Morgunblaðið - 31.01.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987
15
voru upp í bréfí til hans dagsettu
9. janúar. Þeim mætti skipta í femt.
í fýrsta lagi tveir fundir Sturlu með
starfsmönnum menntamálaráðu-
neytis í október 1986 og janúar
1987, þar sem farið var jrfir stöðu
mála og Sturlu gefínn kostur á að
færa fram sjónarmið sín eins og
það var orðað. Þar sem ekki væri
tilgreint í bréfinu hvað hefði komið
fram á fundunum væri ekki hægt
að sjá hvað Sturla hefði brotið af
sér þar.
í öðru lagi væri Sturla talinn
hafa sniðgengið fyrirmæli mennta-
málaráðuneytisins varðandi fj'ár-
málalega umsýslu í fræðsluum-
dæminu. Sverrir sagði að þessi
ásökun hefði verið hrakin af öðrum,
meðal annars fræðsluráði Norður-
lands eystra 19. janúar 1987.
í þriðja lagi var tekið fram
áminningarbréf menntamálaráð-
herra til Sturlu dagsett 23.8. 1986
þar sem sterklega er að því fundið
að Sturla hefði skýrt frá trúnaðar-
málum á blaðamannafundi. Sverrir
sagði að vikustundafjöldi skólanna
gæti tæpast verið leyndarmál
tveimur vikum fyrir upphaf kennsl-
utímans. Að auki hefði verið boðað
til þessa fundar af báðum fræðslu-
umdæmum Norðurlands að frum-
kvæði fræðslustjóra Norðurlands
vestra.
í fjórða lagi var talið ítrekað
brot á trúnaðarskyldu, þar á meðal
að hafa gert opinbera greinargerð
um málefni fræðsluumdæmisins
dagsettri í nóvember, áður en ráðu-
neytinu hafði verið veitt tækifæri
til að kynna sér efni hennar og
koma á framfæri athugasemdum
og leiðréttingum. Sagði Sverrir að
þessi greinargerð hefði verið samin
af 5 manna nefnd sem kjörin var
til þess á sameiginlegum fundi
skólastjómenda, formanna skóla-
nefnda og fræðsluráðsmanna á
fundi í Glerárskóla 21. nóvember
1986. Að lokinni skýrslugerðinni
gekk nefndin á fund þingmanna
kjördæmisins og birti þeim greinar-
gerðina í trúnaði. Einstakir nefnd-
armenn hefðu ekki birt þessa
skýrslu fyrr en hún var notuð sem
sakarefni gegn einum nefndar-
mannanna. Það hefði verið mennta-
málaráðherra sjálfur sem las kafla
úr henni í útvarp skömmu fyrir
áramót.
Sverrir sagði að þau sem sátu
Glerárskólafundinn hefðu öll átt
hlut að því að greinargerðin var
samin, sendinefndin kosin og send,
og því hafi þau öll borið þá þungu
ábyrgð sem þau fínni sárt til nú
þegar einn þeirra hefði verið sviftur
atvinnunni fyrir að tala þeirra máli
að þeirra beiðni. Sverrir sagði að
til væru sögur af grimmum konung-
um sem gerðu aðkomna sendimenn
höfðinu styttri ef þeir fluttu óþægi-
leg tíðindi. Sá siður væri þó víðast
hvar aflagður fyrir löngu.
Ógnarstjórn
menntamála
Sverrir sagði að fólki hefði þótt
nokkuð á vanta á að ástæður fyrir
brottvikningu Sturlu væru nógu
sannfærandi og afdráttarlausar. Þá
hafí verið latið í það skína að margt
væri ótalið enn og jafnframt hefði
menntamálaráðhera látið þess getið
í útvarpsviðtali að ef einhvetjir
dirfðust að verja hinn brottvikna
fræðslustjóra skyldu þeir hafa verra
af. „Þessi ummæli leyfí ég mér að
kalla ógnarstjom menntamála á
íslandi, þegar haft er í hótunum
við menn sem em á annari skoðun
en menntamálaráðherra og dirfast
að halda henni fram. Engum skal
þó takast að hræða okkur til þagn-
ar,“ sagði Sverrir.
