Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 Háskólinn XII: Rannsóknastofnanir við heimspekideild eftir Þórð Kristinsson Svo sem frá var greint í síðasta pistli eru fimm rannsóknastofnan- ir við heimspekideiid, Bókmennta- fræðistofnun, Málvísindastofnun og Sagnfræðistofnun eru elstar og hafa allar aðsetur í Áma- garði; Heimspekistofnun og Rannsóknastofnun í erlendum tungumálum eru yngri og hefur sú fyrmefnda aðsetur til bráða- birgða í aðalbyggingu, en hin síðamefnda engan fastan sama- stað. Starfsmenn stofnananna eru fastir kennarar viðkomandi greina, rannsóknarfólk sem vinn- ur að tímabundnum verkefnum eftir því sem fé fæst til og stúdent- ar; en kennarar vinna einnig að sínum rannsóknum utan stofnan- anna. Töluverð vinna að útgáfu fræði- rita, sem gefin eru út hjá ýmsum forlögum, er á vegum allra þess- ara stofnana og yrði löng þula ef allt væri talið. Látum því nægja fáein dæmi til að gefa nokkra hugmynd um starfið. Bókmenntafræðistofnun gefur út þrjár ritaraðir: íslensk rit, en í þeirri röð er t.d. Upplýsing og saga. Sýnisbók sagnaritunar ís- lendinga á upplýsingaröld (1982); ársritið Studia Islandica er önnur ritaröð, en þar hefur birst fyöldi merkra rannsóknaritgerða allar götur frá 1937 er Studia kom fyrst út; og loks er ritaröðin Fræðirit, en í henni hafa komið út sex bækur, þar á meðal fræðsluritin Bragur og ljóðstfll, Eðlisþættir skáldsögunnar, leikrit á bók og fræðiorðabókin Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Mesta verkefnið sem nú er unnið að er íslensk bókmenntaskrá sem er tölvuunnin eftir kerfí sem verður á skráningum Landsbókasafns og Þjóðarbókhlöðu. Við Málvísindastofnun hafa verið stundaðar máliýskurann- sóknir í sex ár, þ.e. rannsóknir á íslensku nútímamáli, einkum framburði, og hafa ritgerðir um þessar rannsóknir birst í ýmsum tímaritum, auk þess sem allmarg- ir stúdentar hafa ritað námsrit- gerðir í tengslum við þær. Rannsóknir á bamamáli eða mál- töku bama hafa einnig verið í gangi síðan 1980 og hafa greinar um einstaka þætti rannsóknanna víða birst og námsritgerðir verið skrifaðar í tengslum við þær. Þá tekur stofnunin þátt í samnor- rænu verkefni í setningafræði, en þar er fengist við fræðilegan sam- anburð norrænna mála og áformað að nýta niðurstöður við gerð kennsluefnis. Sagnfræðistofnun hefur staðið fyrir tveimur stórum rannsóknar- verkefhum sem nú er lokið. Niðurstaða annarrar er Vestur- faraskrá 1870—1914, sem er skrá jrfír fólk sem flutti frá íslandi til Ameríku á þessu tímabili. Hitt verkefnið var unnið í samvinnu við jarðvísindamenn í háskólanum og er árangurinn birtur í ritinu Skaftáreldar 1783, en þar er um að ræða rannsókn á Skaftáreldum „Við Málvísindastofn- un hafa verið stundað- ar mállýskurannsókn- ir í sex ár, þ.e. rannsóknir á íslensku nútímamáli, einkum framburði, og hafa ritgerðir um þessar rannsóknir birst í ýms- um tímaritum, auk þess sem allmargir stúdentar hafa ritað námsritgerðir í tengsl- um við þær.“ og móðuharðindum. Nú er unnið að ritaskrá íslenskrar sögu. Þá eru tvær ritaraðir á vegum stofn- unarinnar og í samvinnu við aðra; önnur er Sagnfræðirannsóknir, en í þeim flokki, sem ætlaður er til sölu á markaði, hafa komið út sjö vönduð bindi síðan 1972; hin er Ritasafn Sagnfræðistofnunar, sem eru smærri rit, oft upphaflega BA-ritgerðir. Við Heimspekistofnun er m.a. unnið að kennslubók í nútímarök- fræði, þýðingu á Ríki Platóns, sem birt verður á þessu ári og að út- gáfu íslenskra miðaldarita um heimspeki, sem að nokkru er unn- ið með fulltingi Ámastofnunar. í deiglu eru rannsóknir á heim- spekiritum Brynjólfs biskups Sveinssonar og endurskoðuð út- gáfa á Sögu mannsandans eftir Agúst H. Bjamason. Á vegum kennara