Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 Áhætta fylgir auknum hraða eftir Sigurð Helgason Frumvarp til nýrra umferðarlaga er nú til umfjöllunar á Alþingi. Þetta frumvarp gerir ráð fyrir mjög miklum breytingum frá gildandi lögum, sumum til verulegra bóta, en aðrar eru ekki jafn jákvæðar. Allsheijamefnd efri deildar gerði þá breytingartillögu við frumvarpið, að hámarks ökuhraði verði aukinn. Samkvæmt henni verði hámarks- hraði á malarvegum 80 kílómetrar á klukkustund, á vegum með bundnu slitlagi verði hann 90 kíló- metrar á klukkustund og á tiltekn- um vegum, ef aðstæður leyfa og æskilegt sé að greiða fyrir umferð verði hámarkshraði hundrað kíló- metrar á klukkustund. í umræðum innan deildarinnar um þessa brej’tingartillögu komu ekki fram nein haldgóð rök fyrir henni. Reyndar héldu nokkrir þing- menn því fram, að það væri hvort eð er ekið svo hratt og þar af leið- andi væri betra að breyta lögunum, en láta fólk halda áfram að brjóta þau. Þetta þykja mér vafasamar röksemdir, ekki síst þegar þær eru fram bomar á löggjafarþinginu. En staðreyndin er sú, að eina leiðin til að koma í veg fyrir lögbrot er að styrkja og efla löggæslu. En hvers vegna má ekki auka hraðann? Hveijum er hættast í umferðinni hér á landi? Við skoðun á skýrslum yfír umferðarslys hér á landi á árinu 1986 kemur í ljós, að ungir ökumenn á aldrinum 17 til 20 ára lenda oftar í slysum heldur en aðrir vegfarendur. I hveijum árgangi á þessum aldri slösuðust að meðaltali rétt innan við fimmtíu manns á síðasta ári, samtals tæp- lega tvö hundruð manns. Þar af létust átta, sem er þriðjungur þeirra sem létust af völdum um- ferðarslysa á árinu. Þetta eru ógnvekjandi tölur og við þeim ber að bregðast af fýllstu alvöru. Þegar menn leita skýringa á þessum mikla fjölda slysa beinast spjótin óneitanlega að ökukennslu hér á landi. Flestir ef ekki allir eru sammála um, að verulegs átaks sé þörf til að efla hana. í þessu frum- varpi til umferðarlaga er ekki gert ráð fyrir neinum aðgerðum í þeim efnum. En það er alls ekki nóg að nýir ökumenn fái fímmtán kennslu- stundir hjá ökukennara áður en þeir fara að aka í hinni miklu um- ferð sem er hér á landi. Það er ekki lengur hægt að reikna með að þetta unga fólk læri bara af reynslunni, því að hún er eins og sakir standa of dýru verði keypt. Það er nauðsynlegt að gera mikið átak til eflingar ökukennslu. Fyrsta skrefið í þeim efnum er að auka til muna menntun ökukennara og til dæmis óttast ég, að 21 árs gamlir ökumenn séu ekki fýllilega í stakk búnir til að kenna öðrum að aka. Til þess þarf meiri reynslu en þeir Sigurður Helgason Þegar menn leita skýr- inga á þessum mikla fjölda slysa beinast spjótin óneitanlega að ökukennslu hér á landi. Flestir ef ekki allir eru sammála um, að veru- legs átaks sé þörf til að efla hana. I þessu frum- varpi til umferðarlaga er ekki gert ráð fyrir neinum aðgerðum í þeim efnum. hafa forsendu til að búa yfír. Meðan ökukennsla er jafn frumstæð og raun ber vitni tel ég ekki tímabært að ræða aukinn hámarkshraða. Það eykur spennuna í umferðinni þegar hraðinn eykst. Við ríkjandi KÆLI' OG FRYSTISf apiip Samt. stærö: 275 1. Frystihólf: 45 I. ★★★★ Hæö: 145 sm. Breidd: 57 sm. Dýp.. Færanlegar hillur í hurö. Sjálfvirk afþýöing í kæli. Vinstri eða hægri opnun. Fullkomin viögerða- og varahlutaþjónusta. vrSA Heimills- og raftækjadeild HEKLA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 aðstæður virðast yngstu ökumenn- irnir, og reyndar fjölmargir aðrir, ekki búa yfír nógu mikilli liæfni til aksturs og ástandið getur ekki batnað með auknum hraða. Það er oft talað um, að engin keðja verði sterkari en veikasti hlekkurinn. Veiki hlekkurinn í umferðinni eru yngstu ökumennimir og verður ennþá veikari aukist hraðinn enn frekar. í því sambandi má geta þess, að við tölum alltaf um hámarkshraða í tölum. En í raun er hámarkshraði sá hraði sem fólk ræður við, miðað við aðstæður á hveijum stað á hveijum tíma. Það er stóra vanda- málið, að menn virðast ekki meta aðstæður rétt og aka því oftar en ekki hraðar en aðstæður leyfa. I skýrslu sem Bjami Torfason læknir vann fyrir landlæknisemb- ættið um slys á bömum og ungling- um er sagt í kafla um umferðarslys, að það sem reynst hafi best til að koma í veg fyrir umferðarslys, séu hraðatakmarkanir og öryggisút- búnaður. Vilja menn auka hraðann á kostnað öryggis? Til þess þarf Alþingi að taka afstöðu þegar það fjallar um umferðarlagafrumvarpið. En fyrst að