Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 7 MEÐAL EFNIS 23:2°l ALASKAGULL (North toAlaska). Bandarískur vestrí meðJohn Wayne og Stew- art Granger i aðalhlutverkum. Myndin geríst i Alaska i kringum 1890. Tveir gullgrafarar hafa heppnina með sérog hyggjast njóta afrakstursins. ÁNÆSTUNNI Föstudagur nn?0 SUNNUDA GURINN SVARTI (Black sunday). Bandarísk bió- mynd frá árínu 1977 meðJohn Frankenheimer, Robert Shaw, Bruce Dern og Marthe Keller i aðalhlutverkum. íþróttaunnend- ur eiga sér einskis ills von þegar hryðjuverkasamtök koma sprengju fyrirá iþróttaleikvangi. Bandarísk biómynd með Craig T. Nelson, Susan Blakelyog Kim- ber Shoop i aðalhlutverkum. Myndin fjallarum bemsku Teddy, son öldungardeildarþingmanns- ins Edward Kennedy. Hvernig honum tókst með áræði og dugnaðiað snúa harmleik í áskorun eftirað annar fótleggur hans var fjarlægður vegna krabbameins. Auglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lykillnn farð þú hjá Helmlllstaakjum tiþ Heimilistæki hf S:62 12 15 Gorbachev fékk bók Guð- mundar um leiðtogafundinn MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, fékk bók Guð- mundar Magnússonar, blaða- manns á Morgunblaðinu, Leiðtogafundurinn íReykjavík, að gjöf á Friðarþinginu í Moskvu um síðustu helgi. Það var Ólafur Ragnar Grimsson, prófessor, sem gaf honum bók- ina í veislu, sem Gorbachev hélt nokkrum erlendum gestum á þinginu. Ólafur Ragnar sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði sagt Gorbachev frá því, að hér væri um fyrstu bókina um leið- togafundinn í október að ræða og höfundur hennar væri íslenskur blaðamaður. Hann sagði, að Gorbachev hefði þakkað fyrir bók- ina og skoðað myndirnar á kápu hennar. Ólafur sagði, að Anatoly Mikhail Gorbachev Dorbrynin, nánasti ráðgjafí Gorbachevs um utanríkismál, hefði síðan tekið við henni. Guðmundur Magnússon sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta framtak Ólafs Ragnars Grímssonar væri mjög ánægju- legt. Hann sagði, að þingið í Moskvu væri um margt mjög at- hyglisvert, sérstaklega þó, að Andrei Sakharov skuli hafa verið viðstaddur og fengið að flytja mál sitt óáreittur. „Mér þykir vert að vekja athygli á því, að samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef aflað mér, kom það fram á þing- inu, að mát okkar Sakharovs á leiðtogafundinum er mjög svipað. Hann telur eins og ég í bókinni um fundinn, að Gorbachev hefði átt að fallast á áfangasamkomu- lag um afvopnunarmál en ekki láta geimvamaráætlunina koma í veg fyrir samninga." Kristján Jóhannsson óperu- söngvari. Kristján Jóhannsson syngnr á tvennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands heldur tvenna óperutón- leika í þessari viku. Einsöngvari með hljómsveitinni verður Kristj- án Jóhannsson, óperusöngvari, og stjórnandi ítalski hljómsveit- arstjórinn Maurizio Barbacini. Fyrri tónleikamir verða í kvöld, 19. febrúar, kl. 20.30 í Há- skólabíói. Uppselt er á tónleikana og verða þeir endurteknir á sama stað laugardaginn 21. febrúar kl. 14.30. A efnisskrá tónleikanna verður ópemtónlist eftir Verdi, Ðonizetti, Gounod, Ciléa og Puccini, aríur og forleikur. Kristján Jóhannsson er nýkominn til landsins frá Kanada, þar sem hann söng hlutverk hertogans af Maurizio Barbacini hljómsveitar- stjóri. Mantuca í óperunni Rioletto eftir Verdi hjá Kandadísku óperunni í Toronto. Héðan heldur Kristján til Bandaríkjanna, en hann er bókaður hjá óperuhúsum vestan hafs og austan allt fram til ársins 1991. Italski hljómsveitarstjórinn Maurizio Barbacini hefur áður stjómað á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og á óperusýningum hérlendis. Þess má geta að Barbac- ini var undileikari Kristjáns Jó- hannssonar á fyrstu einsöngsplöt- unni sem Kristján gaf út fyrir þremur árum. Costa del sol: Ekki aðeins vinsælustu gististaðirnir og hagstæðasta verðið Frí-klúbbsþjónusta og hlunnindin gilda aðeins fyrir Útsýnarfarþega Þriðjungur sæta í sumar þegar seldur Verð frá kr. 26.500 í Útsýnarvegur nr. 1: Algarve — Portúgal: Slær öll met hjá bílaleigufólki. Sólríkustu og fegurstu strend- Verð frá kr. urnar og eitt ódýrasta landið. 18.600.- Verð frá kr. 31.600 í 3 vikur. 25 daga Sumar í Svartaskógi: Gisting við rómað TITISEE Margar ferðir að fyllast. Verð frá kr. 26.900.- Taktu ekki ákvörðun um ferðalagið án samráðs við okkur Super—Super-fargjöld í leiguflugi og áætlunarflugi. Italía — Lignano: Betri en nokkru sinni fyrr. Margar feröir að fyllast. Verð frá kr. 28.200— Feröaskrifstofan ÚTSÝN Símar 26611, 20100,27209 og 27195 Metdagur í ferðapöntunum í gær: farþegar á einum degi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.