í erlendum tungumálum er unnið að margvís- legum rannsóknaverkefiium og eru sum þeirra í tengslum við Rannsóknastofnun í erlendum tungumálum. Verkefnin sem m.a. er unnið að em ensk-íslensk há- skólaorðabók, íslensk-þýsk orða- bók, rannsókn á áhrifum fomnorrænna bókmennta á skoska rithöfunda á 19. og 20. öld, rannsókn á ferðabókum enskumælandi manna sem ferð- uðust um ísland á 18. og 19. öld og vísindaleg textaskýring og íslensk þýðing á verkinu Specimen Islandiæ non-Barbaræ sive Liter- atæ et Cultioris, eftir Jón Þorkels- son, Skálholtsrektor (1697—1759), svo dæmi séu tekin af handahófí. Til viðbótar þeim verkefnum sem unnið er að á vegum stofnan- anna sem að framan greinir, em rannsóknir einstakra kennara, í sumum tilvikum í samvinnu við stofnanimar, aðra innlenda aðilja og fræðimenn eða erlenda há- skóla. Kennir þar margra jgrasa, s.s. ýmsar rannsóknir á Islend- ingasögunum og íslenskum og erlendum bókmenntum, málfræði, menningu, sögu og hugmyndum að fomu og nýju. En verkefnin sem kennarar heimspekideildar vinna að em nálægt sextíu talsins og sum þess eðlis að vinna við þau hefur staðið ámm saman. Höfundur er prófstjóri viðHá- skóla íslands. Búðardalur: Tónleikar Tónlistarskólans HAUSTÖNN Tónlistarskóla Dalasýslu lauk með tónleikum í Dalabúð helgina 24. og 25. jan- úar. Nemendur á haustönn vom rúm- lega 50. Við skólann kenna, auk skólastjórans Kjartans Eggertsson- ar, Ingibjörg Sigurðardóttir og Halldór Þórðarson. Vorönn hefst nú og er einhver nemendaflölgun. Kennt er að Laug- arskóla í Hvammssveit og í Búðard- al. Þröngt er um Tónlistarskólann og háir það starfseminni, en þetta stendur til bóta því pláss það sem hreppsskrifstofan hefiir haft til nota verður sennilega leigt Tónlistar- skólanum en hreppsskrifstofan hefur flutt í nýtt húsnæði. - Kristjana — Ljósm. E.H. Pokafoss í Laxá í Kjós. Eignarmat á laxaauðlindinni eftir Einar Hannesson Það er fróðlegt að yfirfara hvem- ig meta skuli laxaauðlindina, bæði hvað varðar laxinn og ána sem heild og hlutdeild einstakra landar- eigna í heildarverðmætinu. Höfuð- reglan er sú, að veiðiréttur fylgir landi. Ýmsir munu vafalaust telja sig vera með þetta á hreinu, eins og sagt er. í þessu efni er helst þekkt sú aðferð, sem tíðkast hefur lengst af við fasteignamat hér á landi og Fasteignamat ríkisins mun hafa viðhaft við fyrrgreint mat fyrir lax- veiðijarðir, þ.e. byggja á afrakstri hlunninda ákveðið árabil eða nota arðskrá veiðifélags til að fá hlut- deild hverrar jarðar úr heildarverð- mæti veiðinnar í viðkomandi laxá. Svipað mun hafa verið gert í sam- bandi við greiðslur vegna innlausn- ar á veiðirétti, sem skilinn hafði verið frá landareign, og fyrir upp- töku laxalagna í sjó fyrr á árum. Niðurstaða í arðskrá gefur vissu- lega fyllri mynd af hlutdeild hverrar jarðar í verðmætinu heldur en veiði- tölur einar geta gefíð. „Fullyrða má, að verð- mæti laxveiðiár felist í hrygningar- og uppeld- issvæðum lax eða annars göngnf isks og laxinum sem er í ánni og í sjónum.“ félagssvæði. í frumgerð laganna 1933 og endurskoðun þeirra 1942 var gert ráð fyrir að jafna veiði eða arði af henni niður eftir veiði- magni eða áætluðu veiðimagni jarðanna og skyldi skráin gerð með hliðsjón af veiðiskýrslum undanfar- inna 10 ára, eins og segir í lögunum 1933, en 30 ára er aftur á móti í löggjöfínni frá 1942, ef til væru. Hins vegar komu ný atriði í ákvæð- ið um gerð arðskrár þegar lögin voru endurskoðuð 1957 og þau voru ítrekuð við þriðju endurskoðun þeirra frá upphafí sem eru lög nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði. Þar er gert ráð fyrir að við niður- jöfnun veiði eða arðs af henni skuli m.a. taka tillit til aðstöðu við neta- veiði og