gerði ég eingöngu vegna óviss-
unnar hvað varðaði olíuna. Þetta
er alveg nýtt kerfi fyrir okkur og
hefur ekki verið við lýði frá því
hlutaskiptakerfið var aflagt.
Samningarnir eru þó ekki alfarið
neikvæðir. Helsta jákvæða atriðið
er hvað snertir verkfallsboðun og
þar fáum við rétt til jafns við
aðrar stéttir. Þannig leggja menn
niður vinnu þegar verkfall er boð
að, en ekki einhvern tíma þegar
einhveijum þóknast," sagði Gísli
„Það skýrist ekki fyrr en í vor,
hvað við höfum í raun og veru
verið að semja um, því það ríkir
svo mikil óvissa varðandi mörg
atriði. Ég vona að samningurinn
verði til góðs og við getum geng-
ið í gegnum hann án stóráfalla,
sagði Gísli Skarphéðinsson enn
fremur.