Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
12,tbl. 75. árg.
FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Bandaríkin:
16biðubana
í flugárekstri
Salt Lake Citv. AP. **
Salt Lake City, AP.
FARÞEGAFLUGVÉL og smá-
flugvél rákust á í lofti yfir
borginni Salt Lake City í Utah-
ríki síðdegis í gær með þeim
afleiðingum að a.m.k. 16 menn,
sem í þeim voru, biðu bana.
Farþegaflugvélin var í eigu flug-
félagsins Skywest og var 18 sæta,
en óljóst er hversu margir voru um
borð. Hún var á leið frá Pocatello
í Idaho til alþjóðaflugvallarins við
Salt Lake City. Smáflugvélin var
Qögurra sæta og af gerðinni Moon-
ey. Varð áreksturinn skömmu eftir
flugtak hennar frá litlum flugvelli
í úthverfi borgarinnar.
Að sögn slökkviliðsmanna rigndi
braki úr flugvélunum niður á
Keams-íbúðahverfið í Salt Lake
City. Dreifðust flugvélahlutir yfir
stórt svæði og stórskemmdust þtjú
íbúðarhús. Lík og líkamshlutar
fundust á víð og dreif og féllu m.a.
niður á skóla, sem verið var að
kenna í, og kirkju.
Svíþjóð:
Tekirni 58 siimum fyrir
akstur undir áhrifum
Stokkhólmi, Reuter.
HÉRAÐSDÓMARI í bænum
Alingsas í miðhluta Svíþjóðar
dæmdi 52 ára mann í sex mán-
aða fangelsi í gær fyrir ölvun-
arakstur. Var það í 58. sinn,
sem maðurinn hlýtur dóm fyrir
að aka bifreið undir áhrifum.
Ólánssami ökumaðurinn var
fyrst dæmdur fyrir ölvunarakstur
árið 1957 og síðan hefur hann
setið samtals ijögur og hálft ár í
fangelsi sakir þess.
Að þessu sinni var maðurinn,
sem er 52 ára, dæmdur fyrir akst-
ur með rúmlega tvöfalt leyfilegt
áfengismagn í blóðinu. Þegar
hann hafði hlýtt á dómsorðið
sagðist hann vonast til að einhver
góður fagmaður gæti hjálpað sér
að komast yfír áfengisfíknina.
AP/Símamynd
Youri Vorontsov (t.v.), nýskipaður aðalsamningamaður Sovétmanna í Genfarviðræðunum um fækkun
kjarnavopna, býður Max Kampelmann, samningamann Bandaríkjanna, velkominn til fyrsta fundar
þeirra í sjöundu lotu viðræðnanna. Myndin var tekin í snjómuggu við sovézka sendiráðið.
Sovétmenn fjölga
SS-25 eldflaugum
Iranir segjast
nálgast Basra
Ný lota í afvopnunarviðræðum hafin
Bagdað, Teheran, AP. Reuter.
ÍRANIR héldu því fram að herir
þeirra hefðu sótt fram á bardaga-
svæðum í austur- og suðurhluta
íraks og gjöreyðilagt íraska
stjórnstöð nálægt Basra í eld-
flaugaárás. írakar vísuðu þessu á
bug.
Iranir sögðust nálgast Basra hægt
og bítandi og hefðu sveitir þeirra
sótt nokkra kílómetra til vesturs frá
uppistöðulóninu, sem írakar reistu
10 km austur af borginni. Gífurlega
harðir bardagar hefðu verið háðir en
unnið væri kerfisbundið að því að
„afmá“ óvinasveitirnar.
Irakar voru jafn vigreifír og sögð-
ust hafa hrakið innrásarliðið til baka.
Hefðu orrustuþotur og þyrlur farið
500 árásarferðir gegn hersveitum
írana og höggvið stórt skarð í raðir
þeirra og eyðilagt fjölda hergagna.
Genf^ Washington, AP. Reuter.
SOVETMENN hafa fjölgað
bækistöðvum fyrir langdrægar
SS-25 kjarnaflaugar og ráða nú
yfir 100 flaugum á skotpöllum í
stað 70 fyrir ári, að því er Caspar
Weinberger, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í
gær.
Weinberger sagði að umræðan
um vopnasöluna til írans hefði beint
athyglinni frá vaxandi hervæðingu
Sovétmanna. SS-25 flaugin væri
færanleg og gæfi hún því mikla
möguleika. Bandaríkjamenn réðu
ekki yfír langdrægum kjamaflaug-
um, sem staðsettar væm á landi.
Þar á þyrfti að verða breyting en
tilraunir Reagans forseta til að fá
fjárveitingar til smíði nýrrar ein-
odda færanlegrar kjamaflaugar,
Midgetman, og 10 sprengjuodda
færanlegrar MX-flaugar hefðu
mætt skilningsleysi.