minnst er á öiyggis- búnað er rétt að fagna þeirri einróma skoðun þeirra, sem til máls tóku um frumvarpið í efri deild og minntust á refsiákvæði á hendur þeim sem ekki framfylgja lögum um notkun bflbelta, að nauð- synlegt sé að beita sektum. Með því ætti að vera hægt að tryggja nánast undantekningarlausa notk- un þessa sjálfsagöa öryggistækis í ölium bílum — alltaf. í könnun sem Hagvangur vann fyrir Umferðarráð á síðasta ári kom fram, að meiri- hluti aðspurðra telur að beita eigi sektarákvæðum. Meðal þeirra sem tóku til máls við 2. umræðu um frumvarpið í efri deild var Salome Þorkelsdóttir. Hún boðaði þar meðal annars að við þriðju umræðu ætlaði hún að leggja fram nokkrar breytingartil- lögur. Þar á meðal um samræmingu slysaskráningar hér á landi. Stað- reyndin er sú, að mikið ósamræmi er í skráningu lögreglu, trygginga- félaga og sjúkrahúsa á fjölda þeirra er slasast í umferðinni. Þá ætlar hún að leggja til að stofnuð verði rannsóknamefnd umferðarslysa, sem er mjög tímabært og hefði hún átt að vera komin til sögunnar fyr- ir mörgum árum. Menn verða að gera sér grein fyrir orsökum slysa. Við þekkjum afleiðingamar alltof vel, en vitneskju um orsakimar þarf að auka. Að lokum sagðist Salome ætla að leggja fyrir Alþingi þingsálykt- unartillögu um þjóðarátak • í um- ferðaröryggismálum. Allir þeir sem starfa í umferð og að umferðarmál- um, hljóta að fagna þeim mikla áhuga sem þessar tillögur bera vott um og vissulega er átaks þörf. En til að koma í veg fyrir slys þarf að halda á lofti miklum og öflugum áróðri árið um kring. En hvemig stendur fjárveitingavaldið sig í þeim málum? Hversu mikið fé skyldi Alþingi leggja til Umferðar- ráðs á árinu 1987? Ég ætla ekki að svgra þeirri spumingu, en hins vegar held ég að óhætt sé að segja að hún beri ekki vott um stór- mennsku, né að menn geri sér grein fyrir þeirri alvöru sem fylgir ástand- inu í umferðarmálum. í 51. grein fmmvarps til um- ferðarlaga segir meðal annars: „Ökuskírteini em tvenns konar: Bráðbirgðaskírteini og fullnað- arskírteini. Bráðabirgðaskírteini er gefíð út til byijenda og gildir í tvö ár. Fullnaðarskírteini gildir þar til hlutaðeigandi er fullra 70 ára.“ Þama held ég að verið sé að fara út á vafasama braut. Það geta liðið yfír fímmtíu ár frá því að öku- maður fær ökuskírteini þar til aftur er tekin afstaða til þess hvort hann sé fær um að aka bifreið. A þetta löngum tíma getur svo ótrúlega margt breyst í öllum forsendum, að ætla má að þama sé um mistök að ræða. Að vísu er gert ráð fyrir að haldin verði ökuferilsskrá, þann- ig að hægt verði að fylgjast vel með ferli ökumanna, og er það sjálf- sagður hlutur, jafnvel þótt ökuskír- teini séu endumýjuð með reglulegu millibili. Sjón fólks breytist með aldrinum og heilsa og hæfni getur versnað á tiltölulega skömmum tíma, en með því að láta fólk end- umýja ökuréttindi með reglulegu millibili má segja að verið sé að auka öryggi. Þar fyrir utan væri gaman að sjá framan í lögreglu- mann sem bæði sjötugan mann um ökuskírteini og fengi slflct með mynd af viðkomandi nítján ára gömlum, fimmtíu og einu ári áður. Það er meira segja hætt við að menn misnotuðu ökuskírteini ann- arra manna, því menn breytast á styttri tíma. En látum þetta nægja í umfjöllun um einstök atriði fmmvarpsins. En rík ástæða er til að hvetja alþingis- menn til að gefa sér tíma til að ijalla um þetta frumvarp. Á því eru ýmsir stórir hnökrar sem nauðsyn- legt er að sníða af. En til þess að löggjöf, sem varðar jafn marga og raun ber vitni, um umferðarlög sé markviss og skapi aukna reglu í umferð verður að gefa.sér tíma til að þau uppfylli þau skilyrði sem okkur ber að setja. Og enda þótt Alþingi hafi gefíð sér allmörg ár til að fjalla um þetta mál virðist það ekki hafa dugað, ennþá. Höfundur er framkvæmdnstjóri Fararheillar '87, átaks bifreiða- tryggingafélaga í umferðarmál- um. Frá KungSlv. Norræni lýðháskól- inn í Kungálv 40 ára NORRÆNI lýðháskólinn í Kung- Slv í Svíþjóð verður 40 ára á þessu ári. Nemendasamband skólans og skólinn minnast þessara tímamóta með afmælishófí í skólanum þann 26. júní nk. Náms- og skemmtiferð nemenda- félagsins verður að þessu sinni farin í Smáland, vikuferð að loknu af- mælishófínu. Norræni lýðháskólinn í Kungalv var stofnaður með það að markmiði að efla tengsl og kynni milli norður- landanna og má geta þess að tæplega 200 íslendingar hafa sótt skólann frá upphafí. tí-ti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.