stangarveiði, landlengdar Fiskvegurinn hjá Kattarfossi í Hítará. Að meta veiðiarðinn Flestir munu telja fyrrgreinda skipan við fasteignamatsgjörð og innlausn eða upptöku netalagna í sjó góða og gilda, þ.e. að taka leigu- tekjur af á eða veiðitölur, metnar til verðs, og segja að það sé verð- mæti árinnar eða hlutdeild einstakr- ar jarðar, ef um það er að ræða. Svo einfalt er þetta ekki, því hér er einungis verið að meta veiðiarð- inn, einskonar rekstur árinnar. Eftir stendur sem áður að meta eignarverðmæti laxveiðiárinnar. Gagnvart gjaldi fyrir netaupp- töku sjávarlagna er þessi tilhögun sjálfsagt sú eina, sem til greina kemur. Laxveiðihlunnindi jarðar við sjó taka aðeins til þess þáttar er snýr að veiðiaðstöðu, þ.e. netaveiði og engu öðru. Liggi þannig fyrir vitneskja um fjölda veiddra laxa um ákveðið árabil er í hendi höfuðstóll laxveiði viðkomandi veiðijarðar. Hann er ársverðmæti veiði með hliðsjón af vöxtum er gætu verið tæplega 7% og þá fimmtánfalt eða vaxtatalan x 15 ár. Hið sama gild- ir gagnvart laxveiðiá. Verð ræðst af fram- boði og eftirspurn Sé litið frekar til verðmætis veið- innar sjálfrar má segja að það felist í þeim tilboðum, sem berast í stang- veiðiámar, þegar þær eru boðnar út til leigu. Þá er einnig að geta verðs stangveiðileyfa og markaðs- verðs á sláturlaxi á hveijum tíma, en verðið ræðst oftast af framboði og eftirspum. Verðmætið er því breytilegt eftir því hvert mat til- boðsaðila er í hverju tilviki og söluverð lax á markaði. En ítrekað skal að hér er um verðmæti veið- innar að ræða en ekki fasteignamat laxveiðiár, ef svo má taka til orða. Fjölþætt eign Fullyrða má, að verðmæti lax- veiðiár felist í hrygningar- og uppeldissvæðum lax eða annars göngufísks og laxinum sem er I ánni og í sjónum. Þama gæti því verið um að ræða, ef slíkt mat færi fram að haustinu: laxahrogn í mölinni, þrír til fjórir árgangar seiða, eftir þéttleika þeirra, auk laxveiðinnar sl. sumar. Þá kemur til viðbótar lax úr viðkomandi á, sem dvelur í sjó, sem fyrr greinir, en þar gæti verið fískur sem fór í sjó 1986, 1985 og 1984. Þá er ótal- ið fiskræktarmannvirki eða umbætur, sem gerðar hafa verið í fískræktarskyni í viðkomandi vatnakerfí. Laxastigi eða fískvegur er þannig einn hluti verðmætamats- ins, sem ber að taka tillit til. Arðskrárgerð í lögum um lax- og silungsveiði er mælt fyrir um arðskrá í veiðifé- lagi: Arðskrá sýnir hlut þann af veiði eða arði af henni, sem koma á í hlut hverrar jarðar eða jarðar- hluta, er veiðiréttur fylgir í vatni á að veiðivatni, til hrygningarskil- yrða og uppeldisskilyrða fisks. Vert að minna á að hér er um mat að ræða, en slíka framkvæmd er auðvelt að gagnrýna fyrir þann, sem hefur beinna hagsmuna að gæta. í fyrirmælum laga um arðskrá eru því komin sum þau atriði, sem fyrr var vikið að, og varða verð- mæti laxárinnar. Víst er að þar sem arðskrár, gerðar fyrir 1957, voru byggðar á veiðimagni og endurspegla þær, þrátt fyrir endurskoðun síðar, ríku- lega veiði jarða fyrr á árum. Þá er breytileiki arðskránna mikill hvað varðar hlutfall hvers atriðis, sem lagt er til grundvallar gerð hennar enda ekki tilgreint í lögunum, hver hundraðshlutur hvers framan- greinds atriðis skuli vera. Flókið verkefni Af framangreindu er ljóst, að það getur verið flókið mál að meta laxa- stofn og straumvatn, hliðstætt og gert við fasteignir hér á landi. A hinn bóginn má ætla þegar slík matsgjörð liggur fyrir, sé tiltölulega auðvelt að skipta verðmætinu niður á jarðir og jarðarhluta við ána. í því efni er oft unnt að styðjast að verulegu leyti við arðskrá, þar sem í henni er að fínna þau atriði, sem máli skipta við matið, sem fyrr greinir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.