Sverrir sagði síðan að lestur
menntamálaráðherra á Alþingi úr
bréfum frá Sturlu hefði ekki verið
sannfærandi sönnun fyrir sekt
Sturlu og vísaði síðan á bug þeim
ásökunum menntamálaráðherra á
Alþingi að mál Sturlu hefði verið
notað af skólamönnum á Norður-
landi til að koma höggi á sig
Sverrir Pálsson
Trausti Þorsteinsson.
Rósa Eggertsdóttir.
Benedikt Sigurðarson.
Kristján H. Theódórsson.
Árni Steinar Jóhannsson.
Garðar Karlsson.
pólítískt. Sverrir sagði að sá stóri
hópur skólastjómenda á Norður-
landi eystra hagi ekki orðum sínum
og athöfnum í máli þessu eftir nein-
um flokkslínum því baráttumál
hópsins séu langt fyrir utan allt
flokkapot. Sverrir sagði að sér virt-
ist menntamálaráðherra vilja gera
þau öll að alþýðubandalagsmönn-
um. „Hver veit nema honum takist
það ef hann verður nógu lengi við
völd,“ sagði Sverrir síðan.
Ósanngjörn nöfn
Sverrir minntist síðan á það að
þeim hefðu verið gefín nöfn sem
ekki væm af geðslegasta tagi og
sagðist verða að játa að það væri
miðlungi drengilegt af þingmanni
og ráðherra í umrðum á Alþingi að
hafa uppi lastmæli um fjarstatt fólk
sem hefði það eitt til saka unnið
Stefán Gunnlaugsson.
að vera á annari skoðun en ráð-
herra. Ráðherra hefði kosið að kalla
skólastjómendur á Akureyri
„hyski" og „kóna“, ogtekið sérstak-
lega fram að hann notaði hyski í
merkinunni ómerkilegt fólk. Sverrir
sagði að orðabækur gæfu upp sam-
heiti hyskis sem illþýði, og kóna sem
þorpari og óþokki. Þama talaði
menntamálaráðherra um undir-
menn sína og því bæri að taka fullt
mark á orðum hans. Sverri sagði
að þetta særði starfsheiður þeirra
sem hefðu reynt af fremsta megni
og bestu samvisku að gegna störf-
um sínum af kostgefni. Mennta-
málaráðherra gæti tæpast varið það
fyrir nemendum skóla og foreldrum
þeirra að hafa fólk sem hann lýsir
svo í starfí við skólana og veitir
þeim jafnvel forstöðu. Sverrir sagð-
ist ekki geta séð betur en ráðherra
yrði annaðhvort að víkja öllum úr
fyrirvararlaust- úr starfí. Hann
sagði síðan, að spyija mætti, hvort
skólaumdæmið hefði sérstaka
skólastefnu og bætti við: Að vissu
leyti má segja að svo sé. Stefnan er
í því fólgin að grunnskólalögin nái
fram að ganga hér og við njótum
þeirrar þjónustu sem þar er kveðið
á um, en nokkuð hefur á vantað
um.“ Hann sagðist síðan telja, að
um þetta hefði myndast samstaða
meðal sveitarstjómar- og skóla-
manna en að ötulasti baráttumaður-
inn í þessum málum hefði verið
Sturla Kristjánsson. Því hefði
mönnum brugðið við, þegar hann
hefði verið brott rekinn á þeim for-
sendum, sem þeir hefðu barist hvað
harðast fyrir að fá staðfest úr
gmnnskólalögum.
Trausti las síðan upp úr 14. gr.
grunnskólalaga um embætti
fræðslustjóra, meginverkefni hans
og starfsskyldur. Hann sagði verk-
svið hans bundið lögum en ekki háð
duttlungum stjómmálamanna
hverju sinni. Hann vitnaði í ræðu
Þorsteins Pálssonar formanns Sjálf-
stæðisflokksins þar sem hann hefði
sagt, að það væri ekki hlutverk
ríkisvaldsins að draga úr fmm-
kvæði og forræði fólksins, heldur
að jafna aðstöðumun þess hvað
varðaði búsetu. Þetta kvað Trausti
vera eitt meginverkefni fræðslu-
skrifstofa að sínu mati.