Aðalsamningamenn í Genfarvið-
ræðum stórveldanna um fækkun
kjamavopna hófu í gær sjöundu
lotu viðræðnanna yfir hádegisverði
í sovézka sendiráðinu. Ekkert var
gefið upp um gang viðræðnanna
en haft var eftir Yuri Vorontsov,
hinum nýja fulltrúa Sovétríkjanna,
að kominn væri tími til að hrinda
hugmyndum frá leiðtogafundinum
í Reykjavík í framkvæmd. Af hálfu
Bandaríkjanna er þess vænzt að
breytingar á skipan samninga-
nefnda verði til að koma skrið á
viðræður, sem þeir segja að hafí
miðað lítið.
Afganistan:
Vopnahlé
ekki virt?
Islamabad, Kabúl, AP. Reuter.
FRÁSAGNIR embættismanna í
Kabúl um framgang einhliða
vopnahlés, sem stjórn Najibullah
lýsti yfir í fyrradag, stönguðust
á í gær. Skæruliðar sögðust hafa
aukið hernað sinn og sögðu að
ekki yrði um vopnahlé að ræða
fyrr en sovézki innrásarherinn
væri allur á bak og burt frá
Afganistan.
Sumir embættismenn sögðu að
skæruliðar virtu vopnahléð og hefðu
800 sveitir þeirra af um 1.300 lagt
niður vopn í gærdag. Hermenn
stjómarhersins og sovézkir hefðu
yfirgefið bardagasvæðin á miðnætti
í fyrrinótt og farið til bækistöðva
sinna. Þeir væm samt tilbúnir að
halda út á vígvöllinn ef skæmliðar
legðu ekki niður vopn. Aðrir emb-
ættismenn sögðu ailtof snemmt að
segja hvort vopnahléð yrði haldið
og erlendir stjórnarerindrekar í
Kabúl skýrðu frá bardögum í ná-
grenni Kabúl eftir að vopnahléð
átti að vera gengið í gildi.
Sovétmenn sögðu í gær að með
vorinu yrðu heil herdeild úr fót-
gönguliði hersins og nokkrar
hersveitir kallaðar heim frá Mong-
ólíu, en þar munu nú vera um
38.000 sovézkir hermenn.
Flugfélög’in Sabena og
SAS sameina fluffleiðir
Kaupmannahöfn, AP.
Kaupmannahöfn, AP.
SAS-flugfélagið á nú í viðræð-
um við belgíska flugfélagið
Sabena um sameiningu flug-
leiða félaganna, að sögn danska
útvarpsins. Snúast viðræðurnar
m.a. um þátttöku SAS i að fjár-
magna stækkun flugvallarins í
Briissel og ýmsar framkvæmd-
ir þar til að hann megi mæta
kröfum tímans.
Að sögn danska útvarpsins
hafa SAS og Sabena í hyggju að
byggja upp nýtt leiðakerfí í Evr-
ópu og til annarra heimsálfa.
Danska blaðið Ekstra Bladet
sagði í gær að Jan Carlzon, for-
stjóri SAS, hafí nýlega átt leyni-
legan fund í Stokkhólmi með
fulltrúum danskra, norskra og
sænskra starfsmanna SAS um
fyrirhugaðar breytingar.
Að sögn sænska viðskiptatíma-
ritsins Veckan Affárer mundi
Sabena kaupa hlut í SAS, sem
er að þremur sjöundu í eign Svía,
tveimur tíundu í eign Norðmanna
og tveimur tíundu í eign Dana.
Helmingur hlutanna er í eigu
ríkissjóðs viðkomandi ríkja. í stað-
inn mundi SAS útvega fjármagn
til stækkunar flugvallarins í
Brússel og framkvæmda, sem
nauðsynlegar væru til að láta
hann mæta kröfum tímans. Yrði
flugvöllurinn gerður að miðstöð
Atlantshafsflugs félaganna
tveggja.
Fulltrúar starfsmanna Kastr-
up-flugvallar, sem er miðstöð alls
flugs SAS innan og utan Skand-
inavíu, hafa látið í ljós áhyggjur
vegna fyrirhugaðs samstarfs SAS
og Sabena og óttast að það hafí
í för með sér fækkun starfsmanna
um allt að 2.000.
Kaj Ikast, Dani í stjórn SAS,
sagði Ekstra Bladet í gær að sam-
starf SAS og Sabena yrði rætt á
stjórnarfúndi 29. janúar nk. Hann
þvertók fyrir að verið væri að
sameina flugfélögin, aðeins
ákveðna þætti í starfsemi þeirra.