Hann ræddi síðan nokkuð verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga og
hlutverk fræðslustjóra og skrifstofu
hans. Þá deildi hann á menntamála-
ráðherra fyrir skilningsleysi á
þörfum landsbyggðarinnar og sagði
m.a., að miðstýringarvaldið, starfs-
menn ráðuneytis, hefðu viljað nota
fræðsluskrifstofur sem póststöðvar.
Þá hefði menntamálaráðuneytið
unnið gegn fræðsluskrifstofunum í
baráttunni við Hagsýslustofnun
varðandi fjárveitingar og spurði
síðan: „Hvers vegna er ekki farið
ofan í málin, áður en í óefni er
komið?"
Ræðumaður ræddi ennfremur
stöðu fræðslumála í kjördæminu
eftir brottvikningu Sturlu og sagði,
að starfsemi fræðsluskrifstofunnar
hefði lamast: Hann sagði að lokum:
„Heiðurs okkar vegna verðum við
að fá leiðréttingu á málum fræðslu-
stjöra. Páð 6r náUðsýniegt að fara
í saumana á þessu máli. Brottvísun
eins manns hefur engan vanda
leyst, heldur skapað annan, - meiri
og dýpri gjá. Ég bið ráðherra, að
hann hlutist til um að tilnefna menn
í nefnd til að fara í saumana á
þessum samskiptamálum og setja
fram tillögur um það, hvernig þeim
verði best háttað í framtíðinni."
Tómas Ingi Olrich.
starfji samstundis vegna vanhæfni
eða taka orð sín aftur opinberlega.
Skoraði Sverrir á ráðherra að gera
það og einnig að rétta hlut Sturlu
Kristjánssonar og setja hann aftur
í embætti fræðslustjóra, eða að
minnsta kosti að tryggja hinum
hlutlausa rannsókn á samskiptum
menntamálaráðuneytisins og
fræðsluyfírvalda á Norðurlandi
eystra.
Skapað meiri og dýpri
gjá
Trausti Þorsteinsson skóla-
stjóri á Dalvík og fulltrúi í
fræðsluráði tók næstur til máls.
Hann hóf mál sitt á því að segja,'
að fræðsluumdæmið hafí svo til log-
að síðustu daga vegna þeirrar
ákvörðunar menntamálaráðherra
að vísa fræðslustjóra umdæmisins
Ráðherra haldi áfram
tiltektum
Bárður Halldórsson mennta-
skólakennari á Akureyri sagði
ánægjulegt, þrátt fyrir að þessi
fundur gengi út á brottvikningu
Sturlu, að verða vitni að þessum
mikla áhuga á skólamálum í kjör-
dæminu sem hann taldi að fælist í
íjölda fundarmanna.. Varðandi upp-
sögnina sem slíka sagði hann: „Hafi
ráðherra álitið að fræðslustjórinn,
sem var undirmaður hans í em-
bætti, og honum bar því að fylgja
lögum og reglugerðum í umboði
ráðherra, - hafí hann brotið af sér,
þá bar ráðherra að víkja honum úr
embætti."
Hann sagði síðan að deila mætti
um með hvaða hætti ráðherra hefði
átt að víkja Sturlu frá störfum. Það
væru tvær leiðir til þess. í fyrsta
lagi að víkja mönnum tímabundið
frá og láta fara fram könnun á
embættisfærslu hans. Sú leið krefð-
ist væntanlega þess að einhveijir
þeir fyndust, sem til þess væru
hæfír, þ.e. að annast þá könnun.
Hann sagði síðan: „Nú eru ásakan-
ir ráðherra tvíþættar. Annars vegar
hefur hann sakað fræðslustjóra um
að hlíta ekki fjáriögum og óhlýðn-
Sjá bls. 33.
Bárður Halldórsson.
Kristín Sigfúsdóttir.
Bjarni Kristjánsson.